Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁRBÓK Þingeyinga hefur flutt geysimikinn fróðleik frá því að hún fyrst kom út árið 1958. Að þessu sinni er hér að finna athyglisverðar ritgerðir. Bjarni E. Guðleifsson ritar um Landnám Íslendinga í Brasilíu og birtir tvö löng bréf. En til Bras- ilíu fóru tveir hópar Þingeyinga árin 1863 og 1873. Böðvar Jónsson minn- ist rithöfundarins Jakobínu Sigurð- ardóttur, Vestfirðingsins, sem gerð- ist húsfreyja í Mývatnsveit. Aðalgeir Kristjánsson ritar um aftöku bónd- ans á Grásíðu og mágkonu hans, en þeim varð það á að eiga barn saman. Þetta gerðist í upphafi átjándu aldar og var soralegt dómsmál. Birtar eru minningar Einars Sörenssonar – eða hluti þeirra. Þar segir aðallega frá Laxamýrarfólki á hinum miklu uppgangstímum þess. Hreiðar Karlsson greinir frá byggð í Narfa- staðaseli og Þórarinn Stefánsson fyrrum bóksali á Húsavík rekur skemmtilega berrnskuminningar sínar í Kelduhverfi. Byggingarsaga Sjóminjasafns í Byggðasafni Suður- Þingeyinga er hér sögð af Guðna Halldórssyni. Þá er hér mikil skrá um leiðréttingar á efni Árbókar fyr- ir árin 1969–1980 (misritun 1970), samantekin af Sigurði Kristjáns- syni, en í síðustu Árbók komu leið- réttingar fyrri árganga. Þessar skrár skyldu þeir skoða, sem Ár- bækurnar nota. Að vanda endar Ár- bók á miklum fréttapistlum úr hér- aði. Sitthvað fleira en hér er nefnt er að finna í þessu ágæta riti. Árbók Barðastrandarsýslu Árbók Barðastrandarsýslu birtist nú í fjórtánda sinn og er nú – eins og síðast – verulega áhugaverð og efn- ismikil. Lýður Björnsson ríður þar á vað með ritgerð, sem hann nefnir Brot úr byggðasögu. Hann fjallar þar um Gufudalssveit (-hrepp) og má skilja að hann ætli í framhalds- greinum að fjalla á svipaðan hátt um aðra hreppa þar vestra. Honum telst svo til að búið hafi verið ,,á 33– 35 stöðum í Gufudalshreppi um lengri eða skemmri tíma“. Ólafur Ólafsson, síðasti bóndinn á land- námsjörðinni Hallsteinsnesi, á hér stórmerka ritgerð um örnefni í landi jarðarinnar. Þau eru um 300 talsins. Þá samantekt kalla ég glæsilegan viðskilnað. Steinunn Eyjólfsdóttir á hér skemmtilega stutta ritsmíð um heyskap á fjalli og einnig frásagn- arþátt aftarlega í heftinu. Trausti Ólafsson, prófessor frá Breiðuvík, skráði á sínum tíma yfirlit yfir sjó- slys í Rauðasandshreppi eftir 1750. Það er mikill og langur sjóslysabálk- ur. Ari Ívarsson segir hér í löngu máli sögu bókasafna á Patreksfirði. Sitthvað fleira hefur Árbókin að geyma, sem ég las af áhuga. Hún er svo sannarlega réttnefnt sögu- félagsrit. Múlaþing Þá kemur að Múlaþingi, sem nú er rit Héraðsnefndar Múlasýslna. Það flytur að vanda margar ágætar ritgerðir. Í síðustu Árbók ritaði Arndís Þorvaldsdóttir greinina Í landnámi Freysteins fagra og fjallaði þar um eyðibyggð í Hellis- firði og Viðfirði og síðustu búendur þar. Nú heldur hún áfram og tekur fyrir eyðibyggð og síðustu ábúendur á Barðsnesi og í Sandvík. Er þetta hinn merkasti greinaflokkur. Sigurður Ó. Pálsson birtir hér Umkvörtunarbréf séra Finns [Jóns- sonar] á Klyppstað frá 1884 og skýr- ir það, sem óljóst þykir. Helgi Hall- grímsson, sem margt gott hefur skrifað í þetta rit, fjallar hér um náttúrufyrirbærin og örnefnin Tröll- konustíg og Skessugarð. Fylgja grein hans góðar myndir. Steinunn Kristjánsdóttir skýrir frá fornleifa- rannsóknum, sem nú standa yfir á Skriðuklaustri og líta út fyrir að muni veita merkar upplýsingar um klaustur, kapellu, kirkjugarð og kirkju á staðnum. Hjörleifur Gutt- ormsson á hér langa, vandaða og myndum prýdda ritgerð Um örnefni og þjóðminjar í Álftafirði. Athygli vakti síðastliðið haust þegar menn töldu að Reykjasel, sem um getur í Hrafnkels sögu Freys- goða, væri fundið í Brúardölum. Rústir þessar munu fara á bólakaf í ,,fyrirhugað Hálslón landdrekkj- enda“, eins og þar segir. Er því ár- íðandi að kanna rústir þessar áður en að því kemur. Stutt frásögn með myndum er af þessum fundi. Á eftir fer ritgerð Hermanns Pálssonar um Hrafnkel Freysgoða. Baldur Þór Þorvaldsson á hér frá- sögn um Brú á Jökulsá hjá Há- konarstöðum ásamt yfirliti yfir fyrstu brýr á ánni. Þetta er löng og ítarleg ritgerð með yfirlitskorti og mörgum myndum. Ritstjórinn Finn- ur N. Karlsson ritar hér langt mál um ljóðagerð þar eystra á 19. og 20. öld. Silfurrósir á svöru flaueli nefn- ist hún. Lokaritgerðin er eftir Hrafnkel A. Jónsson og nefnist Gunnlaugur og Ingibjörg. Þar er rakinn ferill Gunnlaugs nokkurs Jónssonar og barneignir hans með Ingibjörgu Björnsdóttur. Gunn- laugur þessi var með köflum geð- veikur og varð dómsmál vegna illrar meðferðar á honum. Höfundur leiðir í ljós að við fjórða hórdómsbrot Gunnlaugs var sonur hans eignaður öðrum manni. Þessi grein lýsir á greinargóðan hátt hefðbundinni sögulegri rannsókn. Múlaþing er glæsilegt héraðsrit og ber vott um mikinn fræðilegan metnað aðstandenda. Sigurjón Björnsson Héraðsrit ÁRBÓK ÞINGEYINGA 2002, XLV árg. Ritstj.: Guðni Halldórsson, Sigurjón Jóhannesson. Útg.: Suður-Þingeyj- arsýsla, Norður-Þingeyjarsýsla, Húsavík- urbær. Akureyri, MMIII., 279 bls. ÁRBÓK BARÐASTRANDARSÝSLU 2003, XIV.árg Ritn.: Jóhann Ásmundsson, Ari Ívarsson, Ragna Steinunn Eyjólfsdóttir. Útg.: Sögu- félag Barðastrandarsýslu-Vestfirska for- lagið, 2003, 144 bls. MÚLAÞING 2003, 30.árg. Ritstj.: Finnur N. Karlsson, Skarphéðinn G. Þórisson. Útg.: Héraðsnefnd Múla- sýslna, Egilsstöðum 2003, 160 bls. HÉRI HÉRASON FRUMSÝNING FÖSTUDAGSKVÖLD Stóra svið Nýja svið og Litla svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. Edward. Albee Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20, Fi 14/10 kl 20, Fö 15/10 kl 20 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Aðalæfing mi 6/10 kl 20 - kr. 1.000 Frumsýning fö 8/10 kl 20 - UPPSELT 2. sýn su 10/10 kl 20 - Gul kort 3. sýn fi 14/10 kl 20 - Rauð kort 4. sýn fö 15/10 kl 20 - Græn kort 5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 9/10 kl 20, Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20 Fö 29/10 kl 20, Lau 6/11 kl 20, Lau 13/11 kl 20, Lau 20/11 kl 20 Síðustu sýningar SÍÐASTA SÖLUVIKA - ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR - VERTU MEÐ Í VETUR LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14 MENNINGARHÁTÍÐ FÉLAGS ELDRI BORGARA Lau 9/10 kl 14:30 - kr. 1.500 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 Aðeins þessar sýningar RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fi 7/10 kl 20, Fö 8/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20Su 10/10 kl 20 Örfáar aukasýningar í október 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 örfá sæti laus 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT 5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 UPPSELT 6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 nokkur sæti laus „ósvikin listræn upplifun“ SAB, Mbl SVIK Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Vakin er athygli á því að atriði í sýningunni eru alls ekki við hæfi barna. ☎ 552 3000Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is MIÐNÆTURSÝNINGAR • Laugard 23/10 kl. 23 • Laugard 30/10 kl. 23 eftir LEE HALL Benjamin Britten ::: Russian Funeral Gustav Mahler ::: Kindertotenlieder Dímitríj Sjostakovítsj ::: Sinfónía nr. 5 í d-moll, op. 47 Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Einsöngvari ::: Ólafur Kjartan Sigurðarson Malcolm Arnold ::: Tam O’Shanter, op. 51 Johannes Brahms ::: Ungverskur dans nr. 5 Manuel de Falla ::: Elddansinn úr El amor brujo Sergej Prokofiev ::: Troika úr Kitsje lautinanti Pjotr Tsjajkovskíj ::: Kínverskur dans úr Hnotubrjótnum Aaron Copland ::: Hoe-Down úr Rodeo Hljómsveitarstjóri ::: Rumon Gamba Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Tónsprotinn og rauða röðin byrja með látum! Sagt er að fagnaðarlæti eftir frumflutning á 5. sinfóníu Sjostakovítsj hafi staðið yfir lengur en flutningur verksins. Hvað gerist í Háskólabíói á fimmtudaginn þegar þetta magnaða verk verður flutt? HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 7. OKTÓBER KL. 19.30Rauð áskriftarröð #1 HÁSKÓLABÍÓI, LAUGARDAGINN 9. OKTÓBER KL. 15.00Tónsprotinn #1 Aðrir tónleikar Tónsprotans: VERÐ FYRIR 16 ÁRA OG YNGRI: 3.400 KR. VERÐ FYRIR FULLORÐNA: 5.100 KR. Verð aðeins 14.450 kr. fyrir mömmu, pabba og tvö börn ef greitt er með Visa kreditkorti. ER BAKHJARL TÓNSPROTANS 16 ÁRA OG YNGRI aðeins850 kr.pr. tónleika FULLO RÐNIR aðeins 1.275 kr. pr. tónleik a 13. NÓVEMBER Charlie Chaplin og Harold Lloyd 18. DESEMBER Jólatónleikar 2. APRÍL Ævintýri H. C. Andersen er ævintýraleg ný röð hjá Sinfóníuhljómsveitinni sem mun örugglega slá í gegn hjá fjölskyldum enda eru verð og gæði Tónsprotans með ólíkindum góð. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Fös . 8 .10 20 .00 UPPSELT Fös . 15 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 16 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI F im. 21 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 22 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 29 .10 20 .00 LAUS SÆTI „Se iðand i og sexý sýn ing sem dregur f ram hinar undar legus tu kennd i r . “ - Va ld í s Gunnarsdót t i r , ú tvarpskona - BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.