Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV Mjáumst í bíó! Kr. 450  S.V. Mbl. Sýnd kl. 4. Ísl. tal. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens VINCE VAUGHN BEN STILLER DodgeBall punginn á þér!  Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 V.G. DV S.V. Mbl. Ó.H.T Rás 2 Sýnd kl. 4. Ísl. tal. „Ég anda, ég sef, ég míg ... Tónlist“ Bubbi Morthens Til heljar og til baka með atómbombunni Bubba Morthens V.G. DV S.V. Mbl. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR... ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. ÞÆR ERU MÆTTAR AFTUR... ENN BLÓÐÞYRSTARI! KYNGIMAGNAÐUR SPENNUTRYLLIR SEM FÆR HÁRIN TIL AÐ RÍSA. Sýnd kl. 6 og 10.Sýnd kl. 6. Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 8. Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4, 6, og 8. NOTEBOOK THE MANCHURIAN CANDIDATE FORSÝND KL. 10. B.i. 16 Ó.H.T Rás 2 BRESKA fyrirtækið Domino heldur sér- staka kynningu á útgáfu sinni á Airwaves- tónlistarhátíðinni að þessu sinni og gefst þá færi að heyra og sjá margt það besta sem er á seyði þar í landi, þar á meðal þá félaga úr Fridge, Adem Ilhan og Kieran Hebden, en þeir eru báðir með sólóverkefni. Hebden treður upp undir nafninu Four Tet, en honum hefur gengið allt í haginn undanfarið, plötum hans verið einkar vel tekið. Minna hefur aftur á móti borið á Fridge, en síðasta plata sveitarinnar, Happiness, kom út 2001. Hljómsveitin er þó enn til að því Hebden segir í samtali við Morgun- blaðið, og það sem meira er þá standa ein- mitt yfir upptökur á nýrri plötu sem kemur út á næsta ári ef allt fer að óskum. „Við höf- um bara allir haft svo mikið að gera, ég sem Four Tet, Adem með sína tónlist og Sam [Jeffers] fór í skóla.“ Engin einsemd Hebden segir að hann hafi haft mikið dá- læti á hiphop og og danstónlist og það hafi illa fallið að því sem Fridge var að gera. „Ég var líka byrjaður að semja tónlist einn áður en ég byrjaði í Fridge og hélt því áfram, þannig að það hefði ekki átt að koma svo á óvart að ég gerði eitthvað einn,“ segir Hebden og þvertekur fyrir það að það sé einmanalegt að vera einn að semja og taka upp tón- list. „Það er einmitt oft svo skemmtilegt að geta þróað hugmynd áfram til enda án þess að þurfa að gera málamiðlanir vegna þess sem öðrum finnst,“ segir hann og bætir við eftir smá hlé: „Að sama skapi þá er það mjög gefandi að vera að semja tónlist með öðrum. Ég vil endilega gera hvort tveggja og er einmitt að því nú þegar við erum að taka upp nýja plötu sam- an í Fridge.“ Ný plata í undirbúningi Eftir að Four Tet tók að ganga svo vel komu óskir um tónleikahald víða um heim og Hebden segist hafa verið á ferð og flugi meira og minna síðustu tvö ár. Hann segist hafa gaman af að leika fyrir fólk víða um heim. „Það er búið að vera gaman að spila fyrir svo marga, hitta fólk um allan heim og kynnast nýjum löndum, en það er eiginlega nóg komið í bili,“ segir hann. „Mig er farið að langa mikið til að vinna að nýrri músík.“ Hebden segir að það hafi komið sér mjög á óvart hvað fólk tók fyrstu Four Tet-plöt- unni vel. „Ég átti svo sem ekki von á neinu sérstöku og það kom mér á óvart að ég skyldi skyndilega kominn með eitthvað í hendurnar sem gekk ekki síður en Fridge. Viðtökurnar urðu svo til þess að ég varð að gera meira af Four Tet og líka að leggja meiri hugsun í það sem ég var að gera,“ seg- ir Hebden, en hann hyggst taka upp nýja Four Tet plötu á næsta ári, hann sé að reyna að draga úr tónleikahaldi sem stendur til að hafa tíma til að semja og taka upp. Spurður um hvernig næsta Four Tet plata verði segist Hebden ekki geta svarað því eins og er, það eigi eftir að koma í ljós. Hann hyggst þó ekki syngja á plötunni frek- ar en fyrri plötum og ekki að fá aðra til að syngja. „Ég er afskaplega slæmur söngvari og raula til að mynda aldrei sjálfur þegar ég er að hlusta á tónlist þannig að mér finnst aldrei vanta söng, mér dettur hann eiginlega aldrei í hug.“ Mikill spuni Four Tet-plöturnar eru teknar upp heima í svefnherberginu hjá Hebden og hann seg- ist helst vilja hafa það svo, hann sé ekki gef- inn fyrir tækin tækjanna vegna, vilji helst hafa hlutina einfalda. Þegar tónleikana hér á landi ber á góma segist Hebden ekki geta sagt fyrir um hvað hann muni spila, það fari ávallt eftir áheyr- endum og stemningunni á hverjum stað. „Það er mikið af spuna í lögunum þegar ég er að spila á tónleikum og áheyrendur stýra honum að miklu leyti. Ef þeir eru gefnir fyr- ir dans þá er til að mynda meiri taktur í lög- unum. Ég kem sjálfum mér líka oft á óvart á tónleikum og þá verða iðulega til bestu hug- myndir mínar í músík.“ Tónlist | Four Tet leikur á Domino-kvöldi Iceland Airwaves á morgun „Kem sjálfum mér oft á óvart“ Four Tet leikur á Domino-kvöldinu í Listasafni Reykjavíkur annað kvöld, fimmtudag ásamt To Rococo Rot, Adem, Hood og Slowblow. arnim@mbl.is Four Tet er sólóverkefni Kieran Hebden. væri ekki langt að bíða að Hospital yrði málið sem varð svo raunin. Plata þeirra félaga frá 1999, Pull the Plug, þykir meistarastykki og síð- asta plata sem út kom í fyrra, Bill- ion Dollar Gravy, hefur sömuleiðis fengið frábæra dóma. Colman mun koma hingað og þeyta skífur sem London Elektr- icity en hann rekur einnig hljóm- sveitarútgáfu, níu manna band sem spilar „drum’n’bass“, algerlega líf- rænt en Colman er lærður hljóð- færaleikari og á rætur sínar í sýru- djasssenu Lundúnaborgar. Það er allt á hvolfi hjá Tony Colman þegar blaðamaður hringir í hann á skrifstofu Hospital, allt vit- laust að gera. Það þarf að sinna út- gáfunni, hljómsveitinni, lagasmíð- um, undirbúa plötusnúðasett og svo framvegis. En það er aldrei of mikið að gera að mati Colman. „Svona er þetta bara. En allt er þetta gert af djúpstæðri ást á tón- listinni,“ segir hann en kallar svo LONDON Elektricity saman- stendur í dag af einum manni – Tony Colman – sem einnig rekur trommu- og bassaútgáfuna Hospital Records ásamt félaga sínum Chris Goss. Eitt sinn skipuðu þeir báðir sveitina en Goss hætti í hitteðfyrra til að einbeita sér að rekstri Hospit- al Records sem hafði þá vaxið fiskur um hrygg síðan það var stofnað árið 1996. Á þeim tíma var hið sálarlega og djassaða „drum’n’bass“ sem Hospital var að gefa út á skjön við hina myrku og hörðu hlið tónlistar- formsins. Grúskarar og pælarar senunnar sáu þó fram á að þess með grínaktugri rödd. „Er það ekki?!“ Þreytulegt já heyrist á bak við hann. „Eins og þú heyrir er þetta stans- laust partí hérna!“ Colman skiptir úr gríngírnum og segir að það sem gefi honum hvað mest í sambandi við Hospital sé að uppgötva nýja listamenn og koma þeim svo á framfæri. „Þegar ég og Chris stofnuðum London Elekticity varð Hospital Records til um leið. Hann er fjöl- skyldumaður og vildi draga sig úr sveitinni og er núna yfir útgáfunni. Þetta var ákvörðun sem við tókum og hún var skynsamleg enda höfum við aldrei unnið betur saman en nú.“ Colman reifar svo sögu sveit- arinnar og útgáfunnar fyrir blaða- mann af festu og nákvæmni. Hann segist að endingu eiga fjölmarga vini og kunningja sem hafi komið til Íslands að spila og hann hlakki til að slást í þann hóp. London Elektricity verður aðal- númerið á breakbeat.is kvöldi á morgun sem haldið verður í Kapital. Iceland Airwaves | London Elektricity Billjón dala maðurinn    +   %,         -      .     /  01#2 2     /!1 3      4 #5,66     7'2 " 2       +      2 4       + 7  $* / 4  8    -97   London Elektricity verður á Kapital á morgun ásamt Leaf frá Svíþjóð og DJ Kalla. www.icelandairwaves.com arnart@mbl.is London Elektricity – eða Tony Colman eins og mamma hans þekkir hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.