Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FJÖLMIÐLAR og aðrir hafa farið mikinn síðustu daga um að niður- skurðar sé þörf í íslensku utanrík- isþjónustunni. Í þessu sambandi virðist svo vera sem vel menntað fólk glepjist af fáránlegum staðal- myndum um að diplómatar geri ekk- ert annað en stunda kokteilboð og lifa lúxuslífi á kostnað skattgreið- enda. Það vilja oft gleymast hin ýmsu störf sem utanríkisþjónustan leysir af hendi og á hve hagkvæman hátt hún gerir það. Þó útgjöld til ut- anríkisráðuneytisins hafi aukist á síðustu árum þá ber að hafa í huga að sem prósenta af landsframleiðslu þá eru framlög til sendiskrifstofa og reksturs ráðuneytisins þau sömu fyr- ir árið 2003 og árið 1998 (0,31%) og sem hlutfall af ríkisútgjöldum þá voru framlögin 0,92% fyrir árið 1998 en ekki nema 0,87% fyrir árið 2004, í Svíþjóð þar sem ríkisútgjöld eru al- mennt mun meiri þá nemur sami kostnaður 1,1% ríkisútgjalda. Við er- um dugleg að bera okkur saman við frændur okkar á hinum Norðurlönd- unum, það er því vert að vekja at- hygli á því að Danir reka 110 sendi- skrifstofur, Norðmenn 101, Svíar 100, Finnar 90 og Íslendingar 20. Það vekur einnig athygli að Íslend- ingar eru að meðaltali með rúmlega 4 útsenda starfsmenn í sínum 20 sendi- skrifstofum meðan Finnar hafa að meðaltali tæplega 7 útsenda starfs- menn. Það virðist almennt gleymast að við erum hluti af heimi sem sífellt er að verða minni, þar sem atburðir í öðrum löndum geta auðveldlega haft alvar- leg áhrif hérna á Ís- landi. Það er því mik- ilvægt fyrir okkur að vera virkir þátttak- endur í samskiptum þjóða í milli. Í því sam- bandi er vert að minna á að frá lokum kalda stríðsins þá hefur þjóð- ríkjum í heiminum, sem eru aðilar að Sam- einuðu þjóðunum, fjölgað frá því að vera 159 í 191. Umfang milli- ríkjasamskipta er því að aukast og hver sá sem heldur að það sé nóg að setja upp heimasíðu, nota tölvupóst og senda ráðherra til útlanda með Iceland Express er á alvarlegum villigötum hvað varðar hlutverk, stöðu og tilgang samskipta ríkja í milli, þessi samskipti geta tengst ör- yggismálum, umhverfismálum, við- skiptafrelsi og svo ótal mörgu öðru. Ef undan eru skilin ört vaxandi milliríkjasamskipti, þá eru verkefni utanríkisþjónustu langt frá því upp- talin. Þeir eru ótal margir Íslending- arnir sem hafa fengið aðstoð utanrík- isþjónustunnar til að greiða fyrir útrás á erlendri grund, svo ekki sé minnst á þá útlendinga sem hafa fengið fyrirgreiðslu og upplýsingar þegar kom að fjárfest- ingum þeirra hér á landi. Það er ljóst að ut- anríkisþjónustan hefur bæði gegnum beina að- stoð og með þeirri vinnu sem liggur í hin- um ýmsu milliríkja- samningum mjög bætt og auðveldað íslensk- um fyrirtækjum við- skiptatækifæri á er- lendri grund auk þess að stuðla að erlendri fjárfestingu hér heima. Þá er ótalin sú land- kynning sem óneitanlega skapar verðmæti fyrir ört vaxandi íslenska ferðaþjónustu. Einstaklingsþjónusta er einnig mikilvægur þáttur í starfi utanríkisþjónustunnar hvort heldur sem það er við útlendinga varðandi ferðalög og upplýsingar um landið, eða hin margvíslega þjónusta sem veitt er Íslendingum erlendis svo sem aðstoð í persónulegum málum, almenn hagsmunagæsla, þjónusta við borgara sem búa erlendis og svo auðvitað vinna við hina ýmsu milli- ríkjasamninga sem almenningur nýtur góðs af eins og til dæmis at- vinnufrelsi í Evrópu. Margir fetta fingur út í kostnað við þátttöku í alþjóðlegum verkefnum eins og friðargæslu eða þróunarsam- vinnu, í því sambandi er vert að benda á að þjóðartekjur á mann á Ís- landi eru þær 9. hæstu í heiminum fyrir árið 2003 auk þess sem við bú- um við eitt besta velferðarþjóðfélag sem þekkist meðal þeirra ríkja sem heiminn byggja, samkvæmt upplýs- ingum Sameinuðu þjóðanna. Á með- an Ísland ver í heild 0,16% lands- framleiðslu til þróunarmála og friðargæslu þá verja Norðmenn 0,93% af sinni margfalt meiri lands- framleiðslu til að bæta kjör þeirra sem búa við stríð, fátækt og hungur. Ég tel það skyldu siðmenntaðrar þjóðar, sem kallar sig velferðarþjóð- félag og vill standast samanburð við nágrannalöndin, að rétta þeim hjálp- ar hönd sem á því þurfa að halda, framlög Íslendinga til þessara mála hafa fram að þessu verið skamm- arleg þó þau hafi farið hækkandi á síðustu árum. Ætlum við að vera þekkt fyrir það að þiggja bara allt það góða sem þjóðir heimsins hafa að bjóða okkur og gefa ekkert á móti? Það er ekki spurning að sjálfstæð og fullvalda þjóð þarf að vera þátt- takandi í samskiptum ríkja í milli og þeim kostnaði sem því fylgir, ef við viljum bera höfuðið hátt í samfélagi þjóða. Það er ekki alltaf hægt að mæla það í krónum og aurum hvað fyrirgreiðsla og hagsmunagæsla til handa einstaklingum og fyrirtækjum skilar þjóðinni, það er heldur ekki auðvelt að áætla ávinning milliríkja- og fjölþjóðlegra samninga sem stefna að því að bæta líf okkar á einn eða annan hátt. Það vekur þó eftir- tekt að á meðan sendiherra Breta dáist að hagkvæmni og skilvirkni ís- lenskrar utanríkisþjónustu, þá býsn- ast sumir yfir kostnaðnum og telja eftir sér að hjálpa bágstöddum þjóð- um. Um nauðsyn utanríkisþjónustu og þátttöku í alþjóðasamstarfi Hreinn Pálsson skrifar um utanríkisþjónustuna ’Það vilja oft gleymasthin ýmsu störf sem utanríkisþjónustan leysir af hendi og á hve hagkvæman hátt hún gerir það.‘ Hreinn Pálsson Höfundur er nemi við Háskólann í Birmingham. ALHEIMSSAMTÖK matreiðslu- manna (WACS) eru samtök klúbba og félaga matreiðslumanna um all- an heim og í þeim eru nálægt 8 milljón félagsmenn. Klúbbur mat- reiðslumeistara er aðili að þessum samtökum og hefur meðal annars fulltrúa í stjórn sem er einn af 3 frá Evrópu. Ný- lega var ákveðið á vettvangi samtak- anna að gera 20. október að alþjóð- legum degi mat- reiðslunnar og þeirra sem við hana starfa. Meginmarkmið dags- ins er að vekja at- hygli á faginu og mikilvægi þess. Að þessu sinni var ákveðið að helga dag- inn fræðslu meðal ungmenna um gildi hollra matarvenja og ætla matreiðslumenn um heim allan að helga daginn þessu mikilvæga máli. Með- limir í Klúbbi mat- reiðslumeistara ætla að nota daginn til að heimsækja yfir 30 leikskóla, borða með börnunum fisk og grænmeti í hádeginu og fræða þau um hollan mat. Mik- ilvægt mál ekki síst í ljósi þess að tölulegar staðreyndir sýna að sí- fellt fleiri börn og ungmenni eru yfir kjörþyngd sem einkum má rekja til ofneyslu á fitu og mjög kolvetnaríkri fæðu auk fleiri þátta. Leikskólar hafa verið að vinna mjög gott starf í fræðslu um æski- legar matarvenjur og er þetta framtak hugsað sem aðstoð við það starf. Annar tilgangur þessa dags er að vekja athygli á skemmtilegu og fjölbreyttu fagi sem matreiðslan er. Fyrirsjáanlegt er að fjölga þarf talsvert í stéttinni hér á landi þar sem von er á mikilli aukningu ferðamanna á komandi árum auk þess sem heimsóknum Íslendinga á veitingahús fjölgar sífellt. Nám matreiðslumanna tekur fjögur ár og að því loknu eru möguleikarnir miklir og fjölbreyttir. Starfssviðin eru sömuleiðis mörg eins og hótel, veitingahús, veisluþjónustur, mötu- neyti, sjúkrahús, kjötvinnslur, vöruþróun á matvælasviði og svo mætti lengi telja. Fagið er mjög fjölbreytt og alveg botnlaust þar sem endalaust er hægt að bæta við sig þekkingu á hinum og þessum sviðum, auk þess sem fagið skarast við bæði bakstur og kjötiðn. Mat- reiðslufagið á margt skylt með listgreinum þar sem sköpunargleði fær útrás í bragð- samsetningu og fram- setningu á matnum. Framtíð matreiðsl- unnar er björt og mikl- ir möguleikar fyrir hæfileikaríkt fólk sem vill velja sér skapandi starf. 20. október er dagurinn þar sem fé- lagar í Klúbbi mat- reiðslumeistara ætla að kynna fag sitt og mikilvægi þess. Sem langtímamarkmið er svo ætlunin að reyna að byggja upp jákvæða ímynd Íslands sem matarmenningarþjóðar og framleiðanda hreinna og ómengaðra matvæla. Menning landa og matarmenn- ing þeirra er oft sam- ofin og mikilvægt að sú ímynd sé jákvæð þegar við erum að byggja okkur upp sem ferðamannaland. Eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ferðalag til einhvers lands er áætl- að er það hvort ætur matur sé í viðkomandi landi. Matreiðslufagið og matarmenning á íslenskum veit- ingahúsum hefur breyst gríðarlega síðustu 10–15 árin og má segja að gríðarlegar framfarir hafi orðið og er nú svo komið að Ísland er í 10. sæti á alþjóðlegum styrkleikalista WACS yfir þjóðir sem keppa í matreiðslu. Er það að miklu leyti að þakka þeim matreiðslumönnum sem lagt hafa á sig mikla vinnu við þátttöku í keppnum úti um allan heim með góðum árangri sem í framhaldi skilar sér í auknum áhuga og metnaði inn í fagið og áfram á diskinn til gestanna öllum til heilla. Alþjóðlegur dagur matreiðslumannsins Ingvar Sigurðsson fjallar um alþjóðlegan dag matreiðslunnar Ingvar Sigurðsson ’Matreiðslufag-ið og matar- menning á ís- lenskum veit- ingahúsum hefur breyst gríðarlega síð- ustu 10–15 ár- in …‘ Höfundur er varaforseti Klúbbs matreiðslumeistara. LEIÐARI Mbl. laugardag 2. okt. fjallaði um hryðjuverkið í Bagdad tveimur dögum áður. Þar reyndu sjálfsmorðssprengjumenn að sprengja ameríska herbílalest en drápu fjölda óbreyttra borgara, að- allega börn sem ætluðu að fá sæl- gæti hjá hermönnunum, og sjálfa sig um leið. Niðurstaða leiðarans er þessi: „Verknaðurinn á fimmtudag sýnir enn að uppreisnarmenn eru komnir út fyrir öll mörk. Þeir hafa hryll- inginn að vopni og mannslífið er einskis virði.“ Ísland hefur verið dregið inn í stríð Bandaríkjanna í Írak og Afganistan og ráða- menn okkar segja það lið í baráttu gegn hryðjuverkum. Hryðjuverk er ein bar- áttuaðferð í stríði, ein af mörgum, en ef taka skal afstöðu til stríðsátaka er fyrsta spurningin ekki um bar- áttuaðferðir. Fyrsta spurningin snýst um stríðið sjálft og málstað stríðsaðila. Ég er ekki trúarlegur „friðarsinni“ sem telur alla þátttöku í stríði óréttmæta. Í baráttunni við Þjóðverja í Austur-Evrópu í seinni heimsstyrjöld var ekki meginspurn- ingin hvor notaði riddaralegri bar- áttuaðferðir. Ekki heldur í Víetnam. Meginspurningin var: Hver er mál- staðurinn? Þarna var háð frelsisstríð gegn innrásarherjum og var réttlát barátta. Út frá spurningunni um málstaðinn tóku menn afstöðu. Þar á eftir má spyrja um bar- áttuaðferðirnar. Tilgangurinn (mál- staðurinn) helgar vissulega ekki öll meðul og vond meðul geta spillt fyrir góðum málstað en engin meðul geta gert vondan málstað góðan. Hryðju- verk eins og í Madríd í sumar eða Beslan í Ossetíu í fyrri mánuði spilla fyrir málstað gerendanna og ekkert réttlætir slík verk, en stjórnvöld Rússlands og stjórnvöld á Spáni höfðu vondan málstað og kölluðu ógn yfir þegna sína. Hryðjuverk nú um stundir eru oftast afleiðing ógn- arástands en ekki orsök þess. Hvergi er þetta skýrara en í Írak. Starfsemi hryðjuverkamanna þar er afleiðing hernáms landsins, ekki or- sök þess. Leiðarahöfundi Morgunblaðsins og öðrum þeim sem styðja hernám Íraks finnast aðferðir uppreisnar- manna einkum sanna lágt siðferð- isstig þeirra. Sjálfsmorðsaðgerðir geta vissulega verið merki um mikið ofstæki og grimmd en hin sífellda tenging þeirra við „alþjóðleg hryðju- verkasamtök“ s.s. al-Qaida er fyrst og fremst hentugur merkimiði vest- rænna fréttastofa á að- gerðirnar. Sjálfsmorðs- aðgerðir sem baráttuaðferð tengjast fyrst og fremst svæð- um þar sem fram fer mjög ójöfn barátta. Þær eru oftast svar andspyrnuafla við miklu ofbeldi og mikl- um hernaðar- yfirburðum kúgarans s.s. í Tétsníu, Palestínu og Írak. And- spyrnuöflin í Írak eru margs konar og beita ýmsum aðferðum: skæruhernaði gegn innrásarliðinu, gegn fólki sem vinnur með innrásaröflunum og allt yfir í ómarkviss hryðjuverk sem bitna hart á óbreyttum íröskum borgurum. Málpípur hernámsins í Írak hafa engin efni á því að heimta riddara- legar baráttuaðferðir af and- spyrnuöflunum. Í grundvallar- atriðum heyja þau réttláta baráttu við heimsvaldasinnuð yfirgangsöfl. Þetta stríð er algjörlega sambæri- legt við stríð nasista í Austur- Evrópu 1940–1945 og stríð Banda- ríkjanna í Víetnam. Stjórn Iyad Allawi í Írak er hrein leppstjórn og „uppbyggingin“ undir forystu henn- ar er mjög sambærileg við „upp- bygginguna“ í S-Víetnam undir herrunum Diem og Van Thieu eða „uppbygginguna“ í Júgóslavíu undir leppum nasista, Pavelic og Nedic, og „uppbygginguna“ í Noregi undir Quisling. Þjóðfrelsisstríð Íraka er enn skammt á veg komið. Utanaðkom- andi hjálp við andspyrnuöflin af því tagi sem Víetnamar fengu er mjög lítil en engu að síður er viðnám þeirra nú öðrum kúguðum fyr- irmynd. „Góðmennskan gildir ekki/ gefðu duglega á kjaft“ sagði Páll Vídalín. Innrásaröfl af þessu tagi munu ekki fara út með góðu. Leik- urinn er ójafn en andspyrnuöflin hafa þjóðina sín megin og það mun skipta sköpum. Sami leiðari Morg- unblaðsins sem fordæmdi hina sam- viskulausu uppreisnarmenn í Bagdad viðurkenndi reyndar að Bandaríkjamenn væru „ekki vinsæl- ir“ í Írak og haft var eftir tyrkneskri blaðakonu sem hafði verið rænt og sleppt að mannræningjunum hefði „alls staðar verið hjálpað“ af heima- fólki. Simona Torretta, önnur ítalska konan sem tekin var nýlega af írösk- um mannræningjum sagði eftir að henni var sleppt: „Ég sagði það áður en mér var rænt og ég segi það aft- ur: Það verður að greina á milli hryðjuverka og andspyrnu. Skæru- hernaðurinn er réttmætur en ég er á móti hryðjuverkum gegn óbreyttum borgurum.“ Það er skynsamlega mælt. Íslensk stjórnvöld styðja hernám Íraks og í hernámi Afganistans eru þau beinir þátttakendur. Í Kabúl sitja erlend hernámsöfl og innlend leppstjórn, stríð gegn þeim er rétt- mætt. Í áðurnefndu laugardagsblaði Morgunblaðsins er stuðningur Ís- lendinga við hernámið þar og stjórn Kabúlflugvallar sett í ágætt sam- hengi í baksíðufyrirsögn: „Frið- argæslan styrkir stöðu Íslands í frið- arviðræðunum“, þ.e. í baráttunni fyrir herstöðinni í Keflavík. Daginn eftir er aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins enn ískyggilegri: „Íran næsti prófsteinn á Atlants- hafstengslin.“ Aðstoðarritstjóri blaðsins boðaði þar í reynd næsta stríð og bergmálaði stríðsæsing- aröflin vestra. Þetta boðar ekki gott. Morgunblaðið mun að líkindum þá fyrst breyta túlkun sinni á styrjald- arátökum í Mið-Austurlöndum þeg- ar tap innrásaraflanna er orðið yfirvofandi, bæði á vígvellinum og í almenningsálitinu heima fyrir. Þann lærdóm mætti a.m.k. draga af stríð- inu í Víetnam. Hryðjuverk og andspyrna Þórarinn Hjartarson fjallar um skæruhernað og hryðjuverk ’Málpípur hernámsinsí Írak hafa engin efni á því að heimta riddara- legar baráttuaðferðir af andspyrnuöflunum.‘ Þórarinn Hjartarson Höfundur er sagnfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.