Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Efnalaug og fataleiga Garðabæjar Garðatorgi 3 • 565 6680 www.fataleiga.is Ný sending af glæsilegum samkvæmiskj ólum í öllum stærðu m. NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur á tilboði TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 89.900.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Henson peysur í úrvali Garðatorgi 3 210 Garðabæ s: 565-6550 Hafnarstræti 106 Akureyri s: 462-5000  HANDVERK | Vaxandi áhugi á þjóðbúningum Morgunblaðið/Kristinn Hafa eytt ómældum tíma í faldbúningagerðina Nokkrar konur svifu um gólf í glæsilegum faldbún-ingum sem voru hver öðrum fallegri og áhuga-samar konur spurðu út í vinnuna að baki bún-ingasaumnum. Þetta fór fram á sýningu á faldbúningum sem var haldin í húsakynnum Heimilisiðn- aðarskólans nýlega. Fyrir nokkrum árum ákváðu um tutt- ugu konur að taka þátt í röð námskeiða í gerð faldbúnins og þetta kvöld sýndu þær afraksturinn, gengu sjálfar um í her- legheitunum eða leyfðu gestum að skoða gersemarnar á gín- um. Oddný Kristjánsdóttir og Guðrún Hildur Rosenkjær hafa leiðbeint konunum við búningagerðina hjá Heimilisiðn- aðarskólanum en þær eru með meistararéttindi í klæðskurði og kjólasaumi og reka fyrir tækið Þjóðbúningastofuna. „Við höfum fengið góð viðbrögð því nú þegar hafa bæst í hópinn 8-9 nýjar konur og ekki er ólíklegt að fleiri bætist í hópinn eftir kynningarfundinn sem við verðum með á fald- búningagerð þann 23. október,“ segir Oddný Kristjáns- dóttir, annar leiðbeinendanna. „Það er hægt að kjósa sér einfalda leið í búningagerðinni eða erfiðari. Velji fólk erfiðari leiðina sauma konurnar meira út, baldýra, perlusauma eða knipla. Þá eru þær lengur fyrir bragðið með búninginn en það er reynsla okkar að fleiri kjósi þá leið því útsaumurinn er það sem laðar flestar að búningagerðinni.“ Oddný segir að vaxandi áhugi sé á þjóðbúningagerð og konur vilji í auknum mæli skarta slíkum búningi við hátíðleg tækifæri. Hjá Þjóðbúningastofunni vinna nú þrír fagmenn í fullu starfi við að sauma búninga fyrir fólk en ekki síst við að breyta búningum og lagfæra. „Það er mjög algengt að við séum að breyta búningum milli kynslóða, konur eru þá að láta breyta búningi á sig sem amma eða mamma þeirra átti.“ Oddný segir að oft lendi þær í vand- ræðum með að finna gömul efni í breyt- ingarnar. „Við erum alltaf á höttunum eftir efnum svo ef fólk á í fórum sínum gömul efni sem það veit ekkert hvað það á að gera við þá er vel þegið að fá að skoða þau.“ Kennararnir: Guðrún Hildur Rosenkjær og Oddný Kristjánsdóttir. gudbjorg@mbl.is #$ %  & ' (%%   )$& !  %* & $  +(  , $$&  &(-   %!  %* $& ! &   $   & #!&  .  $ /  & ' &   & & ! &  $ Svona leit búningur kvenna út á árunum 1800—1830, hefðbundinn faldbúningur, skyrta, upphlutur, treyja, samfella eða pils og svunta, kragi, spaða- eða krókfaldur, höfuðklútur og hálsklútur, svo og belti. Baldýring, blómstursaumur, perlu- saumur og knipl er meðal þess sem um tuttugu áhugasamar konur hafa feng- ist við í tómstundum sínum undanfarin ár. Þær voru að sauma sér faldbúning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.