Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 31
UMRÆÐAN
Eftirfarandi greinar eru á
mbl.is:
Jón Steinsson: „Það er engin
tilviljun að hlutabréfamarkaður-
inn í Bandaríkjunum er öflugri
en hlutabréfamarkaðir annarra
landa.“
Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af
markmiðum með stofnun þjón-
ustumiðstöðva er bætt aðgengi í
þjónustu borgaranna.“
Jónas Gunnar Einarsson:
„Áhrifalaus og mikill meirihluti
jarðarbúa, svokallaður almenn-
ingur þjóðanna, unir jafnan mis-
jafnlega þolinmóður við sitt.“
Jakob Björnsson: „Mörg rök
hníga að því að raforka úr
vatnsorku til álframleiðslu verði
í framtíðinni fyrst og fremst
unnin í tiltölulega fámennum, en
vatnsorkuauðugum, löndum …“
Tryggvi Felixson: „Mikil
ábyrgð hvílir því á þeim sem
taka ákvörðun um að spilla
þessum mikilvægu verðmætum
fyrir meinta hagsæld vegna
frekari álbræðslu.“
Stefán Örn Stefánsson: „Ég
hvet alla Seltirninga til kynna
sér ítarlega fyrirliggjandi skipu-
lagstillögu bæjaryfirvalda …“
Gunnar Finnsson: „Hins vegar
er ljóst að núverandi kerfi hefur
runnið sitt skeið og grundvall-
arbreytinga er þörf …“
Eyjólfur Sæmundsson og
Hanna Kristín Stefánsdóttir:
„Öryggismál í landbúnaði falla
undir vinnuverndarlög og þar
með verksvið Vinnueftirlitsins.“
Jakob Björnsson: „Með þvílík-
um vinnubrögðum er auðvitað
lítil von um sættir.“
Guðmundur Hafsteinsson:
„Því eru gráður LHÍ að inntaki
engu fremur háskólagráður en
þær sem TR útskrifaði nemend-
ur með, nema síður sé.“
María Th. Jónsdóttir: „Á land-
inu okkar eru starfandi mjög
góðar hjúkrunardeildir fyrir
heilabilaða en þær eru bara allt
of fáar og fjölgar hægt.“
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimildir
fyrir því, að Kjölur sé þeirra
eignarland, eða eignarland Bisk-
upstungna- og Svínavatns-
hreppa.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og
Alcoa, er að lýsa því yfir að
Kárahnjúkavirkjun, álbræðslan
í Reyðarfirði og línulagnir þar á
milli flokkist undir að verða
„sjálfbærar“!“
Bergþór Gunnlaugsson: „Ég
hvet alla sjómenn og útgerð-
armenn til að lesa sjómannalög-
in, vinnulöggjöfina og kjara-
samningana.“
Ásthildur Lóa Þórsdóttir:
„Viljum við að áherslan sé á
„gömlu og góðu“ kennsluaðferð-
irnar? Eða viljum við að námið
reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnu-
brögð og sjálfstæða hugsun?“
Ólafur F. Magnússon: „Sigur-
inn í Eyjabakkamálinu sýnir að
umhverfisverndarsinnar á Ís-
landi geta náð miklum árangri
með hugrekki og þverpólitískri
samstöðu.“
Gunnlaugur Jónsson: „Sú
staðreynd að stúlkan á um sárt
að binda má ekki valda því að
rangar fullyrðingar hennar
verði að viðteknum sannindum.“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
JÓN STEINAR Gunnlaugsson
er orðinn hæstaréttardómari. Ekki
veit ég hvernig best er að standa
að því mikla vandaverki að skipa
mann í slíkt ábyrgðarstarf, en hitt
veit ég að nú hefur vel til tekist.
Réttsýnn, hæfur, einarður, góður
og göfugur maður hef-
ur orðið fyrir valinu.
Margir aðrir sóma-
menn sóttust eftir
embættinu, þar á
meðal Eiríkur Tóm-
asson, skólabróðir
minn og fyrrverandi
starfsbróðir, val-
inkunnur maður og
reyndar velgjörðamað-
ur minn. Ég met Eirík
mikils og er þess full-
viss að hann hefði
skipað Hæstarétt-
arsess með sóma og
orðið réttinum veru-
legur styrkur.
Varla held ég að boðar hefðu ris-
ið þótt Eiríkur hefði hreppt emb-
ættið og víst er að Jón Steinar
hefði tekið því með jafnaðargeði og
engri rýrð varpað á Eirík eða aðra
keppinauta sína. Nú fór hins vegar
svo að það var Jón Steinar sem
varð fyrir valinu og hefur hann af
því tilefni orðið fyrir mörgum
óvægnum atlögum, þar á meðal í
Morgunblaðinu þann 14. október
síðastliðinn – frá dóttur minni.
Fyrir allmörgum árum varð ég
fyrir þeim ósegjanlega harmi að
ein af dætrum mínum bar á mig
herfilegar sakir sem ég rek ekki
hér, enda er innihald þeirra löngu
orðið þjóðfrægt. Ég var sem kunn-
ugt er sýknaður af þessum áburði
haustið 1999 en í framhaldi þess
varð uppþot í samfélaginu og veitt-
ist fjöldi manna opinberlega að
Hæstarétti og að mér, hinum sýkn-
aða manni. Afleiðingar þessa urðu
þær að ég missti fjölskyldu mína
og heimili og hraktist úr starfi
mínu og af landi brott. Ekki er
sýnt að ég muni eiga afturkvæmt
til starfa á ættjörð
minni.
Jón Steinar hefur
löngum barist af mik-
illi einurð fyrir því að
menn virði sjálfsagðar
leikreglur réttarsam-
félags á Íslandi. Þegar
ég bar bágindi mín
undir hann sumarið
1998 runnu þau hon-
um til rifja og hann
ákvað að taka málið að
sér og það gerði hann
svo sannarlega, af
óviðjafnanlegri alúð.
Það er engin leið að
lýsa þeim harmi sem ég hef mátt
líða og ég held að það sé ekki of-
mælt að Jón Steinar hafi bjargað
lífi mínu. Þetta gerði Jón Steinar
ekki fyrir sjálfan sig. Hann hafði
alls engra einkahagsmuna að gæta
í þessu máli. Þvert á móti. Málið
gekk afar nærri honum, það aflaði
honum mikillar óvildar og ég held
að hann hafi líka tapað á því fjár-
hagslega – hann var a.m.k. alveg
áhugalaus um að krefja mig um
þóknun fyrir alla þá ótrúlega miklu
vinnu sem hann lagði í málið. Jón
fann til með mér og hann barðist
fyrir málstað mínum af einskærri
hugsjón – fyrir mig sem einstakling
í miklum háska og fyrir réttarríkið.
Hann var alltaf viðlátinn, hlustaði
alltaf af fullri athygli, svaraði tölvu-
pósti jafnan um hæl og tók símann
iðulega sjálfur, var enda oft einn að
störfum á skrifstofunni, mættur
þar fyrir allar aldir.
Þeim „sem þekkt hefur ágætan
mann finnst góður maður hlægileg-
ur“. Ég hef kynnst mörgum mæt-
um mönnum á lífsleiðinni, ekki síst
nú á síðustu árum þegar hvað mest
hefur riðið á. Einna ágætastur
þeirra allra er þó Jón Steinar.
Hann er ekki aðeins ofurmenni á
sviði lögfræði heldur er hann líka
með eindæmum ötull, hjartahlýr og
góðviljaður maður, um það munu
allir vitna sem til hans hafa þurft
að leita.
Ég hef oft haft á orði að hefði
Jón Steinar verið starfandi í
Bandaríkjunum væri hann áreið-
anlega heimsfrægur maður, svo af-
burðafær sem hann er. Það er mik-
il ástæða til að óska þjóðinni til
hamingju með að slíkur yfir-
burðamaður skuli vilja starfa í
þágu hennar.
Jón Steinar Gunnlaugsson
Halldór Ármann Sigurðsson
fjallar um veitinguna
í Hæstarétti ’Varla held ég að boðarhefðu risið þótt Eiríkur
hefði hreppt embættið
og víst er að Jón Steinar
hefði tekið því með jafn-
aðargeði og engri rýrð
varpað á Eirík eða aðra
keppinauta sína.‘
Halldór Ármann
Sigurðsson
Höfundur er prófessor,
nú búsettur i Svíþjóð.
Úrslitin í enska boltanum
beint í símann þinn