Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 45 MENNING Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Stórkostleg borg í hjarta Evrópu, sem Íslendingum býðst nú að kynn- ast í beinu flugi frá Íslandi. Kraká er fyrrum höfuðborg Póllands og því höfðu konungar þar aðsetur sitt og ber borgin þess ennþá merki enda ótrúlega margar minjar frá þeim tímum. Hér getur þú valið um góð 3 og 4 stjörnu hótel í hjarta Kraká og spennandi kynnisferðir með farar- stjórum Heimsferða. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 29.990 Flugsæti til Kraká, 28. okt. með sköttum. Netverð. Símabókunargjald er kr. 1.500. á mann. Verð kr. 39.990 Helgarferð, 28. okt., gistiing á hótel IBIS með morgunmat, m.v. 2 í herbergi í 4 nætur. Flug, gisting, skattar. M.v. að bókað er á netinu www.heimsferdir.is Fegursta borg Póllands Helgarferð til Kraká 28. október í 4 nætur frá kr. 29.990 SÝNING bandaríska listamannsins Bruce Naumans var opnuð í Túrb- ínusal Tate Modern-listasafnsins fyrir réttri viku síðan. Sýningin hefur yfirskriftina Raw Materials, eða Hrá efni. Það sérstaka við sýn- inguna er að í hinu risavaxna rými er einungis að finna hljóðverk og ekkert annað að sjá en 34 svarta hátalara á veggjum og í lofti. Ólík- ar raddir fara með 22 ólíka texta, allt frá hvísli og upp í öskur. Í sumum tilfellum eru einstaka orð endurtekin; „no-no-no“ eða „think- think-think“, í öðrum eru textarnir flóknari og taktfastari. Útkoman á öllu saman er há- vaðasöm, að sögn blaðamanns The New York Times, Sarah Lyall. Verkinu er ætlað að láta fólk átta sig betur á umhverfi sínu, þó að Nauman hafi sagt að sumir Tate- gesta hafi gengið í gegn um sýn- inguna án þess að átta sig á því að hún væri til staðar. Nauman virtist ekki hafa áhyggj- ur af áhrifum hávaðans á starfs- menn safnsins, sem þurfa að sitja undir honum til marsloka á næsta ári. „Við munum komast að því frá fólkinu sem vinnur á þessum stað hve mikið það þolir,“ sagði hann við fréttamenn að sögn The New York Times. Bruce Nauman er enginn ný- græðingur á sviði myndlistarinnar, þvert á móti hefur hann verið at- kvæðamikill í faginu í áratugi. Fannst þó mörgum að erfitt hlyti að vera að feta í fótspor sýningar Ólafs Elíassonar í sama sal sem „allir elskuðu“ eins og blaðamaður The Guardian komst að orði í um- fjöllun um Nauman. Ljóst er að sýning Nauman er afar nýstárleg. Sannreynist nú kannski lýsingin sem myndlist- argagnrýnandinn og aðdáandinn Robert Hughes, notaði árið 1994 – Nauman hefði „skapað sér sér- stöðu: Listamaðurinn sem pirr- ingur“. Hávaðasamt í Tate-túrbínunni Reuters Bruce Nauman gengur niður Túrbínusalinn. Myndlist | Bruce Nauman tekur við af Ólafi Elíassyni í Tate Modern í London TÓNLEIKARÖÐ sú sem Háskóli Íslands stendur fyrir og er því köll- uð einfaldlega Háskólatónleikar hefur göngu sína í dag. Tónleikarn- ir eru haldnir á miðvikudögum kl. 12.30 í Norræna húsinu. Í ár er það blásaraoktettinn Hnúkaþeyr sem ríður á vaðið með verkum eftir W.A. Mozart, en að sögn Margrétar Jónsdóttur dósents er margt annað forvitnilegt á efnis- skránni í vetur. „Við erum ákaflega hreykin af dagskrá vetrarins, því þar er ýmislegt merkilegt á ferð- inni,“ segir Margrét en bætir því við að erfitt sé að gera upp á milli barnanna sinna þegar hún er innt eftir því bitastæðasta. „Á fyrstu tónleikunum verður til dæmis blás- araoktett, en í slíkum hópum heyr- ist nú ekki oft. Næst verða franskir lútusöngvar og á tónleikum í byrj- un nóvember verða eingöngu verk eftir Áskel Másson, og eitt þeirra er frumflutt. 10. desember færum við okkur yfir í djassbræðing með hljómsveitinni Gagarín, sem leikur eingöngu nýtt efni. Á vormisseri verða meðal annars eingöngu ís- lensk verk á tónleikum 9. febrúar og þann 16. verður frumflutt verk eftir Jóhann G. Jóhannsson. Þann 23. verður svo frumflutt verk eftir Karólínu Eiríksdóttur, og í mars frumflytur tríó Sunnu Gunnlaugs tónlist eftir Sunnu þar sem leitað er fanga í djassi, poppi og klassík.“ Athygli vekur hve þáttur nýrra íslenskra tónsmíða er umfangsmik- ill í efnisskrám vetrarins. Að sögn Margrétar voru slík verk fram- arlega í forgangsröðinni við val á efnisskrám Háskólatónleika. „Í auglýsingu okkar sögðum við að ís- lensk verk og frumflutningur þeirra nytu ákveðinnar velvildar, vegna þess að okkur finnst það spennandi,“ segir hún. Þó var ekki svigrúm til að kosta gerð nýrra tónverka af hálfu tónleikarað- arinnar. „Það getum við því miður ekki. Fjárhagur okkar er afar knappur.“ Aðgangseyrir er 1.000 kr. að tón- leikunum, en ókeypis er fyrir hand- hafa stúdentaskírteina. Morgunblaðið/Golli Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr leikur tónlist eftir W.A. Mozart á fyrstu Há- skólatónleikum vetrarins í Norræna húsinu í dag kl. 12.30. Tónlist | Háskólatónleikar hefja göngu sína í Norræna húsinu í dag Ný íslensk verk í forgrunni SIGURÐUR Bragason bariton- söngvari hélt fyrir skömmu tvenna tónleika í Bandaríkjunum í tilefni af tuttugu ára söngafmæli sínu. Árið 1995 hélt Sigurður tónleika í Corcor- an-listamiðstöðinni rétt við Hvíta húsið í Washington, og þegar kom að því nú að halda upp á söngafmælið bauð hann forstjóra hússins tónleika með alíslenskri efnisskrá. „Ég söng þar á sínum tíma fyrir troðfullu húsi og viðtökur voru mjög góðar. Þegar ég hafði samband við hann nú, var okkur strax boðið að koma. Ég syng líka í nýrri listamiðstöð í New York, Scandinavia House, sem ég þekki ekki mikið. Ég veit þó að salurinn er kenndur við Victor Borge, og er ekta kammermúsíksalur og spennandi staður.“ Efnisskrá Sigurðar og Hjálms Sighvatssonar, píanóleikara hans, er því alíslensk, og eins og Sig- urður orðar það, þversnið af ís- lenskri sönglist frá lokum 19. aldar til okkar daga. Meðal tónskáldanna á efnisskrá Sigurðar og Hjálms eru Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Bjarni Þorsteinsson, Ingi T. Lárusson, Árni Thor- steinsson, Sig- valdi Kaldalóns, Páll Ísólfsson, Jón Leifs, Jón Ásgeirsson, Þor- kell Sigurbjörns- son, Atli Heimir Sveinsson, Leifur Þórarinsson, Fjölnir Stefánsson, Ríkarður Örn Pálsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Jónas Tómasson, Mist Þorkelsdóttir, Hildigunnur Rúnars- dóttir og Tryggvi M. Baldvinsson. Þeir Sigurður og Hjálmur ætla einnig að halda tónleika með þessari efnisskrá á Íslandi og í Þýskalandi, þar sem Hjálmur hefur búið í um 20 ár, og Sigurði hefur að auki verið boðið að syngja í St. Smith Square í London að ári. Þá ráðgerir Sigurður að hljóðrita íslensku efnisskrána og gefa út á geisladiski á næsta ári. Um helgina birtist dómur um tón- leika Sigurðar í Washington Post. Gagnrýnandi blaðsins, Cecelia Porter, segir að það hafi verið sama hvers konar tilfinningar Sigurður hafi túlkað, söngurinn hafi borið með sér kjarna þess sem íslenskt er. Á efnisskrána hafi hann fléttað sam- an íslenskum sönglögum, jafnt inn- rænum, seiðandi lögum sem öðrum kraftmiklum og voldugum af miklu öryggi. Næmi og hugmyndaauðgi Hjálms í píanóleiknum er lofuð sér- staklega. „Þeir fluttu Sprett eftir Svein- björn Sveinbjörnsson á harða spretti og voru jafn öruggir og fullir andríki í söngvum Árna Thorsteins- sonar og Ríkarðar Arnar Pálssonar. Dásamlegur bassablær raddar Sig- urðar léði lögum Bjarna Thorsteins- sonar og Inga T. Lárussonar ang- urværa dimmu, milli þess sem hann hvíslaði blíðlega falsettu í lögum Páls Ísólfssonar og Þorkels Sig- urbjörnssonar. Viðfelldinn frásagn- arhæfileiki Sigurðar tónleikana á enda tjáði heimalands hans löngu, björtu nætur.“ Tónlist | Sigurður Bragason fagnar söngafmæli Vel tekið í Washington Sigurður Bragason HVER og hvað er Lopameyjan? Sambland af gjörningi, leikhús- persónu sem minnir meðal annars á Barböru trúð og spaugstofuna en er þó fyrirbæri innan myndlistar. Lopameyjan er sköpunarverk Ólaf- ar Björnsdóttur myndlistarkonu og hún hefur birst við ýmis tækifæri hérlendis og erlendis. Nú hefur Ólöf sett upp heila sýningu í kringum Lopameyjuna, á opnunni birtist hún ásamt fylgdarmeyjum sínum en ann- ars er sýningin verksummerki um tilvist hennar, ljósmyndir, hlutir, myndbönd. Lopameyjan, klædd í einstaka útgáfu af íslenskri lopa- peysu, snertir marga fleti. Hún er eins og hlægileg útgáfa af Íslands- kynningarefni þar sem Grýla, álfar, íslensk fegurð og langir leggir mæt- ast í einni og sömu persónunni. En Lopameyjan lifir í myndlistinni og tilvist hennar er í órjúfanlegu sam- hengi við hana. Afstaða hennar til myndlistarinnar er blendin, til dæm- is notar hún verk eftir Julian Opie eins og trommu og sýnir þetta á myndbandi í Kling og Bang. Reynd- ar hefði ég ekki vitað á hvað hún er að tromma nema lesa það í sýning- arskránni. Ég veit ekki alveg hvað hún er að fara með þessu, en túlka það helst sem hluta af þessum til- búna naífa persónuleika Lopameyj- unnar sem einnig sést á ljós- myndum, persónuleika sem á barnslegan hátt býr yfir svo mikilli sköpunarþörf að hún verður að fá út- rás hvar sem er og hvenær sem er. Líklega er Ólöf hér að deila á lista- menn sem sýna merki um slíkt hið sama eða birtingarmáta slíkrar sköpunarþarfar í samfélaginu sem eru flestir klisjur. Lopameyjan er undarlegt sambland sem erfitt er að henda reiður á og það er styrkur hennar og veikleiki um leið. Annars vegar er hún fyndin og skemmtileg svo maður fær ekki varist brosi en hins vegar spyr maður sig hvað meira búi að baki en skemmtigildið, alla vega geri ég meiri kröfur til myndlistar en þær að hún sé fyndin. Þar sem Lopameyjan byggist fyrst og fremst á leikrænum og sjón- rænum áhrifum sem sýnd eru á ljós- myndum og myndbandi er tæpast nema von að önnur verksummerki um hana nái að lifa sjálfstæðu lífi. Í besta falli vekja þau upp mynd Lopameyjunnar sem er fjarverandi. Á sýningunni í Kling og Bang er þó ein undantekning frá þessu, prjón- aðir „treflar“ sem bæði ná að skapa myndrænt verk og fela í sér óræðar skírskotanir, hér er verk sem nær skrefi lengra en innsetningarnar með stólum, ull og garni. Ólöf hefur greinilega hæfileika til að sjá húmor í hlutunum í kringum sig og mynd- ræna sýn sem skapar þessa persónu og umhverfi hennar en að mínu mati mætti Lopameyjan vera tannhvass- ari, það vantar í hana alvöruna, ádeiluna, háðið og gagnrýnina. Það virðist vera mottó dagsins að vera fyndinn og gera grín að hlutunum en alvöru ádeila er ekki í tísku og það er miður, því hver ný kynslóð ætti jú að deila á þá sem á undan gengur eða hvað? MYNDLIST Kling og Bang Til 24.okt. Kling og Bang er opið kl. 14– 18, fimmtudaga til sunnudaga. LOPAMEYJA, BLÖNDUÐ TÆKNI, ÓLÖF BJÖRNSDÓTTIR Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.