Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 18
OSRAM flúrperur á alla vinnustaði Jóhann Ólafsson & Co Sundaborg, Johan Rönning Sundaborg/Akureyri, Rekstrarvörur, Osram Perubúðir: Árvirkinn Selfossi, Faxi Vestmannaeyjum, R.Ó. Rafbúð Reykjanesbæ, Glitnir Borgarnesi, Rafbúðin Hafnarfirði, G.H. Ljós Garðabæ, Þristur Ísafirði, Ljósgjafinn Akureyri, S.G. Egilsstöðum, Lónið Höfn, Straumur Ísafirði, Víkurraf Húsavík, Vírnet Borgarnesi. Rafverkstæði Árna Elíssonar Reyðarfirði. Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Köttur veiddi geirnef | Kettir eru þekkt- ir af öðru en fiskveiðum, enda forðast þeir alla jafna að blotna meir en nauðsyn krefur. Kötturinn Adidas í Stykkishólmi virðist þó vera undantekning frá því, að því er fram kemur á vef Náttúrustofu Vest- urlands í Stykkishólmi. Dag einn kom eigandi Adidas, Hermann Guðmundsson, að honum í eldhúsinu heima hjá sér þar sem hann hafði nýlokið við að éta ferskan fisk. Það eina sem eftir var af fiskinum var hausinn. Þótti Hermanni hann vera undarlegur og fór því með hann á Náttúrustofu Vesturlands, þar sem hann var greindur sem geirnefur. Högninn Adidas hafði því gert góða ferð í fjöruna og ekki í fyrsta sinn, því hann hafði áður sést koma með fisk heim, t.d. eitt sinn spriklandi sprettfisk. Fram kemur á vefnum að geirnefir eru úthafsfiskar sem lifa í torfum við yfirborð. Þeir eiga heimkynni í hlýjum og heittempr- uðum sjó. Á sumrin ganga stórar torfur norður á bóginn allt norður í Barentshaf og stundum flækist geirnefurinn til Íslandsmiða, eins og Adidas naut góðs af nú. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN    Úr kýrhausnum | Tvö fremur furðuleg afbrot voru framin á Egilsstöðum á dög- unum. Þannig braust maður inn í Söluskála Kaupfélags Héraðsbúa í miðbænum eftir miðnætti eina nóttina og hnuplaði nokkrum samlokum og gosflösku. Fannst þó ekki nóg komið þegar hann var kominn út með feng- inn, heldur fór inn aftur og náði sér í meira gos. Viðvörunarkerfi fór í gang og örygg- ismyndavélar tóku athafnir þjófsins upp. Lögregla fann skófar eftir manninn og komst fljótlega á slóð hans. Hann mun hafa verið mjög ölvaður og svangur þegar hann braust inn í skálann. Þá var greiðslukorti og lausafjármunum stolið af konu á dansleik í Valaskjálf á laug- ardagskvöldið. Á sunnudag birtist svo ung- ur maður á nærbuxum, bol og með hand- klæði vafið um sig miðjan í verslun Kaupfélags Héraðsbúa og keypti á sig gallabuxur. Hann greiddi með hinu stolna greiðslukorti og peningunum og hafði sig á brott. Afgreiðslufólki láðist að athuga kortið nákvæmlega og slapp því maðurinn, sem lögregla mun vita deili á, út með nýju galla- buxurnar sínar. Atvinnuþróunar-sjóður Suðurlandsog Sveitarfélagið Ölfus standa fyrir ráð- stefnu um orkufrekan iðnað á Suðurlandi í Ráð- húsi Þorlákshafnar, næst- komandi föstudag, kl. 13.30. Tilgangur ráðstefn- unnar er að varpa ljósi á forsendur og framtíð- armöguleika orkufreks iðnaðar á Suðurlandi. Skoða grunngerð svæð- isins, hafnaraðstöðu í Þorlákshöfn, virkjunar- áform á Suðurlandi og stöðuna í stóriðju, gufu- aflsvirkjun á Hellisheiði og tengd atvinnutækifæri. Einnig verður reynsla Austfirðinga skoðuð og viðhorf Sunnlendinga til orkunýtingar á Suður- landi. Ráðstefna í Ölfusi ÞRÍR nemendur úr 1. og 2. bekk grunnskólans í Borgarnesi lögðu leið sína á bæjarskrifstofur Borg- arbyggðar í gær og ætl- uðu að hitta bæjarstjór- ann. Því miður var hann fjarverandi en þeir hittu í staðinn Ásthildi Magn- úsdóttur forstöðumann fræðslu og menningar- mála. Krakkarnir höfðu með sér kröfuspjöld sem voru útbúin í tilefni kröfu- göngu kennara í dag. Að sögn krakkanna eru þeir leiðir á að vera í verkfalli og vilja komast í skólann aftur. Á myndinni eru f.v. Salvör Svava G. Gylfadótt- ir, 2.b., Margrét Helga Magnúsdóttir, 1.b., Ást- hildur Magnúsdóttir og Ísak Atli Hilmarsson, 1.b. Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Nemendur mættu á bæjarskrifstofurnar Á afmælishátíð Ið-unnar vakti lukkuþegar Funi, Bára Grímsdóttir og Chris Foster, fluttu lög af nýj- um geisladiski. Þar á meðal var bálkurinn Harðar glímur eftir föður Báru, Grím Lárusson, sem hann orti á deild 11-E á Landspítalanum í júní 1994. Hann lést 23. október 1995: Veruleikann varla flý, verða harðar glímur. Upp mun rísa enn á ný annar Skalla-Grímur. Hárskerinn af hausnum skóf hárið fagurbúna. Sem gyðingur hjá Gestapó Gríms er útlit núna. Aldrei skal ég missa móð mig áfram að keyra. Það skal enginn æðruhljóð í mér fá að heyra. Gatastunginn er garmurinn gengur rykkjótt lækningin. Blárósóttur búkurinn, beyglaður er karlanginn. Kveða niður kvölina þá kroppurinn var heltekinn. Yrkja frá sér eymdina allra best var lækningin. Funheitar vísur pebl@mbl.is Garður | Mikið er af mávum í Garðinum, svo mikið að mönn- um þykir nóg um. Skipulagðar hafa verið atlögur til að fækka mávi í sveitarfélaginu en svo virðist sem ekki sjáist högg á vatni. Uppeldisskilyrði eru góð við tjarnirnar og í nágrenni fisk- verkunarhúsanna. Mávarnir eru frekar varir um sig, væntanlega í ljósi reynslunnar, og taka flug- ið þegar fólk nálgast. Þessi mávaflokkur var að æfa flug- tökin í fjörunni í nágrenni Nes- fisks. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mávurinn er var um sig Fjaran Ísafjörður | Svo virðist sem fasteignaverð á Ísafirði hafi hækkað nokkuð undanfarna mánuði. Tryggvi Guðmundsson, lögfræð- ingur og fasteignasali á Ísafirði, segir í sam- tali við fréttavef Bæjarins besta á Ísafirði að verð stærri eigna hafi hækkað um 10 til 12% að undanförnu. „Þetta byrjaði fyrri part sumars og sala á þessum stærri eignum, eins og einbýlis- og raðhúsum, hefur aukist nokkuð. Þá hefur verðið hækkað um 10–12% sem er ágætt, í það minnsta betra en þessi algera stöðnun sem hefur verið á fasteignaverði undanfarin tíu ár. Við lítum á þetta sem smáleiðréttingu á þeirri raunlækkun sem hefur orðið á verði fasteigna á svæðinu á undanförnum ára- tug,“ sagði Tryggvi við bb.is. Verð stærri eigna hækkað um 10–12% Reyðarfjörður | Vandkvæði hafa verið við vinnu að álvershöfn á Reyðarfirði vegna botnskriðs. Þannig töpuðust ellefu stálþils- plötur í sjóinn á dögunum, hver þeirra 23 metrar á lengd og 1 metri á breidd og er verðmæti þeirra um 5 milljónir króna. Í ljós hefur komið að botninn þar sem festa átti þilplöturnar er afar gljúpur og dugði ekki til þótt búið væri að byggja undir plöt- urnar með fyllingu. Verið er að kanna með hvaða hætti er hægt að fyrirbyggja að slíkt gerist aftur. Botnskrið veld- ur vandræðum við hafnargerð ♦♦♦ Hveragerði | Garðyrkjuskólinn á Reykjum hefur lagt hluta Hótel Arkar undir sig þessa vikuna. Þar eru nú kenndir nokkrir áfangar á starfsmenntabrautum vegna plássleysis í húsnæði skólans. Skólinn hóf í haust kennslu nemenda á háskólastigi. Eru þeir í fjarnámi en þurfa að koma stöku sinnum í skólann. Á vef Garðyrkjuskólans, www.reykir.is, kemur fram að háskólanemarnir þurfi að nota kennslustofurnar þessa vikuna og því hafi orðið að finna hluta starfsmenntabraut- anna annað húspláss þessa dagana. Við þetta bætist að fjarnámsnemendur í starfs- menntanámi eru í skólanum þessa vikuna. Hluti kennslunnar á Hótel Örk ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.