Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Man eftir honum
frá fyrstu tíð. Ógurleg
gat rödd hans verið,
svipurinn þungur og
ákveðinn, og þá var ég
hræddur við hann.
Þegar hann sá það, kímdi hann,
svipurinn mildaðist, honum var
bersýnilega skemmt. Þetta lék
hann oft hérna áður fyrr. Þeir voru
kvæntir systrum, faðir minn og
hann, dætrum Jóhönnu Sigríðar
Jónsdóttur frá Viðvík við Stykk-
ishólm, og einhvern veginn fannst
mér, að hann væri með þessu að fá
fram vissu sína fyrir því, að börn
mágkonunnar og svila væru ekkert
sérstaklega hugrökk, að þau væru
öll alin upp til þess að verða bóka-
béusar, sem síðan yrðu þægindum
að bráð.
Pétur var af öðru bergi brotinn.
Fæddur á Nýlendugötunni, sonur
sjómannshjóna, ólst upp frá
þriggja ára aldri á Laugavegi 103
(áður 97), við Rauðarána. Sextán
ára fór hann á sjóinn, kyndari á
gamla Hermóði, svo í smiðjur,
kominn á samning í rennismíði hjá
Gröndal í Hamri 1933, lauk Iðn-
skólanum 1936 og Vélstjóraskól-
anum tveimur árum seinna með
vélstjóraprófi hinu meira, þá í nýju
rafmagnsdeildina, en á síld á sumr-
in, kyndari á línuveiðaranum
Sverri frá Akureyri.
Það var komið stríð, og haustið
1939 var Pétur orðinn annar vél-
stjóri á togaranum Sviða frá Hafn-
arfirði, snemma næsta ár kominn á
flutningaskipið Heklu í millilanda-
siglingum, og þar var hann fram á
vor 1941, fór þá á Garðar, alltaf
vélstjóri. Þegar Heklu var sökkt,
þremur mánuðum eftir að Pétur
hafði farið af skipinu, fannst Drop-
laugu, verðandi mágkonu hans, nóg
komið, en þau Pétur höfðu oft
þjarkað um það í eldhúsinu uppi á
efstu hæð í Gretti (Grettisgötu 46),
að hann hætti á sjónum og storkaði
ekki forlögunum framar. Pétur fór
í land, Sviði fórst með allri áhöfn í
desember þetta sama ár og tog-
arinn Garðar í maí 1943; flestir af
PÉTUR KR.
SVEINSSON
✝ Pétur KristjánVilhelm Sveins-
son fæddist í Reykja-
vík 28. febrúar 1914.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 1. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hans fram í kyrrþey
að ósk hins látna.
áhöfn Garðars björg-
uðust, þó ekki vél-
stjórinn á vakt. Ekki
hafði Pétur verið
nema ár í landi, þegar
hann þurfti að leysa
vélstjóra af á Fjall-
fossi (Eddu) í Amer-
íkusiglingum. Bara
einn túr, ... Pétur var
að byggja og þurfti
ýmislegt til hússins,
sem ekki fékkst hér
heima, en hann fékk
að taka með sér frá
Ameríku.
Pétur var renni-
smiður hjá Agli Vilhjálmssyni,
renndi varahluti í bíla, innflutn-
ingshöft voru og ekkert fékkst;
hann leysti það verk vel af hendi,
nákvæmnismaður, millimetramað-
ur. Þá var hann í Ofnasmiðjunni,
olíufíring var að taka við af kola-
kyndingu, og smíða þurfti tæki í
það. Sumrin 1946 og 1947 var Pét-
ur norður í Ingólfsfirði að setja
upp vélar í síldarverksmiðjunni og
vélstjóri þar. Á þessum árum hik-
aði hann ekki við að skipta um
starf, ef annað fékkst betur borgað
og þótt meiri púlsvinna væri. Af
fullum krafti tók hann þátt í upp-
byggingunni, bjartsýninni, sem
ríkti eftir stríð, lítið markaður af
kreppu millistríðsáranna, hvorki
bugaður né forhertur. Í mörg ár
vann Pétur hjá BP við uppsetningu
á olíutönkum og dælum (gasolíu-
dælum og benzíndælum, Avery
Hardoll), mest úti á landi; ekkert
þýðir þó að fletta honum upp í ný-
legu afmælisriti þess fyrirtækis.
Um tíma var Pétur í vélsmiðju Sig-
urðar Sveinbjörnssonar. Það var
góð vélsmiðja. Þegar kom fram á
miðjan aldur og fór að hægjast um,
varð hann starfsmaður Löggilding-
arstofunnar við eftirlit á vogum og
öðrum mælitækjum. Um tíma var
hann á Veðurstofunni við áhalda-
smíði og tækjauppsetningu, og síð-
ast vann hann lengi hjá Verðlags-
skrifstofunni. Nú var heyrnardeyfa
farin að há honum, eflaust afleiðing
af hávaðanum í járnsmiðjunum
forðum.
Þeir voru ólíkir tengdasynir Jó-
hönnu Sigríðar frá Viðvík. Há-
skólamaðurinn, Björn Sigfússon,
virtist alltaf vera með nefið niðri í
bók, afreksmaður í námi og einnig
sagður líklegur til vísindaafreka, ef
hann fengi aðstöðu til. En Jóhanna
var viss um, að hann kæmist aldrei
í fast starf, svo utangarðs væri
hann. Aðstæður urðu þó einu sinni
til þess, að hann slapp inn, en þar
sat hann líka fastur, það sem eftir
var. Mikið nám var ekki mikils
metið þá í þjóðfélaginu eða eft-
irsóknarvert frekar en nú. Pétur
átti hins vegar afar auðvelt með að
skipta um starf; járnsmíða- og vél-
stjóramenntun hans var eftirsótt.
Ekki man ég eftir neinu, sem þeir
áttu sameiginlegt, nema áhuga á
ættfræði. En ólíkt fóru þeir að.
Annar var hamhleypa við að ná
upp fljótteknum fróðleik, þar
stóðst enginn honum snúning.
Hinn var hægfara, sat langtímum
saman á söfnum, nákvæmur,
treysti sér ekki um of, en var fast-
ur fyrir, þegar kom að niðurstöðu.
Þannig var Pétur.
Ekki var hann bindindismaður,
aldrei hætti að vera gaman að fá
sér vindil og gott glas, en Björn
var nánast fanatískur gegn þessum
hlutum. Þannig greindi flest þá að.
Margoft sótti ég ættfræðifróðleik
til Péturs síðustu árin vegna rita í
smíðum. Þegar ég loks ætlaði að
tala við hann um annað, sagðist
hann ekki vita það, hann hefði allt-
af verið á sjónum, og ég hafði ekki
vit á að tala við hann nánar, vissi
varla, að hann hefði verið vélstjóri
til sjós, svo fámáll hafði hann verið
um þetta. Pétur hafði siglt á stríðs-
árunum, og skipin, sem hann var á,
fórust. Var þar komin skýringin?
Hvers vegna þeir, en ekki ég? Ég
veit, að honum var þetta ofarlega í
huga, þessar hugsanir sóttu á hann
síðustu árin. Í júní í sumar á ferð
norður í Skagafirði hafði hann orð
á því, að undarlegt væri þetta líf,
hann orðinn svona gamall, en fé-
lagar hans, sem létu lífið á stríðs-
árunum, voru flestir á tvítugs- og
þrítugsaldri. Hann hafði þekkt alla
á Heklu og marga á Sviða og
Garðari. „Ég gæti ekkert niðri í
þessum nýju skipum núna, öllu
stjórnað með tölvum,“ sagði hann,
en vélarrúmin í skipunum, sem
sukku, mundi hann eins og hann
hefði verið þar í gær.
Þegar flett er embættismanna-
tölum kynslóðar Péturs Sveinsson-
ar, blasa þar við listar af heið-
urstitlum og orðum, allskyns
vegtyllum, sem hlóðust á þá menn
með aldrinum, og sumir þeirra
náðu háum aldri og á margföldum
eftirlaunum. Í ellinni hljóta þeir að
hafa koðnað niður með tignarbrag.
Pétur kom sér aldrei að því að
skrá sig í vélstjóratalið, hvorki það,
sem kom út 1974, eða þetta nýja
frá 1996–1997 í 5 bindum. Til þess
fannst honum, að hann hefði ekki
verið nógu lengi vélstjóri á sjónum.
Ellilífeyririnn, þessi eini frá ríkinu,
nægði honum líka.
Ólafur Grímur Björnsson.
Elsku Óskar minn.
Elsku ástin mín. Til
hamingju með afmælið
í dag. Þú hefðir orðið 25
ára í dag og við hefðum
nú haldið stóra veislu.
Ég get ekki komið því niður á blað
hversu mikið ég sakna þín. Núna er
hún Andrea Ósk okkar orðin 5 mán-
aða og hefur aldrei séð pabba sinn.
Ég horfi oft á hana og sé þig í aug-
unum á henni, hún er svo lík þér. Líf-
ið hefur breyst svo mikið síðan þú
fórst, en samt vakna ég stundum á
morgnana og held að þú sért við hlið-
ina á mér, og verð svo fyrir von-
brigðum.
Eins og þú veist þá eiga tveir vinir
þínir mjög erfitt núna og ég bið þig
að gefa þeim styrk og vilja til að
vinna í sínum málum. Ég bið þig að
ÓSKAR ANDRI
SIGMUNDSSON
✝ Óskar Andri Sig-mundsson fædd-
ist á Ísafirði 5. októ-
ber 1979. Hann lést
af slysförum laugar-
daginn 10. janúar
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Ísafjarðarkirkju 17.
janúar.
gefa okkur Andreu
Ósk líka styrk til að lifa
án þín.
Við sjáumst þegar
minn tími kemur, ástin
mín, og verðum saman
á ný. Þú verður ávallt í
hjarta mínu.
Þín
Hulda.
Jæja minn kæri
bróðir, loksins finnst
mér ég getað skrifað
eitthvað um þig og hér
kemur það.
Þú hefðir átt afmæli í dag ef þú
værir hér og orðinn faðir þessarar
yndislegu dömu hennar Andreu
Óskar.
Og ég get ekki byrjað að lýsa því
hvað ég sakna þín mikið.
En ég hélt að þú værir ekkert á
leiðinni burt og ég hefði breytt svo
mörgu ef ég bara hefði vitað, en svo
allt í einu varst þú tekinn burt og það
var ekkert sem ég gat gert í því, þó
veit ég að ég hefði gefið þér af mín-
um tíma ef mér hefði bara staðið það
til boða, mig langaði líka að hafa
meira samband.
Ég meira að segja hringdi í þig
eftir að ég fékk fréttirnar og vonaði
svo innilega að þær væru rangar og
þú myndir svara bara einu sinni enn,
en þú svaraðir ekki, þú gast það
ekki.
Ég á með þér fullt af minningum
og þær mun ég varðveita um
ókomna tíð og með söknuði mun ég
hugsa til þín.
Þú varst mér ekki bara góður
bróðir heldur minn besti vinur, ég
mun gera það sem ég get til að
hjálpa mömmu og hún verður örugg-
lega óspör á að hjálpa mér.
Þessi dagur mun brenna í minni mér
sá dagur er ég frétti af þér
þú sviptur varst lífi á sviplegan hátt
og draumunum svipt ykkur frá.
Ég harma það ávallt svo lengi ég get
að þinni fallegu Andreu þú haldir ei á
en vaktu henni yfir
og passaðu þá
Þínir vinir voru margir eins og allir hér sjá
og vinir þeir eru þó þú fallinn sért frá
með söknuði allir þeir hugsa til þín
svo þú ástina finnur sem fallinn ert frá.
En það máttu vita ég hreykinn mjög er
af öllum þeim tíma sem fékk ég með þér
ég bíð þess með ró og lifa mun hér
og vona við hittumst þegar kemur að mér.
Takk fyrir allt.
Þinn bróðir að eilífu.
Bergmann Þór Kristjánsson.
Minningarathöfn um ástkæran eiginmann
minn, föður okkar, son, bróður og tengdason,
SVEIN KJARTANSSON
pípulagningameistara,
Logafold 165,
Reykjavík,
fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn
6. október kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Slysavarnafélagið Lands-
björgu eða aðrar björgunarsveitir.
Halldóra Lydía Þórðardóttir,
Þuríður Ósk Sveinsdóttir,
Kjaran Sveinsson,
Benedikt Sveinsson,
Kristín Árnadóttir,
Þórdís Vilhjálmsdóttir,
Þórarinn Kjartansson, Ingibjörg Tómasdóttir,
Þórður Guðmundsson, Ruth Erla Ármannsdóttir.
Ástkær móðir okkar, tengdamamma, amma
og langamma,
GUÐRÍÐUR BJÖRG GUNNARSDÓTTIR
(Gugga),
áður til heimilis í Ásgarði 47,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund,
Hringbraut 50, föstudaginn 24. september sl.
Útför hefur þegar farið fram í kyrrþey.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki á elli- og hjúkrunarheimilinu
Grund, deild 2A.
Auðbjörg Pétursdóttir, Gunnar Kristjánsson,
Petrína Ragna Pétursdóttir,
Guðrún Hafdís Pétursdóttir, Jóngeir Magnússon,
Guðmundur Gunnar Pétursson, Margrét Benediktsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Kveðjuathöfn um
ÖNNU ÓLÖFU HELGADÓTTUR,
sem lést á Hrafnistu miðvikudaginn 29. sept-
ember síðastliðinn, fer fram í Fossvogskapellu
miðvikudaginn 6. október kl. 15.00.
Jarðsett verður á Ísafirði.
Aðstandendur.
Okkar elskulegi,
ÁSGEIR EINARSSON,
Smáratúni 35,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju fimmtu-
daginn 7. október kl. 11.00.
Pálína Gunnarsdóttir,
Svandís og Grétar,
Heiða, Bjarki og Brynjar,
Einar Þór Arason, Kolbrún Gunnlaugsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir,
Stefán G. Einarsson, Eydís Eyjólfsdóttir,
Ari Einarsson, Ása Guðmundsdóttir
og bræðrabörn.
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
VALDIMAR HILDIBRANDSSON,
Dunhaga 17,
Reykjavík,
andaðist á Landakotsspítala þriðjudaginn
28. september.
Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju föstu-
daginn 8. október kl. 13.30.
Guðjón Már Valdimarsson,
Páll Bjarni Vídalín Valdimarsson,
Íris Guðjónsdóttir,
Helena Björk Pálsdóttir,
Anna Valdís Pálsdóttir
og barnabarnabörn.