Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Úrval-Úts‡n
Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100
Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600
Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is
Ekta kráarstemmning, freyðandi Guiness,
frábærar verslanir og einungis 2ja klst.
beint leiguflug. Besta borgin – ekki spurning.
netverð á mann í tvíb‡li á Jury’s Inn í 4 nætur.
Flugsæti: 29.900 kr. – skattar innifaldir.
47.730* kr.
Ver›dæmi:
* Innifali›: Beint flug, skattar, gisting
m/morgunver›i og íslensk fararstjórn.
Ekki innifali›: Ferðir til og frá flugvelli
erlendis.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
RV
2
59
19
0
9/
20
04
Dublin
14. okt. • 4 nætur • 5 dagar
Gerum tilboðí hópa
FLÆTT hefur inn í nokkra kjallara
bæði í gamla bænum á Ísafirði og í
Hnífsdal vegna mikillar úrkomu og
var nánast allur tiltækur mannskap-
ur slökkviliðsins á Ísafirði að störf-
um í gærdag og hafði rétt svo undan
að dæla burt vatni með öllum tiltæk-
um dælum. Slökkviliðið var fyrst
kallað út síðla dags á sunnudaginn
þar sem þá var byrjað að flæða inn í
kjallara og voru slökkviliðsmenn síð-
an að störfum alla nóttina og í allan
gærdag við að dæla úr húsum við
Hrannargötu, Mjallargötu og Mána-
götu á Ísafirði. Þá þurfti að dæla út
úr tveimur húsum í Hnífsdal.
„Það eru tólf slökkviliðsmenn úti
núna eða nánast allt tiltækt lið,“
sagði Þorbjörn Sveinsson slökkvi-
liðsstjóri þegar Morgunblaðið ræddi
við hann eftir hádegið í gær.
Hann segir úrkomuna hafa verið
geysimikla og hávaðarok með, menn
hafi að vísu lent í slíku áður en sjald-
an jafnlengi.
Vatnið nær ekki að síga burt
„Vatnið er svo mikið á eyrinni að
það nær ekki að síga út og fer því inn
í kjallarana. Við erum bara með laus-
ar dælur, slökkvibílum komum við
ekkert að. Við höfum svona rétt náð
því að hafa undan að dæla úr kjöll-
urunum,“ segir Þorbjörn.
Spurður um tjón segir Þorbjörn
að ekki sé óalgengt að flæði inn í
kjallara í þessum hverfum og fólk
geymi því ekki verðmæta hluti í
þeim. Að vísu sé á nokkrum stöðum,
eins og í Hnífsdal, kyndingin, raf-
magnstúburnar í kjöllurum. Menn
hafi verið að reyna verja það og hafi
náð því sæmilega. En alltaf verði þó
eitthvert tjón í flóðum sem þessum.
Tjón varð þegar vatn flæddi inn í kjallara á Ísafirði og í Hnífsdal
„Höfum svona rétt náð
því að hafa undan“
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Mikið vatn var í kjallara Gamla apóteksins á Ísafirði og höfðu dælur slökkviliðsins vart undan.
Tólf slökkviliðs-
menn unnu að
því að dæla úr
kjöllurum húsa
„ÞAÐ flæddi heldur betur og það flæðir enn og þó-
nokkuð mikið,“ sagði Helga Benediktsdóttir sem býr á
Mánagötu 2 í gamla bænum á Ísafirði um hádegisbilið í
gær. Hún segir að byrjað hafi flæða inn í kjallarann hjá
henni á sunnudagskvöldið. „Ég svaf ekki í alla nótt út
af þessu. Það er allt á floti í kjallaranum en ég gat nú
bjargað svona mestu upp í gær [sunudag] vegna þess að
ég var bara hrædd um þetta,“ segir Helga. „Þetta hefur
aldrei verið svona mikið áður. Við höfum búið hérna
frá því í desember 1991. Það hefur flætt inn áður en
aldrei svona rosalega lengi og mikið. Það virðist ekkert
lát á þessu, það er enn verið að dæla út vatni. Slökkvi-
liðið var hér í alla nótt og svo tóku bæjarstarfsmenn við
og þeir eru núna að dæla út en sögðu að þetta myndi
lagast þar sem það ætti að kólna. Maður vonar að það
gangi eftir,“ segir Helga.
Aldrei flætt svona
lengi og mikið
LÖGREGLAN á Ísafirði greip til þess ráðs að
loka veginum um Óshlíð upp úr miðnætti aðfara-
nótt mánudagsins en í tvígang fyrr um kvöldið
höfðu vegfarendur orðið innlyksa milli skriðna en
gátu leitað skjóls í vegskálum. Í fyrra skiptið lok-
aðist fólk inni um klukkan hálfátta og í seinna
skiptið á tólfta tímanum og var þá ákveðið að loka
veginum fyrir umferð. Voru gröfur sendar frá
Bolungarvík og ruddu þær fólkinu leið í bæði
skiptin.
Að sögn starfsmanna vegagerðarinnar voru það
bergfyllur skammt fyrir ofan veginn sem losnuðu
og féllu á veginn. Hafist var handa við að hreinsa
veginn undir morgun og hann síðan opnaður um
klukkan sjö í gærmorgun. Þá féll smærri skriða
innan við Arnarneshamar við Súðavík og lokaði
veginum en vegurinn þar var opnaður strax aftur.
Óshlíðinni lokað
NÚ geta notendur mbl.is valið
á milli þriggja mismunandi
breidda á vefsíðum mbl.is. Efst
í vinstra dálki á hverri vefsíðu
er hægt að velja mismunandi
breiddir með því að smella á
viðeigandi tákn. Heppilegast er
að smella á táknin til að athuga
hvaða breidd henti best. Rétt
er þó að geta þess að breiðasta
stillingin miðast við 1280 díla
skjábreidd og sú mjósta við 800
díla.
Þessi þjónusta var gerð virk í
framhaldi af ábendingum frá
þeim sem nota hærri skjáupp-
lausn en 1024 x 768. Það er sú
upplausn sem flestir notendur
mbl.is nota.
mbl.is
Hægt að
ákvarða
breidd á
vefsíðum
SKELJUNGUR hækkaði verð á
bensíni um tvær krónur á lítra og
verða á dísel um 2,50 krónur. Olíufé-
lagið Esso og Olís hækkuðu lítrann
um tvær krónur sl. sunnudag.
Þá hækkaði hjá Skeljungi verð á
skipagasolíu og steinolíu um 2,50 kr.
á lítra, gasolía um 2,40 kr. og gasolía
til húskyndingar um 2,20 kr. Verð á
svartolíu er óbreytt.
Algengasta sjálfsafgreiðsluverð á
Shellstöðvunum á höfuðborgarsvæð-
inu og á Akureyri nú eftir breyt-
inguna er eftirfarandi: 95 oktana
bensín 109,10 kr. lítrinn, Shell
V-Power 116,50 kr. og díselolía 53 kr.
Verð á Shellstöðvum með fullri þjón-
ustu er eftir þessa breytingu eftir-
farandi: 95 oktana bensín 113,50 kr.
lítrinn, Shell V-Power 120,50 kr. og
díselolía 57,10 kr.
Engar verðhækkanir hafa orðið
hjá Atlantsolíu sem rekur tvær bens-
ínstöðar, í Hafnarfirði og Kópavogi.
Skeljungur
hækkar einnig
ATLI Gíslason, lögmaður Hjördísar
Hákonardóttur, eins umsækjenda
um stöðu hæstaréttardómara,
hyggst senda settum dómsmálaráð-
herra, Geir H. Haarde, bréf þar sem
óskað er eftir rökstuðningi ráðherra
hvernig skipan Jóns Steinars Gunn-
laugssonar samrýmist ákvæðum
jafnréttislaga og þeim forsendum
sem gefnar voru í auglýsingu um
embættið.
Jafnframt ætlar Atli að óska eftir
afriti af bréfi sem Geir fékk sent frá
Jóni Steinari, að liðnum umsóknar-
fresti um stöðuna. Atli segist ekki
vita um innihald bréfsins, en um-
bjóðandi sinn vilji sjá það. Efni þess
hafi ekki verið kynnt öðrum umsækj-
endum. Væntanlega hafi Jón Steinar
verið að fylgja eftir umsókn sinni.
Að sögn Atla verður settur dóms-
málaráðherra einnig spurður af
hverju lögmannsreynslan var tekin
út úr í rökstuðningi ráðherra en
horft framhjá öðrum matsþáttum.
Spurt sé að gefnu tilefni í umsögn
Hæstaréttar frá í ágúst 2003, þegar
Ólafur Börkur Þorvaldsson var skip-
aður, þar sem áhersla hafi verið lögð
á önnur atriði en lögmannsreynslu
umsækjenda.
Kallað eftir
rökstuðn-
ingi setts
dómsmála-
ráðherra RÁÐIST var á Friðrik Þór Friðriks-son kvikmyndagerðarmann á ölstofu í
miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt sl.
laugardags og
hann sleginn í höf-
uðið. Er Friðrik
óvinnufær vegna
áverka sem hann
hlaut en hann
sagðist í samtali
við Morgunblaðið
í gær þó vera á
batavegi. Er hann
m.a. með beinbrot
í andliti, brotna
tönn og bólginn eftir höggið sem hon-
um var veitt.
8 manns réðust inn á ölstofuna
Að sögn Friðriks var manni nokkr-
um sem var með dólgslæti inni á veit-
ingastaðnum vísað á dyr. Segist Frið-
rik hafa frétt að maðurinn hafi svo
lent í útistöðum við einhverja fyrir ut-
an veitingastaðinn og verið sleginn.
„Ég veit svo ekki fyrri til en hann
kemur með átta manna lið, sem réðist
inn á ölstofuna og tengdasonur hans
kýlir mig kaldan,“ segir Friðrik.
Hugsanlegt að málið verði
rannsakað sem morðárás
Friðrik er enn að jafna sig eftir
árásina. Hefur hann útvegað sér
áverkavottorð og segir öruggt mál að
hann muni leggja fram kæru á hend-
ur mönnunum. Lögfræðingur hans sé
að kanna hvort hann þurfi sjálfur að
fara upp á lögreglustöð til að leggja
fram kæruna eða hvort málið verði
rannsakað sem morðárás.
Að sögn Friðriks er ljóst að hann
verður óvinnufær í einhvern tíma á
meðan hann er að jafna sig.
Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri
Slasaður eftir
grófa líkamsárás
Friðrík Þór
Friðriksson
MIKLA hríð gerði á Steingríms-
fjarðarheiði í gær og lentu margir í
vandræðum af þeim sökum. Lög-
reglan á Hólmavík þurfti að hjálpa
tólf bílum niður af heiðinni, en þar
var fimm sentímetra jafnfallinn
snjór, sem hefði ekki orðið mikil
hindrun, nema í þeim mikla hlið-
arvindi sem var og feykti bílum út
af veginum. Auk þess voru öku-
menn upp til hópa á sumardekkj-
unum. Enginn meiddist í þessu
snemmbúna hríðarskoti að sögn
lögreglunnar og allir komust niður í
byggð.
Vetrarófærð
á Steingríms-
fjarðarheiði
♦♦♦