Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ að vakti mikla athygli um allan heim og sérstaka ánægju Íslendinga, þeg- ar tilkynnt var í Stokkhólmi í októ- berlok 1955, að þeir átján menn, sem skipuðu Lærdómslistafélagið sænska, Akademíuna, hefðu ákveðið að veita Halldóri Kiljan Laxness Nóbelsverðlaun í bók- menntum fyrir það ár. En um þetta höfðu verið harðar deilur innan félagsins, þótt leynt færi, sem skal hér stuttlega greint frá, en heimildir um það fann ég aðallega í sænskum bréfasöfnum. Ræki- legar verður sagt frá vali Lærdómslistafélagsins sænska 1955 og einnig ýmsum afskiptum nokk- urra Íslendinga af málinu í þriðja bindi ævisögu Halldórs Kiljans Laxness, sem er væntanlegt á næsta ári. Fyrri tilnefningar Þrír Íslendingar höfðu verið tilnefndir til Nób- elsverðlauna í bókmenntum á undan Laxness. Árið 1918 sendi Adolf Noreen, prófessor í Há- skólanum í Uppsölum, tillögu um Gunnar Gunn- arsson. Hann hlaut lofsamlega umsögn. Sagt var, að hann væri bersýnilega mikill skáldsagnahöf- undur, en verk hans væru oft um dularheima mannssálarinnar, angist og skelfingu, og minntu þess vegna frekar á skáldsögur Dostóévskís en Íslendingasögur með sinni þurrlegu kímni. Hann hefði þó ekki unnið til verðlaunanna. Noreen sendi aftur 1921 tillögu um Gunnar Gunnarsson. Hann hlaut á ný lofsamlega umsögn, en var enn ekki talinn hafa unnið til Nóbelsverðlauna. Noreen gafst ekki upp, heldur sendi 1922 aftur tillögu um Gunnar Gunnarsson og nefndi nú sér- staklega tvær bækur hans, Salige er de enfoldige og Livets Strand, Sælir eru einfaldir og Strönd lífsins. Nú var umsögnin stuttaraleg, aðeins að Gunnar kæmi ekki til greina miðað við þau verk hans, sem fyrir lægju. Árið 1923 sendi Valtýr Guðmundsson, prófess- or í Kaupmannahafnarháskóla, tillögu um Einar H. Kvaran. Hann hlaut ekki lofsamlega umsögn. Sagt var, að hann stæðist ekki samanburð við fremstu skáldsagnahöfunda samtímans, þótt hann nyti vissulega virðingar fyrir einlægni og al- vöru á Íslandi. Valtýr Guðmundsson sendi aftur tillögu um Einar H. Kvaran 1924, og aftur var henni vísað á bug, enda hefði Einar ekki sent frá sér neitt verk á nýliðnu ári. En þetta varð að frægu deilumáli á Íslandi milli þeirra Sigurðar Nordals og Kvarans, eins og allir vita. Bengt Hesselman, prófessor í Háskólanum í Uppsölum, sendi tillögu um Guðmund Kamban 1935. Henni var fálega tekið, og Guðmundur var ekki talinn koma til greina. Tillögur um Laxness Fyrst var Halldór Kiljan Laxness tilnefndur til Nóbelsverðlauna í bókmenntum 1948. Þá mæltu íslenskuprófessorarnir Sigurður Nordal, Einar Ólafur Sveinsson og Jón Helgason með honum. Nóbelsnefndin fékk sérfræðing til að meta verk Laxness. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að Laxness stæðist ekki þær kröfur, sem gera yrði til Nóbelshöfundar. Nefndin gerði niðurstöðu hans að sinni, svo að Laxness kom ekki til greina það ár. Jón Helgason sendi einn tillögu um Lax- ness árið 1949. Sérfræðingur komst að sömu nið- urstöðu og orðið hafði árið áður, og Nób- elsnefndin samþykkti hana. En Jón Helgason gafst ekki upp, heldur gerði tillögu um Laxness árið 1950 ásamt Halldóri Stefánssyni, formanni Rithöfundafélags Íslands, og Dag Strömbäck, prófessor í þjóðfræði í Háskólanum í Uppsölum. Nóbelsnefndin afgreiddi tillöguna með einni setningu, að hún vísaði henni á bug eins og árið áður. Nafn Laxness var iðulega nefnt næstu árin, og sænskir fjölmiðlar, sérstaklega á vinstri væng stjórnmálanna, tóku margir undir það, að hann ætti verðlaunin skilið. Því var misjafnlega tekið í Svíþjóð, þegar Lær- dómslistafélagið veitti Winston Churchill, for- sætisráðherra Breta, Nóbelsverðlaunin í bók- menntum 1953. Dr. Ivar Harrie skrifaði í Expressen: „Nú á dögum er til dæmis eitt sagna- skáld á afskekktu málsvæði, sem hefur til að bera snilli Hómers. Hann er Halldór Kiljan Laxness. Þegar bókmenntaverðlaun eru ekki veitt honum, heldur Sir Winston Churchill, er verið að taka til- lit til sjónarmiða, sem eru ein sér skiljanleg, en koma þessu máli ekki við.“ Sænska myndablaðið Folket i bild sagði, að það væri opinbert leynd- armál, að bókmenntamenn hefðu í mörg ár talið hið snjalla íslenska sagnaskáld Halldór Kiljan Laxness helst eiga þau skilið. Það spurði nokkra sænska bókmenntafrömuði: „Teljið þér, að sænska Lærdómslistafélagið hafi hegðað sér í samræmi við tilgang Nóbelssjóðsins, þegar það tók stjórnmálamann og stríðssagnahöfund fram yfir hæfileikaríkan fulltrúa fagurbókmennta eins og Halldór Kiljan Laxness?“ Flestir svöruðu eins og til var ætlast. Því var hins vegar betur tekið, þegar Ernest Hemingway fékk verðlaunin 1954. Tilnefningarnar 1955 Í febrúarbyrjun 1955 lágu tilnefningar til Nób- elsverðlaunanna fyrir það árið. Eins og venjulega höfðu fjölmargar tillögur borist. Sumir átjánmenninganna í Lærdómslistafélaginu gátu ekki leynt skoðunum sínum. Dag Hammarskjöld vildi veita franska skáldinu Saint-John Perse verðlaunin. Hjalmar Gullberg studdi Juan Ram- ón Jiménez frá Spáni, Bertil Malmberg hafði augastað á Þjóðverjanum Gottfried Benn, en Nils Ahnlund á sagnfræðingnum Eugène Baie frá Belgíu. Franski rithöfundurinn Albert Camus átti þrjá aðdáendur í Lærdómslistafélaginu, þá Bo Bergman, Henrik S. Nyberg og Birger Eke- berg. Sigfrid Siwertz leist best á Nikos Kaz- antzakis frá Grikklandi, en Gullberg, sem var einn félaganna um að lesa nútímagrísku, var ekki eins hrifinn af honum. Flestir voru sammála um, að þeir Leon Feuchtwanger, William Somerset Maugham, Johan Falkberget og Aldous Huxley kæmu ekki til greina. Þótt þeir væru vinsælir rit- höfundar, vantaði dýpt í verk þeirra. Þeir væru „bokfabrikanter“, framleiðendur bóka, sagði Sten Selander. Nokkrir þeir, sem tilnefndir voru, þóttu orðnir of gamlir. Það var þegjandi sam- komulag um, að Nóbelsverðlaunin ættu ekki að vera framlag í útfararsjóð höfunda. Selander skrifaði Hammarskjöld strax í febr- úarbyrjun, að líklega stæði valið um Kazantzakis, rússneska rithöfundinn Mikhail Sjólokoff og Lax- ness með Gunnar Gunnarsson „eins og bát í eft- irdragi“: Í sambandi við Laxness virðist það umfram allt vera landið, sem eigi að hljóta Nóbelsverðlaun. Ég hefði haldið, að Harry Martinsson og Pär Lag- erkvist væru ónæmir fyrir slíkum sögulegum og landfræðilegum sjónarmiðum, en báðir segja hrein- skilnislega, að Ísland, og þá væntanlega jöklarnir líka, eigi að fá sína verðlaunahafa. Nú sé ég, að Harry hefur gengið svo langt að gera tillögu um Gunnar Gunnarsson, og í mínum huga eru engin rök fyrir að veita honum Nóbelsverðlaun önnur en þau, að hann er Íslendingur. Ég er líka hrifinn af Njáls sögu og ljóðum Egils Skallagrímssonar, en mér finnst það heldur lítil ástæða til að veita Lax- ness Nóbelsverðlaunin, sérstaklega eftir að hann skrifaði Gerplu. Wessén var sammála mér í fyrra. Nú sé ég, að hann hefur skipt um skoðun. Vissulega er Laxness afar mikilvægur rithöfundur, og hann væri einn mesti höfundur samtímans, ef hann kynni að ljúka málsgrein. En hann kann það ekki. Það eru ljósir blettir í allflestum bókum hans, en á milli gróðurreitanna verða menn að þramma um eyðimerkur vaðals og ótínds áróðurs. Stjórnmála- sannfæring hans raskar öllum hlutföllum, jafnt list- rænum og mannlegum. Opinber ummæli hans um stjórnmál sýna annaðhvort botnlausa heimsku eða skilyrðislausa fylgispekt við einn málstað, og hvor- ugt hæfir Nóbelsverðlaunahafa. Enn fremur: Eng- um dytti í hug að veita nasista verðlaunin. Er ein- dreginn liðsmaður Moskvu skárri? Þegar ég sagði eitthvað á þessa leið í fyrra, lá við, að Pär fengi hjartaslag á staðnum. Nei, við verðum að gæta okk- ar á skoðunum frá fjórða áratug, þegar nasistarnir voru nasistar og kommúnistarnir frelsishetjur. Í stuttu máli: Það lítur út fyrir, að nógu mörg at- kvæði falli á Ísland til þess, að annaðhvort fái Lax- ness verðlaunin einn eða hann og Gunnar Gunn- arsson saman. Sjálfur er ég andvígur Kazantzakis og Laxness, hvort heldur einum eða með viðhengi. Eina leiðin til að losna við þessa afarkosti er, að hvorugur fái meiri hluta atkvæða, svo að þriðji maður skjóti upp kollinum og vinni leikinn og þá líklega Sjólokoff, — meðal annars vegna þess að einhverjir munu greiða Laxness atkvæði í því skyni að sýna óhlutdrægni lærdómslistafélagsins í stjórn- málum, eftir að Churchill hlaut verðlaunin. Hammarskjöld tók undir það með Selander, að Laxness væri ekki heppilegur verðlaunahafi. Skilaboð frá Moskvu Í maímánuði 1955 höfðu ráðamenn í Moskvu komið þeim skilaboðum til Lærdómslistafélags- ins, að það væri þeim þóknanlegt, að Mikhail Sjólokoff fengju verðlaunin. Selander sagði við félaga sína, að þeir gætu ekki tekið við fyrirskip- unum að austan. Pär Lagerkvist brást reiður við og sagði, að Selander væri afturhaldsmaður. En Anders Österling, ritari félagsins, varð hátíðleg- ur og hvatti til þess, að menn hæfu sig upp yfir flokka og stefnur. Skilaboðin að austan virtust hafa einhver áhrif á hann og Ekeberg, sem báðir áttu mikið undir sér í lærdómslistafélaginu. Selander skrifaði Hammarskjöld, að nú væri sennilegast, að Sjólokoff yrði fyrir valinu, en af tvennu illu vildi hann annaðhvort Laxness eða Kazantzakis heldur en Sjólokoff. Hann sagði, að Harry Martinsson væri orðinn eindreginn fylg- ismaður Laxness: „Nú hefur hann hins vegar fengið Ísland á heilann og mun af þeim sökum g h S H h h o e a L K i e d e N s s i þ t S S m m l S A T s á H a H ó a v f e i e u h n f m o n i s l h f N M o l a r v Hvernig Laxne Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson G a G T R S K SAGA ÍSLENSKRAR MYNDLISTAR Ólafur Kvaran, forstöðumaðurListasafns Íslands, sagði frá því ísamtali við Morgunblaðið fyrir sl. helgi að á fjárlögum ársins 2005 væri gert ráð fyrir fjárveitingu til ritunar ís- lenskrar listasögu. Um leið sýndi menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, vilja sinn til að rækta ís- lenskan myndlistararf í verki, með því að lýsa því yfir að búið væri að ákveða að hefja undirbúning að slíkri útgáfu og að miðað væri við að verkið kæmi út í fjórum bindum. „Ég tek undir það með tals- mönnum Listasafnsins að þörf er á skráningu íslenskrar listasögu“, sagði hún í Morgunblaðinu á föstudag, en stofnað verður fagráð til að ráða höfunda að verkinu vegna útgáfunnar. Þorgerður Katrín sagði hugsanlegt að fyrstu bindin gætu litið dagsins ljós innan tveggja til þriggja ára, sem svo sannarlega væri til fyrirmyndar, enda mjög mikilvægt að fylgja svona verkefni eftir þannig að hægt sé að hafa gagn af því sem allra fyrst. Ekki þarf að orðlengja um nauðsyn ritunar íslenskrar listasögu. Allar þjóðir þurfa að eiga bæði uppflettirit og stað- góðan gagnagrunn um menningararf sinn til þess að nauðsynlegar rannsóknir og miðlun fróðleiks geti átt sér stað. Ítar- legt rit yfir alla listasögu tuttugustu ald- ar, sem spannar nánast alla samfellda listasögu þjóðarinnar, hefur ekki verið til fram að þessu og því er hér um töluvert stórvirki að ræða. Fram að þessu hefur yfirlitssaga ís- lenskrar myndlistar fyrst og fremst ver- ið varðveitt í bókum þeim sem Björn Th. Björnsson listfræðingur hefur skráð, en hann vann mikið brautryðjendastarf á þessu sviði. Verk hans Íslensk myndlist á 19. og 20. öld; drög að sögulegu yfirliti, (Helgafell, 1964–1973), var í raun fyrsta heildstæða yfirlitið yfir listasögu nú- tímans hér á landi. En þó Björn hafi verið ötull í frekari skrifum sínum á þessu sviði, svo sem í kafla um myndlist sem birtist í ritröðinni Saga Íslands, er ljóst að síðan þá hefur töluvert vatn runnið til sjávar. Það er því löngu tímabært að halda því góða starfi sem hann hóf með svo myndarlegum hætti áfram, þannig að upplýsingar um myndlistararfinn, stefn- ur hans og strauma sé að finna í einni handhægri útgáfu er spannar myndlist- arsöguna allt fram til samtímans. Það fer vel á því að Listasafn Íslands hafi umsjón með verkinu, en eins og fram kemur í samtalinu við Ólaf hefur verið samið um það. Í Listasafninu er til staðar mikill fjársjóður skráðra heimilda um íslenska myndlist, myndlistarmenn og arfinn sem heild. Með þessu framtaki er því í raun verið að tryggja Listasafninu farveg fyr- ir þá þekkingu sem þar hefur safnast og leið til að miðla henni – sem er einmitt eitt meginhlutverk ríkissafns. LEIKREGLUR UM OLÍULEIT Hafréttarstofnun Íslands efndi tilmálstofu um olíurétt og nýtingu olíuauðlinda í fyrradag. Nú er unnið að endurskoðun á lögum og reglugerðum um leit og vinnslu olíuauðlinda. Hafa þrír aðilar, iðnaðarráðuneyti, utanríkis- ráðuneyti og Orkustofnun, sett upp samráðsnefnd í því skyni. Sveinbjörn Björnsson, sérfræðingur hjá Orkustofnun, sagði m.a. í fyrr- nefndri málstofu: „Það koma öðru hvoru fyrirspurnir og innan nokkurra ára gæti komið að því, að menn vildu bora rannsóknarholu á Jan Mayen-hryggnum og þá þurfa ís- lenzkir aðilar að hafa sett sér leik- reglur enda er olíuleit afar kostnaðar- söm og fyrirtæki fara ekki út í millj- arða fjárfestingu nema hafa það alveg á hreinu t.d. hvernig skattareglurnar eru og hvaða umhverfiskröfur eru gerðar. Þannig sjáum við að stjórnvöld bæði í Færeyjum og á Grænlandi hafa sett upp skýran lagaramma hvað þetta varðar þó hvorugt land sé enn farið að framleiða olíu.“ Þótt engar vísbendingar séu um að olía geti fundizt á íslenzku yfirráða- svæði er hyggilegt að vera undir það búinn, að það geti gerzt í framtíðinni. Þess vegna er ánægjulegt að stjórnvöld skuli leggja vinnu í að undirbúa hugs- anlega framtíð með þessum hætti og tímabært að málið hafi verið tekið til opinberrar umræðu eins og Hafréttar- stofnun hefur nú haft frumkvæði um. JAFNRÉTTI TIL NÁMS Eftir því sem liðið hefur á verkfallkennara, hefur undanþágum til kennslu fjölgað. Þessar undanþágur hafa verið vegna kennslu barna, sem við einhvers konar örðugleika eða fötlun eiga að stríða. Seinagangur hefur ein- kennt veitingu þeirra og reyndar hefur fjölda umsókna verið vísað frá. Í viðtali í fréttatíma Sjónvarps á laug- ardagskvöld var rætt við Þórörnu Jóns- dóttur, fulltrúa Kennarasambands Ís- lands í undanþágunefndinni, þar sem hún gerði grein fyrir viðhorfum sínum. Þórarna var spurð hvort það myndi réttlæta undanþágu til kennslu í tíunda bekk að ella væri hætta á að margir tíundubekkingar kæmust ekki í fram- haldsskóla næsta haust og svaraði: „Mig langar eiginlega að varpa þeirri spurningu til þjóðarinnar hvort að það sé jafnmikil eða mikilvæg ástæða eins og það að veita fötluðum undanþágu.“ Finnur Beck fréttamaður gekk þá á viðmælanda sinn: „En ef að þú þyrftir að svara henni, þú ert nú í nefndinni?“ „Ég verð að leggja alla nemendur að jöfnu þegar að ég tek ákvörðun vegna þess að samkvæmt lögum þá eiga allir nemendur jafnan rétt til náms, ekki mis- jafnan,“ svaraði Þórarna. Þetta mál má líka skoða frá annarri hlið. Hingað til hefur verið sótt um und- anþágur vegna fatlaðra, einhverfra og þroskaheftra nemenda, eða nemenda, sem eiga við félagsleg eða geðræn vandamál að stríða. Margir þessara nemenda mega ekki við því að daglegt líf þeirra fari úr skorðum. Við slíka röskun er ekki aðeins hætt við því að þeir standi í stað, heldur getur þeim farið aftur. Er hægt að halda því fram að með veitingu undanþágu til þess að kenna einhverfum nemanda, svo dæmi sé tekið, sé gengið á jafnan rétt allra til náms? Réttur hvers er skertur þegar veitt er undanþága vegna nemanda, sem á við geðræn vandamál að stríða? Hverjum er mis- munað þegar gefin er undanþága vegna þroskahefts nemanda? Það væri nær að snúa dæminu við og segja að í raun sé verið að ganga á jafnan rétt allra til náms með því að veita ekki undanþágu vegna þess hvað það getur haft afdrifa- rík áhrif fyrir til dæmis einhverfa og þroskahefta nemendur þegar skólahald þeirra fellur niður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.