Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 29 UMRÆÐAN Frábærar, fjörugar og fjölbreyttar ævintýraferðir fyrir fyrirtæki jafnt sem vinahópa. Upplýsingar í síma 562-7700 www.travel-2.is Vilt þú komast frá amstri hversdagsleikans? Sumarbústaðir með heitum potti, aðeins klukkustundarakstur frá Reykjavík. Stærra hús sem hentar fyrir hópa og starfsmannafélög. Stórbrotið umhverfi, hestaleiga á Löngufjöru s. 435 6628, 863 6628 Ferðaþjónusta Snorrastaða s. 435 6627, 899 6627 Við höfum svarið. Stutt í berjamó. ÞAÐ VAR mikið reiðarslag fyrir aðdáendur enska boltans sem ná ekki útsendingum Skjás Eins að hann skyldi flytjast frá Sýn. Hér í Bolungarvík voru strax gerðar ráð- stafanir til bæta úr því. Haft var samband við forráðamenn Skjás Eins og náðist samkomulag um að sendir yrði settur upp í Bolungarvík ef heimamenn legðu fram helming kostnaðar. Það gekk eftir og tók stuttan tíma að safna okkar hlut en á sama tíma voru forsvarsmenn Skjás Eins að selja sýningarréttinn á enska boltanum inn í læsta dagskrá hjá Símanum. Þetta kalla ég ekki heilindi í viðskiptum og nú er búið að greiða aftur allt það framlag sem safnaðist. Ég hef enga trú á því að Síminn sé að kaupa réttinn til að gera íbúum fá- mennra staða það mögulegt að sjá boltann, heldur sé það gert til að styrkja breiðbandið á suðvest- urlandi. Þar til annað kemur í ljós eða forsvarsmenn Símans taka af all- an vafa þar um með afdráttarlausri yfirlýsingu um hvenær enski boltinn náist í Bolungarvík lít ég svo á að framanritað sé rétt ályktað. VÍÐIR BENEDIKTSSON, Völusteinsstræti 12, 415 Bolungarvík. Enski boltinn á landsbyggðinni Frá Víði Benediktssyni: Í STAÐVIÐRINU síðastliðið sumar kom útvarpsfrétt um að loftmengun í Reykjavík nálgaðist hættumörk. Brennisteinsloftmengunin á svæðinu frá Grundartanga til Straumsvíkur á eftir að næstum tvöfaldast í náinni framtíð. Þessu veldur stækkun Norð- uráls, heimiluð stækkun ÍSAL og fyr- irhuguð rafskautaverksmiðju á Kata- nesi. Ætla má að hættuástand skapist á þessu svæði vegna loftmengunar- innar. Þess vegna mælist ég til að raf- skautaverksmiðju á Katanesi verði ekki veitt starfsleyfi. Lofttegundin brennisteinstvíildi (SO2) veldur loftmengun og súru regni. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands var heildar- útstreymi af mannavöldum af SO2 á Íslandi 9,8 þúsund tonn árið 2002. Til samanburðar má geta þess að árleg losun SO2 í Danmörku er 28 þúsund tonn, í Noregi 26þt , í Svíþjóð 58þt og í Finnlandi 74þt. Heimiluð aukning á SO2 útblæstri við stækkun álvers á Grundartanga eru 1,7þt, Straumsvík 4,1þt , Reyð- aráli 3,9þt og yrði 0,7þt í raf- skautaverksmiðjunni. Þessi aukning er 10,4þt og verður heildarlosun Ís- lands á SO2 þá 20,2 þúsund tonn á ári og farin að slaga upp í heildarlosun í Danmörku og Noregi. Stór hluti SO2 losunar á Íslandi fellur til á svæðinu frá Straumsvík til Grundartanga. Samkvæmt tölum Hagstofunnar 2002 er losunin 4,4þt af SO2 frá annarri starfsemi en málm- bræðslu þ.e. frá iðnaði, vega- samgöngum, fiskiskipum, öðrum skipum og öðru. Málm- og álbræðslan hefur svo losun upp á 5,4þt (járn- blendið og núverandi áver). Öll málm- og álbræðsla er nú á svæðinu frá Straumsvík til Grundartanga. Sé reiknað með að helmingur af annarri losun (það er 2,2þt) eigi sér upptök á þessu svæði er heildarlosunin á svæð- inu nú 7,6 þúsund tonn. Með stækkun álvera og rafskautaverksmiðju hækk- ar þessi tala upp í 14,1þt svo að heild- arlosun SO2 á svæðinu hefur því sem næst tvöfaldast og er orðin um helm- ingur af heildarlosun í Danmörku og Noregi. Af þessu má ljóst vera að það stefn- ir í það óvænna með loftmengun á svæðinu frá Straumsvík til Grund- artanga. Ekki er nægilegt að líta á hvert verksmiðjusvæði fyrir sig. Það verður að huga að heildinni. Á þessu svæði býr yfir helmingur þjóð- arinnar. Þess ber líka að geta að margs konar önnur mengun en SO2 gas stafar frá stóriðjuverunum. Þar má nefna ryk, flúor, þrávirk efni og eitruð kerbrot. Fyrrverandi iðn- aðarráðherra, Siv Friðleifsdóttir, lét leggja vöktunarnefnd fyrir Grund- artanga niður svo ekki liggja fyrir óvilhallar upplýsingar um mengunina sem nú er orðin þar. Út frá þessum sjónarmiðum um heildarloftmengun á svæðinu frá Straumsvík til Grundartanga skora ég á þig sem umhverfisráðherra að stöðva leyfisveitingu til fyrirhugaðrar rafskautaverksmiðju á Katanesi. Með vinsemd, 28. september 2004 ODDUR BENEDIKTSSON, Faxaskjóli 10, Reykjavík. Opið bréf Oddur Benediktsson skrifar opið bréf til umhverfisráðherra, Sigríð- ar A. Þórðardóttur, vegna starfs- leyfis fyrir rafskautaverksmiðju á Katanesi í Hvalfjarðarstrand- arhreppi: BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FYRR í haust skrifaði Stefán Snæv- arr, prófessor í Noregi, stutta ádrepu í Morgunblaðið um háskólakennslu á enskri tungu hérlendis. Mér þótti þetta íhugunarefni þegar ég las greinina, en þekki ekki málið til hlít- ar, svo að ég get ekki dæmt um þessa þróun. En grein Stefáns minnti mig á þau orð Jóns forseta að tungan væri und- irstaða sjálfstæðisbaráttunnar og enginn þyrfti að taka mark á lögum sem væru einungis á dönsku. Og í tengslum við þetta talaði hann um rétt íslenzkrar tungu. Um þetta hef ég fjallað í ritgerðum og óprentuðum fyrirlestrum, og að því verður einnig vikið í bók minni Málsvörn og minningar sem Eddu- útgáfan gefur út í næsta mánuði. Ég hugðist láta þar við sitja, en þegar ég les nú um helgina stórgóða grein Tatjönu Latinovic í Lesbókinni um íslenzka tungu get ég ekki orða bundizt en bið Morgunblaðið koma á framfæri sérstökum þökkum fyrir þá tæru alúð og virðingu sem þar kemur fram í garð tungunnar og þá auðvitað einnig arfleifðarinnar. Nafn höfundar er útlenzkt eins og ættarnafn mitt sem sótt er til Noregs, en hugarfarið gagnvart dýrmætustu eign okkar, tungunni, er aðdáunarvert og til eft- irbreytni. Það er ástæða til að fagna nýbúum sem hafa metnað fyrir hönd sinnar nýju aldagömlu tungu og virða hana með sama hætti og Tatjana Latinovic gerir í grein sinni án þess ég viti nein deili á henni önnur en þau sem hún nefnir sjálf: að hún þurfti að leggja á sig að læra íslenzku. Afstaða hennar gæti létt undir með nýbúum í því um- hverfi sem bíður þeirra, enda held ég engum geti farnazt vel til frambúðar í samfélagi okkar sem leggur ekki áherzlu á íslenzkuna. Hún er lykillinn að farsæld í nýju landi. Við hin mættum einnig hafa þetta í huga, nú þegar vegið er að tungunni, ekki sízt í þeim fjölmiðlum sem vin- sælastir eru um þessar mundir, en ís- lenzkt sjónvarp er því miður á marg- an hátt framhald af kanasjónvarpinu, ef rétt er að yfir 70% af efni þess séu á erlendri, einkum enskri, tungu. Talsetning barnaefnis gæti þó skipt sköpum. Kvikmyndagerð okkar er ekki sízt mikilvæg vegna tungunnar og ef við getum notið Kurasawa á japönsku ættu aðrir að geta notið góðra kvik- mynda á íslenzku. Íslenzkar kvikmyndir á ensku eru tilgerð. Og popptónlist á ensku kall- ast ekki á við arfleifðina, þótt hún eigi auðvitað rétt á sér, þegar gert er út á enska tíví-markaðinn. Samfélagið er að gera marga góða hluti, eins og klisjan segir, og sumir halda það sé okkur fyrir beztu að flytja út peninga fólksins og ávaxta þá þar. Semsagt, flytja vörur inn og ágóðann út. En það eykur ekki at- vinnu í landinu. Og svo er markaður- inn því miður of lítill fyrir eðlilega samkeppni. Svona verzlunarhætti stunduðu dönsku selstöðukaupmennirnir einn- ig og létu íslenzka faktora senda sér hagnaðinn út, oftast til Danmerkur. En látum þessa fjármálasmelli eiga sig, ævintýrin eru okkur víst í blóð borin og þau geta verið spennandi. Ekki sízt nú þegar sósíalismi er orð- inn að markaðskapítalisma og menn standa áttlausir á krossgötum. Og allt þverpólitískt. En mesta ævintýrið er tungan og þúsund ára gömul arfleifð okkar sem er einstæð í heiminum að því leyti að hún er samtímalegur veruleiki, að minnsta kosti enn sem komið er. Og kannski er hún auðlind, hver veit! Ég hef oft heyrt útlendinga tala um fallegt hljóðfall tungunnar, þegar þeir hlusta á íslenzkar bókmenntir lesnar á frummálinu. Þeim finnst varðveizla tungunnar aðdáunarvert afrek og þá einnig mikilvægt for- dæmi. Það eru siðmenningarleg gæði að muna. Sú þjóð sem man verður ekki óþjóð. Enginn getur varðveitt tunguna nema við. Aðrar þjóðir geta gert allt eins vel og við, sumt jafnvel betur, já miklu betur. En það er aðeins eitt sem enginn getur nema við – það er að tala íslenzka tungu. Og halda lífinu í þeirri dýrmætu bókmenningu sem er einstæð og okkur hefur verið trúað fyrir. Rækta tunguna án þess glata henni. Það geta engir – nema við. MATTHÍAS JOHANNESSEN, Reynimel 25A, 107 Reykjavík. Arfleifð og ævintýri Frá Matthíasi Johannessen: Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin til- viljun að hlutabréfamarkaðurinn í Bandaríkjunum er öflugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjón- ustumiðstöðva er bætt aðgengi að þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan mis- jafnlega þolinmóður við sitt.“ Jakob Björnsson: „Mörg rök hníga að því að raforka úr vatns- orku til álframleiðslu verði í fram- tíðinni fyrst og fremst unnin í til- tölulega fámennum, en vatnsorkuauðugum, löndum … “ Tryggvi Felixson: „Mikil ábyrgð hvílir því á þeim sem taka ákvörð- un um að spilla þessum mikilvægu verðmætum fyrir meinta hagsæld vegna frekari álbræðslu.“ Stefán Örn Stefánsson: „Ég hvet alla Seltirninga til að kynna sér ítarlega fyrirliggjandi skipu- lagstillögu bæjaryfirvalda …“ Gunnar Finnsson: „Hins vegar er ljóst að núverandi kerfi hefur runnið sitt skeið og grundvallar- breytinga er þörf …“ Eyjólfur Sæmundsson og Hanna Kristín Stefánsdóttir: „Öryggismál í landbúnaði falla undir vinnuverndarlög og þar með verksvið Vinnueftirlitsins.“ Jakob Björnsson: „Með þvílíkum vinnubrögðum er auðvitað lítil von um sættir.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Því eru gráður LHÍ að inntaki engu fremur háskólagráður en þær sem TR útskrifaði nemendur með, nema síður sé.“ María Th. Jónsdóttir: „Á landinu okkar eru starfandi mjög góðar hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða en þær eru bara allt of fáar og fjölgar hægt.“ Hafsteinn Hjaltason segir landakröfumenn hafa engar heim- ildir fyrir því að Kjölur sé þeirra eignarland eða eignarland Bisk- upstungna- og Svínavatnshrepps. Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj- asta útspil Landsvirkjunar og Al- coa er að lýsa því yfir að Kára- hnjúkavirkjun, álbræðslan í Reyðarfirði og línulagnir þar á milli flokkist undir að verða „sjálf- bærar“!“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.