Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI ÞETTA HELST ...                              !!" !  !    # $% &$'" ! !!     14 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF N O N N I O G M A N N I YD D A /S IA .I S /N M 1 2 7 9 5 www.kbbanki.is Tilvalinn fjárfestingarkostur fyrir flá sem vilja binda fé í skamman tíma án mikillar áhættu. Enginn munur er á kaup- og sölugengi og innstæ›an er alltaf laus til útborgunar.7,6% Peningamarka›ssjó›ur er fjárfestingarsjó›ur skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings Búna›arbanka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum KB banka e›a á www.kbbanki.is. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ U R na f n á v ö x t u n* * Nafnávöxtun sl. sex mánu›i á ársgrundvelli m.v. 1.10.2004 GREIÐSLUBYRÐI af lánum heim- ilanna í landinu gæti að jafnaði minnkað um 13–19% ef þau notfæra sér þá möguleika sem nú eru til stað- ar með hinum nýju íbúðalánum fjár- málastofnana. Þetta getur leitt til aukins sparnaðar heimilanna en einnig til aukinnar neyslu og skulda þeirra, að því er fram kom í erindi Eddu Rósar Karlsdóttur, forstöðu- manns greiningardeildar Lands- bankans, á morgunverðarfundi bank- ans í gær. Sagði Edda Rós að ef skuldir heim- ilanna myndu aukast eins og geta þeirra er til, myndu skuldirnar verða þær mestu hér á landi í samanburði við helstu viðskiptalönd, þegar miðað er við skuldir sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum. Íslensk heimili eru nú í þriðja sæti á lista yfir skuldugustu heimilin, næst á eftir Danmörku og Hollandi. Um síðustu áramót námu skuldir heimilanna um 180% af ráð- stöfunartekjum þeirra. Þetta hlutfall gæti farið upp í um 250% ef heimilin notfærðu sér þá möguleika sem nú eru til skuldbreytinga, og jafnframt lengja lánstímann þannig að um helmingur af nýjum lánum yrði til 40 ára og hinn helmingurinn til 25 ára. Í erindi Eddu Rósar kom fram að heildarskuldir heimilanna í landinu næmu rúmum 800 milljörðum króna. Um 25% af skuldunum væru við bankakerfið, eða um 210 milljarðar króna og þar af væri tæplega þriðj- ungur yfirdráttarlán, greiðslukorta- skuldir og víxlar, eða um 60–70 millj- arðar króna. Að sögn Eddu Rósar er hér um gróft mat að ræða. Hún sagði að ríkið væri enn stærsti lánardrottinn einstaklinga, en um 50% af skuldum þeirra væru við Íbúðalánasjóð og um 7% við Lána- sjóð íslenskra námsmanna. Um 12% af skuldum einstaklinga væru við líf- eyrissjóði og um 6% við aðrar lána- stofnanir. Fram kom í erindi Eddu Rósar að greiningardeild Landsbankans áætl- ar að greiðslubyrði heimilanna í land- inu vegna þessara skulda þeirra sé að meðaltali um 20–25% af ráðstöfunar- tekjum heimilanna. Með því að lækka greiðslubyrði skuldanna með hinum nýju íbúðalánum lækki greiðslubyrð- in að jafnaði um 13–19%. Sú lækkun nemi um 3–4½% lækkun á greiðslu- byrðinni miðað við ráðstöfunar- tekjur. Edda Rós sagði að lausafjárstaða bankanna væri góð og þeir réðu vel við aukin útlán. Hún spáði því að hluti fasteignalána bankanna myndi lík- lega fara til verðbréfafyrirtækja sem selja lánin áfram til endurfjárfesta, líkt og er til að mynda í Danmörku og Bretlandi. Þá sagði hún að skuld- breytingar á næstu misserum myndu valda meiri háttar umbyltingu á fjár- málamarkaði. Vaxtamunur banka myndi lækka, lán sem bæru háa vexti yrðu greidd niður en þetta kallaði á hagræðingu í fjármálakerfinu. Auk þess myndi hlutur ríkisins á lána- markaði minnka. Hún spáði því að er fram liðu stundir myndi breytingin verða sú að bankarnir yrðu með um 50% af lánamarkaðinum en Íbúða- lánasjóður innan við 30%. Þrýstingur á hækkun launa Björn Rúnar Guðmundsson, hag- fræðingur á greiningardeild Lands- bankans, gerði á fundinum grein fyr- ir helstu niðurstöðum í hagspá bankans fyrir tímabilið 2004 til 2010. Segir þar að viðskiptahallinn hér á landi sé kominn vel yfir það sem al- mennt samrýmist efnahagslegum stöðugleika og að verðbólgan muni hækka tímabundið og fara yfir 6% í upphafi árs 2007 en lækka síðan aftur samfara styrkingu krónunnar. Sagði Björn Rúnar að það stefndi í tekjuafgang hjá ríkissjóði á þessu ári. Það væri háleitt markmið að ætla að halda rekstrarútgjöldum ríkisins í lágmarki. Rekstrarútgjöldin væru að mestu leyti launakostnaður og mikill þrýstingur væri á hækkun launa. Morgunblaðið/Kristinn Umbylting Edda Rós Karlsdóttir segir bankana verða með 50% allra lána. Nýju íbúðalánin geta leitt til aukins sparnaðar                           () *  +,$-. / !! *0, +,$-. /-,1 ,2 32,4") '5 ,46 )$,! 7/ +, ' 89 ': '! / : '! ; ': '! 89 '  ,"9 "( ," 9 5 5 43 ,! .) . ' !",4 <=",3 ), -<-, 32,4") '5 :6 >-,     !< ,! 1-, 89 ' 9-59" 1 , 7 <. 13 ' 79-) :,3?1-, /@' 1 ,:6 7, 14,A) )6 B?,= 4' , & ,1:$, ' ,  9: !-, 05-' ;C4)D!' 3?1-, '' E=",3 8 92)-,4F9 5 -1-,9 ' D.9 ) 09-< 1)01 =, 14,A) =6  '5 ,A55 '5 < 1)01 ' G ''9-)01 ' B$,<6 , << H D:",5   ! " -)-,: !!  !"9 A3 43 ,1 , ; 'C< 89 ' D! 4D, G2),A55 '5 4F9 5 89 ' C1 ) * 1!6*",1                    H H H H H   H    H  H H H H H H /,"A) '5 4,2 4A,, * 1!6*",1 H H H H H H H H H H H H H H H H H H H   H H H H H H H H H H H H H H H I H J I H J I HJ I J H H I J I H J I H J H I HJ I HJ H I J H H I HJ H H H H H I  J H H H H H H H H H H H H H H H 7" 9 ,* 1! .)  5 '  9:$1 C 9$!  5K  -. 9 6  6  6 6 6 6 6 6 6 6    6 6 6 6  H 6 H 6 H H 6  6  H 6 H 6 6 H  6 H H H H H H                   H  H    H   H                        H     H        G 1! .) C L@6 !,6 76 M )=-5-' ,9 ) 309 * 1! .)      H  H  H H  H  H   H  H H H H  H H Kögun hækkar mest ● ÚRVALSVÍSITALA fimmtán veltu- mestu fyrirtækja í Kauphöll Íslands hækkaði lítillega í viðskiptum gær- dagsins, eða um 0,1%, og stendur nú í 3.849 stigum. Mest hækkun varð á hlutabréfum í Kögun 1,8% og KB banka 1%. Verð bréfa í Kögun er nú 45 krónur á hlut og KB banka- hluturinn er á 506 krónur. Verðbólga eykst meira á Íslandi en í EES ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 115,7 stig í septem- ber sl. og hækkaði um 0,2% frá mán- uðinum áður. Á sama tíma var vísital- an fyrir Ísland 128,9 stig og hækkaði um 0,5% frá fyrra mánuði, segir í til- kynningu frá Hagstofu Íslands. Tólf mánaða verðbólga, mæld frá september 2003 til september 2004 mældist 2% að meðaltali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæðinu og 2,8% á Íslandi. Mest verðbólga var 7,7% í Lettlandi og minnst í Finnlandi, 0,2%. Hluthafafundur Íslands- banka 3. nóvember ● BANKARÁÐ Íslandsbanka hefur boðað til hluthafafundar í félaginu miðvikudaginn 3. nóvember. Þar verður kosið nýtt bankaráð og borin upp tillaga um heimild til að auka hlutafé félagsins um allt að þrjá milljarða hluta. Gengi félagsins er nú 11,60 þannig að heimildin svarar til um 35 milljarða króna að markaðs- virði. Farið er fram á að hluthafar falli frá forkaupsrétti að helmingi hins nýja hlutafjár. Í tilkynningu bankans til Kauphall- arinnar segir að hann hyggist auka umsvif sín innanlands og erlendis. „Tilgangur heimildar til bankaráðs til að auka hlutafé félagsins er að leggja grunn að frekari vaxtarmögu- leikum með eflingu eiginfjárstöðu. Heimild aðalfundar frá 8. mars sl. til bankaráðs um aukningu hlutafjár hefur þegar verið nýtt að fullu og mun ný heimild til hlutafjáraukingar veita Íslandsbanka aukið svigrúm til vaxtar.“ Auka á hlutafé í Bakkavör um helming ● BOÐAÐ hefur verið til hluthafa- fundar í Bakkavör Group hf. fimmtu- daginn 28. október 2004. Þar mun stjórn félagsins fara fram á heimild til að auka við hlutafé félagsins um 790 milljónir hluta, eða um rúmlega helm- ing. Þar af er ætlunin að 750 milljónir hluta verði seldar í áskrift og eiga nú- verandi hluthafar þar forkaupsrétt. 40 milljónir verða seldar til starfsmanna félagsins eða aðila sem tengjast fé- laginu og farið er fram á að hluthafar falli frá forkaupsrétti á þessum hlut- um. Söluandvirði 790 milljóna hluta í Bakkavör er í dag um 22 milljarðar króna. Athyglisvert er að í lok nóv- ember lýkur sex mánaða tímabili sem Bakkavör er óheimilt að gera yfirtöku- tilboð í breska matvælaframleiðand- anum Geest. Félagið á þar nú þegar 20% hlut og greiddi fyrir hann rúma 11 milljarða króna. Komi til yfirtöku verður Bakkavör einn af stærstu mat- vælaframleiðendum Bretlands. Morgunverðarfundur um erlendar fjárfestingar í íslenskum sjávar- útvegi er haldinn í dag kl. 8.30 á Grand hóteli. Fundinn heldur Versl- unarráð Íslands í samvinnu við Kauphöll Íslands. Í DAG LANDMAT ehf. hefur verið sam- einað bandaríska fyrirtækinu Enpocket undir merkjum þess síð- arnefnda en fyrirtækin sérhæfa sig í þróun og sölu farsímalausna. Enpocket segist í fréttatilkynningu hafa lokið yfirtöku á Landmati og sameinað fyrirtæki muni bjóða upp á mikið úrval afþreyingar- og markaðs- þjónustu fyrir farsíma. Yfir 50 síma- fyrirtæki í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu eiga í viðskiptum við Enpock- et um lausnir og þjónustuleiðir fyrir milljónir farsímanotenda um allan heim, segir í tilkynningunni. „Enpocket og Landmat hafa sam- einað krafta sína í nýtt alþjóðlegt afl í þráðlausri miðlun. Landmat hefur verið leiðandi í þróun farsímalausna og hefur komið sér upp óviðjafn- anlegum viðskiptasamböndum víða um heim ,“ segir Jonathon Linner, sem er og verður forstjóri Encode. Landmat hefur m.a. þróað stefnu- móta-, rabb-, og mBlogg-þjónustu fyrir nokkur stærstu farsímafyrir- tæki heims, s.s. Vodafone, Cingular, Verizon og T-Mobile. Haukur Harð- arson, sem hefur verið forstjóri Land- mats, sest nú í stjórn Enpocket. Brú með stærstu fjárfestum Það voru fyrirtækjasvið Straums Fjárfestingarbanka og dótturfélag Straums, Brú Venture Capital, sem leiddu samrunann og fjármögnun fyr- irtækjanna. Brú er meðal stærstu fjárfesta í hinu nýja fyrirtæki ásamt bandarísku fjárfestingarsjóðunum Nokia Venture Partners, Grandbanks Capital og Dolphin Equity. Skúli Val- berg Ólafsson, stjórnarmaður í Brú, segir r þetta samstarf við bandarísku fagfjárfestana mikilvæga forsendu fyrir árangri í útrás íslenskra vaxt- arfyrirtækja. „Við gerum ráð fyrir að frekari samvinna verði við þá í kjölfar þessa,“ segir Skúli. Landmat sam- einað Enpocket

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.