Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 40
Hlutavelta | Þær Anna Guðrún Þor- steinsdóttir og Anita Rún Óskarsdóttir héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 1.546. Morgunblaðið/G.Sig. Hlutavelta | Þær Sylvia Karen Pét- ursdóttir, Anita Ástrós Pétursdóttir og Valgerður Anna Ólafsdóttir héldu tom- bólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu þær kr. 3.867. Morgunblaðið/G.Sig. 40 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Bækur Þjóðarbókhlaðan | Barnabókadagskrá í Þjóðarbókhlöðu verður sett kl. 17 með opn- un tveggja barnabókasýninga. Við setn- inguna flytja dr. Carole Scott og dr. Bettina Kümmerling-Meibauer stutt yfirlitserindi. Kvikmyndir Bæjarbíó | Kvikmyndasafn Íslands sýnir kl. 20 sýninguna „Þorsteinn Jónsson – Þjóð- félagsgagnrýni í sjónvarpi“. Þetta er fyrsta sýningin í yfirlitsröð yfir starf Þorsteins. Tónlist Egilsstaðakirkja | Strengjakvartettinn Pi- Kap frá Tékklandi heldur tónleika kl. 20.30. Á efnisskrá er fjöldi verka eftir tékknesk tónskáld. Dans Iðnó | Tangókvöld Tangósveitar lýðveldis- ins kl. 20. Leiðsögn og lifandi tangótónar. Félagsstarf Árskógar 4 | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, leikfimi kl. 9, boccia kl. 9.45, smíði, útskurður kl.13–16.30, línudans kl. 20.30. Bólstaðarhlíð 43 | Kl. 8–13 hárgreiðsla, kl. 8.30–14.30 böðun, kl. 9–16 vinnustofan op- in, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–9.45 leikfimi, kl. 14–15 boccia, kl. 9–17 fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9–16.45 hárgreiðslu- stofan opin, kl. 10–11 samverustund, kl. 14 félagsvist, kl. 15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara í Hafnarfirði | Opnað kl. 9 blöðin, rabb, kaffi á könnuni, frjáls prjónastund, leikfimi kl. 11.30, saumur og bridge kl. 13, pútt á Hrafnistuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík | Stafganga kl. 11 undir leiðsögn Halldórs Hreinssonar Skák kl. 13, alkort kl. 13.30 frí tilsögn fyrir byrjendur. Miðvikudagur: Göngu-Hrólfar ganga frá Ásgarði Glæsibæ kl. 10. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Leshópur- inn í Gullsmára 13 hittist milli kl. 20 og 21.30. Viðfangsefni: Sólarskáldið Guð- mundur Böðvarsson. Silja Aðalsteinsdóttir, höfundur ævisögu skáldsins, mætir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Málun kl. 9.30, leshringur bókasafni kl. 10.30, karla- leikfimi og bútasaumur kl. 13. Spilað í safnaðarheimilinu á vegum kirkjunnar kl. 13. Gjábakki, félagsstarf | Brids kl. 19. Hraunbær 105 | Kl. 9 kaffi, spjall, dag- blöðin, postulínsmálun, glerskurður, hár- greiðsla, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12 hádegismatur, kl. 12.15 verslunarferð (Bón- us), kl. 13 myndlist, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa kl. 9–13, boccia kl. 9.30–10.30, bankaþjónusta kl. 9.45, helgistund kl. 13.30 í umsjón séra Ólafs Jóhannssonar. Bingó á morgun. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun miðviku- dag er dansæfing í Fjölnissal kl.14. Norðurbrún 1, | Myndlist kl. 9–12, kl. 9 smíði, kl. 9 opin vinnustofa, kl. 10 boccia, kl. 13 postulínsmáling, kl. 14 leikfimi, kl. 9 opin hárgreiðslustofa. Sjálfsbjörg | Opið hús, spilað bingó kl. 19.30 í félagsheimilinu, Hátúni 12. Skógræktarfélag Íslands | Opið hús kl. 20 í sal Ferðafélagsins í Mörkinni 6. Sjón flytur brot úr verkum sínum. Hörður Kristinsson grasafræðingur fjallar um Fléttur á Íslandi í máli og myndum. Frír aðgangur. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–15.30 handavinna, kl. 9.15–16 postulínsmálun, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 13– 16 bútasaumur, kl. 13–16 frjáls spil, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Þórðarsveigur 3 | Kl. 10 bænastund og samverustund, bókabíllinn kl. 16.45–17.30. Ættfræðifélagið | Vetrarstarfið hefst kl. 20 á Bókasafni Reykjanesbæjar. Allt áhugafólk um ættfræði velkomið. Upplýs- ingar veitir Einar Ingimundarson í síma 421-1407. Ath. breyttan fundartíma. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Morgunsöngur kl. 9. Fermingarfr. kl. 15: Hópur 2 (Lundask.) Árbæjarkirkja | Fundur hjá æskulýðsfélagi Árbæjarsafnaðar frá 17–18.30. Áskirkja | Opið hús 10–14. Kaffispjall. Bænastund kl. 12. Léttur hádegisverður. Breiðholtskirkja | Bænaguðsþj. kl. 18:30. Fyrirbænir mótteknar í síma 587 1500. Bústaðakirkja | TTT er félagsskapur fyrir alla tíu til tólf ára krakka sem langar til að eiga skemmtilegan vetur saman. TTT- fundirnir kl. 17 í safnaðarheimilinu Það kostar ekkert að vera í TTT. Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl 11:15. Kl 12 léttur málsverður, helgistund, kaffi. KFUM- &KFUK fyrir 10–12 ára börn kl 17–18:15, húsið opnað kl 16:30. Alfa námskeið kl 19. Garðasókn | Opið hús í Kirkjuhvoli, Vídal- ínskirkju kl. 13-16. Spilað og spjallað. Kaffi og meðlæti kl. 14:30. Gott tækifæri til að hittast og eiga samveru með náunganum. Helgistund kl. 16. Akstur í boði fyrir þá sem vilja. Upplýsingar í síma: 895 0169. Grafarvogskirkja | Fyrir eldri borgara, kl. 13:30–16. Helgistund, handavinna, spil og spjall. Kaffiveitingar og alltaf eitthvað gott með kaffinu. Æskulýðsfélag í Grafarvogs- kirkju kl. 19:30–20:30, fyrir unglinga í 8. bekk. Æskulýðsfélag í Grafarvogskirkju kl. 20:30–21:30, fyrir unglinga í 9. og 10. bekk. Hallgrímskirkja | Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Starf með öldruðum þriðjudaga og föstudaga kl. 11–15 í kórkjallara. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 1 kl. 19. KFUM og KFUK | Ferð í Vindáshlíð. AD KFUK heldur sinn fyrsta fund vetrarins í Vindáshlíð. Farið frá Holtavegi 28 kl. 18:15. Verð á mat og rútu kr. 3000. Skráning á skrifstofu í síma 588 8899. Kópavogskirkja | Bæna- og kyrrðarstund kl. 12:10. Laugarneskirkja | Kl. 19:45 Trúfræðsla. Bjarni Karlsson sóknarprestur fjallar um heimilislíf og sambúð. Gengið um litlar dyr á austugafli. 20:30 Kvöldsöngur í kirkjunni. Gengið um aðaldyr. Kl. 21 fyrirbænaþjón- usta og kaffi í safnaðarheimili. Neskirkja | Barnakór kl. 15. 7–8 ára. Stúlknakór kl. 16. 9–10 ára. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Uppl. í 896 8192. Litli kórinn, kór eldri borgara kl. 16.30. Stjórnandi Inga Backman. Uppl. í 552 2032. Nedó unglingaklúbbur. 8. bekk kl. 17. 9. bekk og eldri kl. 19.30. Alfa kl. 19. Sr. Örn Bárður Jónsson. Víðistaðakirkja | Dagskrá f. 10–12 ára (TTT) kl. 17-18. Æskulýðsfél. Megas 19–21. Námskeið Maður lifandi | Margir glíma við kvíða, dep- urð, vanlíðan og framtaksleysi. Sex vikna námskeið hefst 11. okt. þar sem kynntar verða ýmsar hjálparleiðir. Upplýsingar í símum 8495579 eða 8672808. Fyrirlestrar Kennaraháskóli Íslands | Anna Heiða Páls- dóttir, barnabókahöfundur, Dagný Krist- jánsdóttir, próf. við HÍ og Sigurður Kon- ráðsson, próf. við KHÍ halda opinn fyrirlestur sem ber yfirskriftina Land, minni og bernska: Málþing um barnabók- menntir og Nonnabækurnar sérstaklega. Listaháskóli Íslands | Thomas Engelhart tískuhönnuður frá Bandaríkjunum fjallar um „Tísku árið 2004“ í stofu 113, kl 17. Snorrastofa | Í kvöld, kl. 20:30, mun Bjarni Guðráðsson frá Nesi flytja fyrirlesturinn „Svipmyndir úr byggðum Borgarfjarðar.“ Háskóli Íslands | Þóra Jónsdóttir heldur fyrirlestur kl. 17 í stofu 158 í VR–II, um M.S. verkefni sitt í tölvunarfræði: Gagnanám – sjónarhorn gagnanna. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hecht Cup. Norður ♠G1086 ♥K2 V/Enginn ♦DG1082 ♣KG Vestur Austur ♠ÁD5 ♠K9432 ♥G1043 ♥86 ♦4 ♦Á65 ♣108432 ♣976 Suður ♠7 ♥ÁD975 ♦K973 ♣ÁD5 Hecht-mótið fór fram í fimmta sinn í Blakset Bridgecenter í Kaupmanna- höfn í lok síðasta mánaðar, en það er alþjóðleg tvímenningskeppni, sem kaupsýslumaðurinn Peter-Hecht Jo- hansen styrkir og stendur fyrir í sam- vinnu við Lars Blakset. Eitt íslenskt par var meðal keppenda, Matthías Þorvaldsson og Magnús Magnússon, og enduðu þeir í 13. sæti af 52 pörum með 53,15% skor. Sigurvegarar urðu þau Doris Fich- er og Bernd Saurer frá Austurríki með 56,24% skor. Ekki er hægt að segja að sigurveg- ararnir hafi haft heppnina með sér í spilinu að ofan, en þar áttu þau í höggi við Danann Mathias Bruun og Svíann Peter Fredin: Vestur Norður Austur Suður Bruun Fischer Fredin Saurer Pass Pass Pass 1 hjarta Pass 1 spaði Pass 2 tíglar Pass 3 tíglar Pass 3 grönd Pass Pass Pass Sagnir virðast kalla á útspil í laufi, sem gefur sagnhafa tíma til að fríspila tígulinn og taka a.m.k. níu slagi. En Bruun var á skotskónum þegar hann lagði af stað með spaðaásinn. Fredin kallaði og Bruun hélt áfram með spaðadrottningu og þriðja spaðann. Fredin drap og fríaði fimmta spað- ann, sem kom í góðar þarfir þegar Fredin komst næst inn á tígulás. Einn niður og 21 stig í AV af 25 mögu- legum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 troðningur, 4 tvíund, 7 grassvarðar- lengja, 8 á jakka, 9 und, 11 vitlaus, 13 venda, 14 eru í vafa, 15 illt umtal, 17 óhapp, 20 skel, 22 tigin, 23 gerist sjaldan, 24 dimm- viðris, 25 rugga. Lóðrétt | 1 flugvélar, 2 storkun, 3 drykkjarílát, 4 digur, 5 lengjan, 6 offra, 10 kvíaá, 12 megna, 13 eldstæði, 15 beinpípu, 16 legubekkir, 18 setur, 19 illfygli, 20 smáalda, 21 mjög. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 bölvaldur, 8 Sævar, 9 ræðum, 10 tíð, 11 riðla, 13 innan, 15 stags, 18 kusur, 21 kál, 22 lemja, 23 ílöng, 24 brúðkaups. Lóðrétt | 2 ölvuð, 3 varta, 4 lærði, 5 urðin, 6 ásar, 7 smán, 12 lag, 14 níu, 15 soll, 16 armur, 17 skarð, 18 klípa, 19 skörp, 20 regn.  Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is Á HÁDEGISFUNDI Sagn- fræðingafélagsins í Nor- ræna húsinu í dag kl. 12.05 flytur Jón Ólafsson heim- spekingur erindið „Vald og stýring. Um hlutverk lyga í stjórnmálum.“ Jón segir fyrirlesturinn snúast um þá undarlegu mótsögn að lygar séu hvorttveggja í senn nauð- synlegt tæki stjórnmál- anna og athæfi sem allir stjórnmálamenn og þeir sem með völdin fara hverju sinni hafna. „Það að stjórn- málamenn beita lygum og blekkingum sýnir okkur að vald ræðst ekki nema að hluta af veruleikanum hverju sinni,“ segir Jón. „Það ræðst einnig af vænt- ingum sem skapa má með þeim sem stjórnað er. Lyg- ar eru eitt af þeim stýring- artækjum sem stjórn- málamaðurinn getur illa neitað sér um. Í sífellt margbrotnara samfélagi nútímans verður meðferð lyginnar hins vegar flóknari og áhættusamari.“ Jón ræðir einnig nokkur dæmi um viðhorf heim- spekinga til lyga í opinberu lífi og endar á hugleiðingu um stöðu lyginnar í sam- tímastjórnmálum. Lygar í stjórnmálum Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samtöl við aðra ganga vel í dag og má þakka það að þú átt auðvelt með sam- skipti við annað fólk þessa dagana. Naut (20. apríl - 20. maí)  Vinnufélagi getur vænst hjálpar þinnar í dag og þú lætur ekki þitt eftir liggja þótt því fylgi að þú þurfir að standa á þínu gagnvart yfirboðara. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þetta gæti orðið skapandi dagur. Láttu hendur standa fram úr ermum, hvort sem það verður í listum eða handverki. Þetta er góður dagur fyrir hina ástföngnu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Fjölskyldumeðlimur þarfnast hjálpar þinnar, sem þú vilt veita án þess að hika. Þú veist að þú myndir vilja hjálp værir þú í sömu stöðu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú ert hjálpfús í dag, sérstaklega ef systkini eða maki á í hlut. Það er ekkert athugavert við að mætast á miðri leið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú getur ekki staðist freistinguna að eyða peningum í munað, en sumir í merki meyjunnar kjósa fremur að gefa þeim, sem um sárt eiga að binda. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú ert viðkvæmari en venjulega í dag og skynjar fyrir vikið hvernig aðrir eru stemmdir. Öllum ráðum, sem þú gefur, fylgir einlægni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sköpunarkrafturinn er mikill þessa dag- ana, en þú lætur þig dreyma og átt erfitt með að einbeita þér að alvarlegum verk- um. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þetta er góður dagur til að ræða drauma og framtíðarvonir við aðra. Þú vilt vita hvað öðrum finnst og átt að láta kylfu ráða kasti. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ráð frá öðrum kunna að vera fremur óraunhæf, sérstaklega frá yfirmanni. Óskhyggjan virðist hafa tekið völdin í dag. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þetta er góður dagur til að leita að inn- blæstri í listum, trú, ljóðum, tónlist eða heimspeki, allt eftir því hvað höfðar til þín. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Nú er rétt að finna sér afdrep þar sem er næði og taka því rólega ef þess er kostur. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Réttlætiskennd þín er sterk og þú vilt að sannleikurinn komi fram. Þú átt auðvelt með að tengjast fólki og tekur hagsmuni þinna nánustu fram yfir þína eigin. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Smáralind • sími 553 6622 • www.hjortur.is Blómavasar • Karöflur • Gjafir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.