Morgunblaðið - 20.10.2004, Side 21

Morgunblaðið - 20.10.2004, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 21 MINNSTAÐUR • Lögin hans Vilhjálms. Bjarni Ara flytur lögin sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði vinsæl. • Séra Baldur Rafn Sigurðsson flytur blessun. Kirkjuvogskirkja 18:00-18:40 • Ávarp: Séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir . • Samspil íþrótta og kirkju, sigrar og sorgir íþróttamannsins. Athöfn með íþróttafólkinu í Grindavík. Trúbadorar úr röðum íþróttafólksins Gígja Eyjólfsdóttir og Jón Ágúst Eyjólfsson syngja og spila á gítar. • Létt kirkjuleg sveifla með kór og hljómsveit kirkjunnar. • Menningardegi slitið. Grindavíkurkirkja 20:00-21:30 •,,Trúarleg tenging í tónlist keflvískra poppara.” Hákon Leifsson flytur erindi og stjórnar tónlist. • Kór og barnakór Keflavíkurkirkju syngja ásamt Bylgju Dís Gunnarsdóttur sópran • Ávarp. Keflavíkurkirkja 14:00-14:40 • Tónlistarmaðurinn frá Höskuldarkoti. Magnús Þór Sigmundsson flytur eigin tónlist. • Kór Ytri-Njarðvíkurkirkju flytur tvo sálma. • Ávarp: Séra Baldur Rafn Sigurðsson. Ytri-Njarðvíkurkirkja 13:00-13:40 • ,,Guð á atómöld.” Um trúarskilning í ljóðum Matthíasar Johannessen. séra Gunnar Kristjánsson prófastur flytur erindi. • ,,Skáldið Matthías Johannessen kallast á við séra Hallgrím Pétursson.” Matthías Johannessen flytur eigin ljóð og texta. • Kór Hvalsneskirkju syngur. • Lokaorð: Séra Björn Sveinn Björnsson. Hvalsneskirkja 16:30-17:10 • ,,Útskálar prestsetrið í samfélaginu.” Erindi: séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup. • Kór Útskálakirkju flytur tvo sálma. • Lokaorð: Séra Björn Sveinn Björnsson. Útskálakirkja 15:15-15:55 11:30 sunnudaginn 24. október 2004 MENNINGARDAGUR í kirkjum á Suðurnesjum 10:00 13:00 14:00 15:15 16:3018:0020:00 • ,,Sveinbjörn Egilsson skáldið, þýðandinn og rektorinn.” Jón Böðvarsson segir frá ævi Sveinbjarnar. • Gunnar Egilson klarinettuleikari flytur lög við texta langafa síns. • Ávarp: Séra Baldur Rafn Sigurðsson. Njarðvíkurkirkja 11:30-12:10 • Menningardagur settur: Kristján Pálsson formaður • Selin í Heiðinni hlutverk og sagnir. Ómar Smári Ármannsson segir frá. • Eydís Fransdóttir o.fl. flytja klassísk lög. • Alþýðutónlist Vogamanna. • Kirkjukór Kálfatjarnarkirkju flytur lög eftir Stefán Thorarensen . • Séra Carlos Ferrer flytur blessun. Kálfatjarnarkirkja 10:00-10.40 Ferðamálasamtaka Suðurnesja Matthías Johannessen, Jón Böðvarsson, Magnús þór Sigmundsson Sigurður Sigurðarson, Bjarni Ara, Ómar Smári og fleiri... „ÉG ER mjög ánægður með árang- urinn og finnst að þetta úrræði eigi að þróa áfram með einum eða öðrum hætti,“ segir Johan D. Jónsson sem var verkefnisstjóri átaks gegn lang- tímaatvinnuleysi og atvinnuleysi ungs fólks á Suðurnesjum. Byggðist átakið á námi á stuttum starfs- menntabrautum á vegum Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og Mið- stöðvar símenntunar á Suður- nesjum. Þátttakendur voru á atvinnuleysisbótum á meðan þeir voru í bóklegu námi og síðan í verk- legu námi hjá fyrirtækjum. Stofnaður var samráðshópur um atvinnuleysisátakið á Suðurnesjum í framhaldi af verkefni sem félags- málaráðuneytið kynnti í byrjun árs- ins. Fulltrúar atvinnulífsins, starfs- greinafélaga og skóla áttu aðild að verkefninu á Suðurnesjum ásamt fulltrúum sveitarfélaganna. Við athugun á högum þeirra sem voru atvinnulausir á Suðurnesjum kom í ljós að flestir þeirra höfðu að- eins grunnskólapróf og var því ákveðið að gera tilraun til að hrinda í framkvæmd hugmyndum stjórn- enda Fjölbrautaskóla Suðurnesja um að koma á fót stuttum starfs- menntabrautum fyrir fólkið í sam- vinnu við atvinnulífið á svæðinu. Nið- urstöður átaksverkefnisins hafa verið kynntar. Veruleg aukning varð á þátttöku fyrirtækja í úrræðum sem Svæðis- vinnumiðlun Suðurnesja býður. Þannig voru gerðir 52 starfsþjálfun- arsamningar við atvinnulaust fólk á móti 17 á sama tímabili árið áður. Námsráðgjafar á vegum skólanna ræddu við 67 einstaklinga. Það leiddi til þess að 29 hófu nám á starfs- menntabrautum FS og MSS og luku 12 námi á áfanganum. Þá innrituðu tíu nemendur sem tekið höfðu þátt í átakinu á einhverjum stigum sig í reglulegt nám eða öldungadeild Fjölbrautaskólans í haust. „Við erum ánægð með hvernig þessi tilraun tókst,“ segir Ólafur Jón Arnbjörnsson, skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Spurður hvort það teldist viðunandi árangur að aðeins tólf hefðu lokið náminu segir Ólafur Jón að margir sem hófu nám hefðu fengið vinnu og þess vegna hætt í náminu. „Árangurinn er sá sami, hvort sem átakið leiðir til þess að þátttakendurnir komast í vinnu eða halda áfram í skóla. Fólkið er ekki lengur atvinnulaust,“ segir hann. Hann segir mikilvægt að enginn hafi verið þvingaður í námið enda sýni reynslan að það skili litlum ár- angri. Aðeins hafi verið unnið með þeim sem vildu bæta við sig námi. Hins vegar hafi undirbúningstíminn verið stuttur og gott hefði verið að hafa meiri tíma til að sannfæra fleiri um að nám sem þetta gæti bætt stöðu þeirra í atvinnuleit. Kom fólki á hreyfingu Johan D. leggur áherslu á að þetta nýja úrræði hafi ýtt við mörgum að hugsa um framtíð sína. Það hafi komið ungu atvinnulausu fólki aftur á hreyfingu, fengið það til að hætta að hanga aðgerðalaust heima og opn- að nýjar leiðir fyrir það. Það hafi til dæmis aukið möguleika fólks sem ekki hafi haft tækifæri til menntunar til að fara aftur í skóla. Hann segir að samvinna atvinnu- lífsins, menntastofnana og Vinnu- málastofnunar hafi gengið vel. Hvet- ur hann til þess að stutt nám á starfsmenntabrautum verði fram- vegis í boði fyrir atvinnulaust fólk. Stjórnendur telja að starfsmenntanám fyrir atvinnulausa hafi tekist vel Tólf einstaklingar luku náminu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Framkvæmdir Talsverðar framkvæmdir eru á Suðurnesjum um þessar mundir og ýmislegt í pípunum sem búist er við að skapi ungu fólki atvinnu. Hér er unnið við byggingu Akurskóla í Innri-Njarðvík. SUÐURNES ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.