Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Risaeðlugrín © DARGAUD ÉG HELD AÐ ÞEIR SEM HORFA Á SJÓNVARP SÉU TÖLUVERT GÁFAÐRI EN ÞEIR SEM LESA BÆKUR AF HVERJU SEGIRÐU ÞAÐ ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ SKIPTA UM BÓK MEÐ FJARSTÝRINGU ER ÞAÐ NOKKUÐ? ÁGÆTIS RÖK SLÆMAR FRÉTTIR SNOOPY SÍÐASTA BRÉF SEM ÞÚ SENDIR KÆRUSTUNNI ÞINNI Á HUNDABÝLINU KOMST EKKI TIL SKILA... HÚN ER FARIN... HÚN VAR SELD! NEI!!! ÆTLARÐU AÐ FARA AFTUR MEÐ TUSKUDÝRIÐ ÞITT Í SKÓLANN? JÁ EN GERA HINIR EKKI GRÍN AÐ ÞÉR? JÚ, TOMMI GERÐI ÞAÐ... EN ÞAU ERU HÆTTI ÞVÍ... AF HVERJU? HVAÐ KOM FYRIR TOMMA? HOBBES ÁT HANN HANN HEFÐI MÁTT FARA Í BAÐ ERTU FARINN AÐ SKILJA ÞETTA NÚNA? NEI, EKKI ALVEG ÉG SÉ HANN KOMA... HANN NÆR SVAKALEGUM HRAÐA! SKILURÐU ÞETTA NÚNA? ÞAÐ ERU ALLIR HÆTTIR AÐ GERA GRÍN AÐ HONUM VEGNA ÞESS AÐ HANN ER HEIMSMEISTARI Í KEILU... ÞANNIG AÐ NÚNA ER HANN EKKI LENGUR LEIÐUR HANN TEKUR SÉR STÖÐU VIÐ ENDA BRAUTARINNAR MEÐ UPPRÚLLAÐA SKÍTINN Dagbók Í dag er miðvikudagur 20. október, 294. dagur ársins 2004 Víkverji var næstumbúinn að keyra niður barn á hjóli fyrir skömmu. Það var farið að rökkva og barnið var að hjóla yfir götu. Það var hvorki með endurskinsmerki né hjólið með lukt og til að kóróna allt var barnið ekki með hjálm. Þetta vakti Víkverja til umhugsunar um hjálmanotkun almennt og hann er ákveðinn í að sýna fordæmi og láta aldrei sjá sig án hjálmsins þegar hann stígur á hjólið sitt. Foreldrar verða einnig að sjá til þess að börnin séu með endurskinsmerki. Víða er hægt að verða sér úti um slík merki eða borða og jafnvel hægt að kaupa end- urskinsvesti sem sett eru yfir úlpur eða galla hjá börnum til að þau sjáist vel í myrkri. x x x Á heimili Víkverja er töluvert borð-að af ávöxtum og grænmeti. Nú hljóta einhverjar verslanir að vera að selja nýja uppskeru af eplum og það fer virkilega í taugarnar á Víkverja að það skuli ekki vera merkt sér- staklega þegar um nýja uppskeru er að ræða. Þar að auki myndi hann gjarnan vilja sjá upprunaland grænmetis og ávaxta þegar hann er að kaupa slíkar vörur. Hversvegna er það svona mikið mál að upplýsa neytendur um það hvaðan varan kem- ur? Þetta á svosem við um aðrar tegundir grænmetis og ávaxta þó það komi fyrir að hægt sé að rýna í upp- runaland á kössunum. Í sumar og nú í haust hefur íslenskt grænmeti verið merkt í bak og fyrir, sem er alveg frábært. Íslenskt líf- rænt ræktað grænmeti er jafnvel merkt býlinu sem það kemur frá og Víkverji er aldrei í vafa um innkaupin þegar hann rekst á slíka vöru. Og þó hún kosti meira lendir hún í körfunni hans. Hinsvegar hefur Víkverji velt því fyrir sér hversvegna nóg sé til af íslensku kínakáli, gulrótum, rófum og blómkáli þessa dagana en eigin- lega ekkert íslenskt spergilkál. Það er meira að segja nokkuð síðan það fór að heyra til undantekninga að maður rækist á íslenskt spergilkál. Hver er skýringin? Eru svona fáir bændur að rækta spergilkál? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Hornið | Farandlistakonan Rúna K. Tetzschner mun í kvöld klukkan hálf níu flytja ljóð sín í veitingastaðnum Horninu við tónlist Leós G. Torfasonar og Hafþórs R. Gestssonar. Þá setur hún upp skyndisýningu á myndskreyttum ljóðum. Þá munu skáldin Friðríkur og Eyvindur P. Eiríksson syngja ljóð sín auk þess sem Margrét Lóa Jónsdóttir og Birgitta Jónsdóttir skáldkonur koma og lesa upp úr væntanlegum bókum sínum, en Hjörleifur Valsson fiðluleikari mun leika undir lestri Birgittu. Að lokum mun Einar Már Guðmundsson lesa upp úr sinni nýju skáldsögu. Morgunblaðið/Sverrir Lifandi ljóðlist MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Orð dagsins: Verið með sama hugarfari sem Jesús Kristur var. (Fil. 2, 5.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.