Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 48
MIKIL eftirvænting ríkti í Míl-
anó fyrir sýningu Prada, sem
fram fór í sýningarsal við via
Fogazzaro. Vetrarlína Prada
þykir vera leiðandi fyrir þá
kvenlegu skrauttísku
sem nú ræður ríkjum og
var því spenningur að
vita hvað Miuccia Prada,
áhrifamesti hönnuður
heims, sýndi í vor- og
sumarlínu sinni fyrir árið
2005.
Í bakgrunni sýning-
arinnar var myndasyrpa
sem Miuccia og Rem
Koolhaas gerðu í samein-
ingu en þau hafa lengi
unnið saman. Myndirnar
sýndu pólitíska leiðtoga,
heimsfréttir, arkitektúr
og hlutabréfaverð ásamt
því að sýna vefinn, m.a.
þegar verið var að slá
inn nafn Prada á leit-
arvél Google. Þótti þetta
vera dæmi um hvernig
stíll getur tjáð hið list-
ræna. „Þessar mörgu
myndir og textar undir-
strikuðu á skemmtilegan
hátt að Prada-tíska, þó að
hún sé listræn, gáfu-
mannaleg og jafnvel
nördaleg, snýst fyrst og
fremst um að gera frábær föt fyrir
nútímalegan heim,“ sagði Fashion
Wire Daily um sýninguna.
Þrátt fyrir hátæknina sem um-
kringdi sýninguna voru sumarföt
Prada undir áhrifum frá fuglum en
m.a. voru sýnd pils með pá-
fuglafjöðrum og föt með tölvugerðu
fuglamynstri.
Prada breytti nokkuð um stíl frá
síðustu sýningu og er komin með
nýja líkamslínu. Í stað stuttra
þröngra jakka og útvíðra pilsa sem
ná niður að hné eru pilsin allavega
fimmtán sentímetrum styttri. Við
pilsin voru sýningarstúlkurnar í
karlmannlegum sandölum.
Eitt er víst, Miuccia er alltaf sér-
vitur, og er það eitt sterkasta ein-
kenni hennar. Sem dæmi um það
var hún með litríka fjaðrahatta í
sýningunni.
Sýningin var undir karabískum
áhrifum og hljómaði dub og reggí úr
hljóðkerfinu en Giorgio Armani not-
aðist líka við reggí í sýningu sinni.
Þess má geta að hin reynda fyr-
irsæta Kristen McMenamy opnaði
sýninguna en hún hefur ekki sést
lengi á sýningarpöllunum.
Nútímaleg,
listræn og
gáfuleg
AP
ingarun@mbl.is
P
R
A
D
A
Tíska | Tískuvika í Mílanó: Vor/sumar 2005
S.V. Mbl.
HP. Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás 3.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15. B.i 14 ára. Sýnd kl. 10.40. B.i 16 ára.Sýnd kl. 6 .
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. Rás 2
Frábær og eftirminnileg kvikmynd eftir
meistaraleikstjórann, Steven Spielberg.
Með óskarsverðlaunahöfunum Tom Hanks
og Catherine Zeta Jones.
Lífið er bið
Tom Hanks Catherine Zeta JonesTOM CRUISE JAMIE FOXX
COLLATERAL
Hörkuspennumynd frá
Michel Mann leiksjóra Heat
J.H.H KVIKMYNDIR.COM
H.L. MBL
MBL
DENZEL WASHINGTON
Frábær ný mynd frá þeim sömu og framleiddu
nóa albínóa í aðalhlutverkum eru Gary Lewis,
Martin Compston og Guðrún Bjarnadóttir
H.I. Mbl.
Ó.Ó.H. DV
Ó.H.T. Rás 2
SG Mbl
Before sunset
AKUREYRI
Sýnd kl. 10.
KEFLAVÍK
Sýnd kl. 8 og 10.
Ég heiti
Alice og
ég man
allt
KRINGLAN
Sýnd kl. 8 og 10.
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. B.i. 16 ára.
KRINGLAN
Sýnd kl. 6, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
s t ri t J s
Sýnd kl. 8 . B.i 16 ára.
Fór beint á toppinn í USA
Milla Jovovich er mætt aftur í toppformi sem
hasargellan Alice í svölustu hasarmynd ársins.
Ó.H.T Rás 2.
48 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SAKAMÁLAMYNDIN hrjúfa Get
Carter, sem gerð var árið 1971, með
Michael Caine í aðalhlutverki, er
besta breska
kvikmyndin að
mati lesenda
tímaritsins Total
Film.
Myndirnar,
sem komust efst
á listann, eru
flestar komnar til
ára sinna og var
myndin Trains-
potting eina
myndin frá síðasta áratug sem
komst í hóp 10 bestu myndanna.
Get Carter fjallar um glæpamann
í Lundúnum sem snýr aftur til
heimaborgar sinnar, Newcastle, til
að hefna dauða bróður síns. Í öðru
sæti á listanum var myndin A Matt-
er of Life and Death frá 1946, þar
sem David Niven leikur herflug-
mann.
Það vakti athygli að kvikmyndir á
borð við The English Patient, Char-
iots of Fire, Gandhi og Oliver! kom-
ust ekki á listann yfir 50 bestu
myndirnar en þær fengu samtals 26
Óskarsverðlaun á sínum tíma. Gam-
anmyndin Four Weddings and a
Funeral, með Hugh Grant í aðal-
hlutverki, komst í 26. sætið en aðrar
myndir Grants á borð við Notting
Hill, Love Actually og Bridget Jon-
es’s Diary eru hvergi sjáanlegar.
Listinn yfir 25 bestu
myndirnar samkvæmt könn-
uninni er eftirfarandi:
Get Carter (1971)
A Matter of Life and Death (1946)
Trainspotting (1996)
The Third Man (1949)
Life of Brian (1979)
The Wicker Man (1973)
Kind Hearts and Coronets (1949)
Lawrence of Arabia (1962)
From Russia with Love (1963)
Naked (1993)
Billy Liar (1963)
A Clockwork Orange (1971)
Withnail and I (1987)
Great Expectations (1946)
If... (1968)
Kes (1969)
Brighton Rock (1947)
Don’t Look Now (1973)
Sexy Beast (2000)
Brazil (1985)
Blowup (1966)
The 39 Steps (1935)
The Servant (1963)
Peeping Tom (1960)
Made in Britain (1982)
Get Carter
besta
breska
myndin
Caine er Carter
02.10. 2004
Tvöfaldur
1. vinningur
í næstu viku
2
6 4 7 5 6
4 2 9 6 8
12 14 26 36
17
29.09. 2004
5 15 21 31 41 47
3 28 14
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4539-8618-0017-6940
4507-4300-0029-4578
4507-4500-0033-0693
4543-3700-0047-8167
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið