Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 41 DAGBÓK Milljónaútdráttur Þar sem einvörðungu er dregið úr seldum miðum þarf miðaeigendi bæði að hafa rétt númer og bókstaf til að hljóta vinning í þessum útdrætti. Birt með fyrirvara um prentvillur. 10. flokkur, 19. október 2004 Kr. 1.000.000,- 769E 2914G 4223H 11951B 14644E 17190E 21186F 30040G 32390F 34638H 42026B 44179F 52251H 52290G 54300F Upplýsingar gefur Martin í síma 567 4991 eða 897 8190 Um er að ræða 4ra ára nám sem byrjar 23. og 24 október á vegum College of Practical Homoeopathy í Bretlandi. Mæting 10 helgar á ári í Reykjavík. Spennandi nám. Kennarar með miklu reynslu. Hómópatanám Glæsileg hús og íbúðir Dollarinn mjög hagstæður 70-75% lán og lágir vextir Verð til viðtals 20.-26. október Símar 866 3209 og 698 1635 Eftir 26. október í síma 001 407 628 3606 Netfang sigridreal@aol.com Flórída - Flórída Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 9-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401 EIGNIR ÓSKAST Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Í kjölfar vaxtalækkana hefur sala eigna aukist verulega. Okkur vantar eignir fyrir trausta og örugga kaupendur. Í mörgum tilfellum er boðið upp á staðgreiðslu eða langan afhendingartíma: • Hæðir/parhús/raðhús og einbýlishús í Vogum, Heimum og Laugarneshverfi. Verðbil 15-50 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Hafnarfirði og Garðabæ. Verðbil 20-80 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Garðabæ. Verðbil 20-60 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Breiðholti. Verðbil 20-40 millj. • Einbýli/parhús/raðhús í Kópavogi. Verðbil 25-70 millj. • Hæðir í Kópavogi. Verðbil 17-25 millj. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í Bakkahverfi. Verðbil 9-16 millj. • Hæðir í austurborginni. Verðbil 20-40 millj. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir fyrir opinberan aðila. Langur afhendingartími getur verið í boði. • Einbýlishús, raðhús og parhús í Fossvogi og Smáíbúðahverfi. Verðbil 20-60 millj. • Einbýlishús, parhús og raðhús í Grafarvogi og Grafarholti. Verðbil 25-50 millj. • Einbýlishús/parhús/raðhús í Skerjafirði og á Seltjarnarnesi. Verðbil 30-100 millj. • Einbýlishús/parhús/raðhús í Mosfellsbæ. Verðbil 20-40 millj. • 2ja, 3ja og 4ra herb. íbúðir í miðbæ, austur- og vesturbæ. Reykjavíkur, Verðbil 9-40 millj. HAFIÐ SAMBAND OG VIÐ SKOÐUM SAMDÆGURS. VERÐLEGGJUM EIGNIR YKKUR AÐ KOSTNAÐARLAUSU. Um launakjör kennara og þingmanna NÚ geta kennarar farið í verkfall til að knýja fram launahækkanir. Það hefur orðið nokkur breyting á frá því sem áður var, þá fóru kennarar í vinnu á sumrin og börnin fóru þá í sveit sem taldist þá nauðsynlegt í uppeldi barna. Ég vann með kenn- urum nokkur sumur í vegavinnu, það urðu þeir að gera til að ná endum saman. Þeir voru góðir starfsmenn og vinnufélagar. Nú þurfa þeir að nota tímann eftir að skóla lýkur og sækja ýmiss konar námskeið til endur- menntunar. Kennarar fara í verkfall til að fá þau laun sem þeir þurfa sér til framfæris og þjóðfélagið er allt í uppnámi út af þeirri ósvífni kennara. Nú er svo komið fyrir þingmönn- um að einhverjir úr hópi þeirra hafa sést í sumarvinnu til að sjá sér og sín- um farborða, það hafa vegfarendur séð. Þarna er greinilegt að þeir eru í vandræðum eins og margir aðrir launamenn, og verktakar eru því vísir til að nota sér neyð manna og bjóða lág laun og eru með lélegan aðbúnað eins og lesa má í fréttum frá Kára- hnúkum. En þar lenti einn af for- stjórum ríkisstofnunar eftir að vinnu- staður hans var rændur og hann fór þá á starfslokasamning (fallhlíf- arsamning) upp á nokkra tugi millj- óna. Allir vita um það úr fréttum hvernig aðbúnaður er á þeim bæ, Kárahnúkum, svo dæmi sé tekið. Nýr forsætisráðherra ætti að kynna sér hvernig búið er að þing- mönnum. Er búið að laga lekann í Al- þingi (Alþingishúsinu)? Ekki virðist hafa verið hugað nógu vel að þeirra kjörum á síðasta ári, þá var aðallega verið að lagfæra ellilaun þingmanna sem þeim fannst víst ekki nóg, en bet- ur má ef duga skal og þeim því bent á að standa nú saman og hætta að ríf- ast og knýja fram þau laun sem hæfa eiga hæfum þingmönnun. Sumir úr þeirra hópi hafa komið auga á þetta vandamál og benda á að það þurfi góð laun til að fá hæft starfsfólk. Fjár- málaráðherra segir að fólk verði bara að vinna meira, ef það vill hafa meira fyrir sig að leggja. Ætli hann sé með vinnumiðlun í ráðuneytinu? Kjós- endur verða því að athuga það við næstu kosningar, ef vel á að fara fyrir þjóðinni. Þingmenn hafa ekki verk- fallsrétt eins og margir aðrir en þeir gætu þá hætt að bjóða sig fram til þeirra starfa, sem þeim finnst illa launuð og þeir ekki valda. Þing- mennska er ekki þegnskylduvinna. Guðmundur Steinarr Gunnarsson, Höfðahlíð 1, Akureyri. Dísarpáfagaukur týndist GRÁR dísarpáfagaukur týndist sl. laugardag í Seljahverfi. Þeir sem hafa orðið hans varir vinsamlega hafi samband í síma 693 2431. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnesingakórinn í Reykjavík tók þátt íólympískri kórakeppni í Bremen íÞýskalandi í júlí, sl. sumar og keppti íflokki blandaðra kammerkóra. Kórinn náði þeim frábæra árangri að fá silfurviðurkenn- ingu í keppninni og var hann í miðjum riðlinum, sem þykir afar góður árangur. Nú er kórinn nýbyrjaður að æfa aftur og leitar nýrra meðlima til að fylla í raddirnar, því að sögn Gunnars Ben, kórstjóra Árnesingakórsins, er mikið kapp í fólki eftir árangurinn og stefna kór- meðlimir á frekari strandhögg svo kné fylgi kviði í starfinu. „Okkur vantar fólk í efri sópran, tenór og bassa,“ segir Gunnar og bætir við að fólk þurfi ekki að hafa lært söng, „Það er allt í lagi ef fólk les nótur, en það er ekki grunnskilyrði. Árnes- ingakórinn í Reykjavík er ekki aðeins fyrir Ár- nesinga, heldur er hann opinn fólki úr öllum landshlutum. Sjálfur hef ég ekkert með Árnes- sýslu að gera, verandi Mývetningur.“ Hvers konar verk er Árnesingakórinn að flytja? „Við reynum að flytja eins fjölbreytt verk og mögulegt er. Við syngjum alltaf eitthvað af því sem kalla má gömlu góðu lögin, Sigfús Hall- dórsson, lög úr Árnessýslunni og ættjarðarlög, en einnig madrígala frá 15. öld, gospelsálma, dæg- urlög og nýrri íslensk tónverk. Þetta er tímafrekt starf, við æfum tvisvar sinnum í viku, tvo tíma í senn. Fólk þarf að gefa sér tíma í þetta, en þetta er mjög gott félagsstarf og mikið félagslíf og tón- listin er náttúrulega alltaf gefandi. Efnisskráin er alltaf þannig samansett að þetta er áskorun fyrir alla, en ekki óyfirstíganleg.“ Hvað er framundan hjá Árnesingakórnum? „Við höldum árlega jólakaffi, þar sem við syngjum. Þegar við erum komin í gang fyrir vet- urinn förum við að æfa fyrir jólin. Síðan verða vortónleikar 28. apríl í Langholtskirkju auk nokk- urra minni uppákoma þar inni á milli. Síðan er verið að ræða hvað verður gert í vor. Það verður farin einhver vorferð og mögulega á kórastefnu í Mývatnssveit í júní að flytja Messías með Sinfón- íuhljómsveit Norðurlands og nokkrum kórum.“ Hver eru síðan framtíðaráform kórsins til lengri tíma? „Það eru náttúrulega Ólympíuleikar í Kína sumarið 2006. Ég veit ekki hvort við stefnum þangað, en við vitum vissulega af þeim. Við höfum hug á því að finna eitthvert alþjóðlegt kóramót þar sem eru færri kórar og myndast varanlegri tengsl milli þeirra, þ.e.a.s. að eignast vinakóra í öðrum löndum.“ Áhugasamt söngfólk getur haft samband við Gunnar Ben í síma 697-8791. Kórastarf | Árnesingakórinn í Reykjavík leitar að nýjum röddum  Gunnar Ben er fædd- ur á Húsavík 1976. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1995 og blásarakennaraprófi og burtfararprófi á óbó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík 1997. Þá hef- ur Gunnar Continuing Professional Develop- ment-gráðu frá Guild- hall school of music and drama í Englandi. Gunnar hefur starfað við skapandi tónsmiðjur og kórstjórn auk þess sem hann er tónmenntakennari. Gunnar er í sambúð með Sif Björnsdóttur. Fjölbreytt og skemmtilegt félagsstarf Brúðkaup | Gefin voru saman 25. september sl. í Hafnarfjarðarkirkju af sr. Pálma Matthíassyni þau Helga Sig- ríður Sigurgeirsdóttir og Úlfar Jóns- son. Þau eru til heimilis í Kópavogi. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Mynd, Hafnarfirði Störf í þágu japansks leikhúss verðlaunuð HAUKUR J. Gunnarsson hlaut í ár hin japönsku Uchimura-verðlaun fyrir kynningu sína á japanskri leik- húsmenningu í meira en aldarfjórð- ung á Íslandi, Noregi og víðar, eins og greint var frá í Morgunblaðinu í vor. Veitti Haukur verðlaununum nýverið formlega viðtöku í lok sýn- ingar á Faust í Beaivvás Sámi- leikhúsinu í N-Noregi, en hann er leikstjóri uppfærslunnar. Sýningin á Faust hefur hlotið afar góðar við- tökur og þykir gagnrýnendum jap- önsk áhrif í leikstjórn Hauks hafa mikil áhrif á sýninguna, bæði í upp- setningu, búningum og sminki. Sýn- ingunni er lýst sem „þéttri“, „þrung- inni nákvæmni fram í fingurgóma“, en „tilfinningaleikstjórn“ sé einnig viðhöfð af hálfu leikstjórans. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.