Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Í GREIN eftir Hannes Hólmstein Gissurarson
prófessor í Morgunblaðinu í dag rekur hann að-
dragandann að því að Lærdómslistafélagið
sænska, Akademían, ákvað að veita Halldóri
Kiljan Laxness Nóbelsverðlaunin í bókmennt-
um árið 1955. „…um þetta höfðu verið harðar
deilur innan félagsins, þótt leynt færi, sem skal
hér stuttlega greint frá, en heimildir um það
fann ég aðallega í sænskum bréfasöfnum,“ seg-
ir í inngangi að grein Hannesar Hólmsteins.
Þrír Íslendingar höfðu verið tilnefndir til
Nóbelsverðlauna í bókmenntum á undan Lax-
ness, rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson, Ein-
ar H. Kvaran og Guðmundur Kamban.
Vitnar Hannes í grein sinni til bréfa sem fóru
á milli einstakra nefndarmanna í tengslum við
tilnefningu Laxness. Þannig segir m.a. í bréfi
Sten Selander í febrúar 1955 til Dag Hamm-
arskjöld, sem einnig var framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna frá 1953–1961, að líklega
stæði valið um Kazantzakis, rússneska rithöf-
undinn Mikhail Sjolokoff og Laxness.
„Vissulega er Laxness afar mikilvægur rit-
höfundur, og hann væri einn mesti höfundur
samtímans, ef hann kynni að ljúka málsgrein.
En hann kann það ekki. Það eru ljósir blettir í
allflestum bókum hans, en á milli gróðurreit-
anna verða menn að þramma um eyðimerkur
vaðals og ótínds áróðurs. Stjórnmálasannfær-
ing hans raskar öllum hlutföllum, jafnt listræn-
um sem mannlegum. Opinber ummæli hans um
stjórnmál sýna annaðhvort botnlausa heimsku
eða skilyrðislausa fylgispekt við einn málstað,
og hvorugt hæfir Nóbelsverðlaunahafa,“ segir
m.a. í bréfinu. Segir Hannes að Hammarskjöld
hafi tekið undir það með Selander, að Laxness
væri ekki heppilegur verðlaunahafi.
Hannes segir að helstu stuðningsmenn Lax-
ness í Akademíunni hafi verið Pär Lagerkvist,
Harry Martinsson og Elias Wessén en and-
staðan við Laxness aðallega verið frá Selander
og Hammarskjöld. ,,Enginn verðlaunahafi hef-
ur sennilega verið valinn af meira fálæti í félag-
inu. Bo Bergman virðist vera hinn eini, sem
metur bækur hans mikils, en öðrum hefur að-
eins létt vegna þess, að nú erum við lausir við
hann,“ segir í bréfi Selander til Hammarskjöld
eftir að veiting Nóbelsverðlaunanna hafði verið
staðfest.
Laxness ekki heppilegur verð-
launahafi að mati Hammarskjöld
Morgunblaðið/Börkur Arnarson
Meðlimir úr sænsku Akademíunni, sem veitti Halldóri Kiljan Laxness bókmenntaverðlaun Nóbels
árið 1955, sóttu skáldið heim að Gljúfrasteini í ágústmánuði árið 1989.
Hvernig/Miðopna
VETUR gekk í garð með miklu
hvassviðri um allt land. Óveðurs-
hvellur sem fólk víða á landinu
fékk að kenna á í byrjun vikunnar
verður að líkindum lengi í minnum
hafður, ekki síst á Snæfellsnesi
þar sem vindmælir fór í 62 m/sek í
mestu hviðunum. Þar jós Kári
hressilega upp úr pollum og vötn-
um og skvetti miklu vatnsmagni
yfir nálæg mannvirki eins og þetta
hlið á túni í Staðarsveit. Ísaðist
hliðið svo rækilega að það varð
æði torkennilegt á að líta.
Erfitt var fyrir menn og mál-
leysingja að fóta sig í hálkunni í
gær og ekki hjálpaði rokið. Spáð
er hægara veðri í dag og næstu
daga. Ekki er hins vegar víst að ís-
hliðið í Staðarsveit hverfi alveg á
næstunni.Morgunblaðið/RAX
Íshlið
í óveðri
YFIRDRÁTTARLÁN, greiðslukorta-
skuldir og víxlar, sem einstaklingar eru með
í bankakerfinu, nema um 60–70 milljörðum
króna, samkvæmt grófu mati greiningar-
deildar Landsbanka Íslands. Heildarskuld-
ir heimilanna eru rúmlega 800 milljarðar
króna og þar af eru skuldir við bankakerfið
um 210 milljarðar. Þetta var meðal þess
sem fram kom í erindi Eddu Rósar Karls-
dóttur, forstöðumanns greiningardeildar
Landsbankans, á morgunverðarfundi bank-
ans í gær. Spáir deildin því að meiri háttar
umbylting verði á fjármálamarkaði hér á
landi á næstu misserum vegna hinna nýju
íbúðalána fjármálastofnana.
Samkvæmt útreikningum greiningar-
deildar Landsbankans er greiðslubyrðin af
lánum heimilanna í landinu líklega að jafn-
aði um 20–25% af ráðstöfunartekjum
þeirra. Sagði Edda Rós að það væri mat
greiningardeildarinnar að greiðslubyrðin
gæti að jafnaði minnkað um 13–19% með til-
komu hinna nýju íbúðalána fjármálastofn-
ana.
Fram kom í máli hennar að greiningar-
deildin reiknaði með því að hlutur bankanna
í heildarskuldum heimilanna mundi aukast
úr um 25% í um 50% á næstu misserum. Að
sama skapi mundi hlutur Íbúðalánasjóðs
fara úr um 50% og niður fyrir 30%.
Heimilin
velta á undan
sér um 60–70
milljörðum
Nýju íbúðalánin/14
GERÐUR hefur verið samstarfs-
samningur milli NimbleGen Syst-
ems og WiCell, sem er rann-
sóknastofa í eigu sjálfseignar-
stofnunarinnar á vegum
háskólans í Wisconsin í Banda-
ríkjunum, um rekstur rannsókna-
stofu í stofnfrumurannsóknum
hér á landi og er stefnt að því að
starfsemin geti hafist fyrir árs-
lok.
Susan M. Carlson, fjármála-
stjóri WiCell, segir að ástæða
þess að NimbleGen Systems hafi
orðið fyrir valinu sem samstarfs-
aðili sé sú tækni sem fyrirtækið
ráði yfir varðandi rannsóknir á
þessu sviði. Hún sé mjög öflug til
erfðafræðirannsókna og þau séu
mjög spennt yfir því tækifæri
sem þetta samstarf feli í sér.
Um er að ræða svonefnda
genaörflögutækni sem Nimble-
Gen hefur þróað og notuð hefur
verið til erfðafræðirannsókna, til
að mynda til að skoða sambandið
á milli genastarfsemi og sjúk-
dóma, sem og til rannsókna í
þroskunarfræði.
„Þessar örflögur sem við erum
að smíða hér eru verkfæri sem
hægt er að nota á margan hátt í
rannsóknum á erfðum, áhrifum
lyfja og í öðrum læknisfræðileg-
um rannsóknum,“ sagði Sigríður
Valgeirsdóttir, forstjóri Nimble-
Gen á Íslandi, í samtali við Morg-
unblaðið.
Erfðaefni úr stofnfrumum til
rannsóknanna mun koma frá
rannsóknastofu WiCell í Madison
í Wisconsin, en þar starfar James
Thomson, einn helsti frum-
kvöðullinn á sviði stofnfrumu-
rannsókna. Niðurstöðurnar verða
síðan sendar aftur til Bandaríkj-
anna til frekari úrvinnslu þar, en
rannsóknirnar munu einkum
beinast að því að upplýsa hvaða
þættir stýra þroskun stofnfrumu
til þess að verða vöðvafruma,
taugafruma eða eitthvað annað.
Mikilvægur samningur
„Þessi samningur er okkur
mjög mikilvægur og við bindum
miklar vonir við hann. Heimsókn
Thomsons og forstjóra sjálfseign-
arstofnunarinnar WARF hingað
til lands á síðasta ári stuðlaði að
því að hann var gerður,“ sagði
Sigríður enn fremur.
Hún sagði það mikilvægt fyrir
fyrirtæki eins og NimbleGen að
eiga í samstarfi við rannsókna-
stofu eins og WiCell sem nyti
mikils álits á þessu sviði, auk þess
sem í því fælist viðurkenning á
þeirri tækni til rannsókna sem
þróuð hefði verið hjá NimbleGen.
Þetta þýddi ný atvinnutækifæri
fyrir þá sem beinlínis störfuðu
hjá fyrirtækinu, auk þess sem sú
þekking sem hingað bærist með
þessu skapaði möguleika á nýjum
og frekari verkefnum hér á landi.
Sérstakt fyrirtæki verður
stofnað um reksturinn hér. Er nú
unnið að því að ráða starfsmenn
til þess, en gert er ráð fyrir að
þeir verði tveir til þess að byrja
með. Hjá NimbleGen Systems á
Íslandi starfa tíu starfsmenn fyr-
ir.
Samstarfssamningur háskólans í Wisconsin og NimbleGen á Íslandi
Hefja stofnfrumurannsóknir
♦♦♦
MEÐ nýjum reglum vegna styrkjaúthlut-
unar Reykjavíkurborgar á að tryggja að
fjármunum skattgreiðenda sé vel varið í
rétt verkefni. Aukin áhersla verður á sam-
starfssamninga/styrksamninga sem falla að
markmiðum og forgangsröðun Reykjavík-
urborgar og einstakra málaflokka.
Nýjar reglur
Virkara eftirlit/20
SAMNINGANEFNDIR grunn-
skólakennara og launanefndar sveit-
arfélaga áttu langan fund hjá ríkis-
sáttasemjara í gær. Ákveðið hefur
verið að viðræðunum verði haldið
áfram í dag en boðað er til sátta-
fundar hjá sáttasemjara kl. 13.
Deilendur hittust hjá ríkissátta-
semjara kl. 13 í gær og lauk viðræðu-
fundi kl. rúmlega 18. Forsvarsmenn
samninganefndanna vilja ekkert tjá
sig efnislega um viðræðurnar en
segja að til standi að hittast að nýju í
dag til nánari viðræðna.
Staðið í einn mánuð
„Viðræðurnar eru hafnar aftur,“
sagði Birgir Björn Sigurjónsson, for-
maður samninganefndar sveitarfé-
laganna, í gær.
„Það er ekki ennþá hægt að leggja
mat á hvort eitthvað gerist,“ sagði
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, en
sagði viðræður þó komnar af stað.
Í dag er liðinn einn mánuður frá
því að verkfallið hófst. Verkfallið
nær til um 45.000 nemenda og um
4.500 kennara.
Viðræður
komnar í
gang á ný
Kennaradeilan