Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 286. TBL. 92. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Glæsilegir
faldbúningar
Baldýring, blómstursaumur,
perlusaumur og knipl | Daglegt líf
Bílar og Íþróttir í dag
Bílar | Bíll ársins Nissan 350 Z Suzuki DRZ 400 Sýn-
ing í Hannover Íþróttir | Mutu í lyfjapróf Sjö stjörnur
kvöddu Ferguson viðurkennir mistök
VERKAMENN í Opel-bílaverk-
smiðjunum í Russelheim í Þýska-
landi mótmæltu í gær fyrirhug-
uðum uppsögnum og það gerðu
einnig starfsmenn í verksmiðjum
eigandans, General Motors, annars
staðar í Evrópu. Til stendur að
fækka starfsmönnum um 20.000 og
flestum í Þýskalandi. Á kröfu-
spjaldinu stendur: „Opel verður um
kyrrt. Punktur.“
AP
Uppsögnum
mótmælt
BRESKRI konu, Margaret Hassan,
yfirmanni hjálparstofnunar í Írak,
var rænt í Bagdad í gær. Hefur sjón-
varpsstöðin Al-
Jazeera þegar
sýnt myndir af
henni í höndum
mannræningj-
anna en hún hef-
ur búið og unnið
við hjálparstarf í
Írak í 30 ár. Er
hún gift Íraka og
hefur einnig
íraskt ríkisfang.
Ránið á Hass-
an, sem er yfirmaður hjálparstofn-
unarinnar CARE í Írak, hefur verið
fordæmt harðlega og einkanlega í
Bretlandi. Er skammt síðan annar
breskur gísl, Kenneth Bigley, var
hálshöggvinn í Írak.
Tony Blair, forsætisráðherra
Bretlands, fordæmdi í gær ránið á
Hassan og sagði, að það sýndi við
hvers konar ómenni væri að eiga.
Kurr í Verkamannaflokki
Mannránið á sér stað á sama tíma
og hart er deilt í Bretlandi um þá ósk
Bandaríkjamanna, að breskt herlið
verði sent frá Basra í Suður-Írak til
stuðnings bandaríska herliðinu á
mestu átakasvæðunum. Virtist Blair
gefa í skyn í gær, að við þessari ósk
yrði orðið en í Verkamannaflokknum
er mikill kurr vegna málsins. Hafa
kunnir þingmenn og stuðningsmenn
innrásarinnar í Írak mótmælt mjög
harðlega. Flest bresku blaðanna
gagnrýndu þessa fyrirætlun í gær.
Bresk kona
í höndum
mannræn-
ingja í Írak
Margaret
Hassan
London, Bagdad. AP, AFP.
♦♦♦
MIKIÐ moldrok hefur gengið yfir Suðurland und-
anfarna tvo daga og telja starfsmenn Landgræðsl-
unnar að veruleg landeyðing hafi orðið á hálendinu
og í efri byggðum Suðurlands. Andrés Arnalds,
fagmálastjóri Landgræðslunnar, líkir landeyðing-
unni við náttúruhamfarir.
„Þetta er líklega versta uppblástursveður sem
komið hefur á sunnanverðu landinu um árabil,
jafnvel verra en á uppblástursárunum 1991 til
1993 þegar oft var mikið moldrok,“ segir Andrés
Arnalds.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafði
síðdegis í gær var ástandið verst í Rangárvalla-
sýslu og Vestur-Skaftafellssýslu.
Sáu ekki til fjalla
Sveinn Sigurjónsson, bóndi á Galtalæk II í
Landsveit, sagði að í gærmorgun hefði hann ekki
séð út afleggjarann að Galtalæk sem þýðir að
skyggni hefur verið innan við 200 metrar. „Við
sáum engin fjöll fyrr en núna fyrir stundu að það
rofaði fyrir Skarðsfjalli,“ sagði Sveinn síðdegis í
gær.
Mikið eignatjón
Mestur vindhraði sem mældist á landinu í gær
var í Staðarsveit þar sem sjálfvirkur veðurmælir
Vegagerðarinnar mældi 62 m/s í einni hviðunni.
Mikið eignatjón hefur orðið í fárviðrinu. Í gær-
morgun tóku grindur í gólfi brúarinnar yfir Núps-
vötn á Skeiðarársandi að flettast af og gekk brúin í
bylgjum. Þá flettist malbik af um 100 metra kafla á
veginum um Fróðárheiði á Snæfellsnesi. Bílar og
einkum bílrúður urðu fyrir barðinu á hnullungum
sem tókust á loft og víða fuku þakplötur af húsum.
Alvarlegasta atvikið varð undir Akrafjalli þegar
rúta með 45 starfsmönnum Norðuráls fauk út af
veginum og hafnaði á hvolfi. Yfir 40 manns leituðu
sér aðstoðar á sjúkrahúsi en enginn slasaðist al-
varlega.
Eignatjón í fárviðri
Líklega versta uppblástursveður um árabil Veðurmælir mældi 62
m/s í einni hviðunni Yfir 40 manns leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsi
Sjáum ekki til sólar/22
GÍFURLEG eyðilegging blasti við á bænum Knerri í
Breiðuvík á Snæfellsnesi í gær eftir stórbrunann sem
varð á mánudagskvöld. Hlaða, fjárhús og vélageymsla
voru rústir einar og 6–700 lömb sem leiða átti til slátr-
unar í dag, miðvikudag, lágu dauð í rústum fjárhúss-
ins. Nokkur eldur logaði enn í heyi síðdegis í gær og
mikinn reyk lagði frá hlöðunni.
Eldsupptök eru til rannsóknar hjá lögreglunni á
Snæfellsnesi en talið er að eldur hafi kviknað í hlöðu
við fjárhúsið vegna hita frá heyi.
Ábúandinn, Friðgeir Karlsson, býr einn á Knerri,
en hafði komið sláturlömbum í hús með aðstoð vina
sinna nokkru áður en eldurinn kviknaði. Kristín Erla
Valdimarsdóttir, vinkona Friðgeirs, sagði eldinn hafa
kviknað mjög snögglega, nánast eins og eldingu hefði
slegið niður. „Þegar ég leit út um eldhúsgluggann sá
ég alla hlöðuna í björtu báli,“ sagði hún. Þetta gerðist
rétt eftir klukkan 19 og fór Friðgeir strax út til að
kanna málið. Neistaflugið var gríðarlegt í rokinu sem
geisaði og var óttast um íbúðarhúsið um tíma. Það
slapp þó, en aðra sögu er að segja um útihús.
Örfáum lömbum tókst að bjarga út úr fjárhúsinu og
brenndust þau nokkuð. Litlu mátti muna að Friðgeir
hlyti skaða af þegar hann var að bjarga lömbunum en
á leið út úr fjárhúsinu magnaðist eldurinn af miklum
krafti. Fljótlega varð ljóst að ekki yrði við neitt ráðið
og áttu slökkviliðsmenn frá Ólafsvík og Snæfellsbæ
við ramman reip að draga í fyrrinótt þar sem þeir
börðust við eldinn í roki sem var allt að 50 metrum á
sekúndu með járnplötur fjúkandi allt í kringum sig.
Tugmilljóna króna tjón
Tjón vegna eldsins hleypur á tugum milljóna króna
að sögn lögreglu en eftir er að meta það til hlítar.
Sumar þeirra véla sem eyðilögðust voru nýjar svo og
innréttingar í fjárhúsinu. Að sögn lögreglu var búið
ekki tryggt nema að litlum hluta.
Guðjón Jóhannesson, bóndi á Syðri-Knarrartungu,
næsta bæ við Knerri, sagði atburðarásina hafa verið
mjög hraða en hann fór á vettvang til að hjálpa
granna sínum. Sagði hann lömbin hafa verið hrædd
enda hefði eldurinn breiðst hratt út.
Fjártjónið er að öllum líkindum stærsta búfjártjón
sem orðið hefur á íslensku fjárbýli til þessa./6
Líklega mesta búfjártjón
sem orðið hefur á fjárbýli
Morgunblaðið/RAX
Enn logaði talsvert í glæðum fram eftir degi í gær og barst mikill reykur frá brennandi heyi sem var í hlöð-
unni við fjárhúsið. Eldsupptök hafa verið tekin til rannsóknar hjá lögreglunni á Snæfellsnesi.
„Þegar ég leit út um eldhúsgluggann
sá ég alla hlöðuna í björtu báli“
FYRSTU prófanir hjá Íslenskri
erfðagreiningu (ÍE) á nýju lyfi,
DG031, sýna að það hefur marktæk
áhrif á áhættu-
þætti hjarta-
áfalls og veldur
almennt ekki
aukaverkunum.
Næsta skref er
að prófa lyfið á
1.500 til 2.000
sjúklingum víða
um heim.
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE,
sagði á blaðamannafundi í gær að
þetta væri stór áfangi. Fyrirtækið
hefði byggt á þeirri forsendu að
hægt væri að einangra erfðavísa og
nota þá sem fyrsta skref til að þróa
lyf. Þetta væri fyrsta dæmið um ár-
angur af þeirri vinnu og í fyrsta
skipti í heiminum sem menn hefðu
tekið meingen erfðavísis og notað
það til að setja saman lyf sem hefði
farið í gegnum klínískar rannsóknir.
„Fyrir okkur og þann iðnað sem við
erum í er þetta mjög merkilegt
skref,“ sagði hann.
Talið er að tilraunir á lyfinu muni
taka um tvö ár og munu viðræður
við eftirlitsstofnanir úti í heimi hefj-
ast fljótlega. Vonast er til að lyfið
komi á markað á árunum 2007 til
2009.
Hlutabréfaverð hækkaði
Verð hlutabréfa í deCODE hækk-
aði í kjölfar þessara fregna um
11,35% á Nasdaq-hlutabréfamark-
aðnum. Lokaverð bréfanna var 7,36
dollarar í gær en hæst fór verðið í
7,70 yfir daginn.
Fyrstu
prófanir
á nýju lyfi
jákvæðar
Fyrsta lyfið/10
„Mjög merkilegt
skref,“ segir Kári
Stefánsson