Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ WEDNESDAY 20. OCTOBER 2004 11
FRÉTTIR
SAKSÓKNARI krafðist að lágmarki
tveggja ára fangelsisvistar fyrir
hvern af sakborningunum þremur í
líkfundarmálinu svokallaða, en sagði
eðlilega refsingu vera 2½ árs fang-
elsi fyrir hvern af ákærðu. Aðalmeð-
ferð málsins lauk fyrir Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær og verður dómur
kveðinn upp á næstu vikum.
Ragnheiður Haraldsdóttir, sækj-
andi í málinu, sagði að öllum þremur
mönnunum sem ákærðir eru í mál-
inu, Grétari Sigurðssyni, Jónasi Inga
Ragnarssyni og Tomas Malakausk-
as, hefði mátt vera ljóst að Vaidas
Jucevicius væri í lífshættu þegar
hann var farinn að kasta upp blóði,
og með því að koma honum ekki til
hjálpar hafi þeir brotið gegn ákvæði
laga um að mönnum sé skylt að koma
til bjargar manni sem er í lífsháska.
Ragnheiður sagði Jucevicius í
raun hafa verið ósjálfbjarga á föstu-
dagsmorguninn 6. febrúar, þegar
hætt var við að hann flygi heim til
Litháen til að leita læknis. Vitni bar
við réttarhöldin að tveir menn, Grét-
ar og Jónas, hafi hjálpað Jucevicius
upp í íbúð Tómasar þann morgun
þar sem hann gat ekki gengið, og
hafi annar þeirra sagt „svona er að
drekka of mikið“, þegar hann mætti
mönnunum. Jucevicius lést skömmu
síðar.
Sækjandi sagði ennfremur að
Grétar, Jónas og Malakauskas hefðu
skipt með sér verkum við innflutning
á 223,67 grömmum af metamfetam-
íni, og að þeir hafi allir þrír ætlað að
standa að sölu efnanna.
Mennirnir þrír voru einnig ákærð-
ir fyrir ósæmilega meðferð á líki Juc-
evicius, en aldrei hefur verið sakfellt
fyrir brot á lögum um þetta hér á
landi. Ragnheiður sagði ótvírætt að
meðferð mannanna á líki Jucevicius
hafi verið á þann hátt að það varði
við refsingu, en líkinu var pakkað inn
í plastpoka og teppi og það flutt um
700 km leið frá Kópavogi til Nes-
kaupstaðar á þremur dögum. Þar
voru stungin göt á líkið, það þyngt
niður og því varpað í sjóinn.
Vissi ekki af fíkniefnunum
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður
Jónasar, krafðist sýknu af öllum
ákæruatriðum fyrir skjólstæðing
sinn, en til vara lægstu refsingar
sem heimil sé í lögum. Sveinn sagði
Jónas hvorki hafa vitað, né mátt hafa
vitað að Jucevicius bar fíkniefni inn-
vortis, og sagði hann að ákæruvaldið
hafi ekki náð að sýna fram á að nokk-
ur hafi sagt Jónasi af því.
Sveinn sagði Jónas einnig saklaus-
an af því að hafa ekki komið Jucevic-
ius til hjálpar í lífsháska, enda hafi
hann ekki átt samskipti við hann eða
haft afskipti af honum. Einnig sagði
hann ljóst að Jucevicius hafi verið
sjálfbjarga þar til nokkrum mínútum
áður en hann lést, og þar sem hann
hafi verið með rænu allan tímann og
neitað aðstoð sé ekki hægt að saka
Jónas um að hafa ekki komið honum
til hjálpar.
Ef Jónas verður fundinn sekur um
alla ákæruliði sagði Sveinn að há-
marksrefsing miðað við þátttöku
hans í málinu og hreina sakaskrá
væri eins árs fangelsi, að fullu skil-
orðsbundið.
Verjendur Grétars og Malakausk-
as kröfðust báðir sýknudóms fyrir
umbjóðendur sína vegna ákæru um
að koma ekki manni í lífsháska til
hjálpar, en lægstu mögulegrar refs-
ingar fyrir önnur ákæruatriði.
Var ekki höfuðpaur
Brynjar Níelsson, verjandi Grét-
ars, vakti athygli á því að frásögn
Grétars hafi orðið til þess að málið
leystist, og framburður hans hafi í
meginatriðum haldið sér. Hann
sagði Grétar vissulega hafa átt þátt í
fíkniefnamisferli, en sagði að Grétar
hafi einungis átt hlut að máli, hann
hafi ekki verið höfuðpaur í málinu,
og ætti að miða refsingu við það.
Grétari gat ómögulega verið það
ljóst að Jucevicius var í lífsháska, og
því ber að sýkna Grétar fyrir að
koma honum ekki til hjálpar, sagði
Brynjar. Hann sagði Jucevicius
vissulega hafa liðið illa, og hann væri
slappur, en ekki hafi verið hægt að
krefjast þess að Grétar útvegaði
hjálp þegar Jucevicius vildi ekki fara
á sjúkrahús eða hitta lækni.
Um meðferð Grétars og hinna
ákærðu á líki Jucevicius sagði Brynj-
ar að hægt væri að fallast á refsingu
fyrir meðferðina, en sagði jafnframt
að hægt væri að hugsa sér mun verri
meðferð á líki, svo ekki ætti að beita
ströngustu viðurlögum. Brynjar
benti á hreinan sakaferil Grétars, og
sagði að ef sakfellt verði fyrir öll
ákæruatriði ætti dómur ekki að vera
þyngri en 6–8 mánuðir skilorðs-
bundnir.
Líkið ekki niðurlægt
eða vanvirt
Málflutningur Björgvins Jónsson-
ar, verjanda Malakauskas, var svip-
aður og hjá lögmanni Grétars. Hann
sagði ekki hægt að segja að Jucevic-
ius hefði orðið ósjálfbjarga fyrr en
rétt fyrir dauða, og lífsháski hans
hefði verið minna augljós þar sem
hann hefði verið með meðvitund, og
vegna þess að hann vildi ekki þiggja
hjálp.
Hvað varðar meðferð á líki Jucev-
icius sagði Björgvin mikilvægt að lík-
ið hefði ekki verið niðurlægt eða van-
virt, og því ætti ekki að dæma
Malakauskas til þyngstu refsingar
vegna þess hluta ákærunnar. Hann
benti einnig á hreinan sakaferil
Malakauskas, hér á landi og í Lithá-
en, og sagði hann hafa verið sam-
vinnuþýðan við rannsókn lögreglu.
Málflutningi í líkfundarmálinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur lauk í gær
Morgunblaðið/Kristinn
Grétar Sigurðsson, einn ákærðu í líkfundarmálinu, gengur í réttarsal.
Vill 2½ árs
fangelsi fyrir
alla ákærðu
Sakborningum mátti vera ljóst að
Vaidas Jucevicius var í lífsháska
SVEINN Andri Sveinsson, verj-
andi Jónasar Inga Ragnarssonar,
eins sakborninganna í líkfund-
armálinu, sagði að mikil fjöl-
miðlaumfjöllun um málið ætti að
hafa áhrif til refsilækkunar fyrir
alla þrjá ákærðu í málinu.
Hann sagði umfjöllun fjölmiðla
í málinu langtum meiri en alvar-
leiki málsins gæfi tilefni til, sem
kæmi þó til vegna þess hvernig
málið kom upp í fyrstu. Sveinn
sagði að myndir af tveimur
ákærðu, og nöfn allra þriggja
ákærðu, hefðu birst í öllum fjöl-
miðlum, og væri viss refsing fólg-
in í því fyrir mennina.
Ragnheiður Haraldsdóttir sak-
sóknari tók ekki undir þessi rök
Sveins Andra, og minnti á að
engin fordæmi væru um það að
fjölmiðlaumfjöllun hefði áhrif til
refsilækkunar. Hún sagði að ekki
hefði verið hægt að sjá að tveir
ákærðu, Jónas Ingi og Grétar
Sigurðsson, hefðu haft neitt á
móti umfjöllun fjölmiðla um sig,
heldur hefðu þeir þvert á móti
sóst eftir því að komast í fjöl-
miðla.
Refsing lækkuð
vegna fjölmiðla?
FYRIRLESTRADAGSKRÁ er ber
heitið „Ísrael-Palestína: Mannrétt-
indi og hlutverk Sameinuðu þjóð-
anna“ fer fram í Norræna húsinu á
morgun milli kl. 14 og 17. Þar munu
flytja framsögur þau Magnús Þor-
kell Bernharðsson, prófessor í sam-
tímasögu Mið-Austurlanda, Jóhanna
Kristjónsdóttir, blaðamaður og rit-
höfundur, Jakob Möller mannrétt-
indalögfræðingur og Karl Blöndal,
aðstoðarritstjóra Morgunblaðsins.
Að sögn Önnu Pálu Sverrisdóttur,
eins skipuleggjenda, er fyrirlestra-
dagskráin nokkurs konar upptaktur
að ráðstefnunni IceMUN 2004 sem
haldin verður í Háskóla Íslands nú
um helgina, en þar munu stúdentar
setja upp og líkja eftir fundahöldum í
Öryggisráði og Mannréttindaráði
Sameinuðu þjóðanna.
„Dagskráin á morgun er þannig
hönnuð með þarfir ráðstefnunnar í
huga, en umræðuefni ráðstefnunnar
er deilan milli Ísraels og Palestínu.
Fyrirlesararnir í Norræna húsinu á
morgun eru gífurlega færir sérfræð-
ingar hver á sínu sviði þannig að allir
sem áhuga hafa á efninu ættu að fá
mikið út úr því að mæta á
fyrirlestradagskrána.“
Aðspurð um ráðstefnuna sem
hefst á föstudag segir Anna Pála
þetta vera í annað sinn sem hún er
haldin hérlendis, en stefnt er að því
að gera hana að árlegum viðburði.
Ráðstefnan á sér erlenda fyrirmynd,
en ár hvert eru haldnar í kringum
fjögur hundruð sambærilegar ráð-
stefnur víðs vegar um heiminn. Anna
Pála segir rúmlega fimmtíu íslenska
stúdenta munu taka þátt, auk þess
sem von sé á um tuttugu þátttak-
endum og fimmtán manna starfsliði
frá útlöndum.
„Deilan milli Ísraels og Palestínu
er í brennidepli á fundunum um
helgina. Þátttakendum verða gefnar
ákveðnar leiðbeiningar um hvernig
þeir eiga að undirbúa sig, en geta
það ekki nema upp að vissu marki
vegna þess að á fundunum munum
við leggja fyrir ákveðnar óvæntar
aðstæður sem áríðandi er að ráðin
taki strax fyrir. Með þessu móti næst
fram smá hasar, en líka raunveru-
leikatilfinning fyrir því að þátttak-
endur séu að leysa vandamál sem er
ekki búið að ræða áður,“ segir Anna.
Fyrirlestrar um mannréttindi
og hlutverk Sameinuðu þjóðanna
Deilan milli
Ísraels og Palest-
ínu í brennidepli
Morgunblaðið/Sverrir
Þeir sem standa að ráðstefnunni
komu saman í gær til að ljúka vinnu
við undirbúning hennar.