Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 25
Margir munaeftir„moon- boots“ eða geimfara- skófatnaðinum sem var vinsæll í kringum 1980 og hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Þessi stígvél voru fyrst ætluð geimförum eins og nafnið bendir til en einnig þeim sem þurfa að ganga í snjó. Nú eru stígvélin tískuvara, hvort sem þau eru með loðnu yfirborði eða úr næloni. Í New York Times kemur fram að stígvélin taki við af svokölluðum Uggs-skóm, þ.e. mokkaskinns- stígvélum sem hafa verið vinsæl víða undanfarin ár, og verða reyndar ennþá í tísku. Yfir 14 milljónir para af slíkum skóm hafa verið seld á yfirstandandi ársfjórðungi og er það 44% aukning mið- að við sama tíma í fyrra, að því er fram kemur í NY Tim- es. Geimfarastígvélin er nú hægt að nota við allan fatn- að, líka stutt pils, jafnvel á sumrin. Slíkur skófatnaður er fyrirferðarmikill, vel bólstruð stígvél sem stækka fæt- urna verulega en þykja mjög flott. Moonboots í past- ellit- um og silfurlituð og hvít eru vinsælust, að því er haft er eftir verslunareigendum í NY Times. Endurkoma skótausins byrjaði fyrir nokkrum árum þegar hönnuðurinn Anna Sui notaði slíka skó í hausttískusýningu og fleiri tískuhús fylgdu í kjölfarið, t.d. Marc Jacobs. Nýlega kynntu einn- ig fata- og skóframleiðendurnir Columbia og Timberland eigin útgáfu af geimfara- stígvélum sem koma á markað innan skamms. Verslunareigendur sjá ýmislegt fyrir sér og segja þetta bara byrj- unina. Slíkur skófatn- aður úr tweedefni væri frábær samsetning, seg- ir einn til dæmis. MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 25 Ámínu bernskuheimili bjó Jóna Guðjóns-dóttir, þáverandi formaður Verkakvenna-félagsins Framsóknar. Hún var alltaf í upphlut eða peysufötum þegar hún fór út fyrir hússins dyr og ég varð strax heilluð af þessum búningum hennar. Það má því segja að frá því ég var lítil hafi ég haft áhuga á þjóðbún- ingum,“ segir Kristín Bjarnadóttir sem er að verða búin að sauma sér faldbúning. „Ég átti upphlut og peysuföt sem ég saumaði að vísu ekki sjálf og finnst mjög gaman að vera klædd í þjóðbúning þegar tækifæri gefst. Ég hef gaman af því að sauma og prjóna og því kjörið tækifæri þegar ákveðið var að bjóða upp á nám- skeiðaröð í gerð faldbúnings.“ Kristín segir að búningurinn sé ein- staklega fallegur og það hafi verið gef- andi að vinna við gerð hans. „Auk þess sem ég nýt þess að vinna við sauma- skap þá er hópurinn sem hefur fylgst að á námskeiðunum mjög góður og kenn- ararnir báðir alveg frábærir.“ Kristín er málfræðingur og situr við tölvu allan daginn svo það er tilbreyt- ing að setjast við sauma þegar heim er komið. „Ég horfi fyrir bragðið minna á sjónvarpið en hlusta þá bara.“ Nú ertu að leggja lokahönd á saumaskapinn við faldbúninginn. Hvað á að sauma næst? „Ég er farin að leggja drög að því að sauma upphlut á sonardóttur mína sem nú er átta mánaða. Ég hef nægan tíma til stefnu.“ Næst er það upphlutur á barnabarnið Kristín Bjarnadóttir: Segir það til- breytingu að setjast við sauma þeg- ar vinnudegi er lokið, en hún starf- ar sem málfræðingur.  KRISTÍN BJARNADÓTTIR Ég hafði saumað mér peysuföt og einnigsótt námskeið í baldýringu en fannstögrandi að stíga skrefið til fulls og sauma mér faldbúning,“ segir Inda Dan Benjamínsdóttir sem ljómaði í fallega bún- ingnum sínum. Fyrir tíu árum fór Inda á námskeið til að læra baldýríngu sem hún segir að hafi verið skemmtilegt. Þegar fé var veitt til að rannsaka faldbúninga þá var hún í hópnum sem hittist í þeim til- gangi. Það lá svo beint við að sauma sér búninginn þegar ákveðið var að bjóða upp á röð námskeiða í faldbúningagerð. Hún valdi aldrei auðveldu leiðina eins og hún orðar það við gerð faldbúningsins en við gerð hans þarf sá sem saumar að hafa vald á blómstursaumi, baldýringu, knipli og perlusaumi svo dæmi séu tek- in. Hún telur að saumaskapurinn síð- astliðin þrjú ár jafngildi fullri vinnu í eitt ár. „Þetta hefur verið óhemju gaman, félagsskapurinn og andinn á nám- skeiðunum góður og skemmtilegt að fást við saumaskapinn. Þegar hún er spurð hvort hún búist við að nota búninginn oft segist hún þegar hafa verið í honum fjórum sinn- um á undanförnum mánuðum, á 17. júní og á uppákomum í Árbæjarsafni og hjá Heimilisiðnaðarskólanum. En hvað er það sem fær þig til að sitja við að sauma faldbúning í tóm- stundum í nokkur ár? „Ég er bókari og það er tilbreyting frá því starfi að sitja við saumaskap. Hér áður saumaði ég tískufatnað, nú eru það þjóðbúningar, að setja mig í spor formæðranna og skapa eitthvað fal- legt eins og þær gerðu er það sem knýr mig áfram.“ Inda Dan Benjamínsdóttir: Valdi aldrei auðveldustu leiðina og telur að vinnan við saumaskapinn jafn- gildi fullri vinnu í eitt ár. Glæsileikinn knýr hana áfram við saumaskapinn  INDA DAN BENJAMÍNSDÓTTIR DAGLEGT LÍF Borgartúni 28 • símar 520 7901 & 520 7900 Draumavél heimilanna! Vegleg brúðargjöf! Ísaumuð svunta með nöfnum og brúðkaupsdegi fylgir! ARTISAN 5 gerðir - 7 litir stærri skál, hveitibraut fylgir Yfir 60 ára frábær reynsla Fréttasíminn 904 1100 Geimfaraskór við stutta pilsið  TÍSKA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.