Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 48
JOHN Galliano kom gestum á tískusýningu
sinni fyrir Christian Dior á óvart en hann var
ekki með sín venjulegu leikhúslæti heldur sýndi
línu kynþokkafullra, fallegra og klæðilegra fata
fyrir næsta sumar. Sýningin fór fram á tísku-
viku í París, sem nú er lokið.
Fyrir utan tískusýninguna í Tuileries-
görðunum mótmæltu dýraverndarsinnar frá
PETA pelsanotkun og kölluðu Galliano „hönnuð
dauðans“. Á sýningu Gallianos fyrir vorið og
sumarið 2005 var ekkert notast við pelsa og
mjög lítið notað af leðri. Þess í stað notaði hann
gallaefni, blúndur, silki, satín og prentað chiffon.
Sýningin byrjaði á því að það heyrðist hljóð í bíl
keyrt hratt í burtu og sögðu margir að það væri
táknrænt fyrir að Galliano væri að skipta um
gír.
Í sýningunni kom oft fyrir þröngur jakki, tek-
in saman í mitti en víkkar út yfir mjaðmirnar.
Er hann endurvinnsla Gallianos á jakka frá því
mikla Diorári 1947. Jakkann sýndi hann í mörg-
um mismunandi efnum við allra hæfi.
Jakkinn verður í fyrirrúmi í auglýsinga-
herferð Dior fyrir næsta sumar en í aðalhluterki
í henni verður Riley Keough, barnabarn Elvis
Presley, en hún tók líka þátt í tískusýningunni.
Galliano kom friðarskilaboðum á framfæri
með skilaboðum á bolum og jökkum: „Dior Not
War“ og „Dior for Peace“ og undir hljómaði
„Imagine“ með John Lennon.
Í þetta skiptið þykir Galliano hafa tekist vel
upp með að rata þann mjóa veg á milli sýnd-
arveruleika sýningarpallanna og raunveru-
leikans. Hefur hann þaggað niður í þeim í bili
sem hafa gagnrýnt hann fyrir leikræna og
óklæðilega tilburði.
Tíska | Tískuvika í París: Vor/sumar 2005
Reuters Reuters
ingarun@mbl.is AP
Engin leikhúslæti hjá Dior
John Galliano
fyrir
Christian Dior
AP
48 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SÖNGKONURNAR
Victoria Beckham og
Christina Aguilera eru
báðar að hleypa af
stokkunum sínum eigin
fatalínum.
Victoria ætlar að ein-
beita sér að gallabux-
um og hefur sjálf hann-
að sérstaka línu – VB
Rocks – fyrir tísku-
merkið sjóðheita Rock
and Republic. Victoria,
sem gengur með sitt
þriðja barn, ætlar að
kynna nýju gallabux-
urnar sínar í Los Ang-
eles síðar í mánuðinum.
Talsmaður Victoriu
segir að hún hafi fengið
mjög mikið út úr þessu verkefni, að
hún hafi e.t.v. loksins fundið sig al-
mennilega í einhverju. Hún sagði líka
sjálf í viðtali við New
York Post að hún hefði
notað heilann í fyrsta
sinn í langan tíma: „Í
fyrsta skipti á ævinni er
ég að gera eitthvað sem
ég ann og hef eitthvað
vit á.“
Victoria hefur þar að
auki verið að hanna
handtöskur ásamt
hönnuðinum Samönthu
Thavasa.
Snemma á næstu ári
verður einnig sett á
markað ný tískulína í
nafni Christinu Aguil-
eru. Er þar um að
ræða föt fyrir ung-
lingsstúlkur og einnig
allskyns fylgihluti. Sagt er að stíllinn
verði svipaður og stíll Aguilera hefur
verið, sem sagt efnislítill og ögrandi.
Poppstjörnur í tískubransann
Aguilera eða Marilyn
Monroe?
Reuters
Gallabuxur og gelgjur
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 16 ára
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4 og 6. Ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10 enskt tal.
Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum
Shrek. Toppmyndin í USA í dag. Sýnd
með íslensku og ensku tali.
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIPKL. 10.20.
HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF
MÖGNUÐ
HROLLVEKJA
FRÁ RENNY
HARLIN
FRÁBÆR LOKAKAFLI SEM
REKUR FORSÖGU HINS ILLA
Kvikmyndir.is
S.V. Mbl.
HP. Kvikmyndir.com
Ó.H.T Rás 3.
S.V. Mbl.
DV
Ó.H.T. Rás 2
Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5.20 Ísl tal. / Sýnd kl. 7.10 og 9. enskt tal.
Tom Hanks
Ó.H.T. Rás 2
NÆSLAND
LEIKSTJÓRN FRIÐRIK ÞÓR FRIÐRIKSSON
Verðlauna stuttmyndin af Nordisk Panorama,
"Síðasti Bærinn" sýnd á undan myndinni.
Sýnd kl. 5.40 og 8.Sýnd kl. 10.20. B.i 14
M.M.J. Kvikmyndir.com
„Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf
og gamansöm, og ætti að létta
lundina hjá bíógestum í skammdeginu."
M.M.J. kvikmyndir.com
Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek.
Toppmyndin í USA í dag. Sýnd með íslensku og ensku tali.
j ll l .
. l l .
Catherine
Zeta Jones
Leikstjóri Steven Spielbergi j i i l
frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum
“Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill”
Outfoxed: Sýnd kl. 10The Corporation: Sýnd kl. 5:30 The Yes Men: Sýnd kl. 8
BUSH’S BRAIN: Næsta sýning á morgun kl. 6.
FJÓRAR AF BETRI HEIMILDARMYNDUM SÍÐARI ÁRA Á EINUM STAÐ