Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það þarf ekki mikið til þess að draga úr þér mátt og þig skortir bæði kraft og ákafa núna. Reyndu að yfirvinna þessa líðan og ekki leggjast í sjálfsvorkunn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Farðu varlega í tilfinningamálum og reyndu að hlaupa ekki á þig. Einhver streitist talsvert á móti breytingum á sambandi við þig. Varastu afbrýði. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ógn steðjar að einhverjum nákomnum og þú verður fyrir barðinu á stjórnsemi og klækjum. Reyndu að láta sem ekkert sé og sjá hvað þarna býr undir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Áætlanir tengdar heimili og fjölskyldu bregðast. Búast má við töfum eða von- brigðum og allt eins líklegt að einhver nákominn skipti algerlega um skoðun. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Láttu ekki deigan síga eða draga þig nið- ur. Þér hættir til svartsýni og jafnvel til þess að búast við hinu versta. Ráðgjafi þinn hvetur til varkárni. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Maka þínum er einstaklega lagið að beita þig þrýstingi og reynir jafnvel að pína þig til hlýðni eða kúga þig tilfinn- ingalega. Þú gefur þig hinsvegar ekki. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú tekur lífinu alvarlega þessa dagana og temur þér skynsemi og hófsemi. Yf- irbragð þitt sýnist kannski teprulegt eða fjarlægt, en þú ert að vanda þig. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Farðu varlega núna, tilfinningasemin er allsráðandi og auðvelt að lenda í rimmu. Breytingar sem þú leggur til mæta mik- ill andstöðu. Bíddu átekta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Einhver misnotar vald sitt og á fremur áberandi hátt að þínu mati. Þú færð til- boð sem virðist freistandi. En vertu viss um að það er dýru verði keypt. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Ekki reyna að leita ráða eða leggjast í útskýringar á mikilvægum áformum. Viðbrögðin verða neikvæð og gagnrýnin smásmuguleg. Enginn hlustar á þig. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vinna og frístundir rekast á. Þig langar kannski að taka þér frí en það gengur ekki vegna anna. Nú er það svart, en samt ekki eins svart og þú heldur. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Einhver hefur hug á breytingum en mætir bara andstöðu. Farðu varlega og reyndu að gera ekki illt verra. Reyndu ekki einu sinni að setja skilyrði. Stjörnuspá Frances Drake Vog Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir miklum krafti á stundum en orkuflæði þitt er óstöðugt. Þú reynir mikið á þig, í frístundum og vinnu, en leggst svo í dvala inni á milli þar til jafnvægi er náð. Munaður og þægindi höfða talsvert til þín. Ekki gleyma að hreyfa þig reglulega. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html Lárétt | 1 gulls ígildi, 8 óákveðnu, 9 líkamshlut- ann, 10 tangi, 11 gremjist, 13 glataða, 15 vatnagangs, 18 vegurinn, 21 nöldur, 22 jarða, 23 endurtekið, 24 spaugs. Lóðrétt | 2 örlaganorn, 3 borgi, 4 tryllist, 5 eydd- ur, 6 ókjör, 7 setja dæld í, 12 miskunn, 14 fiskur, 15 fiðurfé, 16 hugaða, 17 fífldjarfa, 18 kátínu, 19 nafnbót, 20 líkamshluti. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 tuska, 4 kenna, 7 lýgin, 8 refil, 9 afl, 11 ausa, 13 maur, 14 gervi, 15 görn, 17 skap, 20 Sif, 22 lesta, 23 leifa, 24 reimt, 25 rotta. Lóðrétt | 1 telja, 2 seggs, 3 Anna, 4 kurl, 5 nefna, 6 allur, 10 forði, 12 agn, 13 mis, 15 gælur, 16 risti, 18 Krist, 19 plaga, 20 satt, 21 flær. 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. Rf3 b6 6. Bg5 Ba6 7. e3 d6 8. a3 Bxc3+ 9. Dxc3 Rbd7 10. Dc2 c5 11. Be2 cxd4 12. exd4 Hc8 13. Da4 Rb8 14. O-O d5 15. Hac1 dxc4 16. Bxc4 Staðan kom upp í kvennaflokki Ólympíuskákmótsins sem stendur nú yfir í Calviu á Mallorca. Hin rússneska Tatiana Kosintseva (2493) hafði svart gegn Guðlaugu Þorsteinsdóttur (2130) .16... Hxc4! 17. Hxc4 b5 svartur vinnur nú mann og skömmu síðar skákina. 18. Dc2 bxc4 19. Hd1 Rbd7 20. d5 exd5 21. Hxd5 Db6 22. Hd4 He8 23. h3 Re5 24. Hh4 Rxf3+ 25. gxf3 h6 26. Bxh6 gxh6 27. Hxh6 He5 28. Dd2 Hh5 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Evrópubikarinn. Norður ♠ÁD5 ♥943 S/Enginn ♦743 ♣DG76 Vestur Austur ♠G74 ♠1086 ♥Á8 ♥KD7652 ♦10652 ♦G8 ♣Á852 ♣103 Suður ♠K932 ♥G10 ♦ÁKD9 ♣K94 Spilið er frá riðlakeppninni í Barce- lona og nánast á öllum borðum varð suður sagnhafi í þremur gröndum, oft eftir opnun á 15–17 punkta grandi. Þrjú grönd er augljóslega ekki gæfu- legur samningur, því AV geta tekið sex slagi á hjarta og laufásinn. En það er stór munur á því að „geta og gera“. Auðvitað er vonlaust fyrir vestur að hitta á hjarta út í byrjun og í reynd spiluðu flestir út smáum tígli. En vest- ur fær annað tækifæri, ekki satt? Skiptum nú um sjónarhorn og setj- umst í sæti suðurs, sem fær út tígul og tekur gosa austurs með kóng. Hvernig á hann að spila? Sumir gáfust upp og tóku sjö slagi (fjóra á spaða og þrjá á tígul), en Tyrkinn Zolu prófaði hjarta- gosann í öðrum slag. Aumingja vestur svaf á verðinum og lét lítið hjarta og meira þurfti ekki til. Nú var hjartalit- urinn stíflaður og Zorlu fékk tíu slagi. Það er alltaf von í þremur gröndum. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 14. ágúst sl. í Digraneskirkju af sr. Magn- úsi B. Björnssyni þau Guðný Sigurðar- dóttir og Marteinn Hilmarsson. Þau eru til heimilis í Reykjavík. Mynd, Hafnarfirði  Tónlist Hressó | Igor í kvöld kl. 22 Kiðagil Bárðardal | Hörður Torfason kl. 21. Norræna húsið | Blásaraoktettinn Hnúka- þeyr leikur verk eftir Mozart á fyrstu Há- skólatónleikum haustsins kl. 12.30 í dag. Dans Árbæjarþrek | Boðið upp á kennslu í hip hop-dansi. Nánari upplýsingar í s.8214499 og á hiphopdans@yahoo.com. Skemmtanir Café Kulture | Dansarar í Tangófélagi Ís- lands ætla að fjölmenna í kvöld, því nú er argentínskt tangókvöld. Súfistinn Laugavegi | Bókaforlagið Bjart- ur stendur fyrir bókmenntakvöldi kl. 20.30 í tilefni útkomu ljóðabókanna Svona er að eiga fjall að vini eftir Véstein Lúðvíksson, Kjötbærinn eftir Kristínu Eiríksdóttur og Bók spurninganna eftir Pablo Neruda. Les- ið verður úr þessum bókum og leikið af fingrum fram, auk þess sem krýndir verða sigurvegarar í ferskeytlukeppni Bjarts. Fréttir JCI GK | Junior Chamber International GK kynnir starfsemi sína kl. 21 í JCI heimilinu, Hellusundi 3. Allir 18– 40 ára velkomnir. www.jcigk.bigstep.com. Fyrirlestrar Lauf | Landssamtök áhugafólks um floga- veiki halda fræðslufund á morgun kl. 20, um réttindi fólks með langvinna sjúkdóma, í kaffistofu Hátúns 10b. Fyrirlesari er Sig- urður Thorlacius tryggingayfirlæknir. Fundir ITC Korpa | ITC Korpa Mosfellsbæ og ITC Íris Hafnarfirði halda sameiginlegan fund kl. 20–22 í Safnaðarheimili Lágafells- sóknar. Félagsmál og þjálfun í nýju kennsluefni ITC. Upplýsingar í s.863 7169. www.simnet.is/itc. Samtök lungnasjúklinga | Fræðslufundur á morgun kl. 20 í Síðumúla 6. María Jóns- dóttir, félagsráðgjafi og starfsmaður SÍBS fjallar um starf sitt og greinir frá framtíð- arsýn sinni og mögulegri þróun starfsins næstu ár. Pétur Bjarnason leikur á nikkuna. Félagsstarf Árskógar 4, | Bað kl. 8–14, handavinna kl. 9–16.30, heilsugæsla kl. 10.30–11.30, smíði og útskurður kl. 13–16.30, spil og keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, fótaaðgerð, glerlist, almenn handavinna, bridge, vist. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9– 11 kaffi og dag- blöð, kl. 9– 14 baðþjónusta, kl.9– 16.45 hár- greiðslustofan opin, kl.10– 10.45 leikfimi. Kl. 11.15– 12.15 matur, kl.14.40 ferð í Bónus, kl.15–15.45 kaffi. Félag eldri borgara Reykjavík | Sam- félagið í nærmynd kl. 11, þáttur um málefni eldri borgara. Dans frá kl. 14-16, húsið opn- að kl. 13.30. Hljómborðsleikarinn Guð- mundur Haukur leikur fyrir dansi. Kaffi og rjómaterta. Söngfélag FEB æfing kl. 17. Félagsstarf aldraðra Garðabæ | Kvenna- leikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, glerskurður kl. 13, postulínsmálun kl. 16, opið hús í Holts- búð kl. 13, spilað bridge og pílukast í Garðabergi kl. 13. Hraunbær 105 | Kl. 9 handavinna, búta- saumur, útskurður, hárgreiðsla, kl. 10 fóta- aðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 matur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58, | Opin vinnustofa kl. 9– 15, jóga kl. 9– 12 samverustund kl. 10.30, námskeið í myndlist kl. 15– 18, böð- un virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir, hársnyrting. Sviðaveislan verður fös. 22. okt. kl. 18. Hæðargarður 31 | Opið félagsstarf. Opin vinnustofa, postulínsmálun kl. 9 16. Fóta- aðgerðarstofa sími 897–9801. Dagblöðin liggja frami. Molasopi í bítið, hádeg- isverður og síðdegiskaffi. S. 568–3132. Korpúlfar Grafarvogi | Á morgun, pútt á Korpúlfsstöðum kl.10, kl. 14, dansæfing í Fjölnissal. Kvenfélagið Aldan | Fundur í kvöld kl. 20.30 í Borgartúni 18. 3. hæð. Sjálfsbjörg | Félagsvist, Hátúni 12 kl. 19.30. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl. 12.15–14 verslunarferð í Bónus, Holtagörð- um, kl. 13–14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tré- skurður, kl. 14.30–15.45 kaffiveitingar. Fyrsta fyrirbænastund vetrarins verður á morgun kl. 10.30 í umsjón séra Jakobs Ágústs Hjálmarssonar dómkirkjuprests. Vitatorg | Smiðja kl. 8.45, bókband og hárgreiðsla kl. 9, fótsnyrting kl. 9.30 morgunstund kl. 10, handmennt kl. 9 til 16, kóræfing kl. 13. Þórðarsveigur 3 | Opið hús, handverk kl. 13.30–16. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10– 12. Opið hús, kaffi og spjall. Kirkjuprakk- arar kl. 15.30–16.30 (1.–4. bekkur). Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tón- list – altarisganga – fyrirbænir. Léttur málsverður. Kirkjuprakkarar (7–9 ára) kl. 16.30 og TTT (10–12 ára) kl. 17.30. Æsku- lýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Samvera aldraðra frá kl. 13. Spil, föndur og handavinna. Kl. 15, kaffi og gestur með fróðleik eða skemmtiefni. Stutt bænastund fyrir kaffi.www.kirkja.is. Digraneskirkja | Barnastarf 6-9 ára kl 17.15 –18 á neðri hæð. Digraneskirkja.is Fíladelfía | Fjölskyldusamvera hefst kl. 18 með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Biblíulestur fyrir alla fjölskylduna. Samúel Ingimarsson talar til okkar. Barnastarf fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10–12 ára og 13–17 ára. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Léttur matur. Grensáskirkja | Eldri borgarar fara í heim- sókn á Þjóðminjasafnið kl. 14. í stað hefð- bundinnar samveru. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Hug- leiðing, altarisg. Einfaldur morgunverður. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgunn kl. 10–12. Herdís Storgaard fjallar um slysavarnir. Kapella Fríkirkjunnar í Reykjavík | Kyrrð- ar og bænastund kl. 12.15. Kristniboðssambandið | Samkoma í kvöld í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58– 60, kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er „Stefnu- mót með Guði.“ Gunnar Hamnöy frá Nor- egi talar. Kaffiveitingar eftir samkomu. Langholtskirkja | Bænagjörð kl. 12.10 með sálmasöng og orgelleik. Súpa og brauð kl. 12.30. Starf eldri borgara hefst kl. 13. Fjöl- breytt starf og spjall, kaffisopi. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmumorgunn. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin legg- ur af stað frá kirkjudyrum alla mið- vikudagsmorgna. kl. 14.10 – 15.30 Kirkju- prakkarar. (1.–4. bekkur) Kl. 16.15 T.T.T. (5.–7. bekkur) Kl. 19.00 Fermingar – Alfa. Kl. 20.30 Unglingakvöld fyrir 8. bekk. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10–12. Kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. 7 ára starf kl. 14.30. Eldri borgarar: Opið hús kl. 13–15. Myndasýning frá haustlitaferð; Steinunn Jóhannesdóttir ræðir um Guðríði Símonardóttur og dr. Sigurður Árni um Hallgrím Pétursson. Minningarstund, ljóða- horn, helgistund, kaffi. Skálholtsskóli | Kyrrðardagar næstu helgi, ætlaðir konum á öllum aldri. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur annast leiðsögn. Uppl. í s. 486 8870 – rektor@skalholt.is. Staður og stund http://www.mbl.is/sos SNIGLABANDIÐ mun standa fyr- ir óskalagatónleikum á Næsta bar klukkan 22 í kvöld, en þar gefst gestum tækifæri á að tylla sér niður og koma með tillögur að lög- um sem hljómsveitin mun síðan spreyta sig á. Von er á plötu frá Sniglaband- inu, sem innheldur óskalög hlust- enda Rásar 2. Þar er að finna 17 nýsmíðar sem hljómsveitin setti saman að ósk hlustenda auk brota úr útvarpsþáttum sveitarinnar. Pálmi Sigurhjartarson, annar hljómborðs- leikara Sniglabandsins, segir nýsmíðarnar felast í því að í hverjum þætti gafst einum hlustanda tækifæri á að koma með upp- skrift að dægurlagi, sem Sniglabandið hafði þá viku til að búa til. „Viðkomandi gaf okkur þá í hvaða tónlistarstíl lagið ætti að vera, um hvað textinn ætti að fjalla og ýmis önn- ur atriði sem snerta form lagsins,“ segir Pálmi. „Það var alltaf spennandi að sjá hvað kom út úr því. Þetta voru sumrin 2003 og 4 og það voru svona um sautján lög sem komu út úr þessu. Sum þeirra stóðu eftir flutninginn í þáttunum og fara beint á plötuna, en önnur voru þess eðlis að þau þurftu að fá meira rými og nostra meira við þau.“ Óskalögin flutt á Næsta bar Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.