Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 49
Bítlarnir hafa verið vinsælt viðfangs- efni í bíómyndum. Hér eru þeir sjálf- ir í hinni vinsælu Hard Days Night. BÍTLARNIR bresku eru á leið til Hollywood. Eða öllu heldur er í und- irbúningi í bíóborginni söngleikur sem ber vinnuheitið All You Need Is Love og mun innihalda slatta af lög- um Bítlanna. Það er Revolution-stúdíóið sem mun framleiða myndina en handritið skrifuðu hinur gamalreyndu bresku handritshöfundar Dick Clement og Ian La Frenais sem m.a eru höfundar kvikmyndahandritsins sem byggðist á sögu Roddys Doyles The Commit- ments. Bítlaverkefnið er rómantísk saga um ástir milli bresks drengs og bandarískrar stúlku á tímum hinna miklu samfélagsbreytinga á 7. ára- tugnum. Söngleikurinn mun ekki fjalla með neinum beinum hætti um Bítlana, en lög þeirra og textar verða hinsvegar sérstakur drifkraftur í sög- unni og munu leikarar bæði syngja og dansa við nokkur af þekktustu lögum sveitarinnar. Viðræður standa nú við rétthafa Bítlalaganna um að fá að endurhljóðrita lögin sérstaklega fyrir myndina, en gert er ráð fyrir að um 17–18 lög verði notuð. „Allir eiga sér minningar sem tengjast Bítlunum; hvort sem það er fyrsti kossinn eða í fyrsta sinn sem þú sást stelpuna standa þarna hinum megin við götuna, þá eru allar líkur á að Bítlalag hafi hljómað nærri,“ segir La Frenais. „Allir elska þessi bítlalög, sama á hvaða aldri þeir eru eða hver bakgrunnurinn er.“ Clement og La Frenais voru kunn- ingjar og samstarfsfélagar George Harrison og einnig Ringo Starr. Þeir unnu fyrir Handmade kvikmyndaver- ið hans Harrisons og leikstýrði Clem- ent m.a. myndinni Water frá 1985. Þeir Clement og La Frenais eru þar að auki að vinna að Broadway- söngleik ásamt Brian Johnson söngv- ara AC/DC. Kvikmyndir | Áhugi fyrir Bítlunum í Hollywood Bítlasöngleikur í bígerð MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 49 ÞRIÐJA plata Ceres 4, sem nefnist einfaldlega C4, hefur litið dagsins ljós. Áður hefur þetta snjalla ljóðskáld sent frá sér tvær skífur; Kalda- stríðsbörn, sem kom út árið 2000, og Í uppnámi, árið 2001. Kalda- stríðsbörn var ljóðadiskur þar sem Ceres flutti á áhrifaríkan hátt hárbeittar pólitískar kviður sínar, þar sem yrkisefnin voru sótt til kalda- stríðsáranna, undir áhrifahljóðum matreiddum af Dj Channel. Á Í upp- námi kvað hins vegar við nýjan tón, hljóðgervlum hafði verið skipt út fyrir hina gullnu blöndu gítars, bassa og trommna, og útkoman; gullaldarpönk af bestu gerð, borið uppi af textum Ceresar, beinskeyttri háðsádeilu á menn og málefni. Á skífunni er hér um ræðir er á margan hátt höggið í sama knérunn og á Í uppnámi. Þó er hljómsveitin SannaðuÞað sem Ceres hafði sér til fulltingis á Í uppnámi horfin á braut, og hefur Ceres nú fengið til fylgilags við sig Geirfuglinn og Miðnesmanninn Frey Eyjólfsson, sem stendur sína plikt af stakri prýði líkt og hans er von og vísa. Freyr semur öll lög plötunnar ásamt því að sinna gítarleik og bakröddum, og leika á bassa í félagi við Herbert Við- arsson. Útkoman úr þessu samstarfi Cer- esar og Freys er stórskemmtileg svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Textarnir vega hér ansi þungt á móti lagasmíð- unum, má jafnvel segja að lagasmíð- arnar séu leðruð framreiðsla á skáld- skap Ceresar. Platan hefst á laginu „Könguló“, þriggja hljóma rokki með undarlega poppaðri bassalínu, AC/DC gít- arsándi, og óskilgetnum skólaballa- anda svífandi yfir vötnum. Hnyttin tvíræðnin er allsráðandi í laginu „Klofvega“ sem fylgir í kjölfarið, og í „Hóra“ er sölumennska neyslu- samfélagsins skotmarkið þar sem þeir syngja „Við erum hórur“. Ekki er laust við að lagið „Vanilla“ hljómi dálítið einsog uppfylling, skilur lítið eftir sig nema broslegt rím. Í laginu „Ísland“ hins vegar ná þeir félagar nýjum hæðum. Snilldartexti Ceresar þar sem hann fléttar texta þjóðskáld- anna óhikað við sinn eigin á frábæran hátt, sbr. fyrstu línuna; „Ó, landið þú ert svo ögrum skorið“ og „Ó fögur ertu fósturmold/og ástkæra eldgamla Ísafold“ (Bjarna Thorarensen) og „Þú hrímhvíta móðir með hreina sál/ ég sel þig í dag fyrir ál“ (Jónas Hall- grímsson). Háðsádeila á hinn róm- antíska íslenska þjóðarrembing sbr.: „Við hljótum að vera mest og best/ eigum Gullfoss og Geysi og íslenska hest“. Tvímælalaust eitt besta lag plötunnar. Í „Sjoppustelpa“ kveður við annan tón og skemmtilegur en ör- lítið Pixies skotinn gítarhljómur lags- ins gerir það einkar áhugavert. Í lag- inu „Snjór“ er nýrómantíkin allsráðandi. Skemmtilegir hljóð- gervlar, eitilþéttur bassaleikur og undarlega óræðar bakraddir Freys sameinast um að gera þetta að öðru af tveimur bestu lögum plötunnar. Hið kröftuga rappskottna lag „Svarti listinn“ setur svo punktinn yfir i-ið með beittri pólitískri ádeilu. Söngstíll Ceresar er skemmtilegur og fjölbreytilegur, hann ýmist emjar lögin áfram líkt og Skrámur end- urfæddur („Klofvega“) eða syngur digrum karlaróm („Rafmagnsstóll“) og allt þar á milli. Það sem helst mætti finna þessari afurð til foráttu er á köflum hálfgert sambandsleysi milli trymbils og bassaleikara, sem leiðir til þess að grunnurinn verður ekki nógu þéttur og flutningur því flatari en hann hefði þurft að vera. Þetta er sérstaklega áberandi í fyrstu þremur lögunum („Könguló“, „Klofvega“ og „Hóra“) en í öðrum lögum er þetta eins og best verður á kosið („Ísland“, „Savannah“, „Snjór“). Hugsanlega hefði hinn þétti bassaleikari Skímó, Herbert Við- arsson, mátt fá að leika aðeins lausari hala. Trommuleikur er líka heldur máttleysislegur á köflum, en aggressívur trommuleikur er það sem tónlist sem þessi þarf öðru frem- ur. Upptökustjórn og hljóðblöndun er með afbrigðum góð, þar sem mjög vel hefur tekist að fanga hráleikann og þann frumkraft sem í tónlistinni býr. Hljómborðsleikur upptökustjór- ans er líka frábærlega vel heppnaður í lögunum „Hóra“ og „Snjór“. Í heildina litið er C4 einstaklega vel heppnuð plata. Hér er gleðin við völd, þó vissulega sé ádeilan í text- unum sterk á köflum, en í þessari gleði felst líka einmitt sterk ádeila á hina heilögu reiði pönkaranna og hið úr sér gengna form pönksins. Nið- urstaða: Ein allra áhugaverðasta plata ársins. Ljóð í leðri TÓNLIST Íslenskar plötur C4 er ný hljómplata með Ceres 4. Með honum leika Freyr Eyjólfsson (gítar/ bassi/bakraddir), Herbert Viðarsson (bassi), Páll Úlfar Júlísson (trommur) og Þorkell Heiðarsson (hljóðgervlar). Textar eru eftir Ceres og lög eftir Frey Eyjólfs- son. Upptökur voru í höndum Þorkels Heiðarssonar. 33,17 mínútur. Ceres 4 – C4  Grétar Mar Hreggviðsson ÁLFABAKKI kl. 4. frábær léttleikandi rómantísk gamanmynd frá framleiðendum “Bridget Jones Diary”, “Love Actually” og “Notting Hill” KRINGLAN Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i 16 ára KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN kl. 6. KRINGLAN Sýnd kl. 5.45. KRINGLAN Sýnd kl. 8. KRINGLAN Sýnd kl. 10. M.M.J. Kvikmyndir.com  „Wimbledon er því úrvals mynd, hugljúf og gamansöm, og ætti að létta lundina hjá bíógestum í skammdeginu." M.M.J. kvikmyndir.com AKUREYRI Sýnd kl. 6. Ísl tal. AKUREYRI Sýnd kl. 8 og 10. Nýjasti stórsmellurinn frá framleiðendum Shrek. Toppmyndin í USA í dag. j ll l . . ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4. Ísl tal. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.50. Ísl tal. ÁLFABAKKI kl. 6, 8 og 10.10. AKUREYRI kl. 6. HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF MÖGNUÐ HROLLVEKJA FRÁ RENNY HARLIN FRÁBÆR LOKAKAFLI SEM REKUR FORSÖGU HINS ILLA MÖGNUÐ HROLLVEKJ A FRÁ RENNY HARLIN FRÁBÆR LOKAKAFLI SEM REKUR FORSÖGU HINS ILLA MILLA JOVOVICHI I Sérstakt Yu Gi Oh! Safnkort fylgir með öllum miðum. 4 tegundir til að safna! ÁLFABAKKI Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.20. KEFLAVÍK kl. 8 og 10. KEFLAVÍK Sýnd kl. 8. Ísl tal. Ég heiti Alice og ég man allt AKUREYRI Sýnd kl. 8. AKUREYRI kl.10. B.i.16 ára. HIÐ ILLA ÁTTI SÉR UPPHAF B.i 16 ára Kvikmyndir.is Kvikmyndir.is KJÖTSÚPa ÍSLENSK 1. dag vetrar yrkjustörf heima hjá honum.“ Hamill segist hafa hlerað margt varðandi framtíð Stjörnustríðssög- unnar; eins og t.d. að til tals hefði komið að gera einhvern tímann sjónvarpsþætti sem myndu þá halda áfram þessari „endalausu sögu“. Hamill segir einmitt að ýmislegt hafi komið upp á frumstiginu, eins og það að framleiðendurnir hefðu viljað breyta titli myndarinnar því þeir voru smeykir við að hafa „stríð“ í honum. „Þeir voru vissir um að það myndi fæla frá konur og studdu það með einhverri tölfræði. En Lucas sagði við þá: „Komið með betri titil og við getum rætt málin.“ Það kom enginn betri titill.“ MARK Hamill, sem lék Loga geim- gengil í fyrstu þremur Stjörnu- stríðsmyndunum (sem nú eru hluti 4–6), kemur reglulega fram og ræð- ir um Stjörnustríðsreynslu sína og það æði sem ríkt hefur í kringum þessar vinsælu myndir. Á dögunum mætti hann á fyrir- lestur sem haldinn var af Lucasfilm í tilefni af útkomu fyrstu þriggja myndanna sem framleiddar voru á mynddiskum í fyrsta sinn. Þar ljóstraði Hamill upp ýmsu sem aldrei hefur komið fram áður; eins og t.d. því að George Lucas, leikstjóri og höfundur myndanna, hafi í fyrstu séð fyrir sér allt að tólf myndir, í fjórum þríleikjum. „Hann spurði mig árið 1976, áður en við kláruðum fyrstu myndina, hvernig mér litist á að leika í hluta sjö, átta og níu. Ég spurði hvenær það yrði og hann svaraði þá: „2011“. Hann sagði mér að þetta yrði lítið hlutverk fyrir mig, en veigamikið. Ég sagðist um leið vilja vera með. Ég dýrka manninn og væri til í að gera hvað sem er fyrir hann; meira að segja smá garð- Hamill sem Logi geimgengill en hér heldur hann á hinum vitra Yoda. Kvikmyndir | Hamill um framtíð Stjörnustríðs Tólf myndir og sjónvarpsþættir? ÞESSI danska þrívíddarteiknimynd hefur notið mikilla vinsælda í heima- landi sínu Danmörku, þrátt fyrir einhverjar raddir um að börn ættu ekki að sjá þessa mynd. Ég mæli hins vegar með henni. Þetta er fynd- in og vel gerð mynd fyrir eldri krakka og unglinga. Líkt og rómuðu kvikmyndargerðarmennirnir á bak- við Pixar teiknimyndirnar, ná þessir Danir að skilja algerlega það sem unglingar fíla og húmorinn þeirra. Myndin fjallar um þeirra heim, vonir og ótta í lífinu á skólalóðinni, og talar til þeirra út frá þeirra sjónarhorni. Hún er jú ansi ógeðsleg stundum – en fyndin um leið. Aðalsöguhetjan Terkel er með kjúklingshjarta, en Jason vinur hans er mun hugrakkari og vill helst horfa á hryllingsmyndir á nóttinni. Þegar fyllibyttan Stewart frændi buffar strákana Sten og Saki, of- sækja þeir aumingja Terkel í skól- anum. Hann reynir að færa athygl- ina frá sér yfir á feitu stelpuna Dorrit, en það endar afskaplega illa. Myndin er uppfull af frábærum persónum og það er farið nýjar og óvæntar leiðar í sköpun þeirra. Mndin er full af kolsvörtum húmor sem er langt frá því að vera sam- kvæmt pólitíkri rétthugsun. Satt er að á stundum er hún mjög ofbeldis- full, en þá er oftast verið að gera grín að hryllings- og ofbeldismynd- um og atriðin verða hreinlega bráð- fyndin. Húmorinn felst að miklu leyti í því að verið sé hafa þvílík at- riði í teiknimynd. Það var sannarlega gaman að sjá þessa fersku dönsku mynd, en hana þyrfti að talsetja og setja á íslenskan myndbandamarkað. Bráðfyndinn teiknihryllingur KVIKMYNDIR Regnboginn – Dönsk kvik- myndahátíð Leikstjórn: Kresten Vestbjerg Andersen, Thorbjørn Christoffersen og Stefan Fjeld- mark. Handrit og raddir: Mette Heeno og Anders Matthesen. DK Nordisk Film 2004. Terkel í klípu (Terkel i knibe)  Hildur Loftsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.