Morgunblaðið - 05.10.2004, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Fjórar frumsýningar eru framundan um helgina og sann-ar enn einu sinni að leik-
húslífið blómstrar.
Fyrst ber að telja franska leik-
ritið Héra Hérason eftir Coline
Serreau sem Leikfélag Reykjavík-
ur frumsýnir á Stóra sviðinu á
föstudaginn kemur, 8. október.
Leikfélagsfólk
vill taka fram
að gefnu tilefni
að Hérinn er
ekki barna-
leikrit, en
margir virðast ekki trúa því að
leikrit fyrir fullorðna geti borið
jafn sakleysislegt nafn. En það er
nú einmitt málið, að hann Héri litli
Hérason er ekki allur þar sem hann
er séður því hann er lítill strákur
sem þrátt fyrir sakleysislegt útlit
veltir því fyrir sér hvort sprengjur
eða stéttarfélög geri meira gagn.
Höfundur verksins, Coline Serr-
eau, er leikkona, rithöfundur og
leikstjóri jafnt leiksýninga og kvik-
mynda. Héri Hérason var frumsýnt
í París fyrir 20 árum en þekktasta
mynd Serreau er líklega Þrír menn
og hvítvoðungur sem varð vinsæl
um allan heim árið 1985 og var síð-
ar endurgerð í Hollywood en ný-
legri myndir eru Chaos frá 2001
sem var tilnefnd til Sesar-
verðlaunanna sem besta mynd og
La Crise frá 1992.
Tólf leikarar taka þátt í sýning-
unni, það er Bergur Þór Ingólfsson
sem fer með titilhlutverkið og
Hanna María Karlsdóttir leikur
mömmuna sem höfundurinn lék
sjálf við frumuppfærsluna og leik-
stjóri er Stefán Jónsson.
Íslenska óperan frumsýnir ásama tíma sitt fyrsta verkefni á
þessu hausti, Óperutryllinn Sween-
ey Todd, sagan um rakarann morð-
óða eftir Stephen Sondheim. Þetta
er í fyrsta sinn sem þessi ópera er
sett upp hér á landi, en verk Sond-
heims sjást reglulega á fjölum leik-
húsa og óperuhúsa í Evrópu og
Bandaríkjunum. Í aðalhlutverk-
unum má jafnt sjá söngvara sem oft
hafa sungið á sviði Íslensku óp-
erunnar sem og aðra sem koma þar
nú fram í fyrsta sinn. Með titilhlut-
verkið, Sweeney Todd, fer Ágúst
Ólafsson, og er þetta fyrsta hlut-
verk hans hjá Íslensku óperunni.
Ingveldur Ýr Jónsdóttir syngur
hlutverk frú Lóett, leikstjóri er
Magnús Geir Þórðarson og hljóm-
sveitarstjóri Kurt Kopecky. Óperan
Sweeney Todd var frumsýnd í New
York árið 1979 og hefur verið sýnd
víða um heim á þeim 25 árum sem
liðin eru síðan.
Sögusviðið er London á tímum
iðnbyltingarinnar, þar sem Lund-
únaþokan alræmda er þykkari en
nokkru sinni þegar Sweeney Todd
snýr heim til London til að hefna
harma. Hann tekur upp fyrri iðju
sem bartskeri, en nú sker hann
fleira en hár og skegg og eiga ekki
allir viðskiptavinir afturkvæmt úr
stólnum hjá honum. Á neðri hæð-
inni hefur frú Lóett nú loks fengið
úrvals hráefni í gómsætar kjötbök-
ur sínar sem seljast hraðar en
nokkru sinni fyrr.
Nemendaleikhús Listaháskólans
byrjar starfsár sitt með Draumi á
Jónsmessunótt eftir Shakespeare í
leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar.
Ekkert leikrita Shakespeares hefur
líklega verið sviðsett jafnoft hér-
lendis og „Draumurinn“ og verður
forvitnilegt að sjá hvaða tökum
nemendaleikhúshópurinn tekur
verkið.
Og síðast en ekki síst verður nýttíslenskt leikverk, Úlfhams-
saga, frumflutt í Hafnarfjarðarleik-
húsinu í leikstjórn Maríu Ellingsen
en það er jafnframt hennar fyrsta
leikstjórnarverkefni. Það er Annað
svið sem setur verkið upp í sam-
vinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið.
Leikgerð Úlfhamssögu er byggð
á íslensku fornaldarsögunni Úlf-
hamssögu sem til er í rímum frá 16.
öld en þykir víst að hún hafi
geymst í munnmælum frá 14. öld.
Úlfhamssaga fjallar um mann-
lega náttúru og innsæi og um
grimma valdabaráttu og blóðug
átök milli kynslóða. Hún fjallar
einnig um ástina í sinni fegurstu
mynd þar sem elskendurnir eru
tákn andstæðna sem með samein-
ingu mynda eina heild.
Fjórar frum-
sýningar
fram undan
’ Fjórar frumsýningareru fram undan um
helgina og sannar enn
einu sinni að leikhúslífið
blómstrar. ‘
AF LISTUM
eftir Hávar
Sigurjónsson
avar@mbl.is
Stefán
Jónsson
Magnús Geir
Þórðarson
María
Ellingsen
Rúnar
Guðbrandsson
DANSKI barnabókarithöfundurinn
Lene Kaaberböl var stödd hér á landi
um helgina í tilefni af barna- og ung-
lingabókahátíðinni Galdur úti í mýri.
Kaaberböl er núverandi handhafi
Norrænu barnabókaverðlaunanna
fyrir ævintýrabækur sínar um dóttur
huglesarans og er fyrsta bókin í
flokknum væntanleg í íslenskri þýð-
ingu Hilmars Hilmarssonar hjá PP-
forlagi nú í haust.
Bækur þessar hafa náð miklum
vinsældum víða um heim og hafa ver-
ið þýddar á átján tungumál. Það virð-
ist því vera að bækurnar falli fólki af
ólíkum uppruna í geð. „Í Danmörku
virðist svo vera að það séu ekki ein-
ungis börn sem lesi bækurnar, heldur
allar kynslóðir. Þær virðast eyða
ýmsum mörkum, milli aldurshópa,
menningarheima, og kynja,“ segir
Lene Kaaberböl þegar við setjumst
niður yfir heitum tebolla snemma
morguns.
Bókaflokkurinn hennar um dóttur
huglesarans gerist á miðöldum og
fjallar um hina ellefu ára gömlu Dinu,
sem hefur erft hin grænu augu móður
sinnar sem hafa sérstaka eiginleika.
„Fólk sem hefur þessi augu getur
horft í augu þér og sagt til um hvort
þú hafir gert eitthvað af þér. Ef raun-
in er sú, horfist þú óhjákvæmilega í
augu við þessar misgjörðir. Í raun
mætti kalla þetta græneygða fólk
siðalögreglu,“ segir Kaaberböl. Í
sambland við þá morðgátu sem bókin
byggist á, koma einnig fyrir drekar
og kastalar í bókunum um Dinu.
Enda gerist sagan utan þess tíma og
rúms sem heimurinn okkar þekkir,
þó mörgu svipi til Skotlands mið-
aldanna að sögn höfundarins.
Sögur sem eru betri en lífið
Galdur úti í mýri bauð í ár ein-
göngu heim rithöfundum barnabóka
sem fást við galdra og fantasíu í bók-
um sínum. Kaaberböl segist vissulega
finna fyrir slíku „æði“ um þessar
mundir í heimi bókmennta og kvik-
mynda, sem sjáist til dæmis í vel-
gengni bóka og kvikmynda um Harry
Potter og Hringadróttinssögu.
Hún segist finna þó nokkrar skýr-
ingar á þessu máli. „Ein er sú að nú
til dags er mögulegt fyrir sögu að
verða heimsfræg á mjög skömmum
tíma, hún getur verið lesin eða séð um
allan heim um svipað leyti. En til þess
þarf sérstaka sögu, sögu sem getur
farið milli menningarheima án vand-
kvæða. Ævintýri hafa alltaf haft þann
eiginleika, og í raun má segja að fant-
asíu-sögur séu nútímaævintýri, þó að
þær séu flóknari. En í hjarta hverrar
fantasíu er lítill dna-þráður ævintýr-
isins, sem hjálpar þeim til þessara
vinsælda. Einnig tel ég að við höfum
alltaf vissa þörf fyrir sögur sem eru
betri en lífið, þar sem hið góða sigrar
hið illa. Það þema hefur reyndar allt-
af verið ríkjandi í margs konar bók-
menntum, en það er mjög augljóst í
fantasíubókmenntum,“ segir hún og
bendir á að þegar stillt sé upp bar-
daga milli góðs og ills þurfi alltaf ein-
hver að vera í hlutverki vonda gæj-
ans. Fyrir pólitískt réttþenkjandi
manneskju geti verið erfitt að finna
einhvern í það hlutverk. „Hér áður
fyrr voru til dæmis amerískir indíán-
ar notaðir sem vondi gæinn í vestr-
um, en það má ekki nú til dags. Þeir
eru þar fyrir utan ekki indíánar leng-
ur, heldur innfæddir Ameríkanar!
Hins vegar er ekkert að því fyrir
Viggo Mortensen að slátra orki, eng-
inn dæmir hann fyrir það. Og þetta
svalar að vissu leyti einhverri frum-
stæðri þörf okkar mannanna, án þess
að benda á einhvern sökudólg og
segja að hann sé sá vondi.“
Kaaberböl segist fyrst og fremst
vilja skrifa sögur sem fólk les, bækur
sem fær fólk til að geta ekki haldið
aftur að sér að fletta. „Mér finnst það
yndisleg tilhugsun þegar fólk gleymir
að fara úr lestinni eða strætó vegna
þess að það er svo niðursokkið í lestur
bókar sem ég hef skrifað. Það er
minn stærsti sigur,“ segir hún.
En þó tekur þessi höfundur bók-
anna um „siðferðislögregluna“ ekki
fyrir að í bókum hennar leynist
ákveðinn boðskapur. „Ég held að
hann fari ekki fram hjá neinum sem
les bækur mínar, og í bókunum um
dóttur huglesarans skipar siðfræði
sérstaklega stóran sess. Mér er per-
sónulega mjög umhugað um að haldið
sé í siðferðisleg gildi í samfélagi okk-
ar. Ég held að þegar við missum nið-
ur almennt velsæmi munum við í leið-
inni tapa sjálfum okkur, og að öllum
sé ljóst að slíkt velsæmi getur fallið
niður undir þrýstingi. En þó að við lif-
um á tímum sem eru viðsjárverðir að
þessu leyti, er til fólk í þessum heimi
sem heldur þessu velsæmi á lífi á
undraverðan hátt.“
Börn lesa ekki af kurteisi
Talið berst að því hvort það sé
nauðsynlegt að í bókum fyrir börn sé
að finna boðskap, eða hvort það nægi
ef til vill bara að skemmta þeim. „Það
er að minnsta kosti ekkert að því að
skemmta. Ég geri það sjálf, og ef
maður getur ekki fyrst og fremst gert
það þegar maður skrifar fyrir börn,
getur maður bara gleymt því. Börn
lesa ekki af kurteisi. Ef þeim er ekki
skemmt á fyrstu síðum bókarinnar,
leggja þau hana frá sér og fara að
gera eitthvað annað. Þau eru mjög
kröfuharðir áheyrendur,“ segir
Kaaberböl. „Mér finnst vissulega að
það eigi að vera til bækur fyrir börn
sem eru flóknar, því þau þurfa vissu-
lega á því að halda. En þau þurfa líka
á skemmtun að halda, og okkur hætt-
ir stundum til að vilja það sem er
betra fyrir börnin okkar – setjum
þeim hærri kröfur en okkur sjálfum.
Við viljum að þau lesi betri bækur og
að þau borði hollari mat, vegna þess
að okkur þykir svo vænt um þau. En
hey! Þau borða líka nammi stundum,
og hæfilegur skammtur af því gerir
heilsunni lítið tjón. Nammi-bækur, ef
svo má segja, gera heilsunni hins veg-
ar ekkert tjón. Það er svo mikilvægt
að þau finni til gleði. Ef maður býður
börnum bara „heilsusamlegar“ bæk-
ur, skal engan undra þó að þau leiti
sér að skemmtun annars staðar en í
bókum.“ Kaaberböl segist telja að
þau börn sem lesi, lesi enn meir en
börn gerðu áður. Fjögur hundruð
blaðsíðna bækur séu útgefendum
hennar engin hindrun nú til dags.
„En það eru líka til börn sem fá sögur
sínar úr öðrum miðlum, og það er
ekkert að því. Hins vegar skapast þá
ákveðin hætta. Það þarf ákveðna
tækni við að lesa bækur, börn eru til
dæmis ekki eins fljót og fullorðnir að
lesa sig í gegn um sömu bókina, í
flestum tilfellum. Þegar um kvik-
mynd er að ræða vita hins vegar allir
að tveimur tímum loknum hvernig
hún endaði. Þetta þýðir að mörg börn
verða óþolinmóð og telja að það sé
ekki þess virði að lesa bók. En bækur
eru yndislegar, vegna þess að maður
getur tekið 28 bókstafi og sett þá
saman á ótal vegu. Með þessari töfra-
formúlu getur maður skapað heilu
heimana,“ segir Kaaberböl og rifjar
upp ummæli stúlku sem hafði lesið
eina af bókum hennar – „Maður fatt-
ar ekki að maður sé að lesa. Persón-
urnar fara hreinlega af stað,“ sagði
hún.
„Mér finnst það frábær tilhugsun
þegar þetta rennur fyrst upp fyrir
barni vegna bókar sem ég hef skrif-
að,“ segir Kaaberböl og brosir. „Þá
finnst mér ég risastór og er stolt og
hamingjusöm. En því miður eru alltaf
til börn sem aldrei upplifa þetta og
hætta að lesa um leið og enginn er til
að skipa þeim að gera það. Sú stað-
reynd hryggir mig óskaplega, vegna
þess að ég hef sjálf haft ómælda gleði
af bókum.“
Bókmenntir | Rætt við handhafa norrænu barnabókaverðlaunanna, Lene Kaaberböl
Morgunblaðið/Þorkell
„Mér finnst vissulega að það eigi að vera til bækur fyrir börn sem eru flókn-
ar, því þau þurfa vissulega á því að halda. En þau þurfa líka á skemmtun að
halda og okkur hættir stundum til að vilja það sem er betra fyrir börnin
okkar – setjum þeim hærri kröfur en okkur sjálfum. Við viljum að þau lesi
betri bækur og að þau borði hollari mat, vegna þess að okkur þykir svo
vænt um þau. En hey! Þau borða líka nammi stundum,“ segir danski barna-
bókarithöfundurinn Lene Kaaberböl.
Fantasíu-sögur eru
nútímaævintýri
ingamaria@mbl.is
Þórunn Hjartardóttir fer í fleiri en
eina átt í Innsetningu í Listasafni
ASÍ. Sýningin er því ekki það sem
kalla mætti hnitmiðuð með bein-
skeytt listræn skilaboð, en eftir að
hafa dvalið um skeið inni á sýning-
unni kemur ákveðin listræn heild-
armynd í ljós.
Listamaðurinn notar margnotaða
táknfræði eins og vita, og vísar síðan
í listasögu tuttugustu aldarinnar
með málverkum sem hún stillir upp
ofan í gryfjunni, en þau eru eins og
málverk eftir Mondrian sem hefur
verið leyst upp í frumeindir sínar. Þá
notar Þórunn hljóð með áhrifaríkum
hætti því hljóðið, tölvuhrynur bland-
aður brimhljóði, kallast á við vitana,
og í raun málverkin líka þegar betur
er að gáð. Hljóðin eru þar með það
sem tengir sýninguna saman og
myndar þá listrænu heild sem
minnst var á hér á undan.
En eins og fyrr sagði eru skila-
boðin vandfundnari. Vitar eru leið-
arljós en jafnframt tákn fyrir ein-
manaleika og Mondrian vann með
götumynd stórborgarinnar. Eftir
situr að listamaðurinn virðist vera
að vinna með jafnvægið.
Sýningin er í meðallagi góð en ef
Þórunn hefði staðist þá freistingu að
fara í litlu rauðu, bláu, hvítu, svörtu
og gulu myndunum út í æfingar með
áferð og texta, eru líkur á að sýn-
ingin hefði orðið sterkari.
MYNDLIST
Listasafn ASÍ
Opið alla daga nema mánudaga frá kl.
13–17 Til 10. október.
ÞÓRUNN HJARTARDÓTTIR
INNSETNING
Þóroddur Bjarnason.