Morgunblaðið - 20.10.2004, Síða 4

Morgunblaðið - 20.10.2004, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÓÐINN Gíslason og Þrá- inn Sigurðarson vissu vart hvaðan á þá stóð veðrið í fyrrinótt þegar sex rúður mölbrotnuðu í bíl sem annar þeirra ók í Vík í Mýrdal. Glerbrotum og möl rigndi yfir þá en hvor- ugum varð meint af. Mikil veðurofsi var á þessum slóðum þegar atvikið átti sér stað. Óðinn Gíslason, eigandi bílsins og ökumaður, segir rúður bílsins skyndilega hafa mölvast, en þeir áttu erindi á verkstæði föður hans þegar óhappið varð og voru á keyrslu og rétt ókomnir þangað. „Við vorum að keyra framhjá verkstæðinu og ætl- uðum að loka stórum dyrum en hurðin var byrjuð að fjúka upp þeg- ar grjóthríðin byrjaði að dynja á bílnum og rúðurnar sprungu,“ segir Óðinn. Grjóthríðin skall á hægri hlið bíls- ins og mölvaði þar allar rúður, auk þess sem rúður að aftanverðu brotn- uðu og ein rúða vinstra megin að aft- anverðu. „Við grúfðum okkur bara niður,“ segir Óðinn og bætir við að þeim félögum hafi eðlilega verið nokkuð brugðið. Að sögn hans virtist við fyrstu sýn sem stærðar grjót- hnullungar hefðu mölvað rúðurnar en þegar betur var að gáð kom í ljós fín steinmöl í bílnum innan um gler- brotin. „Ég man bara ekki eftir öðru eins,“ segir Óðinn. „Þetta var eini bíllinn sem við þorðum að vera á í þessu veðri og höfðum rétt áður rætt um það og nokkrum mínútum seinna gerðist þetta.“ Lögreglan í Vík hafði í gær fengið 15 tilkynningar um tjón á ökutækj- um af völdum veðurofsans í fyrradag og fyrrinótt en þess má geta að rúða brotnaði einnig í bíl í eigu farþegans sem var með Óðni. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Óðinn Gíslason (nær) og Þráinn Sigurðarson við bílinn sem þeir voru í þegar grjótið skall á. Glerbrotum rigndi yfir ökumann í Vík „Við grúfðum okkur bara niður“ RÚTA fauk út af af veginum og valt undir Akrafjalli á áttunda tímanum í gærmorgun. Um borð voru 45 starfsmenn Norðuráls á leið til vinnu, flestir búsettir á Akranesi, og var 41 þeirra fluttur á sjúkrahúsið á Akra- nesi til aðhlynningar eða leitaði þangað eftir aðstoð. Að sögn Guðjóns Brjánssonar, fram- kvæmdastjóra Sjúkrahússins á Akranesi, var enginn alvarlega slasaður, en tveir voru fluttir á Landspítala – háskólasjúkrahús til myndatöku. Guðjón segir að meiðsli fólksins hafi verið mjög mismunandi. Tólf hafi verið með sár- skaða og meiðsli á borð við beinbrot. Af þeim voru tíu lagðir inn og var áformað að útskrifa flesta í gær. Mjög slæmt veður var á þessum slóðum þegar slysið varð og gekk á með vindhviðum og var leiðin til Reykjavíkur ófær sjúkrabíl- um fyrst eftir slysið en þeir komust þó fljót- lega leiðar sinnar. Það vildi til happs að lítil rúta frá Járnblendiverksmiðjunni átti leið hjá slysstað og gat flutt nokkra hinna slös- uðu á sjúkrahúsið en sjúkrabílar sóttu þá sem eftir voru. Að sögn Guðjóns var lán í óláni að vaktaskipti urðu klukkan átta um morguninn á sjúkrahúsinu og sömuleiðis hefði starfsemi á skurðdeildum ekki verið hafin þannig að allt tiltækt starfsfólk sjúkra- hússins var á staðnum til að sinna hinum slösuðu. Að sögn Guðjóns var unnið eftir hópslysaáætlun sjúkrahússins sem var allvel æfð. Móttaka á sjúklingum hefði gengið skipulega fyrir sig, þótt þröng hefði verið á þingi. Þá hefði borið að fjölskyldur fólksins, sem var í rútunni. Áfallahjálparteymi sjúkrahússins og heilsugæslunnar fundaði í gær með fólki sem lagt var inn, þá verður annar fundur fyrir hádegi í dag og fundað með öllum starfsmönnum sem voru í rútunni síðdegis. Að sögn Guðjóns voru samskipti við björg- unaraðila ekki eins og best hefði verið á kos- ið, án þess að það hefði haft veruleg áhrif. Spítalinn hefði viljað fá upplýsingar fyrr um eðli slyssins en raunin varð. Forsvarsmenn spítalans hyggjast fara ofan í saumana á því máli. Rúta með 45 starfsmönnum Norðuráls fauk út af veginum undir Akrafjalli Yfir 40 leituðu aðstoðar á sjúkrahúsi Morgunblaðið/Hilmar Sigvaldason Tveir farþegar köstuðust út úr rútunni þegar hún fauk út af veginum í gærmorgun. Þeir slös- uðust þó ekki alvarlega. Einungis tveir af 45 farþegum voru með beltin spennt í rútunni. ATBURÐARÁSIN var í raun mjög hæg því rútan var nánast á engri ferð þar sem veðrið var afar slæmt,“ sagði Sigurður Einarsson starfs- maður Norðuráls en hann var einn af 45 farþegum í rútu sem fauk út af þjóðveginum undir Akrafjalli í gær- morgun. Sigurður sagði að hann hefði ekki verið í bílbelti en líklega myndi atburðurinn hvetja hann og aðra til þess að spenna beltin í fram- tíðinni. Náði taki á sætinu „Ég náði góðu taki á sætinu fyrir framan mig og ég hékk á sætinu þegar rútan valt á hliðina og endaði síðan á toppnum. Ég slapp sem bet- ur fer vel út úr þess og gat hjálpað öðrum sem voru lemstraðir eftir veltuna,“ sagði Sigurður en hann sat bílstjóramegin í rútunni. „Það gekk vel að koma öllum út úr rútunni. Menn eru margir hverjir hálfsofandi á leiðinni í vinnuna og því hefur mörgum brugðið illilega við þessa veltu. Það brotnuðu nokkrar hlið- arrúður og menn skriðu út um þau göt en það var að sjálfsögðu dimmt og menn sáu ekki mjög vel hvert þeir voru að fara og hvar þeir voru nákvæmlega.“ Sigurður bætti því við að tveir farþegar hefðu kastast út úr rútunni og mikil mildi væri að rútan hefði ekki lent ofan á viðkom- andi. „Þeir lágu fyrir utan rútuna, horfðu á hana vagga í vindinum og það gat allt eins farið svo að rútan félli á þá.“ Guðmundur Guðmundsson var einnig óspenntur í sæti sínu en eftir skoðun á Sjúkrahúsi Akraness í gær kom í ljós að hann væri með brotin rifbein. „Það vildi til að rúta frá Járnblendiverksmiðjunni var skammt á eftir okkur og þeir drifu okkur inn í rútuna strax eftir slysið. Við vorum komnir framhjá bænum Reyn þegar vindhviða skellur á bif- reiðinni og lyftir framhlutanum upp. Bíllinn fer til hliðar og veltur útaf veginum. Ætli það sé ekki um 45 gráða halli utan vegar á þessu svæði og við getum verið tiltölulega sáttir við hvernig við sluppum frá þessu. Það hefði getað farið miklu verr,“ sagði Guðmundur en hann ætlaði sér að mæta til vinnu á ný um hádegi í gær en var ráðlagt að halda sig heima við vegna áverka á rifbeinum. „Ég veit ekki hvernig ég brotnaði, hef ekki hugmynd um það. Kannski hefur einhver lent ofan á mér eða ég hef kastast til og lent á sætisbaki eða einhverju slíku. En það skárust ekki margir í rútunni þrátt fyrir að gler- brot væru út víðsvegar um hana. Bíl- stjórinn skarst nokkuð mikið en aðr- ir sluppu að ég held vel frá gler- brotunum“ sagði Guðmundur. Ragnar Maríasson var annar af tveimur farþegum rútunnar sem höfðu spennt bílbelti á sig í upphafi ferðar og segir Ragnar að hann hafi horft á félaga sína kastast um rútuna á meðan hann sat fastur í sæti sínu. „Það er engin spurning að bílbeltið gerði sitt gagn. Ég spenni beltið oft- ast nær þegar ég fer í rútana. Eftir slysið var ég kyrr í sætinu, á hvolfi, og þurfti aðeins að ýta í toppinn á bílnum til þess að losa mig úr beltinu. Þetta var óskemmti- leg lífsreynsla. Ég hef grun um að við höfum lent í tveimur snörpum vindhviðum, sú fyrri lyfti bílnum að framan og sú síðari hefur ýtt okkur út af. Vegurinn var þurr og engin hálka var á veginum. Það þarf því mikla krafta til þess að koma rútu á stærð við þessa út af á þurrum vegi,“ sagði Ragnar en hann slapp ómeidd- ur úr slysinu. Starfsmenn Norðuráls á Grundartanga sluppu vel úr slysinu miðað við aðstæður „Hefði getað farið miklu verr“ Morgunblaðið/Sigurður Elvar Sigurður Einarsson og Guðmundur Guðmundsson, starfsmenn Norðuráls á Grundartanga, voru í rútunni sem fór út af við Reyn undir Akrafjalli í gær. Ragnar Maríasson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.