Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 44
☎ 552 3000
MIÐNÆTURSÝNINGAR
• Laugardag 23.10 kl. 23 NOKKUR SÆTI LAUS
• Laugardag 30.10 kl. 23
eftir LEE HALL
FRÁBÆRT LEIKHÚSTILBOÐ!
Kóngurinn á sviðið... Komdu út að borða og skelltu þér svo beint í leikhúsið!
Glæsileg þriggja rétta máltíð á Kaffi Reykjavík og eldheitur leikhúsmiði á 3.900 kr.
“Þvílík snilld! Ég skora á alla að sjá þessa stórkostlegu sýningu” AK Útvarp Saga
Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is
44 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
CHICAGO
Missið ekki af vinsælustu sýningu ársins
Stóra svið
Nýja svið og Litla svið
GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA?
eftir Edward Albee
Su 24/10 kl 20, Lau 30/10 kl 20 ,
Fö 5/11 kl 20, Su 14/11 kl 20
HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau
5. sýn su 24/10 kl 20 - Blá kort
Lau 30/10 kl 20, Fö 5/11 kl 20
Su 14/11 kl 20, Fö 19/11 kl 20
ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN:
SCREENSAVER eftir Rami Be'er
Aðalæfing fi 21/10 kl 20 - 1.000 kr
Frumsýning fö 22/10 kl 20 -HVÍT KORT
2. sýning fi 28/10 kl 20 - Gul kort
3. sýning su 31/10 kl 20 - Rauð kort
4. sýning su 7/11 kl 20 - Græn kort
5. syning fö 12/10 20 - Blá kort
Su 21/11 kl 20
AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR
LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren
Su 24/10 kl 14, Su 31/10 kl 14, Su 7/11 kl 14
Su 14/11 kl 14, Su 21/11 kl 14
ALLIR Í LEIKHÚSIÐ - ENGINN HEIMA
Börn tólf ára og yngri fá frítt í leikhúsið í fylgd með fullorðnum.
Gildir á: Héri Hérason, Belgíska Kongó, Geitin, Screensaver
CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse
Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og
bestu búningarnir.
Lau 23/10 kl 20, Fö 29/10 kl 20, Lau 6/11 kl 20,
Lau 13/11 kl 20, Lau 20/11 kl 20
Síðustu sýningar
BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson
Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki
Fi 21/10 kl 20 - UPPSELT
Fi 28/10 kl 20,
Su 31/10 kl 20 - UPPSELT
Fi 4/11 kl 20, Su 7/11 kl 20
Aðeins þessar sýningar
Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00
Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is
MARGT SMÁTT - STUTTVERKAHÁTÍÐ
í samstarfi við BANDALAG ÍSLENSKRA
LEIKFÉLAGA 11 stuttverk frá 7 leikfélögum
Umræður - uppákomur - skemmtiatriði í forsal
Lau 23/10 kl 20 - kr. 2.100
Miðasalan er opin kl. 13-18 mán. og þri. Aðra daga kl. 13-20.
Símapantanir frá kl. 10 virka daga. www.leikhusid.is • midasala@leikhusid.is
Þjóðleikhúsið sími 551 1200
• Stóra sviðið kl. 20:00
EDITH PIAF – Sigurður Pálsson
Fim. 21/10 uppselt, fös. 22/10 uppselt, lau. 30/10 uppselt, lau. 6/11 uppselt,
lau. 13/11 uppselt, fös. 19/11 uppselt, fim. 25/11 örfá sæti laus, fös. 26/11 örfá
sæti laus.
ÞETTA ER ALLT AÐ KOMA – Hallgrímur Helgason/leikgerð Baltasar Kormákur
Lau.23/10 örfá sæti laus, fös. 5/11 nokkur sæti laus, fös. 12/11 nokkur sæti laus.
DÝRIN Í HÁLSASKÓGI – Thorbjörn Egner
Sun. 24/10 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 31/10 nokkur sæti laus, sun. 7/11.nokkur sæti laus
• Smíðaverkstæðið kl. 20:00
SVÖRT MJÓLK – Vasílij Sígarjov
Fös. 22/10 nokkur sæti laus, lau. 30/10.
• Litla sviðið kl. 20:00
BÖNDIN Á MILLI OKKAR – Kristján Þórður Hrafnsson
Lau. 23/10 örfá sæti laus, sun. 24/10 örfá sæti laus, fös. 29/10.
SVÖRT MJÓLK
KRAFTMIKIÐ NÚTÍMAVERK!
FT I I TÍ E !
4 600 200
leikfelag.is
Miðasölusími
SVIK e. Harold Pinter,
„Ósvikin listræn upplifun“ S.A.B. MBL
sun. 24/10 kl. 20 Örfá sæti laus
fös. 5/11 kl. 20 7 kortas. UPPSELT
fös. 5/11 kl. 22 30 Aukasýning
sun. 7/11 kl. 20 8 kortas. Nokkur sæti
Leikhúsferðir
til Akureyrar
Sun. 24. okt. kl. 20 • lau. 30. okt. kl. 20
fös. 12. nóv. kl. 20 • sun. 14. nóv. kl. 20
ATH. Fáar sýningar. Atriði í sýningunni eru ekki við hæfi barna.
Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst.
Litla stúlkan með eldspýturnar
Frumsýning lau. 23. okt. kl. 14 • sun. 24. okt. kl. 14 • lau. 30. okt. kl. 14 • sun. 31. okt. kl. 14
Leitin að Rómeó
- aríur og söngvar eftir Gounod, Bellini, Bernstein og Sondheim
Hádegistónleikar þriðjudaginn 26. okt. kl. 12.15
Hulda Björk Garðarsdóttir sópran og Kurt Kopecky píanó. Gestur: Maríus Sverrisson.
Rakarinn morðóði
Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga.
Miðasala á Netinu: www.opera.is
Af og til gerist það í listheim-inum að teknar eru djarfarákvarðanir í listrænni
stefnumótun. Ein slík var tekin
innanbúðar hjá Íslensku óperunni,
þegar ákveðið var að sviðsetja
verkið Sweeney Todd, sem hefur
alla burði til þess að standa undir
kröfum fastagesta óperunnar, en
gæti jafnframt orðið til þess að
afla óperunni nýrra áhorfenda og
nýrra aðdáenda – ekki síst meðal
yngri kynslóðarinnar.
Pistilhöfundur hefur séð þó-
nokkrar þeirra uppfærslna sem Ís-
lenska óperan hefur staðið að í
gegnum tíðina og dáðst að þreki
og þori því sem einkennt hefur
frum-
kvöðulstarf
hennar. En
jafnframt
hefur hann
oft velt því fyrir sér af hverju svo
mikill tími, fjármagn og listræn
orka sé sett í það að ýta úr vör
uppfærslum á heimsfrægum verk-
um sem nánast er útilokað að
standi undir þeim kröfum sem
áhorfendur samtímans myndu
gera til helstu óperuhúsa í heim-
inum, ef litið er til heildarmyndar
uppfærslunnar. Staðreyndin er
auðvitað sú að mjög margir ís-
lenskir óperuunnendur ferðast til
að sjá og heyra það sem best gerist
utan landsteinanna – eða njóta
þeirra á diskum – og það er afar
erfitt fyrir Íslensku óperuna að
keppa við slík viðmið, burtséð frá
því hversu mikill listrænn metn-
aður er þar við lýði. Til þess skort-
ir einfaldlega fjármagn. Það má
því spyrja af hverju Óperan beini
ekki oftar kröftum sínum í það að
setja upp smærri verk – eða minna
þekkt verk (ef til vill íslensk verk!)
og afli sér þannig ákveðinnar sér-
stöðu hvað óperuflutning varðar,
sem einnig gæti reynst henni fag-
legur styrkur þegar til lengri tíma
er litið.
Eins og fram hefur komið eróperan Sweeney Todd á
mörkum þess að vera fullgild
ópera og söngleikur og hefur því
víða skírskotun hvað skemmtigildi
varðar fyrir alla þá sem orðnir eru
nægilega fullorðnir til að takast á
við ógnvekjandi tregafullan, en þó
fyndinn, efniviðinn. (Þess ber þó að
geta að hann er ekkert blóðugri
heldur en margt annað í klass-
ískum leikbókmenntum, nægir að
nefna sum verka Shakespeares
sem dæmi um það.) Mikið hefur
verið lagt í leikmynd og búninga
sem gerir sviðsetninguna alla mun
áhrifameiri en ella. Einstaklega
vel hefur tekist til við að virkja
bæði söngvara og kór á sviðinu og
kórinn þjónar til að mynda mjög
vel sem tenging á milli persóna
verksins og ólíkra sögusviða þess
eftir því sem „plottinu“ vindur
fram. Einstakar „myndir“ úr verk-
inu, þar sem kórinn er nýttur til
hins ýtrasta, eru mjög minnis-
stæðar, svo sem þegar andlit birt-
ast upplýst í myrkri þokunni sem
umlýkur sviðið og þegar regn-
hlífar hrekjast fram og til baka í
drungalegu andrými Lundúna-
borgar.
Söngurinn það kvöld sem und-
irrituð sat í óperunni var einnig
áhrifamikill, ekki síst þar sem vel
hefur tekist til við að tvinna saman
ólík stílbrigði í raddbeitingu þeirra
sem hlut eiga að máli; þ.e.a.s.
klassískt þjálfaðra söngvara, söng-
leikjasöngvara og leikara. Ekkert
var ankannalegt við það að hver
syngi með „sínu nefi“ ef svo má að
orði komast, þvert á móti var eins
og það ýtti undir trúverðugleika
efniviðarins í persónusköpun
þeirra sem voru í burðarhlut-
verkum. Hljómsveitin var jafn-
samstiga og skemmtileg og gríp-
andi tónlist Stephen Sonheim, sem
m.a. á rætur í bandarískri söng-
leikjahefð, gefur tilefni til – enda
voru þeir ófáir sem hummuðu leið-
arstefið, „Hann Sweeney Todd!“ á
leiðinni út í myrkrið að sýningunni
lokinni.
Það er því óskandi að velunn-arar óperunnar haldi tryggð
við hana þótt hún fikri sig þarna
aðeins útfyrir hina hefðbundnu
braut og njóti þess að kynnast
áhrifamiklum átökum hins góða og
illa í Ingólfsstrætinu. Einnig að
þeir sem alla jafna eru ekki svo
ýkja áhugasamir um óperur leggi
þangað leið sína því einmitt þetta
verk gæti verið þeim lykillinn að
nýjum listheimi, sem óperan á
þakkir skilið fyrir að færa okkur.
„Hann Sweeney Todd!“
’Það er því óskandi aðvelunnarar óperunnar
haldi tryggð við hana
þótt hún fikri sig þarna
aðeins útfyrir hina hefð-
bundnu braut.‘
AF LISTUM
Fríða Björk Ingvarsdóttir
fbi@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Örn Árnason og Snorri Wium slá á
fyndna strengi í Sweeney Todd.