Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku Ari minn. Minningarnar um þig úr MA eru fyndnar og skemmtilegar, eins og þú, gítarspil og söngur nánast öll kvöld, stundar- frægð með hljómsveitinni Riml’ofn, skemmtilegu Laugaböllin, frk. Foss- dal djókið og öll knúsin þín gleymast seint. En sumarið 2001 breyttist allt, þú varst orðinn veikur og þurftir að flytja suður til að fara í lyfjameðferð, þú sem alltaf varst svo hraustur og hress allt í einu orðinn alvarlega veik- ur. Því miður hittumst við æ sjaldnar eftir að þú fórst suður en það átti allt- af að ráða bót á því, erfitt að gera sér grein fyrir hvað lífið er hverfult. Þau skipti sem við þó hittumst var alltaf hlegið og fíflast eins og áður og aldrei að sjá depurð á þér, ég vildi samt óska að þessi skipti hefðu verið miklu fleiri. Það var í janúar sem ég hitti þig seinast, ég var nýbúin að eiga litla strákinn minn og þú komst að kíkja á okkur upp á fæðingardeild, það var mjög góð stund og gott að fá að faðma þig, ég hefði samt faðmað þig allt kvöldið hefði ég vitað að þetta væri seinasta skiptið sem ég sæi þig. Ég man ekki hvort Skúli Björn opnaði augun fyrir þig en ég er mjög þakklát að þú fékkst að sjá hann og snerta hann. Ari, þú ert mesta hetja sem ég þekki, barðist við þennan illvíga sjúk- dóm svo lengi og lést hann ekki hafa meiri áhrif á líf þitt en þurfti, þú varst alltaf sami gleðigjafinn og ég veit að þú ert að gleðja einhvern þar sem þú ert núna. Þú munt lifa í minningunni hjá okkur öllum um ókomna tíð og ég veit að þú fylgist með okkur. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Ég vil votta öllum ástvinum mína dýpstu samúð, Guð geymi þig, Ari minn. Þorgerður Lilja (Gerða). Elsku Ari. Fallegi drengurinn minn … Ég trúi varla að þú sért í raun farinn, þetta er svo ósanngjarnt. Ég veit að þín hefur verið sárlega þarfnast ann- ars staðar, en samt er maður svo eig- ingjarn að vilja bara hafa þig hjá sér. Ég saknaði þín mikið í sumar og hugsaði til þín, þú lofaðir að við myndum hittast aftur í lok sumars þegar við ætluðum bæði að koma heim. Ég er glöð yfir að hafa sagt þér hvað mér þótti vænt um þig og hvað ég er stolt af þér, hetjan mín. Ég á eftir að sakna þess að hringja í þig, þú varst allur kominn inn í húm- orinn hjá okkur KM og það fannst mér frábært, það eru ekki allir sem skilja hann. Vildi fá að faðma þig aftur. Lofaðu mér að passa mömmu þína og pabba, Lóu, Sunnu, Írisi, Kristínu Maríu okkar, Nonna frænda og okk- ur öll, því við söknum þín svo sárt. Ég geymi þig alltaf í hjarta mínu. Þín vinkona, Iðunn Elfa. ARI FREYR JÓNSSON ✝ Ari Freyr Jóns-son fæddist á Landspítalanum í Reykjavík 23. apríl 1982. Hann lést á Huddinge-sjúkra- húsinu í Stokkhólmi 16. september síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 27. septem- ber. Nú hefur haustvind- urinn slökkt á kerti einu. Þetta kerti fékk ekki að brenna til botns eins og flest önnur kerti fá að gera. Allt í kringum það standa önnur kerti, sum jafnstór, og láta ljós sitt lýsa sterkara og bjart- ara en áður, því ljós þessa eina kertis lifir nú á meðal kertanna í kring. Ara kynntumst við á heimavist Menntaskól- ans á Akureyri. Hann var myndarlegur, hress og uppátækjasamur drengur sem átti auðvelt með að fá alla til að gleðjast með sér. Þó gat hann vel talað af al- vöru ef út í það var farið. Hann var hrókur alls fagnaðar í samkvæmum og dró oftar en ekki upp gítarinn. Hann hafði einstakt lag á að spila og syngja og var alveg sama þótt við hin í kring værum rammfölsk, hann bara brosti sínu fallega brosi og hélt áfram. Eftir að Ari veiktist sáum við betur hversu sterkur og hugrakkur þessi piltur var. Þrátt fyrir myrkrið sem leitaði að honum geislaði alltaf frá honum hugrekkið og lífsgleðin. Hann lét okkur aldrei halda að við ættum að hafa áhyggjur. Það vakna óneitanlega margar spurningar við þessi kaflaskil í lífi okkar. Sumar þeirra beinast að þeim sem öllu stjórnar í þessum heimi. Af hverju tókstu hann Ara til þín, nú þegar hann var aðeins tuttugu og tveggja ára gamall? Hví þurfti hann og aðstandendur að þjást í sínum veikindum áður en hann loks dó? Það er víst sagt að Guð taki þá fyrst sem hann elskar mest. Við vitum að þján- ingar Ara okkar eru nú að baki og englar himins hafa fengið skemmti- legan félagsskap. Lífið heldur áfram. Við sem eftir stöndum finnum öll innra með okkur aukinn yl og ljós sem stafar af fjölda minninga og hugsana sem aldrei munu slokkna. Við höfum lært að njóta hvers dags þar sem lífið er verðmætara en allt annað, Ari hefur kennt okkur þetta. Elsku Kristín, Jón, Sólrún, Lóa, Sunna og Íris, innilegar samúðar- kveðjur og megi Guð styrkja ykkur og hugga á þessum erfiðu tímum. Eiríkur og Katrín. Í fjarskanum sé ég örn, sterkan og hraustan. Hann breiðir út vængi sína og leikur frumsamið lag á vind- strenginn. Svífur áreynslulaust í öruggri stefnu. Þá skyndilega er sem vængirnir kikni, hann missi flugið og fölva slái á litsterkar fjaðrir. Í innstu fylgsnum eimir af hugsun um að örn- inn muni setjast. En hann er sterkari en svo, neitar að gefast upp, væng- irnir slá taktfast hraðar og hraðar uns flugið er fangað á ný. Örninn er mér kær og ég fylgi hon- um áfram af fremsta megni. Sé hann öðlast styrk sinn á ný, sé fjaðrir vaxa í skörð þeirra sem áður féllu. Hann klifrar loftið eins og flugvél sem var við það að hrapa en stefnir nú í þrjá- tíu þúsund fet. Svo loks þegar væng- irnir virðast þandir til hins ýtrasta, skera loftið sem hárfín egg, bresta þeir aftur. Baráttan er slík sem áður en ef til vill er þrekið laskað eftir langa þraut í leit að láréttri stefnu. Hann vill ekki setjast en nú eru sund- in lokuð. Hann spyrnir við fótum og heldur í hinsta flug. Í morgun urðu svanirnir svartir sorgartár úr skýjum draup septemberdagar bliknuðu bjartir bitur sál við hug sinn kraup. Ég minnist þess að á yngri árum safnaði ég steinum og kom mér upp litlu steinasafni sem samanstóð mest- anpart af fábrotnu fjörugrjóti. Einn steinninn er mér þó öðrum minnis- stæðari, ekki fyrir það að hann væri fágætrar tegundar, heldur fyrir þá sök að hann var holur innan allt í gegn. Þetta þótti mér merkilegt þá og þykir enn, að dropinn geti holað steininn. Aldrei hef ég þó fundið jafn áþreifanlega fyrir þessari staðreynd og nú. Hetjulegur styrkur míns kæra vinar var aðdáunarverður en máttur hins veika bar sigur að lokum. Til eru bönd sem bresta og brotna, slitna og trosna í tímans rás. En einn- ig eru til bönd sem enginn sér berum augum en ná þó allt milli lífs og dauða. Slíks eðlis eru t.d. þau sem bundin eru í vináttu. Þótt sannur vin- ur hafi nú kvatt að sinni eru vináttu- böndin enn til staðar, fléttuð saman í minningar sem aldrei verða út máð- ar. Ketill. Það er einhvern veginn svo óraun- verulegt að þú, okkar besti vinur, sért ekki lengur hér, nema í minningum okkar. Það var svo ótrúlega margt sem við áttum eftir að gera saman sem hefur nú verið slegið á frest. Við fóstbræðurnir þrír ætluðum til dæmis að skella okkur saman til ein- hverra sólarlanda þegar þú yrðir ferðafær til að bæta upp fyrir út- skriftarferðina sem við hefðum viljað hafa þig með okkur í. Þessi ferð okk- ar ætlar eitthvað að dragast lengur en við munum vissulega fara hana einhvern tíma þótt það verði kannski ekki í þeirri mynd sem við hugsuðum okkur upphaflega. Þó er alveg öruggt að við gleymum aldrei öllum þeim stundum sem við höfum varið í að fíflast og skemmta okkur saman. Við áttum svo marga skemmtilega daga á Akureyri, Kópa- skeri, Raufarhöfn og víðar en við treystum því líka að þú haldir áfram að fíflast í okkur þrátt fyrir þessar breyttu aðstæður. Það er ómögulegt að ímynda sér hvað síðastliðin misseri hafa verið þér erfið en þrátt fyrir það tókst þér allt- af að láta eins og ekkert hefði í skorist og barst þig vel, en vonandi líður þér betur þar sem þú ert núna, kæri vin. Árni og Halldór Svavar. Hvar fann hann þessar köflóttu buxur? hugsaði ég með mér haustið sem við byrjuðum í MA. Þú varst á móti mér í herbergi á vistinni og við höfðum báðir brennandi áhuga á tón- list og spilamennsku, þarna fundum við okkur sameiginlegt áhugamál. Þær voru ófáar stundirnar sem við glömruðum á gítarinn og ég reyndi að læra öll lögin sem þú kenndir mér, þú varst jú gítarleikari nr. 1. Það er svo margt sem rifjast upp, hið óborgan- lega band Rimlofn, Guńs and Roses, Bubbi og Creed. Þegar ég skóf á þér hausinn, djammhelgin á Kópaskeri og Raufarhöfn, djammið á Laugum, sleðaferðin á Laugum, aftast úti í horni í 2.T, Nissan Sunny klesstur eða óklesstur, mislukkuð vöðvasöfn- un á Bjargi og gat á hausinn við að slökkva á vekjaraklukkunni. Svo kom Lóa systir í skólann sem þú passaðir svo vel upp á og við vorum oft í heim- sókn hjá henni og herbergisfélaga hennar Hildi, við vitum báðir hvernig það fór, við Hildur erum búin að vera saman síðan. Góðar eru minningarn- ar sem aldrei gleymast. Þegar við Hildur fengum fréttirn- ar að þú værir komin með hvítblæði þá vorum við strákarnir á leiðinni saman í útskriftarferðina, við trúðum þessu ekki. Af hverju gerast hlutir sem þessir? Þú hófst strax hetjulega baráttu þína gegn sjúkdómnum. Þau skipti sem við komum suður og fórum að hitta þig, hvort sem þú varst á spít- alanum eða bara heima, það skipti aldrei máli hversu mikið veikindin sögðu til sín, húmorinn var aldrei langt undan. Þegar við fórum og kvöddum þig áður en þú fórst til Sví- þjóðar, datt okkur strax í hug að þeg- ar við værum komin í skólann úti í Danmörku gætum við heimsótt þig. Það var alltaf planið að fara í sept- ember og kíkja á þig. Í staðinn kom- um við heim til að kveðja þig. Hetju- legri baráttu þinni við lífið er nú lokið. Sofðu rótt, elsku vinur, og vertu tilbúinn með gítarinn þegar leiðir okkar liggja saman á ný. Elsku Lóa, Kristín María og fjöl- skylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Megi minningin um Ara lifa í hjarta okkar allra. Þínir vinir, Arngrímur (Grímur) og Hildur. Elsku Steini minn, sú þrá að fá að hitta þig og knúsa er ekki lengur fyrir hendi. Fyrir átta árum varð ég svo lánsöm að kynnast þér. Þó að árin séu ekki mörg eru það ómetanleg ár. Það sem við áttum upphaflega sameiginlegt var Sigrún tengdadóttir þín og vinkona mín. Ár- ið 1999 lá svo leið mín til Seyðisfjarð- ar og bjó ég þar í rúmt ár. Þú og öll þín fjölskylda tókuð mér opnum örmum og leið mér strax eins og ég væri hluti af fjölskyldunni. Margar sögur sagðir þú mér og alltaf var mikill húmor og kátína í kringum þig. Eftir jarðarförina og kaffiveit- ingar gat ég ekki sleppt tökunum. Lá þá leið mín í kirkjugarðinn og talaði ég við þig. Endaði ég á því að syngja fyrir þig lagið Á Möðrudal á Fjöllum og þegar ég var búin að því kom hellirigning í smátíma og vissi ég þá að þú varst að hlusta. Elsku Steini minn þú verður alltaf mín skærasta stjarnan á himnum sem ég get talað við. Kristjana Jónsdóttir. Ekki skyldi maður geyma það til morguns sem maður getur gert í dag. Undanfarnar vikur hef ég hugsað með mér að nú yrði ég að fara og heimsækja Steina, eins og hann var alltaf kallaður. Ég þurfti að spyrja hann um svo margt frá lífinu á Fjöll- unum, fylla upp í eyðurnar frá dag- bókunum hans pabba og minni mínu. En nú er það of seint. Hann er far- inn. Steini var stór hluti af bernsku minni, hann var eins og stóri bróðir minn. Hann var líka alltaf eins og sonur hennar mömmu, enda hafði móðir hans verið góð vinkona mömmu og faðir hans fósturbróðir mömmu. Steini var ungur maður þegar hann kom í Víðihól, aðeins 18 ára gamall, og ég, 6 ára, leit mjög upp til hans. Pabbi segir í dagbókum sínum frá 1952, að hann hafi hitt Steina frammi á Grímsstöðum um vorið. Steini var þá að koma frá Reykjavík, þar sem hann hafði unnið ýmis störf, en sagði pabba að hann kynni engan veginn við sig þar og langaði í sveitina og bústörf. Ég held að pabbi hafi þá á staðnum boðið honum að koma og búa með þeim mömmu. Nóg jarð- næði var á Víðihóli og auð fjárhús sem Steini fékk til afnota. Ekki minnist ég þess að verk hafi nokkurn tíma verið aðskilin, þeir pabbi unnu saman sem einn maður að búinu hvorum sem það tilheyrði. Fyrir mömmu var koma Steina á heimilið mikið fagnaðarefni. Hann var heima þegar pabbi var í misjöfnum veðrum að sinna fjársýslu og öfugt. Henni féll illa að vera ein heima með börnin fjarri öðrum bæjum og var líka vön fjölmenni frá bernskuheimilinu í Möðrudal. Frá því að Steini flutti í Víðihól var JÓN AÐALSTEINN STEFÁNSSON ✝ Jón AðalsteinnStefánsson fædd- ist á Möðrudal á Fjöllum 9. febrúar 1934. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 10. september síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Akur- eyrarkirkju 17. sept- ember. hann einn af fjölskyld- unni og hluti af sam- félagi Fjöllunga, sem í raun var eins og stór fjölskylda. Hann spil- aði á harmonikku, var sjálfmenntaður í því eins og fleira frændfólk hans í Möðrudal. Pabbi og mamma sungu mik- ið við störf sín og að kveldi er verkum var lokið. Það var því ekki amalegt þegar Steini greip nikkuna og þau fengu sér jafnvel snún- ing eða við sungum öll saman. Steini var mér alla tíð afar góður og kenndi mér margt. Hann hafði gaman af að stríða mér og ég honum og hann vakti yfir velferð okkar systkinanna og þeirra barna sem komu í Víðihól til lengri eða skemmri dvalar. Á jólum hlakkaði ég alltaf jafn mikið til að opna pakkann frá Steina, því þar mátti vænta bókar, samt ekki nýútkominnar, því hann gaf mér alltaf eina bók af gömlu barnabókunum sínum, sem hann hafði áður fengið gefins. Þetta fannst mér afar vænt um og fannst mér hann vera að gefa mér hluta af sjálf- um sér. Eitt af vinsælustu stríðnis- efnunum var að setja dauðar mýs á tröppurnar þegar Steini var vænt- anlegur með heypokana handa kún- um. Honum var svo illa við mýsnar að pokarnir flugu út í loftið og hann hentist út á tún, þar sem hann skammaðist í okkur Önnu Stínu að taka músina. Við skemmtum okkur konunglega, en ég vona að hann sé búinn að fyrirgefa okkur núna. Kynslóðabilið var minna á þessum árum en nú, þess vegna náði ég Steina fljótlega og fór að fara með honum og hinu unga fólkinu á böll og þá var ekki verið að setja vegalengd- ir fyrir sig. Seinna, líklega 1962–63, fórum við bæði í síldina á Seyðisfirði og unnum saman á Ströndinni. Þar fann hann sér lífsförunaut og undi hag sínum. Eftir það fór fundum að fækka, þó stutt sé yfir Fjarðarheið- ina frá Egilsstöðum. Ég fylgdist samt alltaf með úr fjarlægð, með uppvexti hans mannvænlegu barna og síðar meir með veikindum hans. Elsku Steini, ég á þér svo margt að þakka, en notaði ekki tímann nægilega vel á meðan þú varst hér til að sýna þér það og sanna. Við hitt- umst hinum megin er fram líða stundir og tökum þá spjall saman. Ég votta Boggu og allri fjölskyld- unni innilega samúð mína og vona að Guð styrki þau og leiði fram á við á leiðinni til hins eilífa ljóss. Guðlaug Ólafsdóttir (Gulla). Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Helluhrauni 10, 220 Hfj. Sími 565 2566 www.englasteinar.is Englasteinar Legsteinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.