Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF – kraftur til flín! VI‹ GERUM GOTT BETRA KB ÍBÚ‹ALÁN LÆKKUM Í 4,2% FASTA VEXTI AFTURVIRKIR FJÁRFESTINGAFÉLAGIÐ Prím- us ehf., sem er í eigu Hannesar Smárasonar stjórnarformanns Flug- leiða, hefur keypt helming hlutafjár Eignarhaldsfélagsins Oddaflugs ehf. en Oddaflug er eigandi 32,2% hluta- fjár í Flugleiðum. Seljandi er Straum- borg ehf., eignarhaldsfélag Jóns Helga Guðmundssonar stjórnar- manns í Flugleiðum, sem oft er kenndur við BYKO. Jón Helgi hefur í framhaldi af viðskiptunum sagt sig úr stjórn Flugleiða. Hannes Smárason er eini eigandi Eignarhaldsfélagsins Oddaflugs eftir viðskiptin. Hannes segir að kaupin hafi verið rökrétt framhald á fjárfestingu Odda- flugs í Flugleiðum á sínum tíma. „Það er ljóst að þetta [rekstur flugfélags] er ekki hluti af kjarnastarfsemi Jóns Helga og ég vildi einbeita mér að þessu. Þannig að það varð að sam- komulagi að ég keypti hlut Straum- borgar í félaginu,“ segir Hannes. Hann segir að sig langi til að sinna Flugleiðum enn betur og leggja meira undir, eins og hann orðar það. Að- spurður segir hann að hluthafafundur verði boðaður fljótlega vegna brott- hvarfs Jóns Helga úr stjórn félagsins. Breytingar urðu á persónulegum högum Hannesar fyrr á árinu. Tengj- ast kaupin nú þeim breytingum? „Þetta eru alveg aðskilin mál. Flug- leiðir eru alltof mikilvægt félag til að vera að blanda persónulegum átökum inn í þau mál. Sú staðreynd að breyt- ingar eigi sér stað í persónulega lífinu hjá mér breytir engu um það sem ég er að gera viðskiptalega.“ Gengið í viðskiptunum er 9,6. Tals- vert yfir genginu á markaðnum. Hvað þýðir það? „Það þýðir að ég telji félagið eiga talsvert inni. Ég á von á að þetta verði mjög arðbær fjárfesting til lengri tíma litið. Flugleiðir er eitt stærsta einkarekna félag landsins og þjónar mjög mikilvægu hlutverki í sam- göngum þjóðarinnar. Við erum í sókn eins og sást um daginn þegar við kynntum beint flug til San Francisco, og ætlum okkur að vaxa ört í þeim geira. Ég vil taka þátt í að efla framtíð Flugleiða. Við ætlum okkur að leika sóknarbolta og láta félagið vaxa og dafna enn frekar.“ Með milljarð í hagnað? Oddaflug keypti upphaflega 38,48% hlut í Flugleiðum í lok janúar sl. á genginu 7,0 en seldi svo aftur 6,26% hlutafjár til stjórnenda Flug- leiða í byrjun mars á sama gengi. Í hálffimm fréttum KB banka segir að samkvæmt tilkynningum til Kaup- hallar Íslands hafi aðkoma Jóns Helga Guðmundssonar að félaginu líklega skilað honum tæplega einum milljarði króna í hagnað, en þar sé ekki tekið tillit til mögulegs, fjár- magnskostnaðar sem myndi draga eitthvað úr þeim hagnaði. Lokagengi bréfa Flugleiða í gær var 9,0. Leiðir Jóns og Hannes- ar í Flugleiðum skilur Morgunblaðið/Árni Sæberg Kvarnast úr hópnum Miklar breytingar hafa orðið á stjórn Flugleiða frá síðasta aðalfundi. Af þessum hópi eru þrír horfnir á braut, þeir Jón Helgi Guðmundsson, Pálmi Haraldsson og Jón Ásgeir Jóhannesson. Rökrétt framhald, segir Hannes             &     ,0(!1 & 2 (# 1 & 2  3! 43 $! ' $,&  " 1   .! !%  5 %   !% .! ! 6  60 4' 7'$ !2 72  $ 8     43 $! '% 9!! ' ( & )    ,$$3 $! '$:'; 4!  .! ! 4 ' "2 " % !<  =  % " $ +!!>< !8$  ? %&   5%  5#' /$@ !<  *A8  .4 / ( !  3 $:'   ! @2! # !#8 $ +!8 B ' B +'' '!# ) ! !# >&  ;@% ' * (    +, , ! % 4!C+$   !!/.! ! B@$@  )3 +'' '$:'.! ! /! (!(                  ; ; ; ;   ;    ; ; ; ; ; ; ;   ; ; + '$ 3 $+ (!(  ; ; ; ; ;  ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; D; E D E ; D; E D E D; E D; E D E D; E ; D; E D E D E D E D; E ; D; E D E ; D; E ; ; D; E D; E ; D; E D; E ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; ; " (!2 '! ! B%&/&'! 5 2                   ;   ; ; ;   ;   ;  ;  ; ; ; ;  ;  ; ;                          ; ;       ;   ;                          ;   ;     ;      )!2/F=!  ,B"G,8 '  ! 4# (!2        ;  ; ; ;  ;   ;  ; ; ; ; ;  ; ; ; ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI ● BANDARÍSKA álfyrirtækið Century Aluminum Company, sem á og rekur Norðurál á Grundartanga, og Nor- anda Aluminum, hafa lokið við kaup sín á súrálsverksmiðju Kaiser Al- uminum í Gramercy í Louisiana-ríki í Bandaríkjunum og tengdum 49% hlut í báxítnámu á Jamaíku, Kaiser Jamaica Bauxit Mining. Century og Noranda greiða hvort um sig helming af kaupverðinu sem er um 23 milljónir Bandaríkjadala. Century lýkur kaupum á tveim verksmiðjum ● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði í gær um 0,53% og endaði í 3.799,31 stigi. Mest viðskipti voru með hlutabréf í Kauphöll Íslands í gær, eða fyrir 1.795 milljónir króna, en næstmest viðskipti voru með ríkisvíxla fyrir 793 milljónir króna. Mestu hlutabréfaviðskipti voru með bréf Straums fjárfestingarbanka eða fyrir 517 milljónir króna. og hækkaði gengi bankans um eitt prósent. Mesta hækkun varð á gengi Lands- bankans og HB Granda hf. í gær, eða 2,6% hvort félag. Þá hækkaði gengi Flugleiða um 2,3% og gengi Opinna Kerfa Group um 1,9%. Úrvalsvísitalan lækkaði BRÚ Venture Capital hf., dóttur- félag Straums Fjárfestingarbanka hf., hefur samið við Gísla Hjálmtýs- son og Sigurð Ingiberg Björnsson um að þeir taki við framkvæmda- stjórn og rekstri Brúar og er Gísli framkvæmdastjóri félagsins. Í fréttatilkynningu frá Straumi segir að Brú Venture Capital sé í við- ræðum við fagfjárfesta um frekari samvinnu á sviði vaxtarfjárfestinga en félagið er þegar í samstarfi við nokkra lífeyrissjóði um Alþjóðasam- lag þeirra, svo og við Nýsköpunar- sjóð og Líftæknisjóðinn. „Stjórn Brúar í samstarfi við Fyr- irtækjasvið Straums hefur unnið að eflingu félagsins með það að mark- miði að Brú verði leiðandi fjárfestir í vaxtarfyrirtækjum á Íslandi. Ráðn- ing nýrra stjórnenda er hluti af því ferli,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Brúar Venture Capital, í fréttatilkynningunni. „Styrkur Brúar Venture Capital liggur bæði í sterkum bakhjörlum og þeirri miklu reynslu sem safnast hef- ur að fyrirtækinu. Við sjáum góð tækifæri fyrir fjárfesta og kröftuga frumkvöðla,“ segir Gísli Hjálmtýs- son í tilkynningunni. Nýir menn í brúna Gísli Hjálmtýsson Sigurður I. Björnsson grunni NAL, og tilgangurinn sé að koma í veg fyrir að félagið geti hafi starfsemi strax. Halldór segir að það sé ekki rétt, Atlanta standi einungis í málarekstri við NAL. Í fréttinni er Atlanta sagt vera stærsti einstaki AIR ATLANTA hefur beðið dómara í Lagos í Nígeríu að kyrrsetja eignir nígeríska ríkisflugfélags- ins Nigeria Airways Limi- ted, NAL, en NAL skuldar Air Atlanta 11 milljónir Bandaríkjadala, eða 780 milljónir íslenskra króna, vegna leigu á tveimur flug- vélum og áhöfnum á árun- um 2001-2002. Halldór Hafsteinsson fjármála- stjóri Atlanta segir að mál- ið sé búið að vera lengi í gangi. „Það er líklega ár síðan við höfðuðum þetta mál,“ segir Halldór. Á nígeríska fréttavefnum www.- guardiannewsngr.com. er Atlanta sagt höfða mál gegn Virgin Nigerian Airways, nýju félagi sem stofnað er á lánardrottinn NAL. Breska flugfélagið Virg- in Atlantic kom nýlega að málum í Nígeríu og leggur til hlutafé í hið nýja félag, Virgin Nigeria Airlines. Félagið verður að 51% hlut í eigu nígerískra stofnana- fjárfesta en að 49% hlut í eigu Virgin Atlantic. Talsmaður Virgin Atlan- tic segir á fréttavef Dow Jones að Nígería sé góður flugmarkaður til lengri tíma, enda búi þar 140 milljónir manna. Haft er eftir talsmanninum að Virgin Nigeria verði ekki lággjaldafélag. Virgin Atlantic er í 51% hluta í eigu félags Richards Bransons Virgin Group Ltd. og að 49% hluta í eigu Singapore Airlines Ltd. Morgunblaðið/RAX Atlanta biður um kyrrsetningu í Nígeríu SAMKVÆMT könnun ráðgjaf- arfyrirtækisins Pricewaterhouse- Coopers, PWC, er hópmálsóknum (e. Class Action Suits) gegn er- lendum fyrirtækjum sem skráð eru á markað í Bandaríkjunum að fjölga. Fram til 15. september á þessu ári höfðu slík mál verið höfðuð gegn 21 erlendu félagi en til sam- anburðar voru einungis 15 mál af þessu tagi höfðuð árið 2003. Nýlega lenti deCODE Genetics, móðurfélag Íslenskrar erfðagrein- ingar, í hrinu slíkra mála þar sem hvert lögfræðifyrirtækið á fætur öðru ásakaði stjórnendur félagsins m.a. um að hafa þrýst gengi fé- lagsins upp, t.a.m. með því að birta villandi tilkynningar og með því að leyna vandamálum í innri stjórnun félagsins. Kári Stef- ánsson, forstjóri deCODE, sagði þegar hrinan byrjaði að hann hefði engar áhyggjur af þessum málshöfðunum, en það væri ergi- legt að fá þær á sig. Talið er að mál gegn erlendum félögum komi til með að verða fleiri í ár en árið 2002 þegar 23 fé- lög fengu á sig lögsókn sem þessa. Í frétt PR newswire segir að lönd- in sem þessi fyrirtæki eru frá séu meðal annars Ástralía, Kína, Finn- land, Þýskaland, Ísland, Ísrael, Rússland, Sviss og Holland. Könn- un PWC sýnir einnig fram á að 65% af málum síðustu tveggja ára hafa verið höfðuð vegna bókhalds- mála. Grace Lamon, einn höfunda skýrslu PWC, segir að fjölgun þessara mála megi skýra með því meðal annars að nánari samvinna sé nú á milli bandarískra og er- lendra eftirlitsaðila og auknar kröfur séu uppi um meiri upplýs- ingagjöf vegna Sarbanes-Oxley laganna bandarísku. Hópmálsóknum gegn erlendum félögum fjölgar *!H IJ -!  -  . . 4BC K,L - -  . . M,M  76L -   . . 54L *   - ! . .  NMCL K&O?& ! -!! -  " .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.