Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Ástkærar þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur ást og samúð við útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÓNU GUÐLAUGAR ÞORGEIRSDÓTTUR frá Arnanúpi, Dýrafirði, Stífluseli 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á gjörgæslu- deild og deild B-5 Landspítala Fossvogi sem sýndu móður okkar og okkur svo mikinn kærleik á erfiðum tíma. Einnig séra Bolla Pétri Bollasyni fyrir styrk og kærleik við okkur á erfiðum tímum. Guð blessi ykkur öll. Andrés Þorgeir Garðarsson, Hugrún Halldórsdóttir, Anna Þorgerður Högnadóttir, Eggert Bergsveinsson, Ólafur Jóhann Högnason, Særún Lísa Birgisdóttir, Salóme Högnadóttir, Gerald Martin Wall, Unnur Högnadóttir, Guðni Ársæll Indriðason, Arnbjörg Högnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, INGIBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR bókbindari, Bollatanga 11, Mosfellsbæ, sem lést mánudaginn 11. október, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju, Hafnarfirði, fimmtudaginn 21. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlegast bent á hjúkrunarþjón- ustuna Karítas, sími 551 5606 eða líknardeild Landspítalans í Kópavogi, sími 543 6605. Hallgrímur Þór Hallgrímsson, Emil Birgir Hallgrímsson, Edda Svavarsdóttir, Guðfinna Björk Hallgrímsdóttir, Þóra Björg Hallgrímsdóttir, Tjörvi Einarsson, Inga Bjartey, Óðinn Páll og Una Rán. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLGRÍMUR ÁRNASON AÐALSTEINSSON, Skarðshlíð 23c, Akureyri, fyrrum bóndi í Garði, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri, þriðjudaginn 12. október sl., verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju föstudaginn 22. október kl. 13.30. Magnea Garðarsdóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Ásdís Einarsdóttir Kristrún Hallgrímsdóttir, Sigurgísli Sveinbjörnsson, Garðar Hallgrímsson, Þórunn Inga Gunnarsdóttir, Pálína Guðrún Hallgrímsdóttir, Hergeir Einarsson og barnabörn. Útför frænda míns, BJARNA PÁLSSONAR, Ólafshúsi, Blönduósi, sem andaðist mánudaginn 11. október, fer fram frá Blönduóskirkju laugardaginn 23. októ- ber kl. 10.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigríður Ragnarsdóttir. www.englasteinar.is Steini Bjarna, eins og við samstarfsmenn hans hjá Rafmagns- veitunni sálugu nefnd- um hann jafnan, hefur kvatt sína tilvist. Steini hóf störf hjá fyrirtækinu í júlí 1950 að loknu sveinsprófi í rafvirkjun og starfaði þar samfellt uns starfstíma hans lauk árið 1993. Steini vann lengstan hluta starfs- ferilsins við að reisa loftlínur og starfaði einnig að viðhaldi þeirra. Hann vann við byggingu háspennu- línunnar frá Írafossvirkjun og nokkrum árum síðar starfaði hann við að reisa millisambandslínuna við Steingrímsstöð. Írafosslínan flutti allt afl Sogsins að útivirki við Elliða- ár þar sem orkunni var dreift til neytenda. Línan er reist á stálgrind- arstólpum sem bera uppi línuna. Við byggingu línunnar störfuðu bæði verktakar og starfsmenn Rafmagns- veitunnar. Verkþættinum var vel skipt, svo aldrei kom til að stæði á verki. Rafmagnsveitumenn höfðu það verk með höndum að reisa línuna og strekkja víra. Bandarískt verk- ÞORSTEINN TH. BJARNASON ✝ Þorsteinn Th.Bjarnason fædd- ist í Reykjavík 2. júlí 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Laugarneskirkju 3. september. takafyrirtæki sem hafði lagningu há- spennulínu að sérgrein var fengið til að stjórna lagningu línunnar. Ís- lendingar sáu um verk- lega þáttinn. Tókst samstarfið með slíkum ágætum að línan komst upp í lok september skömmu áður en vélar Írafoss voru tilbúnar að framleiða raforku. Vígsla Írafoss fór svo fram 16. október 1953. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi reis einnig á grunni rafmagnsins frá Írafossi í Sogi en hún var fyrsta stóriðjan á Ís- landi. Leiðir okkar Steina Bjarna lágu nokkrum sinnum saman í starfi. Eft- ir slíkt samstarf í vinnunni sá ég strax að þarna var afburðaduglegur ósérhlífur maður sem skilaði mikilli vinnu oft við erfiðar aðstæður. Loft- línustarf hentar ekki öllum. Þar reynir á þrek manna og áræði að vinna í stauraskóm með verkfæra- belti tengdur lífbelti línumanns. Í háum möstrum jafnvel í fárviðrum við bilanir tímunum saman. Þá var Steini Bjarna í essinu sínu, gat jafn- vel gert að gamni sínu við þá sem voru hvumpnir og bölvuðu veðrinu. Myndir segja sögu. Ég var nýlega að skoða gamlar myndir sem vistaðar eru í Minjasafni Orkuveitunnar og rakst þá á mynd af útivirki og spennistöð í Garðabæ sem reist var í nóvember 1966 og þjónaði Hafnar- firði og Suðurnesjum. Spennistöðv- ardeildin sá um uppsetningu þessa rafbúnaðar undir stjórn Árna Magn- ússonar verkstjóra. Tíminn var naumur sem við höfðum til að ljúka verkinu og ekki bætti úr að veðra- brigði voru mörg sama daginn og því erfitt að klæða sig við vinnuna. Þarna kom Steini Bjarna til liðs við okkur spennistöðvarmenn og sýndi þá eins og endranær að ekkert er ómögulegt þegar menn eru samhent- ir við vinnuna. Ekki þarf að orð- lengja að það tókst að ljúka verkinu á tilsettum tíma. „Veturinn 1952 var tvímælalaust sá erfiðasti sem ég man eftir úr línuvinnu hjá Rafmagnsveit- unni,“ sagði Steini Bjarna loftlínu- verkstjóri þegar ég bað hann fyrir nokkrum árum að rifja upp það sem honum væri minnisstæðast frá þess- um tíma úr starfinu, fyrir starfs- mannablað RR. Í þessari frásögn er stuðst við þær heimildir. „Á þessum árum voru þrír línuflokkar sem skipt var til viðgerða á bilanasvæðinu,“ sagði Steini Bjarna. „Gunnar heitinn Stefánsson línuverkstjóri var fyrir einum þeirra. Hann var elsti og einn reyndasti línumaður RR. Gunnar var hlýlegur í umgengni og góður vinur starfsmanna. Með honum í flokki var Svavar Pálsson, hann var afburða- góður línumaður,“ sagði Steini Bjarna. Svavar lést af slysförum í starfi fyrir mörgum árum. Bræðurn- ir Hannes og Sigmar Guðmundssyn- ir sem þá bjuggu á Njarðargötunni voru þá línumenn hjá Gunnari. Bif- reiðarstjóri og loftlínumaður var Kristinn Guðmundsson, síðar vakt- maður í Ármúla 31. Benjamín var yngstur loftlínuverkstjóra, ötull og ósérhlífinn starfsmaður. Með honum í flokki voru Magnús heitinn Þórð- arson, sem síðar varð vaktstjóri í Ár- múla 31, Gunnlaugur Hannesson, auk tveggja annarra ónefndra. Þess- ir tveir vinnuflokkar voru sendir til loftlínuviðgerðar á Reykjalínu, nema Svavar Pálsson sem falið var ásamt fleirum, að kanna skemmdir sem orðið hefðu á Vífilsstaðalínu. „Í flokki Guðlaugs Narfasonar voru auk mín Bjarni Guðjónsson, Her- mann Guðmundsson og Gunnar heit- inn Halldórsson síðar loftlínuverk- stjóri, en hann lá spítalalegu þegar þetta óveðurstjón var. Eftir að við höfðum lokið viðgerð á Sogslínu 1 störfuðum við í Kópavogi, við bæj- arkerfi Reykjavíkur og Vífilsstaðal- ínu.“ „Það var langur vinnutími hjá öllum en aldrei heyrði ég menn kvarta,“ sagði Steini Bjarna, „þó vinnan væri erfið og veðrið slæmt. Verst var með alla aðdrætti því snjór var mikill og erfitt að koma tækjum nærri. Það varð því oft að draga á sleðum áhöld og efni. Vífilsstaðalína var tréstólpalína með 25 kW eirvír. Línan var öll slitin, þó notuðum við alla bútana og voru 10–12 samteng- ingar á spenni. Ekkert stál var til að halda línunni saman eða staurar stagaðir með nokkra staura millibili, eins og við þekkjum í dag og kann þessi vanbúnaður að hafa átt sinn þátt í því að öll línan fór,“ sagði Steini Bjarna, þó hér verði ekkert fullyrt um hvort nægt hefði gegn þessum veðurham. „Sjálfsagt hefur engan grunað hvað framundan var næstu daga því segja má að það hafi verið sannkölluð martröð,“ sagði Steini Bjarna. „Í tvær vikur var margur starfsmaður sem ekki fór úr vinnu- fötum, menn pokuðu í bílunum þegar svefnleysið var að yfirbuga þá, ein- staka fóru heim smá tíma til að sofa og safna vinnuþreki. Vinnuskúrar voru fluttir inn í Fífuhvammsnámur og heitur matur og kaffi framreitt fyrir vinnuflokkana og var Jón heit- inn Benediktsson þar kokkur og rækti það starf eins og önnur af mik- illi prýði. Oft þurfti að margskipta mönnum í mat, því plássið í skúrnum leyfði ekki margmenni. Alla daga og nætur var reynt að vinna þó veður væri slæmt, þó mikið hvíldi á loft- línumönnum, graftarflokkum og véladeild. Komu aðrar vinnudeildir þar líka við sögu, svo sem Smiðjan. Starfsmenn þar smíðuðu styrkingar á staura því reynt var að bolta heila staura við brotið, ef hægt væri að losna við tímafrekan gröft, en því miður reyndist það í færri tilvikum. Guðlaugur í Smiðjunni og hans traustu menn lögðu nótt við dag eins og aðrir starfsmenn, við allskyns við- gerðir sem hlutust af veðrinu. Dælu- stöðin að Reykjum varð rafmagns- laus og Reykjavík varð hitaveitulaus. Í Reykjalínu hafði brotnað stein- staur niður við Grafarvog hjá til- raunastöðinni að Keldum. Var þar múffustaur í háspennulínunni en frá þeirri línu fékk dælustöðin á Reykj- um í Mosfellsveit rafmagn. Eins og fyrr segir unnu vinnuflokkar Gunn- ars og Benjamíns saman að þessari viðgerð. Spelkaður var tréstaur við brotna staurinn og var unnið alla nóttina og straum komið á næsta morgun, sem líklega hefur verið 6. janúar. Eftir lítinn svefn voru þeir eins og aðrir kallaðir út í ný verkefni, sem biðu þeirra. Benjamíns flokkur fór til viðgerða á Lögbergslínu, en þar höfðu orðið miklar skemmdir. Um 20 staurar höfðu brotnað þar í fárviðrinu. Nokkuð af þessum staur- um var hægt að spelka saman með járnum, sem starfsmenn smiðjunnar smíðuðu,“ sagði Steini Bjarna að lok- um. Rúmlega hálf öld er nú liðin frá því Steini Bjarna og samstarfsmenn hans voru kallaðir til starfa í þessu mikla tjónaveðri sem var mesta tjón á línum frá upphafi rafvæðingar. Flest allir þessara manna sem hér hafa verið nefndir hafa safnast til feðra sinna. En það er nauðsynlegt að saga þeirra falli ekki í gleymsku þegar uppbygging rafveitukerfisins er minnst og hefur minjasafn Orku- veitunnar reynt að bæta úr þessu eftir því sem efni standa til. Síðustu starfsárin starfaði Steini í Smiðju RR þar sem hann vann við rafbúnað en þar eins og annars staðar eign- aðist hann marga einlæga vini meðal vinnufélaga. Um leið og ég kveð Steina hinstu kveðju þakka ég hon- um fyrir samstarfsár okkar hjá Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Ég votta börnum hans, tengdabörnum og öðr- um ættingjum samúðarkveðjur mín- ar. Guðmundur K. Egilsson. En þar bíða vinir í varpa sem von er á gesti. (Davíð Stefánsson.) Við kveðjum nú elskulega frænku okkar Þóru Guð- mundsdóttur. Í bernskuminningum okkar skín hún eins og sólargeisli. Hún var seinni árin sterk tenging okkar við Skagann Þegar við vorum stelpur var svo gam- an að fara upp á Skaga, fara með frændsystkinunum á Langasand, leika á bíótröppunum hjá Fríðu frænku láta Halla frænda segja okkur ÞÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Þóra Guðmunds-dóttir fæddist á Grímsstöðum í Reyk- holtsdal 17. septem- ber 1910. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða 27. september síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Akraneskirkju 4. október. frá hestunum, skrítið hvað okkur fannst alltaf hafa verið sól og blíða Eftir skemmtilegan dag var frænka búin að baka kleinur og annað meðlæti sem við krakk- arnir kunnum að meta. Umhyggja hennar fyrir Inga bróður verð- ur henni aldrei full- þökkuð, hún leit á hann sem sinn, var alltaf svo stolt og hreykin af hon- um þegar hún talaði um hann við okkur. Enda styttist nú rúnturinn hjá honum, við vitum hvað hann hefur misst mikið. Minningarnar hrannast upp og komast ekki á þetta blað en þær lifa í hjarta okkar. Elsku Venni, Björgvin, Þórir, Frið- rik, Heimir, Helgi fjölskyldur ykkar og aðrir ástvinir. Megi góður guð geyma minningu frænku í hjarta okk- ar allra. Ingveldur og Fríða Bjarnadætur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins: mbl.is (smellt á reit- inn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánu- degi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skila- frests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn- ur út. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.