Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 38
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Beini © LE LOMBARD ÉG ÆTLA AÐ NÁ ÞÉR NÚNA HJÁLP! HJÁLP! ÉG KAUPI ÞETTA EKKI ALVEG STRÁKAR ÉG SAGÐI ÞÉR AÐ ÞETTA VÆRI TRÚVERÐUGRA EF VIÐ SNÉRUM Í SÖMU ÁTT HÆTTU BARA ÞESSU VÆLI ÉG FRÉTTI AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ VERA MEÐ RÆÐU Á 17. JÚNÍ MÉR FINNST AÐ ÞÚ ÆTTIR AÐ TALA UM JAFNRÉTTI KYNJANNA OG HVERNIG KONUNNI HEFUR VERIÐ MISBOÐIÐ ÖLL ÞESSI ÁR... ÉG MAN EKKI EFTIR AÐ HAFA SPURT ÞIG RÁÐA, VINA HOBBES ER ORÐINN DÁLDIÐ SKÍTUGUR. FINNST ÞÉR EKKI? ÞIÐ ÆTTUÐ BÁÐIR AÐ FARA Í BAÐ ÉG ER AÐ KOMA KALVIN, ÞÚ FERÐ Í BAÐKERIÐ UPPI HEPP- INN! NEMA ÞEGAR ÉG ER SKOLAÐUR MEÐ KÖLDU ÉG HEITI KOLLA OG ÞVÆ ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR SEGÐU MÉR KOLLA, HVAÐ GERIRÐU ANNAÐ EN AÐ FÆRA RYK FRÁ EINUM STAÐ TIL ANNARS? ÉG TEK TIL HERRA MINN! SÉRÐU ÞAÐ EKKI? BILLJARDSTOFAN MÍN HEFÐI GOTT AF SMÁ HREINGERNINGU ERTU AÐ LJÚGA AÐ MÉR, EÐA ERTU MEÐ BILLJARDSTOFU Í HUNDAKOFANUM? EF ÞÚ TRÚIR MÉR EKKI ÞÁ GETURÐU BARA KOMIÐ OG SÉÐ HANA SJÁLFUR ÞETTA VERÐUR MJÖG FORVITNILEGT GJÖRÐU SVO VEL KÆRI HERRA! HÉRNA ER BILLJARDBORÐIÐ FORSTOFAN MÍN ÞÚ GETUR ÍMYNDAÐ ÞÉR HVAÐ ÉG ER LENGI AÐ ÞRÍFA STOFAN ER TIL HÆGRI OG GESTAHERBERGIN ERU HÉRNA ÞAU ERU 12 TALSINS ÞVÍ AÐ ÉG ER SVO HJÁTRÚARFULLUR ÞAÐ BESTA ERU SVALIRNAR. FLOTT ÚTSÝNI FINNST ÞÉR EKKI? framhald ... Dagbók Í dag er þriðjudagur 5. október, 279. dagur ársins 2004 Víkverji tók út stór-kostlega menning- arreisu um helgina. Hann rölti niður í miðbæ Reykjavíkur og heimsótti fjölda mynd- listarsýninga, fór á tón- leika og kaffihús og drekkti sér í menning- unni. Óþarfi er að fjöl- yrða um það að menn- ingartimburmennirnir voru slíkir á sunnu- dagskvöldið að Vík- verji lá og emjaði og grátbað frú Víkverja að finna nú einhverja algera lágkúru til að skella í myndspilarann. Konan varð við þessari bón og fann alveg dásam- lega heimskulega kvikmynd til að horfa á. Eftir áhorfið voru þau hjónin aft- ur komin með sæluglott fáviskunnar á varirnar og lögðust sátt í sæng, laus við öll eftirköst menningarfyll- irísins. Segja má að góð ræma á sunnudagskvöldi sé hið besta Alka Seltzer helgarmenningardrykkju- mannsins. Víkverji er hænuhaus á menninguna og þarf lítið til að verða fullur og innblásinn. Þá fer hann að rausa og þrugla og má segja að hann verði algjör jólasveinn af menning- unni. En Víkverji er ekki aðeins hænuhaus á menninguna, heldur einnig áfengi. Það má segja að hann eigi við drykkjuvandamál að stríða. Þegar Víkverji er búinn með svona eins og þrjá bjóra fer af stað einhver leið- indaálfur inni í hausn- um á honum sem byrj- ar að toga í einhverjar taugar og Víkverji kemur varla niður meiru ótilneyddur. Af- skipti álfsins enda á því að Víkverji hundskast heim með skottið milli lappanna, langt á undan vinunum, sem síðan er ekki ræðandi við fyrr en þegar langt er liðið á næsta dag, ellegar uppsker Víkverji eld og brennistein í gegnum símann. x x x Víkverji er annars nokkuð káturmeð það að vera hænuhaus. Í því felst töluverður sparnaður fyrir heimilið, enda lætur Víkverji sjaldan draga sig út á næturlífið án virkilega góðrar ástæðu. Víkverji vildi þó óska að hann hefði meira þol fyrir menn- ingu, því hún ku ekki fara nærri því eins illa með lifrina. Víkverji skrifar...         Laugardalshöllin | Góður rómur var gerður að tónleikum Van Morrisson á laugardaginn. Höllin þéttsetin og viðtökur góðar. Lá enda greinilega vel á norður-írska söngvaranum sem mætti til landsins fyrr en hann er vanur og lét vel af dvölinni og tónleikunum við skipuleggjendur. Svo vel reyndar að eftir tónleikana lýsti hann yfir áhuga sínum á að koma sem fyrst aftur, helst næsta sumar. Morgunblaðið/Golli Van Morrisson sagði… MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Og hann leit í kring á þá með reiði, sárhryggur yfir harð- úð hjartna þeirra, og sagði við manninn: „Réttu fram hönd þína.“ Hann rétti fram höndina, og hún varð heil. (Mark. 3, 5.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.