Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 27 greiða atkvæði með Laxness, nema hann fái ein- hverja aðra hugdettu.“ Hammarskjöld svaraði Selander, að hann væri ekki hrifinn af Laxness. Hann væri í svipuðum flokki og landi þeirra, Vil- helm Moberg: Það væri allt þegar sagt, sem þeir hefðu sagt. Tillagan um Sjólokoff fékk lítinn byr í félaginu, og í lok maí virtist valið enn standa um Laxness eða Kazantzakis. Selander sagði við Hamm- arskjöld, að það væri eins og áhuginn á að veita Laxness verðlaunin hefði eitthvað dofnað í maí. Kazantzakis væri líklegastur til að hreppa hnoss- ið. Hammarskjöld svaraði því til, að hann hefði enn áhuga á því að veita Perse verðlaunin. Lær- dómslistafélagið hittist eftir sumarleyfi 8. sept- ember 1955. Þá var að vísu ekki rætt um veitingu Nóbelsverðlaunanna, en menn töluðu auðvitað saman í afkimum. Ein breyting hafði orðið á skoðunum félaganna. Kazantzakis var úr leik eft- ir að hafa gefið út bók um Frans frá Assisi. Hún þótti ekki góð. Þriggja manna nefnd átti að gera tillögu um verðlaunaveitinguna. Svo virtist, sagði Selander Hammarskjöld, að þeir Österling og Siwertz, sem mynduðu meiri hluta í nefndinni, myndu leggja til, að verðlaununum yrði skipt á milli Laxness og Gunnars Gunnarssonar. Eina leiðin til að koma í veg fyrir það virtist vera, sagði Selander, að Baie fengi nægilega mörg atkvæði. Ahnlund væri ákafur stuðningsmaður hans. Tillaga um að skipta verðlaununum Niðurstaðan varð sú, að lagt var til við átjánmenningana að skipta verðlaununum milli Halldórs Kiljans Laxness og Gunnars Gunn- arssonar. Það hlaut misjafnar undirtektir. Hammarskjöld skrifaði Selander, að hann væri ósamþykkur því að skipta verðlaununum. Summ- an af tveimur væri oft minna en einn. En stæði valið á milli þeirra Laxness og Baie, þá vildi hann frekar Laxness og félaga hans, þó að hann væri ekki hrifinn af þeim. Það hefði þann kost, að svið- ið gæti verið autt og nýr maður komist að. Öst- erling skrifaði Hammarskjöld: „Í spurningunni um Nóbelsverðlaunin er ég innra með mér ekki hrifinn af því að skipta verðlaununum á milli Lax- ness og Gunnars Gunnarssonar. En ég vil það þó frekar en að velja einhvern, sem gæti þótt mála- miðlun.“ Österling skrifaði Hammarskjöld aftur í októberbyrjun: „Það er alls óvíst, að tillaga nefndarinnar verði samþykkt. En sjálfur er ég ef- ins um, að Laxness sé einn sér verðugur. Það er sagt, að Íslendingar muni hneykslast, ef verð- laununum er skipt, en ég mun reyna að kanna, hvort það sé rétt.“ Fimmtudaginn 6. október kom Lærdómslista- félagið saman til að ræða í fyrsta skipti veitingu Nóbelsverðlaunanna fyrir 1955. Fyrst töluðu Malmberg, Per Hallström og Ingvar Andersson, og sýndist sitt hverjum. Martinsson flutti síðan langa ræðu. Hann sagði, að kominn væri tími til að heiðra Ísland, íslenska menningu og íslenska rithöfunda. Þess vegna mælti hann með því, að verðlaununum yrði skipt á milli Halldórs Kiljans Laxness og Gunnars Gunnarssonar. Lagerkvist kvaddi sér hljóðs og studdi Laxness. Ahnlund tal- aði næstur. Hann sagði, að Baie væri ekki aðeins fræðimaður, heldur í raun og veru líka listamað- ur. Hann væri heimspekilegur sagnfræðingur, jafnvel eins konar söguskáld. Hann sagðist ekki vera sáttur við tillögu Nóbelsnefndarinnar um að skipta verðlaununum á milli Laxness og Gunnars Gunnarssonar. Hann gæti hins vegar hugsað sér að greiða atkvæði með Laxness einum, Baie eða Jiménez. Hann kvaðst viðurkenna, að bandaríska ljóðskáldið Ezra Pound væri mikill listamaður, en skoðanir hans væru ómannúðlegar og gengju þvert á það, sem kveðið væri á um í erfðaskrá Nóbels. Skiptar skoðanir Eftir fundinn spjölluðu Selander, Siwertz, Hallström, Österling og Ahnlund saman. Siwertz sagðist vera andvígur því, að Laxness fengi einn verðlaunin. Þá vildi hann heldur greiða Jiménez atkvæði. Selander hallaðist líka helst að því að greiða atkvæði með Jiménez. Hann var mjög andvígur Laxness, og honum virtist, að aðrir væru ekki mjög hlynntir honum. Hammarskjöld kvaðst enn vera andvígur því að skipta verðlaun- unum. Laxness hefði að vísu ýmsa verðleika, en margt mælti gegn honum annað, þar á meðal bókin Gerpla. Ef menn vildu losna við hann af listanum yfir þá, sem tilnefndir væru, þá gæti hann hugsað sér að kjósa hann, en með semingi. Aðrir þeir, sem nefndir hefðu verið, kæmu varla til greina. Baie væri of gamall, Pound ótækur og Jiménez lítt þekktur, og Perse hefði hverfandi fylgi. Fimmtudaginn 13. október kom Lærdóms- listafélagið aftur saman til að ræða verðlauna- veitinguna. Fjórtán af átján félögum sóttu fund- inn. Elias Wessén talaði fyrir því, að Laxness fengi verðlaunin. Hann hefði gert íslensku að nú- tímabókmenntamáli. Henry Olsson sagði kost og löst á þeim þremur rithöfundum, sem helst þóttu komu til greina, Baie, Laxness og Jiménez. Hann hafði áður stutt hugmyndina um að skipta verð- laununum á milli Laxness og Gunnars Gunn- arssonar, en virtist nú vera einna hlynntastur Jiménez. Nyberg kvaðst helst vilja, að spænski málfræðingurinn Menéndez Pidal fengi verðlaun- in. Hann gæti þó hugsað sér að greiða atkvæði með Laxness, en væri tregur til. Selander talaði síðan og sagðist aldrei geta sætt sig við Laxness. Eftir umræðurnar fór fram prófkosning. Jiménez fékk 7 atkvæði, Laxness 4, Baie 2 og Pidal 1. Þeir Andersson, Gullberg, Siwertz, Malmberg, Ols- son, Selander og Bergman kusu Jiménez. Lag- erkvist, Wessén, Ekeberg og Österling kusu Laxness. Hallström og Ahnlund kusu Baie. Ny- berg kaus Pidal. Martinsson var veikur, en vitað var, að hann hefði greitt Laxness atkvæði. Þar sem enginn fékk meiri hluta, var önnur prófkosn- ing. Jiménez fékk 8 atkvæði, Laxness 4 og Pidal 2. Það, sem hafði breyst, var, að Ekeberg hafði skipt um skoðun og kaus nú Jiménez í stað Lax- ness, en Nyberg bætti það upp með því að greiða Laxness atkvæði sitt. Hallström og Ahnlund kusu nú Pidal í stað Baie. Prófkosningar Eftir fundinn skrifaði Selander Hammarskjöld og sagði, að allt virtist nú benda til, að Jiménez fengi verðlaunin. „Hvað sem öðru líður, er hann skárri en Laxness, sem vantar allan aga, hefur enga listræna samvisku og getur ekki haft neitt taumhald á söguhetjum sínum. Það væri heimska að velja Laxness, en öðru máli gegnir um Jimén- ez.“ Að dómi Österlings voru þessi úrslit tilvilj- unarkennd. Lærdómslistafélagið þyrfti ekki að skammast sín fyrir að veita Jiménez verðlaunin, en það væri alls ekki óhugsandi, að Laxness yrði fyrir valinu eða jafnvel Pidal. „Þetta verður erf- iðara í ár en venjulega,“ sagði Österling. Fyr- irhugað hafði verið að halda lokafund um veitingu verðlaunanna fimmtudaginn 20. október, en þar sem mikill ágreiningur var í Lærdómslistafélag- inu og enginn meiri hluti í sjónmáli, var ákveðið að fresta honum til fimmtudagsins 27. október. Haldnar voru nokkrar prófkosningar dagana á undan til að reyna að gera út um málið. Fjórir fé- lagar sendu atkvæði sín skriflega. Fredrik Böök kvaðst vilja veita verðlaunin annaðhvort þýska rithöfundinum Carossa eða Gunnari Gunn- arssyni, Andersson kaus Jiménez, Lagerkvist Laxness og Hammarskjöld Pidal. Eftir að þessi fjögur atkvæði höfðu borist, var haldin prófkosning. Þá fékk Jiménez 5 atkvæði, Pidal 6 og Laxness 5, en að auki var atkvæði Bööks. Þeir Gullberg, Malmberg, Olsson, And- ersson og Selander kusu Jiménez. Þeir Österling, Ekeberg, Nyberg, Hallström, Ahnlund og Hammarskjöld kusu Pidal. Þeir Bergman, Siw- ertz, Martinsson, Lagerkvist og Wessén kusu Laxness. Nú voru félagarnir enn fjær því en áður að mynda meiri hluta. Aftur var haldin prófkosn- ing. Þá breyttist það eitt, að Jiménez fékk 4 at- kvæði og Pidal 7. Selander hafði ákveðið að kjósa Pidal, þar sem hann hefði meiri möguleika á að fella Laxness en Jiménez. Þeir Gullberg, Malm- berg og Olsson harðneituðu að veita öðrum en skapandi rithöfundi verðlaunin. Þess vegna gátu þeir ekki sætt sig við Pidal. Fimmmenningarnir, sem studdu Laxness, voru líka óhagganlegir. Málið virtist komið í sjálfheldu. Laxness eftir langt þóf Á fundi Lærdómslistafélagsins mánudaginn 24. október var enn skoðanakönnun. Pidal fékk þá 8 atkvæði, Laxness 7 og Jiménez 1. Þá lagði Österling það fyrir, hverjir gætu sætt sig við Jiménez. Hann fékk ekki meiri hluta atkvæða. Þá spurði Österling, hverjir gætu sætt sig við Lax- ness. Auk þeirra fimm, sem höfðu stutt hann fyr- ir, sögðust Ekeberg, Ahnlund, Olsson, Nyberg og Malmberg nú geta sætt sig við hann. Österling var sjálfur sömu skoðunar. Með því hafði Lax- ness fengið 11 atkvæði eða meiri hluta í félaginu. Selander kaus hins vegar áfram Jiménez, að- allega í mótmælaskyni við Laxness, og Hallström Pidal. Österling skrifaði Hammarskjöld daginn eftir fundinn: „Hér á Norðurlöndum verður þess- ari niðurstöðu áreiðanlega vel tekið. Sjálfur er ég ekki þeirrar skoðunar, að þessi verðlaunaveiting verði síðar meir talin ein okkar betri. En nú höf- um við afgreitt Laxness og munum losna við að þurfa að deila um hann ár eftir ár!“ Á fundi Lærdómslistafélagsins fimmtudaginn 27. október var veiting Nóbelsverðlaunanna í bókmenntum 1955 staðfest. Halldór Kiljan Lax- ness hlaut 11 atkvæði. Þeir Bergman, Siwertz, Martinson, Lagerkvist, Wessén, Ekeberg, Ahnlund, Olsson, Nyberg og Österling kusu hann. Selander, Gullberg og Andersson kusu Jiménez og Hallström og Hammarskjöld Pidal. Hammarskjöld skrifaði Österling eftir úrslitin, að hann teldi ekki, þrátt fyrir fögnuð sænsku blað- anna, að verðlaunaveitingin ætti eftir að þykja réttmæt. Það segði sitt, að erlend blöð tækju henni fálega. Österling skrifaði Hammarskjöld: Í sambandi við veitingu Nóbelsverðlaunanna hef ég svipaða skoðun og þú. En það er huggun harmi gegn, að við getum eftir þetta sloppið við deilur um viðtakendur og fáum frjálsar hendur. Ég vildi gjarn- an, að við gætum valið eitthvert skáld, sem þyrfti ekki að vera að kröfu sænsku blaðanna. Selander skrifaði Hammarskjöld: Enginn verðlaunahafi hefur sennilega verið val- inn af meira fálæti í félaginu. Bo Bergman virðist vera hinn eini, sem metur bækur hans mikils, en öðrum hefur aðeins létt vegna þess, að nú erum við lausir við hann. Og ekki hefur samúðin með honum aukist við framkomu hans eftir ákvörðunina. Þú sást ef til vill, að hann sagði fréttamönnum, að allir skrifandi Svíar eftir daga Strindbergs væru hug- myndasnauðir tréhestar. En hann gæti þakkað fyrir að hafa aðeins helminginn af rithöfundarhæfi- leikum Hjalmars Bergmans. Það kom engum á óvart, að hann taldi sig ekki þurfa að þakka Lær- dómslistafélaginu einu orði, heldur sagði aðeins stuttaralega og ókurteislega, að hann þyrfti 40 miða í kvöldverðinn. Ég fór að hugsa um það, að líklega iðkuðu Íslendingar hina norsku háttvísi í öðru veldi. Víðast í Evrópu hafa blöðin skrifað um valið eins og það væri af stjórnmálaástæðum. Lær- dómslistafélagið væri að bæta fyrir það að hafa veitt Churchill verðlaunin um árið. Hammarskjöld svaraði Selander: „Þú segir heldur dapurlega sögu. Hið eina góða við úrslitin er, eins og þú segir, að hinar þrálátu tillögur um Laxness hverfa úr sögunni.“ Helstu heimildir Nobelpriset i litteratur. Nomineringar och utlåtanden 1901-1950, I.-II. b., ritstj. Bo Svensén (Norstedts förlag, Stockholm 2001). „Politiker eller Diktare?“ Folket i bild, 46. hefti 1953, 7. bls. Bréfasafn Dags Hammarskjölds, Kungliga biblioteket, Stockholm, handritadeild. Bréfasafn Stens Selanders, Kungliga biblioteket, Stock- holm, handritadeild. Bréfasafn Anders Österlings, Kungliga biblioteket, Stock- holm, handritadeild. ess fékk Nóbelsverðlaunin Gunnar Gunnarsson og Halldór Kiljan Laxness voru tilnefndir af sérstakri þriggja manna nefnd Akademíunnar 1955, en Gunnar fékk ekki brautargengi. Tilnefndir saman Römm andstaða var við Laxness í nefndinni, aðallega frá Sten Selander og Dag Hammarskjöld, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna. Mikill og ákafur stuðningur var líka við hann, bæði innan nefndarinnar og í vinstri blöðum í Svíþjóð. Með og á móti Áður höfðu þeir Einar H. Kvaran, Guðmundur Kamban og Gunnar Gunnarsson verið tilnefndir. Áður tilnefndir Þeir, sem helst kepptu við Laxness, voru Juan Ramón Jiménez og Menéndez Pidal, báðir frá Spáni. Jiménez fékk Nóbelsverð- launin næsta árið. Keppinautarnir Helstu stuðningsmenn Laxness í Akademíunni voru Pär Lagerkvist, Harry Martinsson og Elias Wessén. Aðrir studdu hann flestir með hálfum hug. Helstu stuðningsmenn Ráðamenn í Moskvu vildu að Sjólokoff fengi verðlaunin. Kveðja frá Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.