Morgunblaðið - 20.10.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 20.10.2004, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Útflutningsrá› Íslands, í samvinnu vi› VUR, Vi›skiptafljónustu utanríkisrá›uneytisins, b‡›ur til funda me› sendiherrum Íslands í október. Tímapantanir má skrá me› tölvupósti á utflutningsrad@utflutningsrad.is og í síma 511 4000. Fundirnir eru ætla›ir fyrirtækjum og ö›rum sem eiga hagsmuna a› gæta í umdæmum sendiskrifstofanna. B‡›st hér tækifæri til fless a› ræ›a vi›skiptamöguleika og önnur hagsmunamál flar sem utanríkisfljónustan getur or›i› a› li›i. Næsti fundur ver›ur haldinn í húsakynnum Útflutningsrá›s, Borgartúni 35. Föstudaginn 22. október kl. 9:00-12:00, me› Ólafi Daví›ssyni, ver›andi sendiherra Íslands í Berlín. Auk fi‡skalands er umdæmi sendirá›sins Króatía, Pólland og Sviss og hefur sendirá›i› á a› skipa tveimur vi›skiptafulltrúum; ö›rum í Berlín og hinum í Varsjá. Uppl‡singar um a›ra sendiherrafundi má nálgast á vefsí›u Útflutningsrá›s, www.utflutningsrad.is og VUR, www.vur.is. M IX A • fí t • 0 3 3 1 4 viðskiptalífsins í þjónustu Sendiherrar SAMKVÆMT sjálfvirkum mæli Vegagerðarinnar í Hraunsmúla í Staðarsveit mældist vindhraði mestur, 62 m/s, á landinu í gær, í einni hviðu laust upp úr klukkan 9 í gærmorgun. Að sögn Veðurstofu Íslands féllu þó engin met þrátt fyr- ir háar tölur, en mesti vindur sem mælst hefur á Íslandi var á Gagn- heiðahnúki árið 1995, 74 m/s í tæp- lega 1.000 metra hæð og hefur svip- aður vindhraði einnig mælst á Skálafelli. Að sögn Haraldar Eiríkssonar, veðurfræðings á spádeild Veður- stofunnar, má reikna með skaplegu veðri í dag, vindur verður víða 10– 15 m/s og aðeins hvassar verður við suðausturströndina. Heldur dró úr vindi eftir því sem leið á daginn í gær þótt víða hafi verið hvasst eða yfir 20 m/s síðdeg- is, einkum sunnan til á landinu. Áfram er gert ráð fyrir úrkomu á Austurlandi, rigningu og slyddu og éljum fyrir norðan. Vindur fór í 62 m/s í Staðarsveit FIMMTÁN tilkynningar bárust í fyrradag um tjón á ökutækjum til lögreglunnar í Vík, síðast klukkan 3 í fyrrinótt. Að sögn lögreglu var mestmegnis um rúðubrot að ræða en „mannskaðaveður“ var á þessum slóðum í fyrradag og „hnefastórir steinar“ fuku um sem ollu í mörgum tilvikum skemmdum á bílum. Raf- magnstruflanir urðu í Mýrdal og á Klaustri af völdum veðurofsans í fyrradag. Þá fuku þakplötur af a.m.k. þremur íbúðarhúsum og að- stoðaði lögregla eigendur við að negla niður plötur. Tilkynnt um tjón á 15 ökutækjum LÖGREGLAN á Egilsstöðum fékk í gærmorgun tilkynningu um að vöruflutningabíll hefði oltið á þjóð- vegi 1 í Múlanum svonefnda í Jök- uldal. Meiðsli ökumanns, sem var einn í bílnum, voru talin óveruleg. Menn frá næsta bæ aðstoðuðu ökumanninn en illfært var um sveit- ir og flestir fjallvegir ófærir. Víða mátti sjá yfirgefna bíla sem öku- menn höfðu gefist upp við að koma á leiðarenda. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni voru vegirnir um Oddsskarð og Fagradal opnaðir í gær og voru starfsmenn Vegagerð- arinnar að vinna að því að ryðja burtu snjó af fjallvegum síðdegis í gær. Flutningabíll valt í Múlanum MALBIK hafði flest af á kafla á veg- inum um Fróðárheiði í gær, að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi. Þá urðu skemmdir á brúnni um Núps- vötn en að öðru leyti hafði Vega- gerðin ekki frekari upplýsingar um tjón á samgöngumannvirkjum síð- degis í gær. Að sögn Gísla Guðmundssonar, varðstjóra hjá lögreglunni á Snæ- fellsnesi, hafði malbik flest af á um 100 metra kafla og fokið burt á heiðinni en þar gekk á með miklum vindhviðum í fyrrinótt og í gær. Malbik flettist af á 100 metra kafla ELDSVOÐINN á bænum Knerri í Snæfellsbæ í fyrrakvöld og -nótt þar sem yfir 600 fjár brunnu inni er með allra stærstu búfjártjónum á Íslandi, ef ekki það stærsta sem orðið hefur á einum stað, að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar, ráðunaut- ar hjá Bændasamtökum Íslands. Ólafur hefur starfað að landbún- aðarmálum í á fjórða áratug og segist ekki muna eftir viðlíka tjóni á búfé í bruna og á bænum Knerri í fyrrinótt. „Ég er hræddur um að þetta sé langmesta fjártjón í brunatjóni. […] Það hefur orðið fjártjón úti um sveitir þar sem fé hefur lent í fönn, en það eru þá margir bændur sem eiga það,“ segir Ólafur. Árið 1996 gerði mikið hret í júní á Norðurlandi og varð töluvert fjár- tjón. Í gegnum tíðina hefur fjártjón gjarnan orðið á haustin, að sögn Ólafs, þegar fé er rekið af fjalli eða þegar stórviðri hefur skollið á. Ekki hafa margir stórir þurr- heysbrunar orðið á síðustu áratug- um eins og algengt var áður, að hans sögn, þegar hlöður brunnu með öllu vegna hita sem gat mynd- ast í þurrheyi, en í dag er orðið al- gengast að hey sé verkað í rúllur. Ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands um brunann á bænum Knerri Með allra stærstu búfjártjón- um sem vitað er um á Íslandi                               Morgunblaðið/RAX Gríðarlegt tjón varð í brunanum á Knerri, bæði á vélum og bústofni. BÆNDUR á Brennistöðum í Eiða- þinghá lentu í vandræðum með fé sitt í fyrrakvöld. Björgunarmönnum tókst með mikilli vinnu við erfiðar aðstæður að bjarga því. A.m.k. eitt lamb drapst og fleiri fundust lifandi í gær eftir að hafa fennt í kaf. „Það átti að taka fé frá okkur í lógun í fyrradag,“ sagði Sigþrúður Sigurðardóttir í samtali við Morg- unblaðið. „Við rákum það heim í réttargirðinguna á sunnudag. Svo gekk í þetta kolaða veður og við þurftum aðstoð til að ná þessu heim. Þetta var allt okkar fullorðna fé og helmingurinn af sláturlömb- unum, 200 sláturlömb og 350 full- orðið. Við vorum alveg hætt að ráða við þetta því veðrið var svo vont og féð farið að standa í hnapp og gubb- ast yfir girðingarnar og hefði getið troðist undir. Svo lenti eitthvað af fé út fyrir girðingu og við héldum að við værum búin að týna því út í veður og vind. En í því kom á ann- an tug manna frá Björgunarsveit- inni Héraði til aðstoðar og þetta bjargaðist.“ Bóndinn á Hjartarstöðum tróð slóð heim að fjárhúsum með trakt- or, nokkur hundruð metra leið og féð var svo rekið í hús. „Það var erfitt að koma því af stað en svo rann það, en var orðið dálítið þungt og uppgefið þegar komið var í hús. Við fundum eitt lamb kafnað, annað hafði lagst ofan á það. Við fórum svo út í gærmorgun og fundum tvö sem voru reyndar lifandi. Þau höfðu kúrt í snjóskafli um nóttina og við færðum þeim heytuggu. Það eru svona hundrað kindur eftir í rétt- inni, hitt er komið inn í hús en það er ekkert hægt að gefa því að húsin eru svo full. Það sem eftir stendur er í kringum fjárhúsin. Þetta er allt í lagi, en verst er þegar frýs á fénu. Gátu ekki staðið upp Við sáum að sumar kindurnar voru lagstar niður og þá geta þær ekkert staðið upp aftur því þær frjósa niður. Bleytan er svo mikil að ullin festist í snjónum. Það er þó allt í lagi með féð núna ef það fær að éta og við vöktum það.“ Sigþrúður segir menn í sveitinni yfirleitt hafa verið farnir að hýsa. „Við vorum ekki alveg með okkar hús tilbúin og því fór sem fór.“ Björgunarsveitin Hérað kom bændum á Brennistöðum til hjálpar í fyrradag Náðist að bjarga á sjötta hundrað fjár í óveðrinu Fljótsdalshéraði. Morgunblaðið. HRINGVEGURINN lokaðist á Skeiðarársandi í gærmorgun eftir að grindur í gólfi brúarinnar yfir Núpsvötn, um 30 km austur af Kirkjubæj- arklaustri, tóku að flettast af. Mikið hvassviðri var á þessum slóðum í gær. Að sögn lögreglunnar í Vík sem kom á vett- vang um áttaleytið í gærmorgun, var „dýrvit- laust“ veður við brúna og hafði járngólf í út- skoti á eystri enda hennar flest af og lagst yfir akveginn yfir brúna með þeim afleiðingum að hún lokaðist. Lögregla fór aftur á vettvang um hádegisbilið og lýsti varðstjóri lögreglunnar því svo að brúin hefði „gengið í bylgjum“. Brúarvinnuflokkur á vegum Vegagerðar- innar í Vík beið átekta í allan gærdag eftir því að veðrinu slotaði. Gólfið flettist af brúnni yfir Núpsvötn Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson EKIÐ var á 13 ára dreng sem var á leið yfir gangbraut á Austurvegi á Selfossi um áttaleytið í gærkvöld. Talið var hugsanlegt að drengurinn væri beinbrotinn og var hann flutt- ur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Svo virðist sem hann hafi engin höfuðmeiðsl hlotið við ákeyrsluna. Ökumaður mun ekki hafa séð drenginn en hann kastaðist yfir bíl- inn og lenti á malbiki fyrir aftan hann, að sögn lögreglu. Ekið á dreng

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.