Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 16
SUMIR kölluðu hann Hróa hött Indverja, aðr- ir voru á því að hann væri ekkert annað en ótíndur ræningi og morðingi. Hann bauðst nokkrum sinnum til að gefast upp, árið 1997 setti hann sem skilyrði að gerð yrði kvikmynd um ævi hans. Koose Muniswamy Veerappan er talinn hafa verið um sextugt þegar hann var drepinn á mánudag, hann var eftirlýstur fyrir meira en 100 morð en eftir tveggja áratuga leit tókst loks að fella hann í hörðum bardaga, að sögn AP-fréttastofunnar. Þrír samstarfsmenn hans féllu einnig í aðgerðum lögreglu í frum- skógum suðaustanverðs Indlands. Sett hafði verið mikið fé til höfuðs glæpa- foringjanum, 50 milljónir rúpía sem svarar til um 70 milljóna króna. Veerappan varð heims- þekktur þegar hann hélt indverskri kvik- myndastjörnu, Rajkumar, í gíslingu í 108 daga árið 2000. Allir Indverjar þekktu myndina af manninum með yfirskeggið mikla og svarta og vissu að hann var búinn að leika hvað eftir annað á yfirvöld. Öðru hverju gaf hann fátæk- um íbúum á svæðinu þar sem hann dvaldi hluta af ránsfengnum. Hann mun aldrei hafa nauðgað konum og ávann sér þannig nokkra alþýðuhylli. Lögreglumenn sem reyndu að finna glæpamanninn beittu hins vegar sumir ofstopa og voru jafnvel sakaðir um nauðganir. En fáir héraðsbúar þorðu að gera honum nokkuð á móti skapi, t.d. gefa lögreglunni upplýsingar um Veerappan enda ávallt refsað grimmilega fyrir slíkt athæfi. Sumir af íbúun- um voru ósáttir við að Veerappan skyldi hafa verið drepinn. Betra hefði verið að taka hann lifandi og láta hann svara til saka. Byrjaði sem veiðiþjófur Ferill Veerappans hófst á sjöunda áratugn- um er hann gerðist umsvifamikill veiðiþjófur, hann seldi fílabein. Ekki er vitað hve marga Veerappan hafði í fylgdarliði sínu, fréttamenn sem hittu hann sögðu að um fjóra eða fimm menn væri að ræða. Stjórnvöld gerðu meira úr liðsaflanum og sögðu að Veerappan réði yf- ir öflugri hreyfingu hryðjuverkamanna. Hann var gómaður 1986 en slapp úr haldi eftir að hafa myrt fimm sofandi lögreglumenn og Hrói höttur eða bara morðingi? Reuters Koose M. Veerappan fær sér indverskt gæsa- ber. Ekki er vitað hvenær myndin var tekin. óvopnaðan skógarvörð. Árið 1998 tók hann í gíslingu fyrrverandi ráðherra í Karnataka, Hannur Nagappa, og bauðst til að láta hann lausan í skiptum fyrir uppreisnarmann í Tamil Nadu. Lík Nagappa fannst þrem mán- uðum síðar. Árið 1990 setti Tamil Nadu á laggirnar 500 manna sérsveit sem hafði það verkefni að handsama Veerappan. Vitað er að oft slapp Veerappan vegna deilna lögregluyfirvalda í þrem sambandsríkjum Indlands þar sem hann stundaði iðju sína, Karnataka, Kerala og Tamil Nadu. Hann fullyrti að sumir frammámenn í sam- bandsríkjunum þrem, einkum lögreglumenn og stjórnmálaleiðtogar, hefðu þegið mútur af sér og anda þeir nú vafalaust léttar, segir á vefsíðu BBC. Hann hótaði eitt sinn að skýra frá nöfnum þeirra. Nú óttast margir fátæklingar frumskóga- héraðanna einnig að hætt verði við þróun- aráætlanir sem höfðu það markmið að minnka stuðning fólks á staðnum við glæpaforingj- ann. 16 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT ÍHALDSÖFLIN innan herforingja- stjórnarinnar í Burma ráku á mánu- dag forsætisráðherra landsins, Khin Nyunt, úr embætti og hnepptu hann í stofufangelsi, að því er talsmaður stjórnvalda í nágrannaríkinu Taí- landi greindi frá í gær. Munu ráða- menn í höfuðborginni Rangoon gera því skóna að Nyunt hafi gerst sekur um spillingu. Fréttaskýrendur segja hins vegar að brottrekstur Nyunts sé hluti af valdabaráttu innan herfor- ingjastjórnarinnar. Nyunt hershöfðingi var þriðji valdamesti maðurinn í Burma (Myanmar). Talið er að hann hafi verið handtekinn á mánudagskvöld eftir að hann sneri aftur til höfuð- borgarinnar Rangoon úr ferðalagi. Nyunt, sem er 65 ára gamall, var andlit herforingjastjórnarinnar í Burma út á við og var álitinn tiltölu- lega hófsamur en m.a. var hann hlynntur því að efnt yrði til viðræðna við leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Aung San Suu Kyi. Frétta- skýrendur segja hins vegar að harð- línumenn í stjórninni hafi lagst gegn þessari stefnu og að Nyunt hafi verið tekinn að einangrast innan stjórnar- innar; m.a. í kjölfar uppstokkunar á stjórninni í síðasta mánuði. Er fullyrt að Than Shwe hershöfð- ingi, leiðtogi herforingjastjórnarinn- ar, sé alfarið á móti því að Suu Kyi, sem á sínum tíma hlaut friðarverð- laun Nóbels fyrir baráttu sína fyrir lýðræði í Burma, verði leyft að taka þátt í stjórnmálum landsins. Fjölmiðlar í Burma sögðu í gær að Nyunt hefði sagt af sér embætti af „heilsufarsástæðum“. Þá kom fram að við starfi hans hefði tekið Soe Win en hann mun koma úr innsta hring Thans Shwe. Dvínandi von um umbætur Aung San Suu Kyi hefur nú verið í stofufangelsi í sextán mánuði sam- fleytt en þetta er í þriðja sinn sem herforingjastjórnin hneppir hana í stofufangelsi. Khin Nyunt var skipaður for- sætisráðherra í ágúst 2003, skömmu eftir að Suu Kyi var síðast hneppt í stofufangelsi í kjölfar þess að til átaka kom milli stuðningsmanna hennar og fylgjenda herforingja- stjórnarinnar. Nyunt tilkynnti um aðgerðir sem áttu að stuðla að auknu lýðræði í landinu en lítið hefur hins vegar gerst í þeim efnum. Segja fréttaskýrendur að brott- rekstur Nyunts gefi til kynna að íhaldsöfl hafi nú tekið öll völd í stjórn landsins að nýju og að fylgt verði harðlínustefnu í samskiptum við stuðningsmenn Suu Kyi. Eru þessar fregnir því sagðar mikið áfall fyrir þá sem vonast höfðu eftir því að Burma tæki skref í um- bótaátt. Harðlínuöfl styrkja völd sín í herforingjastjórn Burma Reuters Lýðræðissinninn Aung San Suu Kyi (t.v.) ásamt Than Shwe, leiðtoga her- foringjastjórnarinnar í Burma, og Khin Nyunt (t.h.) á mynd frá árinu 1994. Forsætisráðherrann Khin Nyunt rekinn úr embætti og hnepptur í stofufangelsi Bangkok. AFP, AP. LÖGREGLAN í Linköping í Svíþjóð leitaði í gær að karlmanni um tvítugt sem talinn er hafa stungið 56 ára gamla konu og átta ára dreng til bana á götu í miðbænum í gærmorgun. Mikill óhugur er í bæjarbúum vegna morðanna. Stjórnendur leik- skóla og grunnskóla hleyptu ekki börnum út í frímínútum eftir morðin og var skóladyrum læst. Þá hvatti lög- regla bæjarbúa til að sýna aðgæslu. Ekki er vitað til þess að konan og drengurinn hafi þekkt hvort annað. Þau voru flutt á sjúkrahús en þegar þangað var komið var drengurinn lát- inn og konan lést síðar á skurðstofu. Sjónarvottar sáu ungan mann forða sér á hlaupum frá staðnum þar sem konan og drengurinn fundust. Lögreglan fann síðar hníf sem talið er morðinginn hafi notað. Að sögn Dagens Nyheter var kon- an fótgangandi á leið til vinnu þegar ráðist var á hana. Drengurinn býr skammt frá morðstaðnum og er talið að hann hafi verið á leið í skólann. Svíar slegnir óhug vegna morða ♦♦♦ DANSKA þjóðþingið hefur aflétt þinghelgi af Flemming Oppfeldt, þingmanni stjórnarflokksins Venstre. Hann var handtekinn í gær vegna gruns um að hann hefði beitt ungan dreng kynferðislegu ofbeldi. Oppfeldt lýsti sig saklausan, að sögn danskra fjölmiðla. Leiðtogi jafnaðar- manna sem eru í stjórnarandstöðu, Mogens Lykketoft, sagði að málið væri „hræðilegt“. Að sögn Jyllands-Posten hefur lögreglan rannsakað málið í viku en gerð var húsleit í íbúð Oppfeldts í Kaupmannahöfn og á skrifstofu hans í Kristjánsborg á mánudag. Venstre-maðurinn Christian Mejl- dahl, forseti þingsins, skýrði frá því á blaðamannafundi í gær að dóms- málaráðuneytið hefði í gær óskað eftir því að þingið samþykkti að þing- helgi yrði létt af Oppfeldt svo hægt yrði að handtaka hann og yfirheyra. Haft var eftir Lene Espersen dómsmálaráðherra að hún hefði vit- að af málinu í viku. Hún segir að það þurfi að liggja fyrir sterkar vísbend- ingar ef farið sé fram á að þinghelgi sé aflétt og lögreglan hafi fengið slík- ar vísbendingar. Oppfeldt hefur sagt sig úr þing- flokki Venstre tímabundið. Hann hefur verið talsmaður flokksins í fé- lagsmálum. Þingmaður handtekinn Danmörk Kaupmannahöfn. AP. GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti á kosningafundi í St. Petersburg í Flórída í gær. Flórída er eitt af um tíu ríkjum sem talin eru geta ráðið úrslitum í forsetakosn- ingunum 2. nóvember. Naumur sigur Bush í Flórída skipti sköpum í síðustu kosningum og hann leggur því mikið kapp á að sigra aftur í ríkinu. Reuters Bush á atkvæðaveiðum í Flórída Rússland Kjarnorku- ver orðin örugg ELLEFU kjarnakljúfar af sömu gerð og sá sem sprakk í orkuveri í Tsjernobýl í Úkraínu 1986 eru enn í notkun í Rússlandi en búið er að breyta þeim og öryggisbúnaðinum og gera kljúfana örugga. Kom þetta fram í máli rússneskra og vest- rænna sérfæðinga í gær. Geislavirkt ryk dreifðist um stórt svæði við sprenginguna 1986, 31 fórst í slysinu sjálfu og talið að mörg þúsund manns hafi látist af völdum geislamengunar síðar. Um- deilt er þó hve mörg dauðsföll sé hægt að rekja beint til slyssins vegna þess að mikil mengun var fyrir á umræddu svæði. „Stjórnkerfi Tsjernóbýl-versins var ekki fært um að taka á ástand- inu,“ sagði Jevgení Adamov hjá Dollezhal-stofnuninni sem hannaði Tsjernobýl-kljúfana. Franskur sér- fræðingur, Michel Shua, sagði að farið hefði verið yfir kjarnakljúf í borginni Kúrsk og gripið til sér- stakra fyrirbyggjandi aðferða við að efla öryggi kjarnakljúfa af Tsjernobýl-gerðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.