Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 13
FRÉTTIR
www.lyfja.is
GJÖF
Geturðu breytt örlögum húðar þinnar?
Nýtt - Future Perfect Anti-Wrinkle Radiance Moisturizers SPF 15
Já, það geturðu. Á rannsóknarstofum Estée Lauder hafa vísindamenn
leitað til erfðafræðinnar til að komast að upptökum öldrunar og breyta
örlögum húðarinnar á áhrifamikinn hátt. Þetta framúrstefnulega rakakrem
nýtir nýstárlega, marksækna frumubeindartækni til að endurvekja eðlilega
hæfni húðarinnar til að berjast gegn öldrun. Ótrúlega nákvæmt og hraðvirkt.
Árangur skilar sér 3x hraðar. Dregur úr og deyfir hrukkur, stórar og smáar.
Húðin endurheimtir ljóma sinn og er fullkomlega rakamettuð.
Árvekni um
brjóstakrabbamein
G
JÖ
F
G
JÖ
F
G
JÖ
F GJÖFIN ÞÍN
Fáðu þessa nýtískulegu tösku að gjöf, fulla af förðunarvörum, þar
á meðal Pure color varalit, túpugloss, maskara og förðunarbursta.
Að auki Advanced Night Repair fyrir andlit og augu ef þú verslar
vörur frá fyrir 3.900 kr. eða meira dagana 5.-9.
október í verslunum Lyfju.*
*Meðan birgðir endast.
AFLAVERÐMÆTI íslenskra skipa
af öllum miðum á fyrri helmingi árs-
ins 2004 var 36 milljarðar króna sam-
anborið við 37,2 milljarða á sama
tímabili 2003, samkvæmt tölum Hag-
stofu Íslands. Aflaverðmæti hefur því
dregist saman um 3,4% á milli ára eða
rúmlega 1,2 milljarða króna, á verð-
lagi hvors árs fyrir sig.
Verðmæti botnfiskaflans var 24,6
milljarðar króna og dróst saman um
tæplega 500 milljónir króna (-1,9%).
Verðmæti þorsks var 15,7 milljarðar
króna og jókst um 1,4 milljarða króna
(10%). Verðmæti ýsuaflans nam 3,5
milljörðum króna og jókst verðmæti
hans um 740 milljónir króna (26,4%).
Verðmæti karfa var 2,1 milljarður
króna og dróst saman um 585 millj-
ónir króna (-21,5%). Verðmæti út-
hafskarfaaflans á þessu tímabili dróst
mikið saman og var einungis tæpar
900 milljónir króna og er það sam-
dráttur um 1,5 milljarða króna á milli
ára (-63%).
Verðmæti uppsjávaraflans nam 6,4
milljörðum króna og dróst saman um
nærri 300 milljónir króna (-4,3%). Þá
var verðmæti skel- og krabbadýra-
afla 1,4 milljarðar króna en var 2,1
milljarður króna á sama tímabili 2003
(-32,6%).
Verðmæti afla í beinni sölu útgerða
til vinnslustöðva var á tímabilinu 17,6
milljarðar króna samanborið við 18,3
milljarða á árinu 2003 og er það sam-
dráttur um 4,2%. Verðmæti sjófrysts
afla var 9 milljarðar króna samanbor-
ið við 10 milljarða króna á árinu 2003
sem er samdráttur um 11%. Verð-
mæti afla sem seldur var á fiskmörk-
uðum til fiskvinnslu innanlands dróst
saman um 3,1%, var 5,5 milljarðar
króna samanborið við 5,6 milljarða
króna á sama tímabili 2003.
Mest verðmæti á Suðurnesjum
Á Suðurnesjum var unnið úr afla
að verðmæti 6,7 milljarðar króna og
er það aukning um 355 milljónir
króna á milli ára eða 5,6%. Hlutfalls-
lega er samdráttur aflaverðmæta til
vinnslu mestur á Vestfjörðum eða
14,4% en mestur samdráttur milli ára
í krónum talið varð á höfuðborgar-
svæðinu, 567 milljónir króna eða sem
nemur 10,2%.
Aflaverðmætið 36
milljarðar króna
Verðmæti úthafs-
karfa dróst sam-
an um 63% vegna
mun minni afla
!
"#$ %& ' !(
)!
)!$
*& (!
*& +!
, !
-#
!
!
!"#
$"
"%
"
"!
$"
"%
"
"
!"
+
" $
"
" !
"
"
"
"
"
"
!
!
!
" "'!&$.!
/#
# $ %&& '
()
* + )
,
!
#" !"
" "'!&$.!
EINKABÍLAR sem ganga fyrir
vetni verða að líkindum komnir í al-
menna sölu hér á landi árið 2015. Kín-
verjar gætu orðið fyrstir þjóða til að
gera vetnisbíla að almenningseign,
eða upp úr 2010, því þar í landi geng-
ur vetnisvæðing hratt fyrir sig. Þetta
segir Þorsteinn Ingi Sigfússon, pró-
fessor í eðlisfræði við Háskóla Ís-
lands. Hann var í forsvari nýverið
fyrir vetnisráðstefnu í Reykjavík
ásamt um 80 fulltrúum frá 20 þjóð-
löndum.
Ráðstefnan var haldin á vegum
Framkvæmdanefndar IPHE (Int-
ernational Partnership for the
Hydrogen Economy) sem eru al-
þjóðasamtök vetnishagkerfisins,
stofnuð í nóvember í fyrra. Ísland og
Þýskaland fara sameiginlega með
forsæti í framkvæmdanefndinni og er
Þorsteinn annar formanna hennar.
Að sögn hans var tilgangur þessa
þriðja fundar nefndarinnar m.a. að
ræða menntun í vetnistækni og sam-
ræmingu staðla sem tengjast vetn-
isknúnum farartækjum. Hann segir
t.a.m. mikilvægt fyrir þróun vetnis-
bíla að vetnisdælur verði í grundvall-
aratriðum eins hvar sem er í heim-
inum þannig að framtíðareigendur
vetnisbíla geti farið á milli landa á bíl-
um sínum og gengið að samskonar
dælum og þeir eru vanir í sínu heima-
landi. „Heimurinn er búinn að vera
að byggja upp þetta bensín- og olíu-
kerfi fyrir bíla í 100 ár og umbreyting
á því er mikið verk. Svo tekur tíma að
koma vetnisbílum í verð sem er sam-
keppnishæft.“
Til þess að vetnisbílar geti orðið al-
menningseign þarf tvenns konar
stofnkostnaður að lækka. „Svokallað-
ir efnarafalar, sem notaðir eru til að
framleiða rafmagn úr vetni til að
knýja bílana, þurfa að lækka í verði
og hægt þarf að vera að geyma vetni
á ódýrari hátt. Þetta eru áskoranir
sem blasa við vetnissamfélaginu.
Með rafmagninu okkar og þeirri
tækni sem við Íslendingar notum við
að framleiða vetni hér á landi þá get-
ur vetni á Íslandi orðið vel samkeppn-
ishæft.“ Hann segir að gera megi ráð
fyrir að vetnisbílar verði komnir á al-
mennan markað hér á landi í kring-
um 2015–2020.
Vetnisvæðing flotans erfiðust
Þorsteinn var einn þeirra sem tóku
þátt í stofnun Íslenskrar nýorku.
Hann segir að í upphafi hafi verið
gert ráð fyrir að það tæki um hálfa
öld að vetnisvæða Ísland. Það geti vel
staðist. „Við sáum fyrir okkur að
fyrst myndum við prófa þrjá stræt-
isvagna og stöð sem framleiddi vetni.
Síðan myndum við fara út í einkabíla
og svo yfir í að vetnisvæða fiskiflot-
ann. Bílarnir valda um þriðjungi af
allri gróðurhúsamengun og fiskiskip-
in öðrum þriðjungi,“ segir Þorsteinn
og bætir við að vetnisvæðing fiski-
skipaflotans verði eflaust erfiðasta
verkefnið.
Hann segir fulltrúa Kínverja á
fundinum hafa greint frá því að þeir
stefni að hraðri innleiðingu vetnis-
bíla. „Kínverjarnir stefna að því að
fjöldaframleiða vetnisbíla árið 2010.
Þeir gera nú tilraunir með strætis-
vagna eins og við og bera við mjög
mikilli orkunýtni. Þeir geta skotið
Vesturlöndunum ref fyrir rass með
því.“
Japanir eru einnig langt komnir í
sinni vetnisvæðingu og Þorsteinn
bendir á að á Tókýósvæðinu einu sé
búið að koma upp 11 vetnisstöðvum,
en í heiminum öllum er 87 slíkar.
Fimm þjóðir óskuðu eftir inngöngu í
samtökin á fundinum og segir Þor-
steinn það til marks um aukinn áhuga
á vetnisvæðingu. „Heimurinn veit að
olían er þverrandi auðlind og þess
vegna er núna með hverju árinu að
verða hraðari þróun. Við verðum ekki
olíulaus á morgun, en heiminn hungr-
ar og þyrstir í nýjar lausnir í orku-
málum,“ segir Þorsteinn.
Morgunblaðið/Sverrir
Kostnaður við að framleiða vetni og geyma það þarf að lækka áður en
vetnisbílar geta orðið almenningseign.
Vetnisbílar á
almennan markað
eftir rúman áratug
FLUGFREYJUR og flugþjónar
segja að ákvörðun Iceland Express
að segja öllum flugfreyjum og flug-
þjónum upp störfum og bjóða upp á
endurráðningu hjá erlendum flug-
rekanda, birtist þeim sem þruma úr
heiðskíru lofti, „enda hafa stjórnend-
ur ítrekað lýst yfir ánægju með störf
okkar um borð í vélum félagsins.“
Í yfirlýsingu frá 42 flugliðum sem
starfað hafa hjá Iceland Express
segir að þeir harmi þessa aðför fyr-
irtækisins að starfsöryggi starfs-
manna þess og þeim rétti þeirra
samkvæmt íslenskum lögum að til-
heyra stéttarfélagi. Flugliðarnir
segja það eindreginn ásetning sinn
að vera hér eftir sem hingað til fé-
lagar í Flugfreyjufélagi Íslands.
„Sem starfsmenn fyrirtækisins
hafa mörg okkar verið þátttakendur
í starfsemi þess frá upphafi. Berum
við öll sterkar taugar til félagsins og
viljum veg þess sem mestan. Sam-
starf okkar við stjórnendur fyrir-
tækisins hefur einnig verið með
ágætum. Vonumst við eindregið til
að þeim snúist nú hugur, þeir gangi
til samninga við Flugfreyjufélag Ís-
lands og geri okkur þannig kleift að
leggja áfram okkar af mörkum til
uppbyggingar fyrirtækisins.“
Flugliðar hjá Iceland Express
Vilja áfram til-
heyra stéttarfélagi
ÚR VERINU