Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 20
H vernig væri að hrista af sér skamm- degisdrungann og hressa upp á sálartetrið með skærum litum heima eða í vinnunni? Það má lífga uppá bað- herbergið með handklæðum eða nýrri baðherbergismottu og grind undir óhreinan þvott. Drekka morg- unkaffið úr skærlituðum bollum eða morgunteið, djúsið úr gulu könnunni og draga fram brauðið úr rauða brauðboxinu. Litlu „prinsarnir og prins- essurnar“ drekka mjólkina úr skrautlegum glösum um leið og þau maula brauðið sitt. Salatið hvort heldur sem er í hádeginu eða að kvöldi, fer vel í bláu salatskálinni og ekki er amalegt að lífga upp á matarborðið með „kátum“ glösum. Gular og grænar tap- as- eða snakkskálar lífga svo upp á kvöldstundina framan við sjónvarpið.  HÖNNUN | Hressum upp á umhverfið Morgunblaðið/Kristinn Litagleði í skammdeginu Bláar: Salat- og snakkskálar. Í húsinu. Litrík glös: Fyrir litla prinsa og prinsessur. Duka. DAGLEGT LÍF Rautt: Yljar í kuldanum. Habitat. 20 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.