Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Haustfatnaður
Grófir jakkar - síðbuxur - útvíð pils
LAGASTOFNUN
HÁSKÓLA ÍSLANDS
Allir velkomnir
Miðvikudaginn 6. október,
kl. 12.15 í Lögbergi.
Áhrif rafrænnar stjórnsýslu á
almannaþjónustu
„Electronic administration´s effect on
public services“
Jean-David Dreyfus, prófessor við lagadeild háskólans í
Reims Champagne-Ardenne í Frakklandi, flytur erindi í
Lögbergi, stofu 101
Fundarstjóri er Stefán Már Stefánsson, prófessor.
Fyrirlesturinn fer fram á ensku.
Nánari upplýsingar á www.lagastofnun.hi.is
Laugavegi 53, s. 552 1555.
TÍSKUVAL
Ný sending af peysum
Gott verð
Opnum kl. 10
Matseðill
www.graennkostur.is
Þri. 5/10: Indversk samósa m/fersku
salati, hrísgrjónum
& meðlæti.
Mið. 6/10: Ítalskur pottur og polenta
m/fersku salati,
hrísgrjónum & meðlæti.
Fim. 7/10: Kartöfluboltar í góðum
félagsskap m/fersku salati,
hrísgrjónum & meðlæti.
Fös. 8/10: Vorrúllur og hnetusósa
m/fersku salati,
hrísgrjónum & meðlæti.
Helgin 9.-11/10: Indverskir réttir og
nanbrauð m/fersku salati,
hrísgrjónum & meðlæti.
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Saumlaust
aðhald
Þú minnkar um 1 númer
Litir: Svart - hvítt - húðlitað
Póstsendum
Þýsku úlpurnar komnar
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18
lau. kl. 10—16
Flauelsbuxur
Tweedbuxur
Svartar betri buxur
Laugavegi 84, sími 551 0756
Laugavegi 63, sími 551 4422
SJÓBIRTINGSVEIÐI hefur verið
með líflegra móti síðustu vikur, t.d.
hefur Geirlandsá boðið upp á þá
bestu veiði sem þar hefur verið í þó-
nokkur ár. Gylfi J. Gylfason mun
t.d. seint gleyma sinni veiðiför í ána
fyrir skemmstu.
„Við fórum þarna fjórir félagar
af Suðurnesjum og túrinn var í einu
orði sagt ótrúlegur. 25 sjóbirtingar
og einn lax. Það sem gerir þessa
feiknaveiði sérstaka voru veður-
skilyrðin. Sólskin og gríðarlegt
hvassviðri og þá erum við ekki að
tala um rok í venjulegum skilningi
heldur nánast ómengaðan fellibyl
þar sem þurfti að sæta lagi á milli
hviða til að ná köstum. En það var
fiskur um allt, þar sem fiskur gat
legið, þar lá fiskur. Ég og félagi
minn Eiríkur Hermannsson settum
báðir persónuleg met í stærð í sil-
ungsveiði, ég fékk 12 punda sjóbirt-
ing í þrjðja kasti. Hann fékk síðan
12,5 punda á Rektor og seinna á
sömu vakt bætti ég um betur og
fékk 13 punda fisk og missti einn
miklu stærri sem ég barðist við í
tuttugu mínútur. Meðalvigtin hjá
hollinu var 6 pund,“ sagði Gylfi í
samtali við Morgunblaðið.
Nokkrar lokatölur
Lokatala í Vatnsdalsá var 989
laxar og voru síðustu dagarnir afar
góðir. Lokatala 2003 var til saman-
burðar 547 laxar. Áin er því með
mikinn bata, þó ekki eins mikinn og
nágrannaárnar, en á móti kemur að
mjög staðbundin vandamál komu í
veg fyrir meiri veiði, því áin var full
af fiski.
Svartá var með 400 laxa og
Blanda alls um 1.540 stykki, saman
eru þessar nágrannaár því með fast
að 2.000 laxa.
Hítará endaði með 476 laxa sem
er lítillega betra en í fyrra en þá
veiddust 448 laxar.
Þá endaði Laxá í Leirársveit með
984 laxa sem er nokkuð undir síð-
asta sumri, en þá veiddust 1.133.
Langvarandi þurrkar léku ána
grátt.
Glæsilegt met …
Breiðdalsá hefur áður aðeins los-
að 300 laxa á toppsumri, útkoman í
sumar er því með ólíkindum, en nú
er villti stofn árinnar sem kunnugt
er styrktur með gönguseiðaslepp-
ingum. Alls veiddist 701 lax í ánni í
sumar. Í fyrra veiddust 202 laxar í
ánni.
Lokatala úr Eystri-Rangá
Flest bendir til að Eystri-Rangá
verði hæst yfir landið, en lokatala
hennar hefur verið gefin út 3.152
laxar. Einhver veiði er í Ytri-Rangá
enn og heyrst hefur að lokadagur
þar verði 10.október. Í vikubyrjun
var staðan í henni nálægt 2.900 löx-
um. Það er því spurning hvað gerist
þessa síðustu daga.
12 punda í
þriðja kasti
Gylfi J. Gylfason með 12 punda sjó-
birting úr Geirlandsá.
ERU
ÞEIR AÐ
FÁ’ANN?
HJALTI Elíasson rafvirkjameistari
lést á Landspítala – háskólasjúkra-
húsi sl. sunnudag, 75 ára að aldri.
Hjalti var á sínum tíma einn fremsti
bridgespilari Íslendinga.
Hjalti fæddist 6. maí 1929 í
Saurbæ í Holtahreppi, sonur hjón-
anna Elíasar Þórðarsonar bónda og
Sigríðar Pálsdóttur.
Hjalti nam rafvirkjun við Iðnskól-
ann í Reykjavík og lauk sveinsprófi
1951 og meistaraprófi 1954.
Hjalti var margfaldur Íslands-
meistrari í bridge, bæði í sveita-
keppni og tvímenningi, og spilaði í
landsliði Íslendinga á árunum 1960
til 1980. Þá var Hjalti landsliðsþjálf-
ari í bridge 1987 til 1992.
Hjalti tók virkan þátt í starfi
bridgehreyfingarinnar. Hann var
formaður Bridgefélags Reykjavíkur
um tíma og forseti Bridgesambands
Íslands á árunum 1974 til 1979.
Eftirlifandi eiginkona Hjalta er
Guðný Málfríður Pálsdóttir. Hjalti
og Guðný eignuðust fjóra syni, Pál,
Pétur, Sigurð Elías og Eirík.
Andlát
HJALTI
ELÍASSON
GEIR H. Haarde fjármálaráð-
herra sat um helgina ársfund
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Al-
þjóðabankans í Washington DC.
Samkvæmt venju var á fundun-
um fjallað um þróun og horfur í
alþjóðlegum efnahagsmálum og
í málefnum einstakra ríkja.
Að sögn Geirs átti hann einn-
ig fundi með fjármálaráðherrum
Mexíkó og Montenegro auk
funda með ráðherrum frá öðr-
um Norðurlöndum við þetta
tækifæri.
Geir átti enn fremur fundi
með fulltrúum frá lánshæfis-
matsfyrirtækjum, m.a. Stand-
ard & Poors. „Það er mjög mik-
ilvægt fyrir okkur að hafa gott
samband við matsfyrirtækin.
Við höfum notið þar mikils
trausts,“ sagði Geir í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Fjármálaráðherra á
ársfundi Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins
Ræddu
þróun í al-
þjóða efna-
hagsmálum
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111