Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Kær vinur og koll- ega Jóhannes Zoëga, verkfræðingur, er lát- inn á 88. aldursári. Hann hafði átt við veikindi að stríða und- anfarna mánuði. Þegar ég heimsótti hann síðast á heimili hans í Laugarásnum sagðist hann vera síþreyttur og liði ekki vel. Við spjölluðum um heima og geima eins og venjulega og þegar ég kvaddi sagði hann að sér liði nú betur og bætti við brosandi, ætli það sé ekki heimsókn þinni að þakka. Ég talaði við hann í síma nokkru síðar og við ráðgerðum að fara upp á Hellisheiði saman og skoða framkvæmdir Orkuveitunnar. Mennirnir ráðgera en guð ræður. Síðastliðin ár hafði Jóhannes not- ið góðrar heilsu, fór oft í sund og gekk sínar heilsubótargöngur. Hann hélt sér mjög vel og var hress og kátur þegar við hittumst. Guðrún kona Jóhannesar lést fyrir átta ár- um og annaðist Jóhannes konu sína af kostgæfni og kærleika á heimili þeirra svo lengi sem hægt var, en Guðrún hafði átt við þungbær veik- indi að stríða síðustu æviárin. Fyrstu kynni okkar Jóhannesar bar að með þeim hætti að vinnuveit- andi minn, Vegagerð ríkisins, fól mér meðal annars að teikna hita- kerfi í hús stofnunarinnar við Borg- artún. Ég var nýkominn frá námi og þetta var fyrsta hitakerfið sem ég teiknaði eftir skólavistina. Mér var bent á að hafa samband við Jóhnnes Zoëga, forstjóra Landssmiðjunnar, og fá upplýsingar um hitablásara JÓHANNES ZOËGA ✝ Jóhannes Zoëgafæddist á Norð- firði 14. ágúst 1917. Hann lést á Land- spítala í Fossvogi 21. september síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Dómkirkj- unni 30. september. sem smiðjan seldi. Hann tók mér ljúf- mannlega þegar ný- græðingurinn gekk á fund hans og lagði fram ófullgerðar teikn- ingar. Allar upplýsing- ar um blásara voru fús- lega veittar auk þess að góð ráð voru gefin um ýmsa hluta kerfis- ins. Þetta voru ein- kenni samskipta sem ég átti oft eftir að sjá hjá Jóhannesi sem var góður kennari, fræðari sem var fús að miðla þekkingu til annarra. Fram á síðustu ár var Jóhannes virkur í umræðu um orkumál og tók afstöðu til málefna á gagnrýninn hátt. Á aðalfundi Jarðhitafélagsins í vor flutti Jóhannes ítarlegt erindi er hann nefndi: „Borholudælur Hita- veitu Reykjavíkur, þróunarsaga“. Þótt fyrirsögnin gefi til kynna að mest sé fjallað um borholudælur er saga Hitaveitunnar einnig sögð í stórum dráttum. Erlendir framleið- endur borholudælna höfðu framleitt dælur fyrir kalt vatn en töldu þó að þeir gætu endurbætt dælurnar þannig að þær þyldu heitt vatn. Lausnin fólst m.a. í því að finna rétt efni í áslegur dælunnar. Jóhannes benti á að hugsanlegt væri að nota teflon í legurnar sem var nýtt efni á þeim tíma. Hann fór, ásamt Hösk- uldi Ágústssyni, til Bandaríkjanna á fund framleiðanda og eftir það tókst viðunandi lausn á borholudælunum sem enn er í fullu gildi. Þetta voru erfiðir tímar fyrir Jóhannes því segja má að það hafi tekið fimm ár að fá áslegur í dælubúnaðinn, sem þyldu hita vatnsins. Við Ólöf, kona mín, ferðuðumst mikið með Guðrúnu og Jóhannesi bæði innanlands og utan. Vart er hægt að hugsa sér betri ferðafélaga, fróða og skemmtilega. Við sóttum hitaveituráðstefnur erlendis og kynntumst aðferðum annarra við að leggja hitaveitulagnir og röbbuðum við kollega okkar sem var mjög fróðlegt og gaf okkur nýjar hug- myndir. Samvinna okkar Jóhannesar var mikil um áratuga skeið eða allt frá stofnun Fjarhitunar, verkfræði- stofu, árið 1962, fyrirtækis sem ég og þrír kollegar mínir stofnuðum. Fjarhitun hannaði og gerði útboðs- lýsingu af dreifikerfum, aðalæðum, virkjunum og ýmsum öðrum mann- virkjum fyrir Hitaveitu Reykjavík- ur, einnig skýrslur og áætlanir. Átt- um við farsælt samstarf við Jóhannes og hans samstarfsfólk. Jó- hannes gerði kröfur um góð vinnu- brögð og var alltaf hreinn og beinn og lét okkur heyra það ef hann var ekki ánægður. Hann var framsýnn stjórnandi og horfði alltaf langt fram á veginn um þróun hitaveit- unnar og þjónustu hennar við við- skiptavini sína. Að leiðarlokum þakka ég fyrir að hafa fengið að njóta vináttu og sam- fylgdar Jóhannesar Zoëga. Börnum hans og öðrum vandamönnum sendi ég samúðarkveðjur. Karl Ómar Jónsson. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum góðs vinar og vel- gjörðamanns Jóhannesar Zoëga. Hann var minn yfirmaður í hart nær fjörtíu ár, fyrst í Landssmiðjunni og síðar hjá Hitaveitunni. Á þessum ár- um höfðum við mikið samneyti bæði í vinnunni og ekki síður á ferðalög- um sem við fórum saman með hópi vinnufélaga. Farnar voru bæði veiði- ferðir og ferðir til að skoða landið. Ég minnist ferðar sem farin var norðan jökla frá Hveravöllum og austur að Jökulsá á Fjöllum. Mikil umbrotaferð. Gist var í Herðubreið- arlindum þar sem við hittum Reyni bróður Jóhannesar og félaga að austan. Urðu þar fagnaðarfundir með glensi og gamanyrðum. Í þessum ferðum og undirbúningi undir þær var Jóhannes driffjöðrin og hrókur alls fagnaðar þótt rólegur væri. Hann var húmoristi mikill þegar það átti við. Þegar maður lítur til baka þá er nú svo komið að ég er einn eftir af upphafshópnum sem reyndar var nú ekki stór. Okkur Jóhannesi var allt- af vel til vina þó við höfum ekki allt- af verið sammála en þar bar hvergi skugga á. Það lýsir Jóhannesi vel, svar hans til mín þegar ég kom til að ráðfæra mig við hann um málefni sem ég treysti mér ekki alveg til að taka ákvörðun um. Þá sagði hann: „Það er betra að taka ákvörðun jafn- vel þó maður sé ekki alveg viss. Það versta er að þora ekki að taka ákvörðun.“ Þetta hef ég æ síðan haft að leiðarljósi. Ekki er hægt að minnast Jóhann- esar án þess að minnast Guðrúnar um leið, þeirrar mætu konu, það oft höfum við hjónin fengið að njóta þeirra gestrisni og vináttu sem við þökkum einlæglega fyrir. Megi þau hvíla í friði. Fjölskyldunni sendum við innileg- ar samúðarkveðjur. Jón Óskarsson. Genginn er einn af frumkvöðlum verkfræði á Íslandi. Hógvær, hlýr, oft glettinn, traustur og fastur fyrir eru þau lýsingarorð sem koma í hugann. Kunnastur er Jóhannes fyrir uppbyggingu hitaveitunnar í Reykjavík og reyndar höfuðborgar- svæðisins alls. Ekki er ég viss um að yngri kynslóð Íslendinga geri sér grein fyrir hvílíkt heljarátak hita- veituvæðingin var. Þegar Jóhannes varð hitaveitustjóri 1962 var hita- veita aðeins í hluta Reykjavíkur, að mig minnir um einum fjórða borg- arinnar. Jóhannes stjórnaði stækk- un kerfisins þannig að það varð lík- lega stærsta fjarvarmaveita heims sem byggist á jarðvarma. Sumum þótti það áhættusamt fyrirtæki og það svo að fyrrverandi hitaveitu- stjóri taldi stækkun veitunnar óráð enda hafði hann mætt ýmsum erf- iðleikum sem fylgja brautryðjenda- starfi sem uppbygging jarðvarma- veitu óneitanlega var á þessum tíma. Þekking á jarðhitasvæðum og af- köstum þeirra var minni þá en nú er. Kaupa þurfti nýja afkastamikla jarðbora og tækni við gerð dælna fyrir jarðhitavatn var skemmra komin. Ég man að Jóhannes sagðist hafa verið heppinn með boranir í Laugardalnum. Þó fáir muni lengur voru erfiðar deilur um hvort jarð- varmi og vatn væri nægt til þess að stækka veituna svona mikið, hvort tæring í kerfinu yrði viðráðanleg og hvort tækist að ráða við óvænt og hörð kuldaköst. Jafnframt var á tím- um óðaverðbólgu oft sett verðstöðv- un á gjaldskrá sem mjög þrengdi að fjárhag veitunnar. Stækkun til ná- grannasveitarfélaganna, Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar þótti áhættusöm. En Jóhannes sagðist hafa verið heppinn. Sagt er að Napóleon hafi jafnan spurt einnar spurningar þegar hann valdi sér hershöfðingja: „Er hann heppinn?“ Við sem þekktum til, vissum að far- sælni Jóhannesar byggðist ekki á heppni. Óvenjulegir eðliseiginleikar prýddu þennan mann. Áræðni sem þó byggðist á varkárni, vinnusemi og mikil þekking á verkfræði og varmafræði. Hann sparaði sér hvorki tíma né erfiði og oft voru vinnustundirnar margar þegar hann vann að einhverju mikilvægasta verkfræðiverkefni Íslendinga, stundum við meiri mótvind en menn kæra sig um að muna nú. Það er athyglisvert að hugsa til þess að þessi maður tók að sér starf hitaveitustjóra fyrir þrábeiðni og eftir að hafa hugsað sig um í nokkr- ar vikur. Hann hafði undirbúið að stofna eigið fyrirtæki og ekki ráð- gert að gerast embættismaður. Það var heppni Reykvíkinga að hann tók að sér þetta starf en ekki held ég að hálaunaforstjórum í dag hefði þótt mikið koma til þeirra launakjara sem hann hlaut fyrir þetta áhættu- sama og erfiða brautryðjendastarf. Jóhannes lærði vélaverkfræði í Þýskalandi og var þar á tímum síð- ari heimsstyrjaldarinnar við nám og störf. Hann kunni margt að segja frá þeim tímum. Hann var um tíma í forystusveit í félagsstörfum verk- fræðinga og formaður VFÍ. Örfáar línur ritaðar í foksand skyndiláta hversdagsins megna ekki að segja frá þessum merka manni svo sem skyldi. Sáttur gat hann staðið upp frá lífsstarfi sínu og þerrað svitann af enni sér þegar hann leit yfir ár- angursríkan feril. Börnum hans og aðstandendum öllum sendi ég mínar samúðarkveðj- ur. Það slær glampa langt fram á ógengnar brautir af störfum manna eins og Jóhannesar Zoëga. Guðm. G. Þórarinsson. Nú hefur hljóðnað á Laugarás- veginum. Jóhannes Zoëga kveður. Við æskuvinir Bensa sem fengum inni á heimili foreldra hans, Guð- rúnar og Jóhannesar, fyrir margs konar brall á menntaskólaárum, minnumst þeirra beggja með þökk og hlýju. Stóra húsið á Laugarásveginum var skjólshús þegar vinirnir þurftu að ráða ráðum, spila Lennon eða hvað annað það var sem athugun heimsins kallar á, en í minningunni er það hið stóra hjarta heimilisins sem hæst ber. Hlýtt viðmót mætti okkur alltaf, og nú þegar minnst er þessara heimsókna er eins og Jó- hannes hafi einlægt verið með sitt milda bros, rólega og örugga fas og blik í auga sem sagði unglingspilt- unum miklu meira um vinsemd og virðingu en orð geta. Hin síðari ár var Jóhannes einn á ferð, en á stórum stundum fjölskyldunnar og fyrirtækis þeirra Bensa og Viggu átti maður því láni að fagna að hitta á hann og spjalla í þessum gamla góða dúr sem alltaf einkenndi hann. Hann hélt reisn sinni og góðu við- móti til loka. Bensa, Viggu og börn- um vottum við samúð og sendum fjölskyldunni allri kveðju með þökk til Jóhannesar Zoëga. Stefán Jón og Viktor Smári. Á aðalfundi Jarðhitafélags Ís- lands 15. apríl sl. flutti heiðursfélag- inn Jóhannes Zoëga stórfróðlegt er- indi undir heitinu „Borholudælur Hitaveitu Reykjavíkur – Þróunar- saga“. Þar lýsti hann sögu dælingar á heitu vatni á vinnslusvæðum Hita- veitunnar allt frá því fyrst var dælt með lofti úr borholu í Laugardaln- um árið 1937 þar til Jóhannesi og samstarfsmönnum hans hafði í sam- vinnu við dæluframleiðendur í Bandaríkjunum tekist að þróa djúp- dælu sem þoldi hitann í borholunum á Laugarnessvæðinu árið 1967. Það var ekki að sjá að eldhuginn í ræðu- stólnum væri tæplega 87 ára gamall. Þarna kom fram enn einu sinni hin mikla skerpa og áhugi sem ein- kenndi Jóhannes bæði meðan hann var hitaveitustjóri og í umræðum á jarðhitaráðstefnum og í blaðagrein- um eftir að hann fór á eftirlaun. Lausnin á vandamálunum við djúpdælurnar fólst í að nota teflon í stað gúmmís í legum og vatn í stað olíu til að smyrja legurnar. Jóhann- es hafði rekist á grein í fagtímariti árið 1965 „þar sem lýst var eigin- leikum teflons, þessa undraefnis sem fundið var upp í sambandi við smíði atómsprengja Bandaríkja- manna“, svo notuð séu orð Jóhann- esar í erindinu. Þeir Jóhannes og Höskuldur Ágústsson, yfirvélstjóri, fóru vorið 1966 til funda við dælu- fyrirtæki í New York og Kansas City sem leiddu til þróunar djúp- dælu með mun meira hitaþol en áð- ur þekktist í heiminum. Þessi upp- finning olli straumhvörfum í hitaveituvæðingu höfuðborgarsvæð- isins og þekkingin hefur síðan breiðst víða um heim. Fyrstu dæl- urnar komu til landsins flugleiðis frá Bandaríkjunum í miðju kuldakasti rétt fyrir jólin 1967 og leystu mikinn vanda. Erindi sitt byggði Jóhannes m.a. á bréfasafni Hitaveitu Reykja- víkur og fundargerðum borgar- stjórnar og borgarráðs Reykjavík- ur. Einnig sýndi hann nokkrar blaðaúrklippur úr Morgunblaðinu frá desember 1967 þar sem kapp- hlaupi Hitaveitunnar og kuldans var lýst nánast eins og í spennusögu. Þetta merka erindi Jóhannesar var gefið út í ritröð Jarðhitafélagsins (og verður sett á vefsíðu félagsins, www.jardhitafelag.is). Fyrir hönd Jarðhitafélags Íslands og Jarðhitaskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna vil ég þakka Jóhann- esi fyrir hans mikla framlag til þekkingar á nýtingu jarðhitans og óbilandi vilja hans til að miðla öðr- um af reynslu sinni. Ingvar Birgir Friðleifsson. Jóhannes Zoëga var einn af frum- kvöðlum íslenskrar jarðhitamenn- ingar. Hann á heiðurinn af því að hafa þróað djúpdælur til vinnslu á jarðhitavatni, en þessi vinnslutækni varð til þess að hægt var að tífalda jarðhitavinnsluna á sumum vinnslu- svæðum Hitaveitu Reykjavíkur. Auk þess er rétt að minnast þess að Jóhannes lét gera forðafræðilegar athuganir á jarðhitasvæðunum þar sem sýnt var fram á að jarðhita- svæðin mundu standa undir þeirri auknu nýtingu sem djúpdælurnar buðu upp á. Þetta var löngu áður en hugtakið sjálfbær þróun kom fram á sjónarsviðið. Ég kynntist Jóhannesi fyrst að ráði þegar rannsóknir og boranir hófust fyrir alvöru á Nesjavöllum í byrjun níunda áratugarins. Rauður þráður í þeirri vinnu allri var að fá sem gleggsta mynd af vinnslugetu Nesjavallasvæðisins svo að fyrir- huguð jarðhitanýting yrði í sam- ræmi við getu auðlindarinnar. Hug- myndir Jóhannesar um auðlindanýtingu voru mjög þróaðar á þessum árum og naut ég góðs af. Ég sendi fjölskyldu Jóhannesar innilegar samúðarkveðjur. Valgarður Stefánsson. Kveðja frá Orkustofnun og Íslenskum orkurannsóknum Með Jóhannes Zoëga, fyrrverandi hitaveitustjóra í Reykjavík, er geng- inn einn helsti forgöngumaður um jarðhitamál Íslendinga um áratuga- skeið. Mikil gróska varð í Hitaveitu Reykjavíkur á þeim tíma, sem Jó- hannes hélt þar um stjórnvöl, og margháttaðar framfarir urðu í rann- sóknum, vinnslu og nýtingu jarðhita, sem gætti svo í jarðhitavirkjun víða um land. Við upphaf þessa skeiðs Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Erfidrykkjur Heimalöguð kaffihlaðborð Grand Hótel Reykjavík Sími 514 8000 Í PERLUNNI Erfidrykkjur Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200 Á fallegum og notalegum stað á 5. hæð Perlunnar. Aðeins 1.250 kr. á mann. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.