Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 19
Verum með börnunum á fimmtudaginn. Heimili og skóli – landssamtök foreldra hvetja foreldra grunnskólabarna til að sýna samstöðu og taka sér frí eftir hádegi fimmtudaginn 21. október. Samtökin hvetja atvinnurekendur til að gefa foreldrum frí svo þeir og börnin geti gert eitthvað uppbyggilegt saman. Egill Magnússon 6 ára á að baki 17 daga í skóla og 23 daga í verkfalli. Hann á betra skilið! Heimili og skóli – landssamtök foreldra átelja deilendur harðlega fyrir seinagang við lausn yfirstandandi verkfalls grunnskólakennara. Sátt á að ríkja um skólasamfélagið og skorum við á sveitarfélög, ríki og kennara að axla þá ábyrgð sem fylgir því að reka hér skólasamfélag sem fullnægir kröfum sem gerðar eru til menntunar barna. Börnin eru búin að fá nóg – foreldrar segja stopp! Heimili og skóli, Laugavegi 7, 101 Reykjavík www.heimiliogskoli.is H im in n o g h a f - SÍ A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.