Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 45 410 4000 | landsbanki.is Banki allra námsmanna Tilboðið gildir á allar erlendar myndirí Smárabíói, Laugarásbíói, Regnboganumog Borgarbíói Akureyri þegar þú greiðirmeð Námukortinu. Góða skemmtun! HÁKARLASAGAN, ný tölvuteiknimynd um hákarl sem er grænmetisæta og vini hans í hafdjúpunum, fékk lang- mesta aðsókn í norður-amerískum kvikmyndahúsum um helgina. Talið er að tekjur af sýningu myndarinnar hafi numið 49,1 milljón dala og er það líklega met á frumsýn- ingarhelgi í október. Meðal leikara sem tala inn á myndina eru Will Smith, Angelina Jolie, Renée Zellweger og Robert De Niro en myndinni hefur verið lýst sem spaugilegri blöndu af Sópr- anós-fjölskyldunni og Leitinni að Nemó. Hákarlasaga, eða A Shark’s Tale eins og hún heitir á frummálinu, er næststærsta frumsýning DreamWorks, fyrirtækis Stevens Spielbergs, Jeffreys Katzenbergs og Davids Geffens, á eftir Shrek 2. Myndin sló líka aðsókn- armet, því engin mynd hefur farið eins vel af stað í októ- ber og þykir þessi velgengni sanna að þeir hjá Dream- Kvikmyndir | Hákarlasagan slær met Októberveisla hjá Spielberg                                                                                                 !     !   #  $%& '   " !   !          () **(+ )*( ( *(, *(- *( *( *() *(  () **(+ .(*  (, ) () *(- ,(. +( +() *.() Úr Hákarla- sögu. Works geta vel gert fleira vinsælt en Shrek, en Shrek 2 er vinsælasta mynd ársins það sem af er. Í öðru sæti á aðsóknarlistanum var myndin Ladder 49 með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverkum en myndin fjallar um hetjuskap slökkviliðsmanna, sem sagt í anda Backdraft. Sálfræðilega spennumyndin The Forgotten, sem fór beint í efsta sætið í síðustu viku, féll niður í 3. sætið. Ný mynd er svo í 6. sæti. Hún heitir Woman, Thou Art Loosed og er byggð á bók eftir kirkjuleiðtogann T.D. Jakes og fjallar um sorglegt ævihlaup konu sem bíður dauðarefsingar. Myndin fór afar vel af stað miðað við hversu fáum bíóum hún var sýnd í.. Sama má segja um nýja mynd Davids O. Russell (Three Kings), I (Heart) Huckabees sem var frumsýnd fyrir fullu húsi í nokkrum bíóum í New York og Los Angeles. ÁKVEÐIÐ hefur verið að bæta við tónleikum með sænsku söngkon- unni Lisu Ekdahl en upp seldist á tónleika hennar í Austurbæ, þann 30. október næstkomandi, á ör- skotsstund. Að sögn Gríms Atlasonar hjá Zonet, innflutningsaðila Ekdahl, verða aukatónleikarnir föstudag- inn 29. október í Austurbæ. Ástæða þess að tónleikarnir eru haldnir á undan „aðaltónleikunum“ er sú að mánudaginn1. nóvember heldur Ekdahl tónleika í Svíþjóð. Grímur segir ennfremur að söngkonan sé í senn hissa og glöð yfir frábærum viðtökum íslenskra tónleikagesta. Miðasala fer fram í Bókabúð Máls og menningar við Laugaveg og á midi.is, fimmtudaginn 7. október og hefst salan klukkan 9.00. Aukatón- leikar með Ekdahl Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.