Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 43
Pó stu rin n b ýð ur fy rir tæ kju m á hö fu ðb or ga rs væ ðin u að ko m a s en din gu m sa m dæ gu rs til vi ðs kip tav ina . Ek ki bíð a a ð ó þö rfu . Fá ðu se nd ing un a s am dæ gu rs m eð P ós tin um www.postur.isÞa ð e r e kk er t s vo lé ttv æg t að þa ð g et i b eð ið til m or gu ns ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 43 MENNING KYNNINGARMIÐSTÖÐ íslenskrar myndlistar, sem stofnuð var í desember á síðasta ári, hefur enn ekki tekið til starfa, en starf framkvæmda- stjóra var auglýst laust til umsóknar í maí í vor. Markmið Kynningarmiðstöðvarinnar (KÍM) verð- ur að kynna íslenska myndlist erlendis og auka þátttöku íslenskra myndlistarmanna í alþjóðlegu myndlistarlífi. Kynningarmiðstöðin verður til húsa í híbýlum Sambands íslenskra myndlist- armanna í Hafnarstræti, þar sem Upplýsinga- miðstöð myndlistar var áður til húsa. Upplýsinga- miðstöðin var lögð niður um svipað leyti og Kynningarmiðstöðin var formlega stofnsett, og því hefur engin starfsemi af því tagi verið til stað- ar allt þetta ár. Upplýsingamiðstöð myndlistar starfrækti gagnabanka um íslenska myndlist- armenn, og hefur sá gagnabanki legið niðri það sem af er árinu, bæði vegna lokunar Upplýsinga- miðstöðvarinnar, en einnig vegna þess að tækni- legra endurbóta var þörf. Samband íslenskra myndlistarmanna hefur nú tekið að sér að endur- lífga þann gagnagrunn á eigin vef, og verður hann að hluta til uppfærður af félögum SÍM. Áslaug Thorlacius, formaður SÍM, segir að lokun gagna- bankans hafi komið mörgum illa, ekki síst kenn- urum sem hafa notað vefinn mikið. „SÍM ætlar ekki að reka vefinn með sama hætti og gert var hjá Upplýsingamiðstöð myndlistar, heldur mun- um við einbeita okkur að því að uppfæra upplýs- ingar um okkar eigin félagsmenn. Við höfum því miður ekki fjárhagslegt bolmagn til að halda sam- an öllum þeim miklu upplýsingum sem voru á umm.is, til dæmis um utanfélagsmenn, látna lista- menn og ýmislegt annað sem fellur undir mynd- listarsöguna. Hvað KÍM kemur til með að gera veit ég ekki, en sú stofnun mun hafa aðgang að öll- um þessum upplýsingum og mun þess vegna geta birt þær á sínum vefsíðum ef vilji er fyrir því, þeg- ar búið verður að koma þeim á það form sem tölv- ur dagsins í dag skilja. Formið á gagnagrunninum var orðið úrelt, en við munum hafa það þannig í framtíðinni að myndlistarmenn hafa sitt eigið lyk- ilorð og geta uppfært sínar skrár jöfnum hönd- um.“ Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 18 milljóna króna fjárveitingu til nýju Kynning- armiðstöðvarinnar, en hún mun meðal annars taka við verkefnum sem hingað til hafa verið hýst innan menntamálaráðuneytisins. Umsækjendur um starf framkvæmdastjóra Kynningarmiðstöðv- arinnar eru þónokkrir, bæði íslenskir og erlendir, að sögn Ingibjargar Pálmadóttur, stjórnarfor- manns miðstöðvarinnar, og verið er að vinna úr umsóknum og ljúka undirbúningi að samningi milli miðstöðvarinnar og menntamálaráðuneyt- isins. Myndlist | Styttist í opnun Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar Enginn upplýsingabanki starf- ræktur það sem af er ári Áslaug Thorlacius Ingibjörg Pálmadóttir BANDARÍSKI rithöfundurinn William Saroyan (1908–1981) var af armenskum uppruna og helst kunnur hér á landi fyrir bókina Ég heiti Aram sem út kom í þýðingu Gyrðis Elíassonar 1997. Í smá- sagnasafninu Geðbilun í ættinni sem Gyrðir hefur nú þýtt eru 17 sögur sem bregða upp svipmynd- um úr lífi armenskra innflytjenda í Ameríku á síðustu öld. Sterkar fjölskylduhefðir og gamalgrónir siðir viðhalda geðbiluninni í ættinni en eins og fram kemur í titilsögu safnsins þótti enginn maður með mönnum fyrr en hann hafði misst vitið, eða a.mk. fengið eitt kast (9). Sögurnar eru stuttar og birta snögg leiftur úr lífi persónanna. Flestar gerast þær í rúsínuborg- inni Fresno, Kaliforníu, þar sem Saroyan ólst upp og hafði m.a. eft- irfarandi um það að segja: „Þrátt fyrir ömurleg leiðindi og heimsku og vonsku í Fresno, var líf mitt þar yfirleitt fullt af átökum og örum þroska. Með því að vera á götunum allt frá upphafi og fara á alla staði í borginni og sjá þar allar tegundir manna, fann ég meira en nóg til þess að halda huga og sál við efn- ið“. Viðfangsefni margra sagnanna eru sársaukafull fjölskyldumál, samskipti milli kynslóða og bernsk- an en um þessi efni er fjallað á áhrifaríkan hátt án forsögu eða eftirmála; í smásögunni Gast- on reynir helgarpabbi að ná sambandi við litla dóttur sína en uppeldi hennar er gjörólíkt lífsstíl hans, og í sögu sem heitir Lokaorðið var ástarkveðja flýr eldri bróðir lang- vinnt ósætti á heimilinu en sá yngri þarf að takast á við vandann og tilfinningarnar sem fylgja að- skilnaðinum. Báðar sögurnar fjalla um viðkvæmt efni án allrar hlut- drægni eða væmni. Sumar sögur draga upp mynd af þjóðarbroti sem hefur hrakist að heiman, lent á tilgangslausu flandri í Nýja heiminum og upplifað tómleika og sambandsleysi (11). Í kíminni sögu sem ber heitið Áritaða eintakið af Kreutzersónötunni fer armensk trúlofun fram að hefðbundnum sið með veislu, drykkju og slags- málum. Ráðahagurinn er ákveðinn þótt brúðhjónin tilvonandi hafi aldrei hist. Brúðguminn er andlega þenkjandi Tolstoj-aðdáandi og tek- ur að efast um brúðina sem reynist vera gáskafull fegurðardís. En brátt eru þau orðin foreldrar sjö barna og hjónabandið stormasamt: „Og inn í sérhvert rifrildi bland- aðist áritaða eintakið af Kreutzer- sónötunni, fyrst í stað sem leið- arvísir á kjánalega sorg, og síðan sem vopn sem Roxí Apkarían fleygði beint í höfuðið á hinum heimspekilega og andlega sinnaða Gaspar Bashmanían sem hafði árit- að það: „Megum við ávallt lifa á hásléttu Tolstojs, þar sem djúpur félagslegur sannleikur og fegurð mannlegra verðmæta ríkir“ (49– 50). Loks eru nokkrar sagnanna eins konar dæmisögur eða spak- mæli sem tengjast þjóðtrú og hefðum Armena og end- urspegla hugmyndafræði gamla landsins sem er innflytjandanum í senn fjötur og haldreipi í nýja landinu. Gyrðir Elías- son er meistari stíls og smá- sagna- forms og hæfi- leik- ar hans njóta sín afar vel í þýðing- unni. Látleysi og einfaldleiki ein- kenna stíl Saroyans sem er sneyddur málskrúði og flóknu myndmáli og því er vel til skila haldið í þýðingunni. Í verkum Saroyans er enginn predik- unartónn og þar er heldur ekki farið inn á nein hættuleg svæði, hvorki í stíl né efnistökum. Sögu- hetjurnar eru allar karlkyns og sjónarhóllinn algerlega karllægur. Að lestri loknum veltir lesandi fyr- ir sér spurningum eins og í hverju geðbilunin í ættinni felist. Felst hún í því að efast um eða jafnvel hundsa viðurkennd samfélagsgildi á borð við föðurlandsást, hjóna- band og herskyldu? Eða í ein- hverju allt öðru? Geðbilun í ætt- inni kom fyrst út níu árum eftir að Saroyan lést úr krabba- meini. Á banabeði sagðist Saroyan vissulega vita að allir yrðu að deyja en hann hefði bara allt- af haldið að und- antekning yrði gerð í hans tilviki. Gyrðir tileinkar öndvegisþýðingu sína minningu vinar síns, Einars Krist- jáns Einarssonar gítarleikara sem lést úr krabbameini vorið 2002. Í hvorugu tilvikinu var undantekning gerð. BÆKUR GEÐBILUN Í ÆTTINNI 141 bls. Gyrðir Elíasson þýddi. Mál og menning 2004. eftir William Saroyan BÆHEIMUR var eitt sinn rétt- nefndur „tónlistarskóli Evrópu“, löngu áður en slíkar stofnanir urðu almennar. Þaðan dreifðist ótal strengjaleikara um helztu höfð- ingjasetur álfunnar, og tónskáld landsins áttu t.d. drjúga hlutdeild í Mannheim-sveitinni í Pfalz, fremstu sinfóníuhljómsveit 18. aldar þar sem klassíska stefnan kom undir í blálok barokkskeiðsins. Enn á okkar tímum þykja tékk- neskir strengjakvartetthópar í fremstu röð, og þó að Zach sé ekki talinn stórmeistari hafa hvorki Smetana né Dvorák þótt neitt slor meðal unnenda sígildrar tónlistar. Það var því skringilegt að líta varla hálffullan sal á Tíbrártónleikunum sl. þriðjudagskvöld, og ekki að undra þótt einhver spyrði hvað hefði orðið um allt fólkið úr Kammermús- íkklúbbnum, er iðulega stútfyllir samastað sinn varla þremur kíló- metrum frá í landnorðri. Jan Zach (1699–1774) lagði til tónsögulega áhugavert verk í upp- hafi með Sinfóníu sinni (= forleik) nr. 2 í A-dúr frá kringum 1750, er stikaði nákvæmlega mitt á milli bar- okkstíls og frumklassíkur í eins kon- ar samblandi af segjum Vivaldi og Leopold Mozart. Úr barokkinu t.a.m. með tíðum bergmálsstyrk- brigðum, úr klassíkinni með óspörum trommubassa. Áheyrilegt lítið þríþætt verk frá því 10–15 ár- um fyrir fyrstu mótun Haydns á nýju kvartettgreininni og líflega flutt. „Ameríski“ kvartett Dvoráks, nr. 12 í F Op. 96 frá dvöl hans í New York 1892–95, kom hlutfallslega bezt út í syngjandi hæga Lento- þættinum (II). Hins vegar virtist vanta meiri kraft, fjör og hraða í síðustu tveimur þáttum (Molto vi- vace og Vivace ma non troppo), jafn- vel þótt andagift höfundar nái þar varla sömu hæðum og í I. Í sam- anburði var fyrir ólíkt meira hugviti að fara í lokaatriðinu, „Ma vlast“, fjórþættu sjálfsæviágripi Smetanas í tónum frá 1876 sem frægt er fyrir háa e-ið úr 1. fiðlu í Fínalnum – til minja um daginn sem ærandi tinní- tus-tónn á sömu tíðni gaus fyrir- varalaust upp í eyra höfundar. Hélzt sá allt til æviloka og svipti Smetana bæði heyrn og viti áður en lauk. Pi-Ka-kvartettinn framdi hér sinn bezta leik þetta kvöld í innilegri túlkun á III. þætti (Largo sosten- uto), þó að 16.-parta víravirki Viv- ace-lokaþáttarins verkaði stundum frekar þvingað. Sá agnúi kom raun- ar einnig fram í aukanúmerinu, trúðadansinum úr Seldu brúðinni eftir Smetana, og bar, ásamt stund- um brigðulli tónstöðu í einkum 1. fiðlu og víólu, varla sannfærandi vott um spilamennsku á hæsta heimsmælikvarða, þrátt fyrir vel samstillta túlkun að öðru leyti. TÓNLIST Salurinn Verk eftir Zach, Dvorák og Smetana. Pi- Kap-strengjakvartettinn (Martin Kaplan & Lenka Simandlova fiðlur, Miljo Milev víóla og Petr Pitra selló). Þriðjudaginn 28. september kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson JPV ÚTGÁFA hefur gefið út bók- ina Svipt frelsinu – fangelsuð í eyðimörkinni í tuttugu ár eftir Maliku Oufkir og Michele Fit- oussi í þýðingu Guðrúnar Finn- bogadóttur. Sagan segir frá Maliku, dóttur Ouf- kirs hers- höfðingja, sem fimm ára var tek- in inn í hirð marokk- ósku kon- ungsfjöl- skyldunnar og lifði þar prinsessulífi. En þegar hún var komin á unglingsaldur var faðir hennar tekinn af lífi fyrir þátt- töku í samsæri um að ráða kon- unginn af dögum. Í kjölfarið voru Malika, móðir hennar og systk- ini fangelsuð í eyðimörkinni og við tók tveggja áratuga lífsbar- átta við skelfilegar aðstæður. Svipt frelsinu segir frá ótrúleg- um mannraunum og einbeittum ásetningi Maliku og fjölskyldu hennar um að öðlast frelsið á ný. Ævisaga Steinunn Inga Óttarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.