Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HINN 6. september 1999 birtist grein eftir undirritaðan í DV, sem bar heitið „Undirskriftasöfnun til varnar hálendis- perlum.“ Þar var í fyrsta sinn opinberlega lagt til að fram færi undirskriftasöfnun til varnar hálendisperl- unni á Eyjabökkum. Það var hins vegar í kjölfar tillöguflutnings undirritaðs í borg- arstjórn Reykjavíkur um mat á umhverfis- áhrifum Fljótsdals- virkjunar í október- mánuði að við Sveinn Aðalsteinsson og Stef- án H. Aðalsteinsson boðuðum til þess fundar, sem varð upphafið að undirskriftasöfnun Umhverfisvina. Fyrsti fundur Umhverfisvina Hinn 19. október 1999 hittust sjö einstaklingar á fundi á hótel Óðins- véum til að ræða stofnun samtaka eða grasrótarhreyfingar, sem safna skyldi undirskriftum til stuðnings kröfunni um lögformlegt mat á um- hverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar. Þessir frumstofnendur Umhverfis- vina voru auk undirritaðs, þeir Sveinn Aðalsteinsson, Stefán H. Aðalsteinsson, Gunnar Hólm Hjálm- arsson, Gunnar Helgason, Sigmar B. Hauksson og Hjálmar H. Ragn- arsson. Þessir einstaklingar komu hver úr sinni áttinni og voru svo sannarlega þverpólitískur hópur eins og sá fjölmenni grasrótarhópur, sem starfaði síðar að undirskriftasöfnuninni. Á fyrsta fundi Um- hverfisvina var gengið ákveðið til verks og undirritaður var til- nefndur talsmaður samtakanna út á við. Við Gunnar Hólm höfð- um áður fullvissað okk- ur um að frumkvæðið að undirskriftasöfnun kæmi ekki frá starfandi umhverfisvernd- arsamtökum. Á fund- inum kom fram að ég hefði rætt við Sigurð Gísla Pálma- son, sem tók því mjög vel að styðja okkur. Undirbúningur undirskriftasöfnunar Umhverfisvinir fengu fljótlega að- stöðu fyrir undirskriftasöfnunina í Síðumúla 34 fyrir milligöngu þeirra Hagkaupsbræðra, Sigurðar Gísla og Jóns Pálmasona. Aðeins örfá fyr- irtæki veittu Umhverfisvinum fjár- hagslegan stuðning, enda mikill þrýstingur frá forystu stjórnar- flokkanna og hagsmunaaðilum um að gera það ekki. Fjöldi einstaklinga og náttúruverndarfólks um land allt kom síðar til sjálfboðaliðastarfa fyrir Umhverfisvini og listamenn veittu öflugan stuðning. Hlutirnir gengu hratt fyrir sig og hinn 3. nóvember fórum við Sveinn og Stefán á Hagstofuna við Lind- argötu til að skrá Umhverfisvini hjá félagaskrá. Þar gerðist undirritaður ábyrgðarmaður og kennitöluhafi Umhverfisvina, sem átti eftir að fela í sér fjárútlát og mikla vinnu í meira en ár eftir að undirskriftasöfnuninni lauk. Lýsir það vel muninum á að- stöðu þeirra sem berjast fyrir nátt- úruvernd á Íslandi og mótaðilanum, sem misnotar fjármuni og fjölmiðla almennings og veifar valdi óttans til að hræða fólk frá því að styðja um- hverfisverndarsinna opinberlega. Eftir að samtök Umhverfisvina voru skráð var Jakob Frímann Magnússon ráðinn framkvæmda- stjóri undirskriftaátaksins og Krist- ín Halldórsdóttir var ráðin til að halda utan um starfsemi skrifstof- unnar. Undirskriftasöfnun hafin Undirskriftasöfnun Umhverfisvina hófst formlega 10. nóvember 1999 með glæsilegum opnunarfundi í Síðumúla 34, þar sem var húsfyllir. Jakob stjórnaði fundinum, en af hálfu forsvarsmanna undir- skriftasöfnunarinnar fluttum við Kristín ávarp. Einnig fluttu þar ávarp, Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, Há- kon Aðalsteinsson, skáld og skóg- arbóndi á Húsum í Fljótsdal og Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt á Seyð- isfirði. Óhætt er að fullyrða að geysi- hörð pólitísk átök spunnust í kring- um undirskriftasöfnun Umhverfisvina. Í þessari stuttu grein verður sú atburðarás ekki rak- in og allt of fáir þeirra nefndir á nafn, sem veittu Umhverfisvinum og málstað þeirra ómetanlega aðstoð. 45.386 undirskriftir afhentar í Alþingishúsinu Undirskriftasöfnun Umhverfisvina lauk að mestu í sex vikna átaki, sem stóð fram að jólum. Hinn 14. febrúar árið 2000 fórum við Sveinn, Hákon og Kristín í Alþingishúsið, þar sem forsætisráðherra, umhverfis- ráðherra og iðnaðarráðherra veittu undirskriftalistunum viðtöku. Það kom í minn hlut sem talsmanns Um- hverfisvina, að flytja ráðherrunum ávarp og afhenda Davíð Oddssyni skjal til staðfestingar því að 45.386 Íslendingar hefðu undirritað kröf- una um að fram færi lögformlegt mat á umhverfisáhrifum Fljótsdals- virkjunar. Aðeins sex vikum síðar hrundi svikamyllan í kringum Fljótsdalsvirkjun, þrátt fyrir að Al- þingi hefði á myrkasta degi ársins 1999 samþykkt virkjunina. Sam- takamáttur fólksins hafði þannig hnekkt ákvörðun Alþingis. Þessum mikilvæga atburði í sögu íslensks lýðræðis ber að halda til haga og forða undan þeirri sögufölsun sem á sér stað í samtíma okkar. Fimm ár liðin frá stofnun Umhverfisvina Ólafur F. Magnússon fjallar um söfnun 45.386 undirskrifta í Eyjabakkamálinu ’Þessum mikilvæga atburði í sögu íslensks lýðræðis ber að halda til haga og forða undan þeirri sögufölsun sem á sér stað í samtíma okkar.‘ Ólafur F. Magnússon Höfundur er læknir og borgarfulltrúi. Hann var helsti hvatamaður og talsmaður undirskriftasöfnunar Umhverfisvina. Forsvarsmenn Umhverfisvina afhentu forsætisráðherra, umhverfis- ráðherra og iðnaðarráðherra undirskriftir 45.386 Íslendinga í Alþing- ishúsinu 14. febrúar árið 2000. Meira á mbl.is/Aðsendar greinar „AÐ ELDAST, að njóta sín“ er yf- irskrift námsstefnu um öldrunarmál sem fram fer miðvikudaginn 20. október í safnaðarheimili Seljakirkju í Reykjavík. Að námstefnunni standa fagdeild öldrunarhjúkrunarfræðinga og fagdeild sjúkraliða með sérnám í hjúkrun aldraðra. Hugmyndin að námsstefnunni kom fram eftir að fyrstu sjúkraliðarnir útskrifuðust með sér- nám í hjúkrun aldraðra og eftir tilraunaverk- efni Ingibjargar Hjaltadóttur sviðstjóra hjúkrunar öldr- unarsviðs á Landakoti „Tilraunaverkefni og rannsókn á breyt- ingum á mönn- unarmódeli á öldr- unarlækningadeild fyrir heilabilaða“ fór af stað í janúar 2004. Í því verkefni er starfsvið sjúkraliða með sérnám í hjúkrun aldraðra víkkað út þannig að sjúkraliðar koma að ýmsum verk- efnum sem áður voru ekki innan þeirra starfsviðs. Kjarni allrar hjúkrunar er umhyggja fyrir skjól- stæðingnum og virðing fyrir lífi hans og mannhelgi og til að standa vörð um þessa þætti hafa nú hjúkr- unarfræðingar og sjúkraliðar tekið höndum saman um að bæta þjón- ustuna. Liður í þessu verkefni er að auka ábyrgð sjúkraliða við hjúkrun aldraðra og að þeir hjúkrunarfræð- ingar sem starfa við öldrunarhjúkr- un sérhæfi sig í hjúkrun aldraðra og í stjórnun öldrunarþjónustu. Jafnframt er það markmið okkar með þessari námsstefnu að opna augu okkar allra fyrir þeim forrétt- indum sem það í raun og veru er að fá að starfa með öldruðum og þeim tækifærum sem í öldrunarþjónust- unni bjóðast í framtíðinni. Veita inn- sýn í þann veruleika sem aldraðir búa við og vekja spurningar um það hvernig við getum bætt þá þjónustu sem við veitum nú. Við erum jú öll manneskjur þótt við séum orðin gömul og við höfum öll þörf fyrir ást og umhyggju á öll- um aldursskeiðum. Það þarf að taka tillit til þess og skapa þeim aldraða þau sjálfsögðu mannréttindi að lifa með reisn þrátt fyrir öldrun og sjúk- dóma. Það má vera að Ásmundur Stef- ánsson ríkissáttasemjari hafi haft rétt fyrir sér í sinni björtu framtíð- arspá um framtíð aldraðra á morg- unverðarfundi TR 28. sept. sl. sem bar yfirskriftina „Aldraðir – yfirstétt framtíðarinnar“ um að aldraðir verði yfirstétt árið 2040. Við megum þó ekki gleyma líðandi stund í gleði okkar yfir því að aldr- aðir verði einhvern tím- ann seinna rík yfirstétt því það er bara ekki það sem aldraðir eru í dag. Í lögum um mál- efni aldraðra er kveðið á um að tryggja öldr- uðum þá heilbrigðis- og félagsþjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem eðli- legast er miðað við þarfir þeirra og ástand. Lítið fjármagn stjórnvalda til öldr- unarþjónustu, skortur á fagfólki og almenn mannekla vegna lágra launa er það sem öldrunarþjónustan býr við í dag. Það er því augljóst að ekki er auðvelt að mæta þeirri þörf sem brýnust er við slíkar aðstæður. Á næstu árum verða aldraðir ekki aðeins fleiri heldur einnig eldri og til verður ný kynslóð aldraðra sem ger- ir aðrar kröfur um þjónustu en nú er. Til að mæta aukinni þörf fyrir þjón- ustu við aldraða þarf að verða við- horfsbreyting hjá stjórnvöldum gagnvart öldruðum. Það þarf að vinna vel að stefnumótun í hjúkrun og þjónustu aldraðra og setja verður fram skýrari stefnu og markmið svo auðveldara verði að áætla kostnað við viðfangsefnin eins og þau birtast í dag og forgangsraða þeim. En hvenær verður maður gamall? Aldraðir eru fjölbreyttur hópur sem hefur mótað líf sitt í samræmi við eigið gildismat á langri ævi og ein- staklingar á sama aldursári geta því verið misaldraðir eftir því hvernig á það er litið. Við sem störfum við öldrunarþjón- ustu erum einnig á öllum aldri og komum úr mismunandi umhverfi og því eru viðhorf okkar til aldraðra mismunandi og oft fyrirfram gerðar hugmyndir okkar um aðrar mann- eskjur byggðar á fyrri reynslu okkar af öldruðum, þekkingu okkar og væntingum. Gagnkvæm virðing og traust er mikilvægur þáttur í sam- skiptum okkar við aldraðra og okkur ber jafnframt að virða óskir hans og gera hann að virkum þátttakanda í ákvörðunum sem snerta hans eigin líkama og sál. Hafa ber í huga að aldraðir hafa eitt sinn verið ungir og átt sína drauma og þrár og að tapa sjálfstæði sínu að hluta til vegna öldrunar og sjúkdóma veldur oft óöryggi, kvíða og þunglyndi. Því er mikilvægt fyrir okkur sem störfum við öldr- unarþjónustu að við tökum höndum saman og vöndum störf okkar og gerum okkar besta til að hinum aldr- aða líði sem best og njóti lífsgæða. Við þurfum að leysa þann vanda sem við stöndum frammi fyrir í dag og hvet ég hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem starfa í öldrunarþjón- ustu til að mæta á þessa námsstefnu og sýna samstöðu um málefni aldr- aðra. Aldraðir eru ekki afgangs- stærð, þetta er fólkið sem kom okkur hinum til manns, stöndum með því og bætum þjónustuna við það. Ber- um höfuðið hátt og vinnum mark- visst að því að bæta gæði þjónust- unnar þrátt fyrir fjárskort og manneklu. Lítum í eigin barm og styrkjum okkar eigin innviði og gef- um hinum aldraða tækifæri til að njóta sín og lifa með reisn. Námsstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Að eldast – að njóta sín Jónbjörg Sigurjónsdóttir fjallar um aldraða ’Aldraðir eru ekki af-gangsstærð, þetta er fólkið sem kom okkur hinum til manns, stönd- um með því og bætum þjónustuna við það.‘ Jónbjörg Sigurjónsdóttir Höfundur er hjúkrunarstjóri Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ. HÁTTVIRTUR mennta- málaráðherra! Það var ánægjuleg frétt á baksíðu Morgunblaðsins föstudaginn 15. október sl. um að loks eigi að ráðast í ritun íslenskrar mynd- listarsögu en þess hef- ur lengi verið beðið. Óska ég þér til ham- ingju með þá ákvörð- un. Sú staðreynd að ís- lensk listasaga er enn að mestu óskráð veld- ur því að Íslendingar hafa litla sem enga þekkingu á sínum eig- in myndlistararfi og takmarkaðan áhuga og þekkingu á myndlist samtímans. En hvern- ig á að skrifa lista- sögu? Eftir hverju skal farið? Jú, safneign listasafnanna myndu flestir segja. Þau eru – eða ættu að vera – mikilvægasti grunn- urinn undir listfræði- rannsóknir. Í ljósi þessa er eðli- legt að það fé sem ætl- að er til ritunar á ís- lenskri listasögu skuli einmitt renna til okkar þjóðlistasafns. Sam- kvæmt lögum um Listasafn Íslands skal safnið ,,vera meginsafn ís- lenskrar myndlistar í landinu“. Því ber ,,að afla svo fullkomins safns ís- lenskrar myndlistar sem unnt er (…) Leitast skal við að afla verka sem endurspegla sem best nýja strauma og stefnur í myndlist á hverjum tíma“. En þá komum við að öðrum og síð- ur ánægjulegum hluta málsins. Í heil 13 ár, frá 1991–2003, fékk Listasafn Íslands sömu upphæð til listaverka- kaupa, 12 milljónir kr. á ári. Síðasta ár var sú upphæð skorin niður um heil 10% í 10,8 milljónir kr. Í frum- varpi til fjárlaga fyrir árið 2005 er innkaupafé safnsins óbreytt frá síð- asta ári, 10,8 milljónir. Það þarf ekki djúpan skilning á fjármálum til að sjá að með slíkt inn- kaupafé er útilokað fyr- ir safnið að uppfylla þó ekki væri nema lítið brot af þeim söfn- unarskyldum sem því eru á herðar lagðar og svo hefur í raun verið um mjög langan tíma. Af þeim sökum er safn- eign Listasafns Íslands verulega takmörkuð heimild fyrir skrásetj- ara íslenskrar lista- sögu. Þeir sem taka verkið að sér eiga áreið- anlega ekki létt verk fyrir höndum. Listasafn Íslands er ein elsta menningarstofnun landsins en það er 120 ára um þessar mundir. Það er tilvalið að nota þessi merku tímamót í sögu safnsins og tryggja það að safninu verði í framtíðinni mögulegt að sinna sinni helstu skyldu með nokkrum sóma. Fyrir hönd stjórnar Sambands íslenskra myndlistarmanna skora ég á menntamálaráðherra að fylgja sín- um góðu áformum um ritun íslenskr- ar listasögu úr hlaði með löngu tíma- bærri leiðréttingu á fjárframlagi til innkaupa fyrir Listasafn Íslands. Það myndi auðvelda sagnariturum framtíðarinnar starfið til muna. Opið bréf til mennta- málaráðherra Áslaug Thorlacius fjallar um myndlist Áslaug Thorlacius ’Samkvæmtlögum um Lista- safn Íslands skal safnið „vera meginsafn íslenskrar myndlistar í landinu“.‘ Höfundur er formaður Sambands íslenskra myndlistarmanna. Samrit sent formönnum fjárlaga- og menntamálanefnda Alþingis, sem og Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.