Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Og það varð mark, og það varð aftur mark, og aftur og aftur og aftur. Hinn 1. októbergengu í gildi nýlög um sölu fast- eigna, fyrirtækja og skipa. Lögin leysa af hólmi eldri lög frá árinu 1997 um sama efni sem þóttu göll- uð og ófullnægjandi til þess að koma í veg fyrir og bregðast við misferlismál- um, sem hafa komið upp að sögn Vilhjálms Berg, héraðsdómslögmanns og löggilts fasteignasala. Sem dæmi um slíkt má nefna dómsmál þar sem fyrrverandi fasteignasali var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir fjárdrátt, skjalafals, fjársvik og skattabrot fyrr á þessu ári. Vilhjálmur benti á það í grein í Morgunblaðinu að nýju lögin fælu í sér mikla réttarbót og ættu án efa eftir að auka traust og fag- mennsku í fasteignaviðskiptum. Kröfur til fasteignasala aukast töluvert t.a.m. varðandi starfs- reynslu og menntun þeirra sem vilja öðlast löggildingu. Eitt af því sem krafist er í nýju lögunum er það að komið sé á fót sérstakri eft- irlitsnefnd Félags fasteignasala, en henni er ætlað að sinna öflugu eftirliti með fasteignasölum. Nefndin hefur verið skipuð og er Þorsteinn Einarsson hæstaréttar- lögmaður formaður hennar. „Eft- irlitsnefnd Félags fasteignasala skal hafa eftirlit með því að fast- eignasalar starfi í samræmi við fyrirmæli laga þessara, siðareglur félagsins og góðar venjur í fast- eignasölu,“ segir í 20. grein lag- anna. Nefndin skal vera þriggja manna stjórnvaldsnefnd og bund- in af ákvæðum stjórnsýslulaga eins og segir í 19. grein laganna: „Í tengslum við Félag fasteigna- sala skal starfa eftirlitsnefnd sem skipuð skal þremur mönnum og jafnmörgum til vara. Ráðherra [dómsmálaráðherra] skipar nefndarmenn og varamenn þeirra til þriggja ára í senn. Tveir nefnd- armenn og tveir til vara skulu til- nefndir af Félagi fasteignasala og skal annar þeirra vera fasteigna- sali en hinn löggiltur endurskoð- andi. Hinn þriðja, sem vera skal formaður nefndarinnar, og vara- mann hans, skipar ráðherra án til- nefningar og skal hann vera lög- maður og fullnægja skilyrðum til að gegna embætti hæstaréttar- dómara.“ Ríkar heimildir nefndarinnar Í 21. grein laganna segir svo- hljóðandi: „Eftirlitsnefnd er heimilt hvenær sem er og án fyr- irvara að skoða bókhald og öll skjöl fasteignasala sem tengjast rekstri hans eða einstökum mál- um sem hann hefur með höndum. Skal nefndin framkvæma slíka skoðun svo oft sem þurfa þykir og eigi sjaldnar en þriðja hvert ár hjá hverjum fasteignasala.“ Að auki má nefndin áminna fasteignasala, svipta þá löggildingu tímabundið og loka starfsstöð þeirra. Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, segir þessar tillögur unnar í kjölfar þeirra vandræðamála sem hafa verið uppi. Stjórnvöld hafi því nú leiðir til þess að aðhafast sérstak- lega. Áður hafi þurft að leita á náðir dómstólanna. Vilhjálmur bendir á í grein sinni að verktaka sé almennt bönnuð með nýju lögunum. „Fasteigna- sala er nú einungis heimilt að hafa í þjónustu sinni við fasteignasöl- una starfsmenn sem falla undir starfsábyrgðartryggingu hans eða eru sjálfir fasteignasalar,“ segir Vilhjálmur. Mjög algengt hafi verið að fasteignasalar fái í sína þjónustu verktaka til þess að sinna söluþjónustu fasteigna. Þá séu oft lítil tengsl þar á milli nema þá að verktakinn greiðir ákveðna þóknun til fasteignasalans gegn þeirri heimild að fá að selja fast- eignir í skjóli löggildingar fast- eignasalans. Þetta fyrirkomulag gat skapað réttaróvissu fyrir við- skiptamann sem varð fyrir tjóni verktakans segir Vilhjálmur. Verktakar sem vinna í greininni á grundvelli verksamnings eru ótryggðir og þ.a.l. óheimilir segir Björn Þorri. Starfsábyrgðar- tryggingin tekur ekki til verktaka því starfssamband verður að vera fyrir hendi. Kostnaðarsamt eftirlit Björn Þorri segir lögin vera þá breytingu sem stjórnvöld leggi til til þess að tryggja faglegt ástand í stéttinni. „Auðvitað fagna menn því að til séu skilvirkar leiðir til að bregðast við ef grunur vaknar um eitthvað misjafnt,“ segir Björn Þorri en bætir við að svona um- fangsmikið eftirlit kosti sitt. Fast- eignasalarnir sjálfir halda uppi kostnaðinum á eftirlitinu með því að greiða 100 þúsund króna eftir- litsgjald árlega. „Mér er ekki kunnugt um nokkra aðra starfs- stétt sem þarf að greiða svona há gjöld fyrir eftirlit með sjálfri sér. Það er auðvitað mjög merkilegt,“ segir Björn Þorri. Hann segir þessa skilyrðislausu þörf til að skoða alla fasteignasala eigi sjaldnar en þriðja hvert ár óþarfa. Þó ítrekar hann að skilvirkt eft- irlit sé af hinu góða, en þykir kannski fulllangt gengið í þessu tilfelli með skilyrðislausu eftirliti. Fréttaskýring | Ný lög um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa Lögin mikið endurbætt Sérstakri eftirlitsnefnd komið á fót til þess að auka eftirlit við sölu fasteigna Ný fasteignalög fela í sér mikla réttarbót. Fasteignasalar njóta sérþekkingar  Björn Þorri Viktorsson, for- maður Félags fasteignasala, seg- ir ástandið innan starfsgrein- arinnar hafa á undanförnum árum helst minnt á villta vestrið. Því hafi verið nauðsynlegt að koma skikki á hana til þess að fasteignasala og starfsemin í kringum hana geti þrifist með eðlilegum hætti sem sérfræði- starfsgrein. Gerðar séu sér- fræðikröfur til fasteignasala eins og til annarra sérfræðinga. jonpetur@mbl.isAUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111 Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 23. október 2004 Tannlæknafélag Íslands efnir til málþings á Grand Hótel Reykjavík, laugardaginn 23. október klukkan 10:00 - 12:00, undir yfirskriftinni „Eru eldri borgarar afskiptir í tannlæknaþjónustu?“ Eru eldri borgarar afskiptir í tannlæknaþjónustu? Tannlæknafélag Íslands Málþing Tannlæknafélags Íslands 09:30 Morgunverður. 10:00 Setning. Heimir Sindrason, formaður Tannlæknafélags Íslands. 10:10 Tannheilsa aldraðra. Guðjón Axelsson tannlæknir, prófessor emeritus. 10:25 Meðferðarúrræði fyrir eldri borgara. Elín Sigurgeirsdóttir, sérfræðingur í munn- og tanngervum. 10:40 Sýn eldri borgara á tannlæknaþjónustu. Stefanía Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík. 10:55 Kaffihlé. 11:10 Tannheilsa aldraðra á Íslandi í samanburði við aðrar Evrópuþjóðir. Markmið íslenskrar heilbrigðisáætlunar til 2010. Dr. Helga Ágústsdóttir, deildarstjóri tannheilsudeildar heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins. 11:30 Tannlækningar og sjúkdómar eldri borgara. Oddgeir Gylfason, tannlæknir og læknir. 11:40 Fyrirspurnir og umræður. 12:00 Fundarlok. Fundarstjóri: Kristján Kristjánsson dagskrárgerðarmaður. Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Sætafjöldi er takmarkaður og því þarf að tilkynna þátttöku til Tannlæknafélags Íslands í síðasta lagi fyrir kl. 14:00, föstudaginn 22. október í síma 575 0500 eða með því að senda tölvupóst á netfangið tannsi@tannsi.is Dagskrá A P a lm an n at e n g sl / H A D A Y A d e si g n

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.