Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR H rin gb ro t Grafarvogur | Fasteignafélagið Stoðir hf. segir að fráleitt sé að halda því fram að ákvörðun um að virða gildandi skipulagsskilmála valdi lóð- arhöfum sem sóttu um að fá að reka matvöruverslun í húsnæði við Fossa- leyni, fjárhagslegu tjóni eða sé með einhverjum hætti brot á lögum. Í fréttum hefur komið fram að fyrir- tækið sem um ræðir hafi fengið þær skýringar að ekki fengist leyfi vegna banns sem sett var á árið 1996 og átti að tryggja uppbyggingu verslunar í Spönginni. Í fréttatilkynningu frá Stoðum segir að landið sé allt skipulagsskylt og strangar reglur gildi um kynn- ingu á skipulagi. Umsækjandi um lóð stendur straum af kostnaði við bygg- ingu mannvirkis og annast um við- hald þess á eigin ábyrgð og í trausti þess að ekki verði vikið frá þeim skil- málum sem giltu þegar hann eign- aðist lóðina. Það sama gildir um ná- granna hans. Réttur lóðarhafa til þess að njóta eignar sinnar er vernd- aður í stjórnarskránni og má ekki svipta hann þeirri eign nema al- menningsþörf krefji. Málflutningur um að víkja megi frá þessum rétti þegar uppbygging hverfis hefur far- ið fram er dæmalaus, segir í tilkynn- ingunni. „Fasteignafélagið Stoðir hf. er lóðarhafi í Spönginni. Í trausti eignarréttinda sinna hefur félagið leigt út verslunarrými og hefur lofað leigutökum sínum að þeir fái að njóta þess óáreittir meðan samningur er í gildi. Leigutakar hafa síðan sinnt þjónustu við íbúa hverfisins eins og til er ætlast. Félagið harmar þess vegna að leigutakar skuli vera dregnir með ósanngjörnum og ómál- efnalegum hætti inn í opinbera um- ræðu,“ segir í tilkynningunni. Fráleitt að halda fram fjárhagslegu tjóni Reykjavík | Teknar hafa verið upp nýjar reglur um úthlutun styrkja hjá Reykjavíkurborg. Markmið breyting- anna eru m.a. að koma á samræmdu vinnulagi í út- hlutun styrkja Reykjavík- urborgar og tryggja eftir föng- um aðgang og jafnræði við ráð- stöfun skattfjár borgarbúa. Jafn- framt eru tillög- urnar til þess fallnar að auka festu í vinnu- brögðum við úthlutun styrkja. Helstu nýmæli í reglunum eru að umfjöllun og afgreiðsla styrkja og samninga verður í vaxandi mæli á vettvangi fagnefnda. Aukin áhersla verður á samstarfssamninga/ styrksamninga sem falla að mark- miðum og forgangsröðun Reykjavík- urborgar og einstakra málaflokka. Gert er ráð fyrir að slíkir samningar feli í sér ítarlegri ákvæði um mat á ár- angri, eftirlit og önnur atriði sem leiða af skyldum þeirra sem ráðstafa opinberu fé. Almennt verða nú ekki veittir styrkir til kaupa á húsnæði heldur verður leitast við að styrkja og efna til samstarfs um starfsemi og þjón- ustu í samræmi við áherslur og for- gangsröðun borgaryfirvalda. Ekki er gerður greinarmunur á styrkjum eft- ir því hvort þeir eru til almenns rekst- urs eða reksturs fasteigna. Umsóknarfrestur vegna styrkja er fyrr í ár en áður eða til og með 25. október nk. og er það m.a. gert í þeim tilgangi að frjáls félagasamtök, lista- menn, grasrótarsamtök og aðrir hóp- ar sem hafa fengið styrki frá borg- inni, geti skipulagt starf sitt betur fram í tímann, að sögn Dags B. Egg- ertssonar, borgarfulltrúa R-listans. „Reykjavíkurborg leggur hundruð milljóna árlega í verkefni sem aðrir aðilar en borgarstofnanir og okkar fyrirtæki sinna. Það er gert því við höfum þá trú að frjáls félagasamtök, listamenn og grasrótarstarf af ýmsu tagi geti sinnt verkefnum sem við vilj- um láta vinna jafnvel og oft betur en ef við værum að vinna þau sjálf,“ út- skýrir Dagur um umfang styrkveit- inga. „Engu að síður verðum við að gera sömu ríku kröfu til meðferðar á opinberu fé þegar við látum aðra verja því eins og þegar við gerum það sjálf. Þess vegna vildum við koma á samræmdu vinnulagi og reglum til að tryggja jafnræði og málefnalega um- fjöllun við meðferð umsókna.“ Breytingar fela að sögn Dags m.a. í sér að gerðar eru ríkari kröfur en áður um að nefndir sem sjá um út- hlutun styrkja á sínum fagsviðum skilgreini ákveðnar áherslur í styrk- veitingum. Þá er hægt að senda um- sóknir inn rafrænt í gegnum vef Reykjavíkurborgar. Þar er líka hægt að sjá samþykktir nefndanna varð- andi áherslur við styrkveitingar og reglur í hverjum málaflokki fyrir sig. Auk þessara breytinga bendir Dagur sérstaklega á að ekki sé lengur gerð- ur greinarmunur á því hvort fé- lagasamtök leigi eða eigi húsnæði sem starfsemin fer fram í. „Okkur finnst eðlilegra að taka mið af öðrum mælikvörðum til að meta starfsemina, s.s. þá þjónustu sem er Reykjavíkurborg samþykkti á dögunum nýjar reglur um styrkveitingar Ítarleg ákvæði um eftirlit og mat á árangri Morgunblaðið/Árni Torfason „Styrkir eru ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að styðja við og stuðla að sjálfstæðri starfsemi sem á það skil- ið að blómstra í borginni, m.a. með okkar stuðningi,“ segir Dagur B. Eggertsson um styrkveitingar Reykjavíkur- borgar. Myndin er af listamönnum götuleikhúss sem brugðu á leik í miðbænum í sumar. sunna@mbl.is Borgin greiddi á síð- asta ári 2,8 milljarða í styrki til fjölbreyttr- ar starfsemi sem auðgar borgarlífið, t.d. íþrótta- og menning- arlíf. Nýjar reglur um styrkveitingar eiga að tryggja að fjármunum sé vel varið, líkt og skattgreiðendur eiga heimtingu á, að sögn Dags B. Eggerts- sonar, borgarfulltrúa R-listans. veitt, umfang hennar og hverjir njóta hennar,“ segir Dagur. „Styrkirnir eiga nú að byggjast fyrst og fremst á þeim verkefnum sem félögin eru að vinna og þeirri starfsemi sem sótt er um stuðning vegna en ekki hvort hús- næði er keypt eða leigt.“ Allt það sem gerir borgarbraginn betri Sú starfsemi sem Reykjavíkurborg er að styrkja og fellur undir þessar nýju reglur, spannar mjög vítt svið að sögn Dags. „Segja má að undir þetta falli allt það sem geri borgarbraginn betri og eykur mannlífið í borginni.“ Þessu tilheyrir starfsemi tengd menningar-, lista- og íþróttalífi, þró- un og rannsóknum innan skólakerf- isins sem og ýmis þjónusta á félags- sviðinu, t.d. fyrir geðsjúka. „Við viljum að kerfið sé mjög opið og gagnsætt og það eigi að vera mjög auðvelt að sjá hvaða forsendur Reykjavíkurborg leggi til grundvall- ar þessum styrkjum. Við viljum fara eins vel með peningana og við get- um,“ segir Dagur. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á styrkjum til íþróttafélaganna með nýju reglunum en þó hefur nefndum borgarinnar verið falið að fara yfir allar samþykktir og færa til samræm- is við nýjar reglur, að sögn Dags. „Við viljum tryggja að þeir miklu peningar sem veitt er gegnum styrki fari örugglega til þess sem fram kemur í umsókn eða viðkomandi samstarfs- samningi,“ segir Dagur um endur- skoðun nefndanna. „Við leggjum áherslu á að styrkumsóknir séu metnar faglega. Það er sjálfsagt að góð starfsemi fá stuðning ár eftir ár en það verður þá að liggja fyrir að hún sé góð, að peningunum sé vel varið og til réttra hluta. Við sjáum fyrir okkur að frekar en að sömu samtökin eða starfsemin gangi fyrir viðkomandi nefnd árlega verði þess í stað gerðir samstarfssamningar til nokkurra ára, þar sem markmið með viðkomandi styrkveitingu eru skil- greind af beggja hálfu.“ Ekki verið að draga saman seglin Breytingarnar þýða að sögn Dags ekki að borgin sé að draga saman seglin hvað varðar styrkveitingar. „Þvert á móti. Markmiðið með þessu er fyrst og fremst að tryggja enn bet- ur en áður að þessir peningar nýtist til verkefna og starfsemi sem koma borgarbúum til góða. Styrkir eru ekki markmið í sjálfu sér heldur tæki til að styðja við og stuðla að sjálfstæðri starfsemi sem á það skilið að blómstra í borginni, m.a. með okkar stuðningi.“ Á undanförnum árum hefur þróun- in verið sú að æ stærri og mikilvæg- ari hluti af borgarlífinu byggist á öðr- um aðilum en borgarstofnunum. „Það á t.d. við um ýmiss konar rekstur, t.d. íþróttamannvirkja. En líka um menn- ingarstarfsemi og ég held að sú þróun sé komin til að vera og eigi enn eftir að aukast á næstu árum og það er vel. Skattgreiðendur eiga hins vegar heimtingu á því að það sé tryggt að þessir peningar nýtist ekki síður en þeir sem notaðir eru innan borg- arstofnana þar sem eftirlit er mjög virkt. Við viljum standa vörð um hagsmuni hvoru tveggja.“ Dagur B. Eggertsson 2,8 milljarðar í styrki STYRKIR Reykjavíkurborgar námu 2.838 milljónum króna á síðasta ári. Er þá miðað við styrki, samstarfssamninga, rekstrarframlög og þjónustu- samninga. Stærsti einstaki styrkjaliðurinn, 516 mkr. var til húsnæðis- og æfingastyrkja íþróttafélaganna samkvæmt reglum sem íþróttafélögin hafa komið sér saman um á vettvangi Íþróttabandalags Reykjavíkur (ÍBR). Að auki eru veittar 80 mkr. í styrki til byggingar íþróttamannvirkja og 27 mkr. runnu til reksturs ÍBR. Um 26 mkr. að auki var varið til ýmiss konar íþrótta- og tómstunda- starfsemi. Alls var því varið um 767 mkr. til margvíslegs starfs sem tengdist íþróttafélögum borgarinnar á árinu 2003. Leikfélag Reykjavíkur stærsti einstaki styrkþeginn 600 mkr. var á síðasta ári var- ið til styrkja á sviði menningar- mála. Ríflega helmingur þess fjár liggur í stuðningi við stofn- anir og launagreiðslum til at- vinnulistamanna. Tæpur helm- ingur eða 232 mkr. er samningsbundið framlag Reykja- víkurborgar til Leikfélags Reykjavíkur sem er stærsti ein- staki styrkþegi Reykjavíkur- borgar. Framlag Reykjavík- urborgar til reksturs Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á árinu 2003 nam 80 mkr. Alls námu húsnæð- isstyrkir vegna menningarmála 186 mkr., að stærstum hluta vegna Borgarleikhúss. Því styrkjafé sem menningarmálanefnd ráðstafar að öðru leyti er að mestu varið til stuðnings við listamenn, fyrirtæki þeirra og félög gegnum starfs- samninga til þriggja ára. Styrkir leikskólaráðs og fræðsluráðs eru að verulegu leyti til ýmissa rannsókna og þróun- arverkefna í málaflokkunum. Al- mennir styrkir fræðsluráðs eru um 25 mkr., auk þróunarsjóðs grunn- skóla sem nemur 8 millj. kr., alls 33 mkr. Framlög til tónlistarskóla voru 557 mkr. og einkarekinna grunnskóla um 104 mkr. Bygging- arstyrkir til einkarekinna grunn- skóla bætast við þessar upphæðir, auk þess sem Ísaksskóli fékk á árinu 2003 55 mkr. styrk til að takast á við uppsafnaðan rekstr- arvanda. Framlög til einkarekinna leikskóla og niðurgreiðslur dag- vistunar á einkaheimilum voru rúmar 421 mkr. á síðasta ári. Styrkir félagsmála renna öðru fremur til reksturs og þjónustu af ýmsum toga. Á árinu 2003 voru styrkir til félagsmála rúmar 67 mkr. Þjónustusamningar eru stærsti hluti styrkja Félagsþjón- ustunnar/félagsmálaráðs eða 37 mkr. Þá voru húsnæðisstyrkir vegna félagsmála um 30 mkr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.