Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína á þingfundi Alþingis í gær- kvöldi. Stefnuræða forsætisráðherra fer hér á eftir í heild sinni: „Herra forseti, góðir Íslendingar. I. Á þessu ári höfum við minnst aldarafmælis heimastjórn- arinnar, en jafnframt minn- umst við þess að sextíu ár eru liðin frá lýðveldisstofn- un á Þingvöllum árið 1944. Það er auðvelt að hrífast með bjartsýni og hugrekki forystumanna hins unga lýðveldis þegar horft er til baka. Og staðreynd málsins er sú að okkur hefur tekist betur til við uppbyggingu þjóð- félagsins en nokkur þorði að vona á þeim tíma. Það kemur nú í minn hlut að flytja stefnuræðu ríkisstjórnar, eftir breytingar á ríkisstjórninni sem urðu þann 15. september síðastliðinn. Ég vil við þetta tækifæri þakka Davíð Oddssyni, utan- ríkisráðherra, farsæla forystu í málum þjóðar- innar í meira en þrettán ár. Á þessum tímamótum verða ekki breytingar á meginmarkmiðum ríkisstjórnarinnar, enda eru þau sett fram í stjórnarsáttmála Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kjörtímabilið allt. Frá því að flokkarnir hófu samstarf árið 1995 hafa orðið stórstígar framfarir í landinu. Kaupmáttur ráðstöfunartekna hefur vaxið stöð- ugt og samfellt, atvinnuleysi minnkað, velferð- arkerfið styrkst og hagur atvinnulífsins vænk- ast, svo aðeins fáein atriði séu nefnd. Það er því ekkert sem kallar á róttækar breyt- ingar, þvert á móti er ástæða til að halda áfram á sömu vegferð. II. Þrátt fyrir að góður friður hafi almennt verið á vinnumarkaði á undanförnum árum, er þessi ræða flutt í skugga alvarlegs kennaraverkfalls. Stöðvun skólastarfs er mikið áfall fyrir heimilin í landinu. Ríkisvaldið er ekki aðili að deilunni, enda rekstur og yfirstjórn grunnskólans í hönd- um sveitarfélaganna. Ríkið og sveitarfélögin sömdu um yfirfærslu grunnskólans. Þeirri yf- irfærslu fylgdu fullnægjandi tekjustofnar. Stjórnarandstaðan hefur nú síðustu daga reynt að draga ríkisstjórnina inn í þessa deilu og sett fram þá kenningu að það sé á ábyrgð rík- isins að leysa úr ágreiningi samningsaðila. Það er ljótur leikur og mikill bjarnargreiði að vekja með því falsvonir og getur dregið úr því að samningsaðilar axli ábyrgð sína. Nýverið undirrituðu fulltrúar ríkis og sveitar- félaga sameiginlega yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir eindregnum vilja til að vinna áfram að eflingu sveitarstjórnarstigsins. Sérstaklega verður litið til þeirra sveitarfélaga og svæða sem standa höllum fæti fjárhagslega, leitað orsaka og gerðar tillögur til úrbóta. Því fer vitaskuld fjarri að öll sveitarfélög eigi við vanda að etja. Þar sem vandinn er fyrir hendi er hins vegar nauðsynlegt að grípa til aðgerða og tryggja eins vel og unnt er að sveitarfélögin verði nægilega öflug til að þau geti orðið við óskum íbúa og atvinnulífs um þjónustu til framtíðar. Við stjórnmálamenn erum vanir að takast á um mál og sjá atburði liðinna ára í misjöfnu ljósi. Með sama hætti sjá menn framtíðina og mögu- leikana sem í henni felast með ólíkum hætti. Framtíðarsýn núverandi ríkisstjórnar er skýr. Við viljum sjá meiri fjölbreytni í íslensku at- vinnulífi. Við viljum sjá að í byrjun næsta kjör- tímabils hafi kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxið um 50% frá því að flokkarnir hófu samstarf. Við viljum sjá íslensk fyrirtæki sem öfluga þátttak- endur í alþjóðlegu atvinnulífi. Við viljum sjá aukna erlenda fjárfestingu hér á landi. Við vilj- um taka vaxandi þátt í alþjóðasamstarfi og axla aukna ábyrgð. Við viljum fjölbreytta menntun sem gerir okkur kleift að standast vaxandi sam- keppni og tileinka okkur nýjungar. Við viljum öflugt heilbrigðis- og velferðarkerfi sem örygg- isnet fyrir fjölskyldur okkar og komandi kyn- slóðir. III. Meginniðurstaða fjárlagafrumvarpsins fyrir árið 2005 er að áfram ríki stöðugleiki í efnahags- lífinu þrátt fyrir aukin umsvif. Þetta er afrakstur þeirrar aðhaldssömu stefnu í ríkisfjármálum sem ríkisstjórnin hefur markað. Líkt og undanfarin ár verður tekjuafgangi rík- issjóðs varið til greiðslu skulda. Samkvæmt þessum áformum lækka skuldir ríkissjóðs um þriðjung frá árinu 1998 til 2005, eða úr 41% af landsframleiðslu í 27½%. Í fjárlagafrumvarpinu er jafnframt lögð fram stefna ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum fyrir árin 2005–2008. Sú stefnumörkun er afar mik- ilvæg í ljósi þeirra umfangsmiklu framkvæmda sem hafnar eru og gera kröfu um ábyrga en sveigjanlega hagstjórn og staðfestu í ríkisbú- skapnum. Jafnframt er þessi stefna mikilvæg forsenda skattalækkunaráforma. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að lækka tekju- skatt einstaklinga um 4% á næstu þremur árum, úr 25,75% í 21,75%. Þegar sú lækkun verður að fullu komin til framkvæmda hefur tekjuskattur einstaklinga lækkað um 8,66 prósentustig frá árinu 1997. Jafnframt er ákveðið að afnema eignarskatt einstaklinga og lögaðila. Þá verða barnabætur hækkaðar. Nánari útfærsla á þess- um tillögum verður kynnt með frumvarpi á næstunni. Ennfremur verður unnið að endur- skoðun á virðisaukaskatti. Með hliðsjón af horf- um í efnahagsmálum og tímasetningu stóriðju- framkvæmda er miðað við að skattalækkanir komi að mestu til framkvæmda á seinni hluta kjörtímabilsins. Af hálfu framkvæmdanefndar um einkavæð- ingu er nú unnið að undirbúningi á sölu Lands- síma Íslands hf. í samræmi við málefnasamning ríkisstjórnarinnar og fyrirliggjandi heimild Al- þingis. Markaðsaðstæður eru nú taldar hag- stæðar og því líklegt að ríkissjóður fái sann- gjarnt og eðlilegt verð fyrir eign sína. Samhliða er unnið að því að þjónusta við almenning á þessu sviði verði góð og dreifikerfið bætt. Fyrir skömmu var af hálfu nefndarinnar auglýst eftir ráðgjafa við sölu Símans. Að því er stefnt að slík- ur aðili verði ráðinn til verksins í nóvember á þessu ári. Hlutverk ráðgjafans verður að vinna með nefndinni að frekari undirbúningi og veita álit sitt á fyrirkomulagi sölunnar, stærð sölu- hluta og röð söluþátta. Þar sem þessi vinna tekur nokkurn tíma er ekki við því að búast að eig- inlegt söluferli og sala hefjist fyrr en á fyrri hluta næsta árs. IV. Menntamál er sá málaflokkur sem mestu skiptir fyrir atvinnuþróun og uppbyggingu til framtíðar. Einungis örfá ríki verja meira til þessa málaflokks en við Íslendingar. Á næstunni verður unnið að breyttri náms- skipan til stúdentsprófs þar sem áhersla verður lögð á aukna samfellu í skólastarfi, allt frá leik- skóla til loka framhaldsskóla, hvort sem um er að ræða bóknám, iðnnám eða starfsnám. Forsenda þessara áforma eru þær miklu breytingar sem orðið hafa á skólakerfinu und- anfarinn áratug. Þær veita tækifæri til breyt- inga sem meðal annars hafa í för með sér að námstími til stúdentsprófs styttist um eitt ár, án þess að í nokkru sé slakað á þeim kröfum sem gerðar eru til menntunar. Háskólalíf í landinu stendur í miklum blóma. Námsframboð hefur aldrei verið meira og það sama má segja um fjölda háskólanema. Þetta er ánægjuleg þróun og til marks um að stefna rík- isstjórnarinnar um að efla menntun og rann- sóknir í landinu hefur nú þegar skilað verulegum árangri. Þá stendur yfir endurskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna og á vett- vangi menntamálaráðuneytisins verður unnið að undirbúningi lagasetningar um eignarhald á fjöl- miðlum. Ríkisstjórnin leggur áherslu á öflugt velferð- arkerfi. Á undanförnum árum hefur markvisst verið unnið að því að stytta biðlista fatlaðra eftir búsetu. Rýmum á sambýlum mun fjölga um 110 frá 2001 til 2005. Þar með verður biðlistum eytt. S n f s a l þ S v m v f i l b h f a F v i r i a h g v s l v a á u a k m a þ b n á u s i f h l s a m k m s b h v k l g S R k n s l a e s s v h o e s f F Halldór Ásgrímsson forsæ Ástæða er áfram á söUMRÆÐUEFNIN Á ALÞINGI Halldór Ásgrímsson forsætis-ráðherra hélt sína fyrstustefnuræðu á Alþingi í gær- kvöldi. Ræða ráðherra undirstrikaði enn og aftur þann mikla árangur, sem náðst hefur í samstarfi stjórnarflokk- anna undanfarin níu ár. Halldór Ás- grímsson treysti sér til að lýsa því yf- ir að í byrjun næsta kjörtímabils vildu stjórnarflokkarnir sjá að kaupmáttur hefði vaxið um 50% frá því samstarf þeirra hófst. Hann ítrekaði jafnframt loforð stjórnarflokkanna um að lækka tekjuskatt einstaklinga um fjögur prósentustig á kjörtímabilinu og benti á að þar með hefði skatturinn lækkað um 8,66 prósentustig frá árinu 1997, ásamt því sem eignar- skattur yrði afnuminn. Einhvern tím- ann hefðu menn talið það tóma ósk- hyggju að lofa slíku og þann stjórnmálamann í meira lagi óraun- sæjan, sem flytti slíka ræðu. Árang- urinn af samstarfi stjórnarflokkanna hefur hins vegar verið slíkur og horf- urnar það góðar, að ekki er nú ástæða til annars en að ætla að þetta gangi eftir. Talsmenn stjórnarflokkanna í um- ræðum um stefnuræðu forsætisráð- herra á þingi voru samstiga í mál- flutningi sínum og erfitt er að sjá á hverju Jóhanna Sigurðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, byggir þann spádóm sinn að samstarf þeirra muni ekki endast út kjörtímabilið. Þótt mörgum málum væri haldið á lofti af hálfu stjórnarandstöðunnar, varð hins vegar ekki séð að hún byði upp á neina sameiginlega stefnu, sem hægt væri að líta á sem valkost við stefnu ríkisstjórnarinnar, þrátt fyrir tal stjórnarandstöðuflokkanna um aukið samstarf á þingi. Forsætisráðherra vék að einu mik- ilvægasta málinu, sem koma mun til kasta Alþingis á næstu misserum, en það er endurskoðun stjórnarskrár- innar. „Á liðnu sumri hvessti verulega í íslensku stjórnmálalífi. Nú þegar þeirri hríð hefur slotað er mikilvægt að við tökumst á hendur það verkefni sem aldrei hefur með fullnægjandi hætti verið leitt til lykta,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. „Á því þingi sem nú fer í hönd þarf að hefja sameiginlegt starf allra flokka að endurskoðun stjórnarskrárinnar. Í því starfi þarf að tryggja að löggjafarstarf Alþingis geti gengið fram með eðlilegum hætti, en einnig að tryggja lýðræðislegan rétt almennings til að fá fram at- kvæðagreiðslur um mál sem miklu skipta. Þá þarf að skýra betur hlut- verk forseta, Alþingis og ríkisstjórn- ar í stjórnskipuninni.“ Forsætisráðherra kom inn á öll mikilvægustu atriði máls. Þau eru í fyrsta lagi að stjórn og stjórnarand- staða geti snúið sér að þessu löngu tímabæra endurskoðunarstarfi án þess að láta deilur sumarsins spilla fyrir, heldur látið heilbrigða skyn- semi ráða. Í öðru lagi að óvissu um valdmörk og hlutverk stjórnvalda verði eytt og komið í veg fyrir að menn geti túlkað stjórnarskrána hver með sínum hætti. Í þriðja lagi að tryggt verði að almenningur geti fengið að kjósa milliliðalaust um stór mál. Áður en settar hafa verið skýrar reglur í stjórnarskrá um þjóðarat- kvæðagreiðslur er nánast ófram- kvæmanlegt að skjóta ýmsum málum, sem vissulega verðskulda slíka með- ferð, til þjóðarinnar vegna þeirra deilna sem óhjákvæmilega myndu koma upp um framkvæmd og út- færslu. Halldór Ásgrímsson nefndi enn- fremur öryggis- og varnarmál þjóð- arinnar, m.a. viðræðurnar við Banda- ríkjamenn um það hvernig tryggja megi áfram loftvarnir í landinu. For- sætisráðherra áttar sig augljóslega á því að þar verða Íslendingar nú að láta eitthvað á móti og taka þátt í kostnaði við rekstri Keflavíkurflug- vallar. Slíkt er ekki nema sjálfsagt – sjálfstætt ríki á ekki að þurfa að láta aðra reka fyrir sig alþjóðaflugvöll. Í atlögum sínum að ríkisstjórninni fann stjórnarandstaðan kannski helzt snöggan blett þar sem eru efndir á samkomulagi heilbrigðisráðherra og Öryrkjabandalags Íslands frá því fyr- ir kosningarnar í fyrra um hækkun lífeyris öryrkja. Ekki fer á milli mála að kjör yngstu öryrkjanna hafa verið bætt, en það er mikilvægt fyrir rík- isstjórnina að þessi hópur geti ekki sagt að hún hafi ekki efnt loforð sín við hann að fullu. Árásir stjórnarandstæðinga, eink- um þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Guðjóns Arnars Kristjánssonar, á ríkisstjórnina vegna stefnu hennar í Íraksmálinu misstu hins vegar marks. Þessir leiðtogar stjórnarandstöðunn- ar sögðu að Íslendingar og aðrar vestrænar þjóðir bæru ábyrgð á morðum á saklausum börnum í Írak vegna þess að þeir hefðu stutt herför- ina gegn Saddam Hussein. Bera Vest- urlönd ábyrgð á árásum hryðjuverka- mannanna, fylgismanna hins fallna harðstjóra? Báru Vesturlönd ekki fremur ábyrgð á morðum og grimmd- arverkum Saddams áratugum saman með því að láta hann óáreittan? Og bera Íslendingar og aðrar vestrænar þjóðir ekki fremur ábyrgð á þeim barnamorðum, sem fram fara daglega á stöðum eins og í Darfur í Súdan vegna þess að Vesturlönd treysta sér ekki til að skerast í leikinn og yf- irbuga harðstjórana og öfgamennina, sem standa fyrir þessum morðum? Ómerkilegur málflutningur af því tagi, sem stjórnarandstaðan hafði uppi í Íraksmálinu í gærkvöldi, hittir hana sjálfa beint fyrir. Af umræðunum í gærkvöldi má ætla að efnahagsmál, skattamál og ut- anríkismál verði fyrirferðarmikil á þinginu í vetur. Athygli vakti jafn- framt málflutningur tveggja þing- manna, þeirra Jónínu Bjartmarz og Jóhönnu Sigurðardóttur, sem vöktu máls á stöðu jafnréttismála. Báðar bentu þær á að hlutur kvenna væri of rýr í atvinnulífinu og Jóhanna varpaði fram þeirri spurningu, hvort þróunin í viðskiptalífinu hefði skert hlut kvenna. Það er spurning, sem er full ástæða til að viðskiptalífið velti fyrir sér. Jónína lýsti því hvernig margir teldu að bakslag hefði komið í jafn- réttisbaráttuna og jafnréttismál orðið léttvægari. Sú lýsing endurspeglar án vafa útbreidda tilfinningu meðal fólks. Hún vakti jafnframt athygli á því að of oft væru það konur, sem ræddu jafnréttismál sín á milli, án að- komu karla. Og það sagði líklega sína sögu að það voru konur í hópi þing- manna, en ekki karlar, sem tóku upp þetta mál, sem brennur þó á mörgum. Jafnréttismálin verða vafalaust einn- ig til umræðu á Alþingi í vetur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.