Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN O rð eru til alls fyrst, segja ýmsir þeir sem fjallað hafa um jafnrétti kynjanna um þessar mundir. Ég er hins vegar orðin ansi óþreyjufull og segi: Nóg er komið af orðum. Tími er kominn á árangur, efndir og aðgerðir! Og þótt fyrr hefði verið. Eða hve langa biðlund hafa þeir eig- inlega sem vilja ná fullkomnu jafnrétti kynjanna? Hve lengi þarf maður að bíða eftir raun- verulegum efndum? Hvenær verða fögru orðin ekki bara orð heldur raunveruleiki? Verður það eftir fimm ár, tíu ár, fimm- tíu ár? Á næstu öld? Kemur barnabarnið mitt kannski í heimsókn til mín á elliheimilið eftir sextíu ár og segir: „Jæja, amma, ég er með gleðifréttir. Eitt helsta hugðarefni þitt í upphafi aldarinnar er orð- ið að veruleika. Samkvæmt launakönnun VR fyrir árið 2064 mælist í fyrsta skipt enginn kynbundinn launamunur!“ Eða er ég helst til of svartsýn? Mun þessi árangur nást mun fyrr? Þess má geta að kynbundinn launamunur er nú 15% skv. ný- legri könnun Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur. Til sam- anburðar var hann 18% árið 1999. Það sýnir vissulega þróun í rétta átt. Og ekki er heldur hægt að neita því að mörg skref hafa verið stigin í átt til aukins jafn- réttis á undanförnum árum og áratugum. Ekki bara í orði heldur einnig á borði. En þegar betur er að gáð hafa breyting- arnar átt sér stað með hraða snigilsins, að mínu mati. Eða hvernig ætli íslenskar kvenréttindakonur í upphafi 20. aldarinnar hafi séð fyrir sér stöðuna í jafnréttismálum í upp- hafi þeirrar 21.? Ætli þær hafi til dæmis grunað að 89 árum eftir að konur hlutu kosninga- rétt og kjörgengi til Alþingis væri hlutur kvenna á þingi rétt um 30%? Ég held að væntingar þeirra hljóti að hafa verið mun meiri. Það er með öðrum orðum með ólíkindum hve hægt hefur geng- ið. Ekki bara á vettvangi stjórn- málanna eða á sviði launajafn- réttis – þótt slík dæmi hafi verið dregin fram hér – heldur á nær öllum sviðum. Um þetta segir t.d. í nýlegri skýrslu Hagstofu Íslands um konur og karla árið 2004. „Kon- ur eru í minnihluta í áhrifastöð- um næstum hvert sem litið er.“ Þar höfum við það. Enn ein skýrslan sem bendir á rýran hlut kvenna í stjórnunar- stöðum. Í þessu sambandi finnst mér þó mikilvægt að taka fram að jafnréttisbarátta kynjanna á ekki einungis að snúast um kon- urnar í áhrifastöðunum. Hún á ekki bara að snúast um það hvort þessi eða hin konan kom- ist í þessa eða hina toppstöðuna. Að sjálfsögðu á hún líka að snú- ast um það. En ekki eingöngu. Ég nefni það hér vegna þess að sá angi jafnréttisbaráttunnar, þ.e. sá sem snýst um hlut kvenna í áhrifastöðum, hefur verið mun háværari en aðrir angar baráttunnar. Til að mynda er umræðan um lág laun í hinum dæmigerðu kvenna- stéttum ekki mjög áberandi. Hvað þá efndirnar í þeim efnum eða aðgerðirnar. Og hvað um hlutskipti verka- kvenna í landinu, svo annað dæmi sé nefnt, eða hlutskipti ungra, ómenntaðra og ein- stæðra mæðra? Eða hlutskipti eldri kvenna á vinnumarkaði? Allt eru þetta þættir sem ekki mega gleymast þegar jafnrétt- isbarátta kynjanna er annars vegar. En aftur að árangri og að- gerðum. Hvað er hægt að gera til að ná árangri? Og til hvaða aðgerða má grípa? Í þessu sam- bandi vil ég nefna samtakamátt kvenna og að sjálfsögðu þeirra karla líka sem vilja ná full- komnu jafnrétti kynjanna. Ein góð hugmynd í þá veru kom fram á kvennaráðstefnu á Bifröst, sem undirrituð sótti sl. vor. Ingibjörg Þorsteinsdóttir, deildarforseti lögfræðideildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, stakk þar upp á því að teknar yrðu saman svonefndar kynja- kennitölur fyrirtækja, þ.e. tölur sem mældu árangur fyrirtækja í jafnréttismálum. Þær tölur yrðu síðan notaðar í baráttunni fyrir auknum hlut kvenna, til dæmis á vettvangi atvinnulífs- ins. Konur myndu með öðrum orðum beita neytendavaldi sínu og beina viðskiptum sínum frá þeim fyrirtækjum sem stæðu sig ekki í jafnréttismálum. Hugmynd Ingibjargar er ekki ný af nálinni. Gestafyrirlesari ráðstefnunnar, Nadine Stros- sen, forseti Réttindasamtaka Bandaríkjanna, benti t.d. á að hópur kvenna í Bandaríkjunum hefði haft frumkvæði að því að birta reglulega upplýsingar um hlut kvenna í stjórnun stórra fyrirtækja. Það framtak hefði vakið mikla athygli og orðið til þess að hvetja fyrirtæki til þess að rétta hlut kvenna. Strossen upplýsti einnig að fyrrgreindur hópur kvenna hefði staðið fyrir svokölluðum jafnlaunadegi á ári hverju, en það væri sá dagur sem venjuleg kona hefði náð að vinna sér inn laun venjulegs karls frá árinu á undan. Til dæmis var jafn- launadagurinn 20. apríl á þessu ári en það var sá dagur sem venjuleg kona hafði náð launum venjulegs karls á árinu 2003. Ég væri til í að sjá slíkar að- gerðir hér á landi! Alltént er ég búin að fá nóg af endalausum skýrslum sem staðfesta ójafn- rétti kynjanna. Ég er búin að fá nóg af yfirlýsingum á borð við þær að við séum að missa af hæfileikum kvenna „í tonnavís“ eins og einhver karlinn orðaði það. Og bætti síðan við þessu fræga EN-I! … En ekki væri hægt að bæta hlut kvenna, í bili, þar sem karlar væru reyndari og hæfari … Hvaða endemis vitleysa! Nóg komið af orðum! „Hvenær verða fögru orðin ekki bara orð heldur raunveruleiki? Verður það eftir fimm ár, tíu ár, fimmtíu ár? Á næstu öld?“ VIÐHORF Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÁRLEGUM flokksþingum bresku stjórnmálaflokkanna er nú lokið. Þar með hafa allir meginflokkarnir þrír í Bretlandi haldið sína síðustu flokks- fundi fyrir kosningar til breska þingsins næsta vor. Reyndar lifir þá eitt ár af fimm ára kjörtímabilinu en hefð er fyrir því að kjósa ári áður en kjörtímabilið rennur út. Ástæðan fyrir því er helst sögð sú að árið 1978 ákvað Verka- mannaflokkurinn að bíða með kosningar þar til kjörtímabilið væri á enda en átti svo sannarlega eftir að sjá eftir því. Við tók vetur enda- lausra verkfalla og upplausnar í bresku samfélagi sem lifir með þeim hætti í minningu Breta að þetta hafi ver- ið veturinn sem ekki einu sinni var hægt að fá látinn mann jarð- sunginn. Hvað þá að ruslið væri hreinsað. Afleiðingarnar voru þær að flokkurinn tap- aði fyrir Íhaldinu sem Margrét Thatcher fór þá fyrir í fyrsta sinn. Erfitt ár að baki Erfitt ár er nú að baki fyrir Tony Blair og Verkamannaflokkinn sem nú í fyrsta sinn í áratug skartaði ekki orðinu „nýi“ fyrir framan nafn sitt á flokksþinginu á dögunum. Íraks- stríðið og afleiðingar þess eru Blair að vonum afar erfið og margir sem spáðu því að hann ætti ekki marga daga eftir á formannsstóli í flokknum og styttist í að Gordon Brown tæki við búinu. Blair virðist hins vegar kominn fyrir vindinn og hann mun leiða flokkinn í næstu kosningum en flest bendir til þess að þá muni Verkamannaflokkurinn vinna sinn þriðja sigur í röð. Bæði Íhaldsmenn og Frjálslyndir hafa að sjálfsögðu bundið við það miklar vonir að þeir næðu í það minnsta að höggva verulega í meiri- hluta Verkamannaflokksins. Í það minnsta að slæma þungum höggum á Tony Blair, sem hefur ásamt Gordon Brown fjármálaráðherra gnæft yfir bresk stjórnmál síðastliðinn áratug. Á því virðist hins vegar ekkert lát ætla að verða og bið eftir því að Verkamannaflokkurinn fái verðugan keppinaut. Aftur upp á við Skoðanakannanir nú að loknum flokksþingum meginflokkanna þriggja sýna að Verkamannaflokk- urinn bætir verulega við sig og stefnir í sömu hæðir og í yfirburða- sigrunum 1997 og 2001. Fylgið er nú rétt við 40% á meðan Íhaldið mælist með um 30%. Nokkru minna en fyrir formannsskiptin í flokknum fyrir ná- kvæmlega ári þegar Ian Duncan Smith var knú- inn til afsagnar vegna slæmrar stöðu flokksins í könnunum og Michael Howard tók við. Þá virðist Charles Kennedy ekki heldur ná að fanga óánægju kjós- enda með stríðsrekstur Blairs og situr Frjáls- lyndi flokkurinn í 25% fylgi og hreyfist hvorki upp né niður. Frjálslyndir hafa vissulega unnið nokkr- ar aukakosningar að undanförnu en það er almennt túlkað sem viðvörun kjós- enda Verkamannaflokksins til for- ystu hans. Ekki vísbending um úrslit næstu þingkosninga. Kennedy skort- ir með ýmsum hætti þungann og tals- vert í að kjósendur taki flokki hans sem alvarlegum og raunverulegum valkosti við stjórn landsins, þótt hann henti vel til að tjá vonbrigði sumra kjósenda Verkamannaflokks- ins með stefnumið hans í stórmálum á borð við hið hörmulega stríð í Írak og skelfilegar afleiðingar þess. Allt stefnir því í þriðja sigurinn og hann yrði sögulegur. Verka- mannaflokkurinn hafði ekki áður unnið tvo sigra í röð í rúmlega 100 ára sögu sinni þegar það gerðist árið 2001 og því markar það merkileg tímamót ef sá þriðji fylgir í kjölfarið. Allt bendir til að þriðji sigurinn verði af svipaðri stærðargráðu og hinir tveir, en flokkurinn hefur yfir 150 manna meirihluta í breska þinginu. Til samanburðar má geta þess að Frjálslyndir demókratar hafa um það bil 55 þingmenn á breska þinginu í það heila. Íhaldið ekki nær miðju Verkamannaflokkurinn hertók mikið af pólitísku landi sem áður tilheyrði Íhaldinu sem þrátt fyrir allt var á sínum tíma að sumu leyti hófsamur flokkur sem tókst að fanga atkvæði kjósenda allt frá miðju og lengst til hægri. Þessi staða fór forgörðum á tímum járnfrúarinnar og Johns Maj- ors og enn hefur flokkurinn ásýnd harkalegs og ómanneskjulegs hægri- flokks sem er bæði spilltur og fjand- samlegur alþjóðlegri samvinnu. Howard tókst ekki að tomma Íhaldsflokknum nær miðju á því ári sem hann hefur farið fyrir honum og flokksfundurinn í síðustu viku ramm- aði þá stöðu inn. Michael Portillo, fyrrverandi ráðherra og þingmaður flokksins, gagnrýnir Howard harka- lega í grein í Sunday Times í kjölfar- ið. Portillo telst til hófsamra innan flokksins og átelur hann Howard mjög fyrir að hafa ekki notað tæki- færi sitt til að færa flokkinn nær miðju og gera hann þannig kjós- anlegan á ný fyrir venjulegt fólk í Bretlandi. Þrátt fyrir þessa merkilegu stöðu er langt í land. Margt getur gerst í vetur og spennandi verður að fylgj- ast með því hvernig Verka- mannaflokknum gengur að beina sjónum kjósenda að innanlands- málum. Í þeim er afrekaskrá flokks- ins um margt mjög góð. Efnahagurinn blómstrar. Atvinnu- leysi það minnsta síðan 1985. Miklar umbætur og fjárfestingar í gangi og í vændum í menntun og velferð og þannig mætti lengi telja. Tony Blair þarf hins vegar að vinna þriðja sig- urinn til að honum takist að setja það mark sitt á breskt samfélag sem hann einsetti sér að gera. Markmiðið er að breyta landinu með róttækum og varanlegum hætti á mörgum svið- um samfélagsins. Til þess þarf hann lengri tíma enda auðvelt að ímynda sér að mikil pólitísk orka hafi farið í þau meginmistök forsætisráðherrans að styðja ólögmætt árásarstríðið í Írak. Baráttan um Bretland Björgvin G. Sigurðsson skrifar um bresk stjórnmál ’Markmiðið erað breyta land- inu með róttæk- um og varan- legum hætti á mörgum sviðum samfélagsins.‘ Björgvin G. Sigurðsson Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. SÁ, SEM hér stýrir penna, biður og segir að hann verði ekki vænd- ur um tilgerð, og því síður hræsni, þegar hann upplýsir að virðing og vegsemd löggjafarsamkundunnar er honum afar hugfólgin. Fyrir því er það að hann hefir hin síðari árin orðið æ áhyggju- fyllri um vegferð hins háa alþingis og framtíð þess, sem mikilvægustu und- irstöðu lýðræðis og þingræðis. Stjórnmálaforingjar síðari ára tala hátt í skálaræðum um þrí- skiptingu valdsins og mikilvægi hennar; fara mærðarfullum orðum um að alþingis sé hluturinn mestur og mikilvægastur; að í engu megi skerða vald þess og áhrif, en eru þá ,,mestir í mál- inu sem refirnir í hölunum“ svo vitnað sé í Hávarðarsögu Ísfirð- ings. Hin síðari árin hefir alþingi oft á tíðum verið hastarlega sniðgengið; yfir það vaðið af framkvæmda- valdsmönnum, sem hafa þá ekki skeytt um fótabúnað sinn í atrenn- unni. M.a.s. hefir mönnum virzt sem framkvæmdavaldsmenn hafi breytt hinu háa alþingi í af- greiðslustofnun; mál hafi verið lögð fyrir það til málamynda eftir að ráðstjórnarmenn höfðu tekið ákvarðanir bak luktum dyrum. Skrifari þykist sæmilega kunn- ugur störfum alþingis, a.m.k. frá endurreisn þess. Í þeirri sögu er engin dæmi að finna um að alþingi hafi verið sniðgengið jafn svívirði- lega og hið spánnýja dæmi um herförina á hendur Írökum. Tveir einir ákváðu formenn stjórnarflokkanna í Prag austur að Ísland skyldi eiga að- ild að þeim hildarleik, þrátt fyrir skýlaus ákvæði í lögum að slíkt mál skuli leggja fyrir alþingi. Við þau ódæmi rumskaði forsetadæmi alþingis ekki, en rýkur nú upp með andfælum þegar á góma ber vit- lausasta málatilbúnað í endilangri sögu al- þingis: Fjölmiðla- frumvarpið svokallaða. Það eru heldur ekki dæmi um það í sögu alþingis að framkvæmdavaldið hafi farið aðrar eins hrakfarir einsog í því máli. Og nú þarf að breyta stjórn- arskránni. Undirritaður vill nú á léttum nótum gauka því að meiri- hlutanum í alþingi hvort ekki sé ráð að hann samþykki að ákvæði stjórnarskrár um að alþingi og for- seti fari sameiginlega með löggjaf- arvaldið sé prentvilla. Það myndi margan róa í þeirra röðum og ekki miklu heimskulegra uppátæki en mörg önnur óráð sem ráðstjórnin hefir brugðið á í þeim efnum. Þingsetningarræða forseta al- þingis var um sumt athyglisverð – en því miður orð töluð í ótíma. Al- þingi býr ekki að svo mörgum hefðum að þær megi brjóta ef mönnum býður svo við að horfa. Ræðu sína átti hann auðvitað að halda í almennum umræðum með opinni mælendaskrá. Skrifara þessa pistils virðist það ekki bera vott um virðingu fyrir al- þingi þegar aðalritari tilkynnir einkaákvörðun sína um kosningu nýs forseta með tveggja ára fyr- irvara, val sem fara skal fram við leynilega kosningu í alþingi í upp- hafi hvers þings samkvæmt lögum. Þótt núverandi forseti kunni að vera fljótfær á stundum eins og fleiri (svo hjálpi mér guð) setur al- þingi enn á ný niður við þau for- setaskipti og aðferðina við þau ef eftir gengur. En Snorrabúð má ekki verða stekkur öðru sinni. Þingræði í vök að verjast Sverrir Hermannsson fjallar um þingræði ’ Alþingi býr ekki aðsvo mörgum hefðum að þær megi brjóta ef mönnum býður svo við að horfa.‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.