Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 33 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞRIÐJUDAGINN 7. september síðastliðinn valt fjárflutningabíll á veginum við Grímu í Reyðarfirði. Í bílnum voru 253 kindur. Bíllinn er sérsniðinn til fjárflutninga sem þýðir að rýmið eru opin rimlabúr upp á þrjár til fjórar hæðir og fénu troðið þar inn, óvörðu fyrir vatni og vindi. Bíllinn var á leið til Sauðárkróks og þess getið í útvarpsfrétt að vegna „hagræðingar“ sláturleyf- ishafa þyrfti að flytja lömb til slátr- unar landshorna á milli! Hvað eru bændur að hugsa? Er engin dýravernd til í þessu landi? Hvernig stendur á að það er lát- ið viðgangast að misþyrma dýrum svona? Laugardaginn 7. febrúar 2004 birtist í Morgunblaðinu grein eftir formann Landssambands slátur- leyfishafa, Jón Helga Björnsson. Greininni er ætlað að útskýra og afsaka þá landshornaflutninga, sem nú eiga sér stað á sláturfé. Mun ég vitna í greinina en þar segir m.a. „Til að skilja forsöguna að úreld- ingu sláturhúsa þá hefur lengi ver- ið bent á það að of mörg sláturhús hafi verð rekin í landinu en samtals voru þau nítján fyrir þremur ár- um.“ „Stjórn Landssamtaka slát- urleyfishafa fór fram á það við landbúnaðarráðherra að hann beitti sér fyrir því að fé fengist til úreld- ingar. Ástæðan var sú að mörg þeirra fyrirtækja sem voru í þess- ari starfsemi voru með hæpinn rekstrargrundvöll.“ „Ríkisstjórnin samþykkti þannig úreldingarstyrk eftir beiðni grein- arinnar með það að markmiði að tryggja hag bænda.“ Tilvitnunum lýkur. Það er umhugsunarefni hver græðir á að úrelda t.d. sláturhúsið við Laxá í Leirársveit. Það hús var búið að endurnýja og pússa í hólf og gólf. Samkvæmt upplýsingum frá landbúnaðarráðuneytinu kostaði sú úrelding rúmar tuttugu miljónir. Þótt talað sé um Laxárhúsið geri ég ekki ráð fyrir að það hafi neina sérstöðu þeirra húsa sem lokað er hvað kostnað við úreldinguna varð- ar. Það blasir ekki við nauðsynin á þessari aðgerð, og ekki er heldur trúlegt að bændur óski eftir þess- um misþyrmandi landshornaflutn- ingum á sauðfénu. Þá er ótalið að sláturhúsin skapa atvinnu sem hefur verið vel þegin. Að öllu samanlögðu verður ekki séð að þessi sóun á sameiginlegum sjóði landsmanna sé afsakanleg á nokkurn hátt. Síðast en ekki síst viljum við ekki láta það sjást og heyrast að við misþyrmum dýrum svona og að enginn hafi neitt við það að athuga. Hvar er dýraverndin í landinu? UNNUR LEIFSDÓTTIR, Skagabraut 39, Akranesi. Um úreldingu sláturhúsa Frá Unni Leifsdóttur: Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn REKSTUR 2004 21.-22. OKTÓBER Í FÍFUNNI Í KÓPAVOGI FIMMTUDAGURINN 21. OKTÓBER - DAGUR 1 SALUR 1 Spyrill: Hörður Vilberg Kl. 11.00 Jákúb Jakobsen, stofnandi Rúmfatalagersins. Kl. 13.00 Setningarathöfn ÁVÖRP Valgerður Sverrisdóttir - Iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ingimundur Sigurpálsson - formaður Samtaka atvinnulífssins Gunnar I. Birgisson - formaður bæjarráðs Kópavogsbæjar Kl. 14.30 Aðalheiður Héðinsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs Kl. 16.00 Elín Sigfúsdóttir - framkvæmdastjóri Landsbanka SALUR 2 Kl. 11.00 Sálfræði sölunnar IMG Kl. 14.00 Rætt, frætt og bætt Endurmenntun HÍ Kl. 15.00 Mismunandi félagsform - Hvað hentar hverjum Deloitte Kl. 16.05 Einkaráðgjöf (executive coaching) IMG Guðrún Högnadóttir, M.H.A. Kl. 17.00 Horfur með gengi íslensku krónunnar Landsbanki Íslands. SALUR 3 Kl. 11.15 Bókhaldskerfi með innbyggðum Fyrirtækjabanka Landsbanki Íslands Kl. 14.15 Náðu árangri með okkur - Vöruþróun Impra - Nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun Kl. 15.15 Innleiðing gilda í fyrirtækjum Stjórnendaskóli HR Kl. 16.15 Vörustjórnun til hagræðingar Vöruhótelið Kl. 17.10 Frammistöðugreining - Uppruni umframávöxtunar? Ráðgjöf og Efnahagsspár Kl. 17.35 Kostir virkrar áhættustýringar Ráðgjöf og Efnahagsspár FÖSTUDAGURINN 22. OKTÓBER - DAGUR 2 Salur 1. Spyrill: Páll Magnússon Kl. 13.00 Jón Helgi Guðmundsson - forstjóri Norvíkur Kl. 14.30 Hannes Smárason - stjórnarformaður Flugleiða Kl. 16.00 Skarphéðinn Berg - stjórnarformaður Norðurljósa SALUR 2 Kl. 11.00 Eignarhaldsfélög erlendis og starfsemi Landsbankans í Luxemborg Deloitte Kl. 13.05 Innleiðing gilda í fyrirtækjum Stjórnendaskóli HR Kl. 14.00 Frá fjárhagskerfum til iðntölva - og allt þar á milli ANZA Kl. 15.00 Stefnumiðað árangursmat IMG Að stjórna árangri Kl. 16.00 Bókhaldskerfi með innbyggðum Fyrirtækjabanka Landsbanki Íslands Kl. 17.00 Notkun lífstílshópa í markaðsstarfi IMG SALUR 3 Kl. 11.10 Frammistöðugreining - Uppruni umframávöxtunar? Ráðgjöf og Efnahagsspár Kl. 11.35 Kostir virkrar áhættustýringar Ráðgjöf og Efnahagsspár Kl. 13.15 Háspenna - Þennsluhætta. Hvað þolum við mikinn hagvöxt? Landsbanki Íslands Kl. 14.15 Berðu þig saman við þá bestu - hagnýt viðmið Impra - Nýsköpunarmiðstöð, Iðntæknistofnun Kl. 15.15 Rauntímaupplýsingar af fjármálamarkaði Mens Mentis Kl. 16.15 Hitaþægindi - fjarvist starfsmanna Verkfræðistofan Verkvangur Kl. 17.15 Klæðnaður og atvinnulífið Sævar Karl KAUPSTEFNA FYRIR STJÓRNENDUR ÍSLENSKRA FYRIRTÆKJA Yfir 70 sýnendur 24 örnámskeið og kynningar 6 viðtöl við áhrifafólk í íslensku viðskiptalífi 4500 m2 Sýningarsvæði FIMMTUDAGUR KL. 10.00 - 18.00 FÖSTUDAGUR KL. 10.00 - 18.00 • SKRÁNING Á WWW.REKSTUR2004.IS ÞÁTTTÖKUGJALD (Passar gilda báða dagana inn á öll svæði): Stakur passi kr.5900 Tveir passar saman kr.8500 (kr.4250 á mann) Fimm passar saman kr.14.900 (kr.2980 á mann)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.