Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENSK erfðagreining greindi í gær frá já-
kvæðum niðurstöðum prófana á hjartalyfinu
DG031. Um er að ræða fyrstu prófanir á lyfi sem
erfðarannsóknir á algengum sjúkdómi hafa skilað.
Lyfið var þróað á grundvelli niðurstaðna úr rann-
sókn á eðli hjartaáfalla sem gerð var hér á landi.
Kári Stefánsson, forstjóri og stjórnarformaður
Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE), greindi frá nið-
urstöðum prófana á lyfinu á blaðamannafundi í
gær. Niðurstöður prófana, í fasa IIa, sýndu að lyf-
ið hefur marktæk áhrif áhættuþætti hjartaáfalls
og veldur almennt ekki aukaverkunum. Nú tekur
við næsta skref þegar lyfið verður prófað á 1.500
til 2.000 sjúklingum víða um heim. Kári sagði þetta
stóran áfanga fyrir ÍE. Fyrirtækið hefði verið
byggt á þeirri forsendu að hægt væri að einangra
erfðavísa og nota þá sem fyrsta skrefið til að þróa
lyf. Þetta væri fyrsta dæmið um árangur af þeirri
vinnu og í fyrsta skipti í heiminum sem menn
hefðu tekið meingen erfðavísis, sem fylgdi hætta á
sjúkdómi, og notað það til að setja saman lyf sem
farið hefði í gegnum klínískar rannsóknir. „Fyrir
okkur og þann iðnað sem við erum í er þetta mjög
merkilegt skref,“ sagði Kári.
Það var teymi undir stjórn Önnu Helgadóttur
sem einangraði erfðavísi sem hefur breytileika
sem fylgir áhætta á byrjuninni á hjartasjúkdóm-
um. Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri klín-
ískra rannsókna ÍE, hefur stýrt lyfjatilraununum.
Íslensk erfðagreining var í samstarfi við Land-
spítala – háskólasjúkrahús og Guðmund Þorgeirs-
son, sviðstjóra lækninga lyflækningasviðs I LSH,
um verkefnið.
Lyfið hefur tilætlaða virkni
Lyfið hefur þá virkni sem til var ætlast á fleiri
en einn áhættuþátt hjartaáfalls. Allar skammta-
stærðir lyfsins minnkuðu styrk ákveðins bólgu-
vaka, sem erfðarannsóknir ÍE sýna að tengist
aukinni hættu á hjartaáfalli. Virkni mismunandi
skammta lyfsins var reynd á 172 íslenskum sjúk-
lingum, sem allir höfðu fengið hjartaáfall eða
kransæðastíflu. Var virknin borin saman við lyf-
leysu. Sjúklingar þoldu lyfið mjög vel og ekki varð
vart alvarlegra aukaverkana. Það eina var að 6
sjúklinganna fundu fyrir svolitlum svima.
Fljótlega hefjast viðræður við eftirlitsstofnanir
úti í heimi um næsta áfanga. Kári reiknar með að
gera þurfi tilraunir á 1.500 til 2.000 einstaklingum
á Íslandi, annars staðar í Evrópu og í Bandaríkj-
unum. Þessi áfangi tekur að öllum líkindum um
tvö ár. Tilraunina þarf að gera víða um heim til að
hægt verði að markaðssetja lyfið á heimsvísu. Lyf-
ið verður gefið einstaklingum sem teljast vera í
áhættuhópum fyrir að fá hjartaáfall. Er vonast til
að tilraunin sýni að lyfið minnki líkur á hjartaáföll-
um. Ef það tekst verður um að ræða mikilvægt
framlag til læknisfræði, ekki aðeins á Íslandi held-
ur um allan heim, að sögn Kára.
Ef allt gengur að óskum og nýja lyfið kemst á
markað mun það gjörbreyta efnahagslegum for-
sendum Íslenskrar erfðagreiningar, að sögn Kára.
Aðspurður hvenær vænta mætti lyfsins á markað
sagði Kári erfitt að gefa ákveðna tímasetningu.
Mikið verk væri óunnið og ferlið háð eftirlitsstofn-
unum. Hann sagðist þó reikna með að lyfið gæti
komið á markað á árunum 2007 til 2009.
Kári sagðist sjá fyrir sér að notendur lyfsins
yrðu margir og myndu nota það að staðaldri.
Hákon Hákonarson, framkvæmdastjóri klín-
ískra rannsókna ÍE, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að undirbúningur að næsta stigi lyfjatil-
raunanna væri þegar hafinn. Til þeirra þyrfti stórt
teymi sérfræðinga, semja þyrfti rannsóknaráætl-
un og velja þá staði þar sem rannsóknin færi fram.
Eins þyrfti að tryggja að þar yrðu sjúklingar til
staðar sem uppfylltu skilyrði rannsóknarinnar. Þá
væri stórt atriði að fara í gegnum reglur um rann-
sóknir þar sem þær yrðu framkvæmdar, því verk-
efnið væri unnið á alþjóðlegum grunni. Þá þyrfti
að afla tilskilinna leyfa hér á landi, í Bandaríkj-
unum og Evrópu.
Hákon sagði að þriðja fasa lyfjaþróunarinnar
yrði stjórnað frá Íslandi. Hér yrði tilraunin skil-
greind og annast um alla tengla. Þetta yrði fjöl-
setra rannsókn, það væri á mörgum stöðum, og
allt að tvö þúsund sjúklingar sem þyrfti að skoða
til að hægt væri að sannreyna að lyfið skilaði þeim
árangri sem ætlast væri til. „Svo er mögulegt að
niðurstaða fáist mun fyrr og það þurfi ekki að
stunda rannsóknina í tvö ár, en tíminn mun leiða
það í ljós,“ sagði Hákon.
Jákvæðar niðurstöður prófana Íslenskrar erfðagreiningar á hjartalyfi
Fyrsta lyfið sem þróað er á
grundvelli erfðameingens
Morgunblaðið/RAX
Helstu stjórnendur þróunar hjartalyfsins hlýddu á Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagrein-
ingar segja frá nýja lyfinu í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. Frá vinstri: Guðmundur Þorgeirsson,
Anna Helgadóttir, Hákon Hákonarson og C. Augustine Kong.
ÞÆR hugmyndir sem starfshópar á
vegum Framtíðarhóps Samfylkingar-
innar hafa skilað af sér í sérstök um
skilagreinum, eru
lagðar fram til
frekari umræðu
innan flokksins.
Markmiðið er
að móta heild-
stæðar tillögur að
framtíðarstefnu
flokksins, að sögn
Ingibjargar Sól-
rúnar Gísladóttur,
formanns Fram-
tíðarhópsins og
varaformanns Samfylkingarinnar.
Starfað hafa sex vinnuhópar á veg-
um Framtíðarhópsins, sem skiluðu af
sér skilagreinum á flokksstjórnar-
fundi um helgina. Aðrir sex hópar
munu svo fjalla um aðra málaflokka á
næstu mánuðum. Eiga þeir að stuðla
að umræðu í Samfylkingunni um
þessa málaflokka.
Starfshópunum voru sett erindis-
bréf þar sem verkefni þeirra eru skil-
greind og þeim sett leiðarljós í starf-
inu. Þar segir m.a. að þeim beri að
hafa ákveðin grunngildi jafnaðar-
stefnunnar að leiðarljósi og vinna út
frá því, að öllum þátttakendum í sam-
félaginu beri að standa vörð um sam-
eiginleg gæði og allir hafi tækifæri til
að njóta lífsgæða án tillits til uppruna
eða félagslegrar stöðu. Lögð er
áhersla á að starfshóparnir séu leit-
andi í starfi sínu, fordómalausir gagn-
vart nýjum hugmyndum, óhræddir
við að taka umdeild mál til umræðu
og örlátir í miðlun þekkingar og
reynslu.
„Það sem við erum að reyna að
gera með þessu er að setja margvís-
leg álitamál alveg opið inn í umræðu í
flokknum og skapa með þeirri um-
ræðu sameiginlegt eignarhald á
stefnu, sem verður vonandi samþykkt
eftir ár,“ segir hún.
Ritskoðum ekki
umræðugögn starfshópanna
„Þegar hóparnir leggja fram um-
ræðugögn sín ritskoðum við þau ekki.
Þau fá að fara inn í umræðuna eins og
þau koma fyrir frá starfshópunum.
Með þessu viljum við kalla fram opna
og fordómalausa umræðu.
Aðalatriðið á alltaf að vera að nálg-
ast málin út frá almannahagsmunum
og grunngildum jafnaðarstefnunnar.
Við nálgumst t.d. almannaþjónustuna
ekki út frá mismunandi rekstrar-
formum heldur reynum við að skil-
greina almannahagsmunina í hverju
máli og hvað þjóni þeim best. Síðan
veljum við rekstrarformin út frá
þeim.“
Hún var spurð hvort ekki mætti
ætla að niðurstöður þeirra hópa sem
hefðu skilað af sér gæfu sterka vís-
bendingu um hvaða stefnu Samfylk-
ingin væri að taka í þessum málum.
„Það var samþykkt á flokksstjórn-
arfundinum á laugardaginn að fara
með þessa vinnu út í almenna um-
ræðu í flokknum. Við munum fara
með skilagreinarnar út í félögin og
gefa fólki úti um landið kost á að
koma að þessari umræðu, ekkert síð-
ur en hér á höfuðborgarsvæðinu.
Það er líka gert ráð fyrir að tekið
verði mið af þeim ábendingum og at-
hugasemdum sem fram koma. Að því
loknu fæst niðurstaða um hvað ratar
inn í gerð stefnuskrárinnar sem á að
samþykkja að ári,“ segir hún.
Ingibjörg Sólrún segir að í umræðu
í þjóðfélaginu geti menn alltaf tekið
einstök atriði úr samhengi, blásið þau
upp og sleppt öðrum. „Menn eru því
vanastir að stefnuumræða í flokkum
fari fram fyrir luktum dyrum og því
getur þetta boðið upp á misskilning
eða ótta við að það sé eitthvað að
koma fram, sem sé á skjön við það
sem áður hafi verið viðtekin skoðun.
Við bara segjum að það sé allt í lagi.
Við erum alveg óhrædd að takast á
við þessa umræðu fyrir opnum tjöld-
um.“
Mismunandi skoðanir
Hugmyndir starfshópa sem skilað
hafa af sér hugmyndum um mismun-
andi rekstrarform í almannaþjónustu
og um öryggis- og varnarmál vöktu
athygli um helgina. Að sögn Ingi-
bjargar Sólrúnar eru þessar niður-
stöður ekki endanlegar heldur verða
til áframhaldandi umræðu.
„Ef við skoðum annars vegar hóp
sem skilaði af sér um menntamál og
hins vegar hóp sem skilaði af sér um
rekstrarform í almannaþjónustu, þá
er ljóst að það eru nokkuð mismun-
andi skoðanir uppi í þessum tveimur
hópum. Hópurinn sem fjallaði um
menntamál telur t.d. að sveitarfélögin
eigi að taka við framhaldsskólanum
vegna þess að hann vill draga úr
mörkum milli skólastiga. Hinn hóp-
urinn vill að ríkið sjái alfarið um fram-
haldsskólann vegna þess að hann sé
ekki nærþjónusta. Hópurinn um
menntamál geldur ákveðinn varhug
við einkarekstri í grunnskólanum en
hinn hópurinn tíundar ýmsar hugs-
anlegar leiðir í því efni.“
Að mati hennar bjóða þessi vinnu-
brögð á vegum Framtíðarhópsins
upp á mjög opna umræðu þar sem
menn nálgist ekki viðfangsefnin út frá
fyrirfram gefnum niðurstöðum.
„Það er heilmikið verk fyrir hönd-
um að fara í gegnum þessa umræðu.
Við viljum að hún eigi sér stað í
flokknum og við teljum mikilvægt að
sem flestir taki þátt í henni. Þegar
niðurstaðan er fengin eru miklu meiri
líkur á sameiginlegum skilningi og
sameiginlegu eignarhaldi á niðurstöð-
unni.“
Starfshópur sem fjallaði um rekstr-
arform í almannaþjónustu setti m.a.
fram hugmyndir um ný og breytt
rekstrarform m.a. um aðkomu einka-
aðila í grunnskólakerfinu. Ingibjörg
Sólrún segir að um þetta mál séu
mjög skiptar skoðanir í Samfylking-
unni. „Mér segir svo hugur um að það
séu margir sem hafi efasemdir um
þetta en umræðan á engu að síður að
fara fram.“
Ingibjörg Sólrún segir þörf á mikilli umræðu um hugmyndir Framtíðarhóps
Óhrædd að takast á við þessa
umræðu fyrir opnum tjöldum
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
omfr@mbl.is
STEINGRÍMUR J. Sigfússon,
alþingismaður og hluthafi í
Símanum, hefur ítrekað kröfu
sína um hluthafafund í Síman-
um vegna kaupa fyrirtækisins
á eignarhlut í fjölmiðlafyrir-
tækinu Skjá einum. Sendi hann
bréf þess efnis
til Rannveigar
Rist, stjórnar-
formanns Sím-
ans, í gær.
Steingrímur
fór einnig fram
á hluthafafund
í bréfi til
stjórnarfor-
mannsins hinn
7. september sl. en stjórn Sím-
ans taldi ekki efni til að verða
við því erindi, að því er fram
kemur í bréfi Rannveigar til
Steingríms hinn 12. október sl.
Vekur undrun
„Þessi niðurstaða stjórnar
Símans vekur undrun og veld-
ur mér vonbrigðum,“ segir
Steingrímur í bréfinu sem
hann sendi til Rannveigar í
gær. „Sú niðurstaða stjórnar
Símans að hafna kröfu minni
um hluthafafund kemur enn
frekar á óvart í ljósi þess að á
sólarhringunum eftir að ég
móttók svarið var skýrt frá því
að Síminn væri orðinn eigandi
um eða yfir helmings hlutafjár í
fjölmiðlafyrirtækinu.“
Í bréfinu segir þingmaðurinn
ennfremur að Síminn sé með
þessum viðbótarkaupum orð-
inn að fjölmiðlafyrirtæki og
hafi innan samstæðu sinnar
hefðbundinn samkeppnisrekst-
ur á því sviði. Útilokað sé að
halda því fram að slíkt feli ekki
í sér verulegar breytingar á
rekstri Símans. Krafan um
hluthafafund sé því ítrekuð.
Steingrímur segir m.a. í
samtali við Morgunblaðið að
þessi kaup Símans feli í sér
stefnubreytingu, sem rétt sé að
ræða á viðeigandi stað, þ.e. á
hluthafafundi. „Hluthafarnir
eiga þá að taka hina pólitísku
ábyrgð á því að þessi breyting
gangi fram,“ segir hann. „Og
ég er auðvitað þar að hugsa
fyrst og fremst um hluthafann
með stórum staf og ákveðnum
greini, þ.e. fjármálaráðherra
fyrir hönd ríkisins. Það gengur
ekki finnst mér að fjármálaráð-
herra sé í felum í þessu máli og
að ríkið axli þá ekki ábyrgðina
á því að gera þessa grundvall-
arbreytingu á Símanum.“
Ósammála túlkun
Steingríms
Í fyrrgreindu bréfi Rann-
veigar til Steingríms, þar sem
ákvörðun stjórnar Símans, um
að hafna kröfu þingmannsins
er útskýrð segir m.a. að stjórn-
in sé ósammála túlkun hans um
að umrædd kaup feli í sér veru-
legar breytingar á rekstri Sím-
ans. Kaupin falli ekki undir
þær greinar í samþykktum fé-
lagsins, sem fjalla um tilvik
sem teljast til verulegra breyt-
inga á rekstri þess. „Kaup á
sýningarrétti „Enska boltans“
og hlut í Íslenska sjónvarps-
félaginu miða einkum að því að
tryggja betri nýtingu á fjar-
skiptaneti félagsins, m.a. með
stafrænni dreifingu á því efni
sem Síminn tryggði sér með
umræddum kaupum,“ segir
m.a. í bréfi stjórnarformanns-
ins.
Steingrímur J.
Sigfússon
Ítrekar
kröfu um
hluthafa-
fund
Steingrímur J.
Sigfússon