Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 20.10.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 2004 43 MENNING Jólahlaðborð sem enginn leikur eftir 14. nóvember - 30. desember Hið óviðjafnanlega jólahlaðborð Perlunnar hefst um miðjan nóvember. Viku síðar, þann 21. nóvember, hefst þakkargjörðarhátíðin sem stendur í 4 daga. 21. október - 13. nóvember Aðeins 5.950 kr. Innifalið í verði er vínkynning á Yellow Tail og Rothchild Tilboð mánudaga - miðvikudaga: 4.950 ISK Matreiðslumeistarar Perlunnar hafa ferðast um allan heiminn að leita að bestu villibráð sem hægt er að bjóða upp á. Nú getur þú notið þess í besta villibráðarhlaðborði landsins. H rin g b ro t Perlan · Öskjuhlíð · Sími: 562 0200 · Fax: 562 0207 · Tölvupóstur: perlan@perlan.is · Vefur: www.perlan.is OSMO Vänskä, fyrrum aðal- hljómsveitarstjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, þreytti frum- raun sína með einni virtustu hljómsveit Evr- ópu, Fílharm- óníusveitinni í Berlín, 9. októ- ber sl. Á efnis- skránni voru þrjú verk, tóna- ljóðið Oceanides eftir Sibelius, Fiðlukonsert í D op. 61 eftir Beethoven og Sinfónía nr. 5 eftir Carl Nielsen. Einleikari í meist- arakonserti Beethovens var 25 ára upprennandi stjarna, Lisa Bat- iashvili frá Georgíu. Í gagnrýni í Lundúnablaðinu Financial Times segir Shirley Apthorp að Osmo Vänskä sé þekkt- ur að traustri verkkunnáttu og hafi skapað ný viðmið með túlkun sinni á norrænni tónlist. Vänskä og Bat- iashvili hafi þó nálgast Beethoven- konsertinn úr ólíkum áttum; hann með næmi fyrir smáatriðum og húmor, en hún hafi einbeitt sér að því að laða fram þykkan og fagran tón hljóðfærisins. Vänskä hafi þó af næmi sínu leyft einleikaranum að njóta sín í hvívetna. Batiashvili hafi þó ekki haft mik- ið að segja í túlkun sinni, þótt fingrafiminni hafi verið við brugðið. Gagnrýnandinn lýkur hins vegar lofsorði á túlkun Vänskäs á 5. sin- fóníu Nielsens, sem hún segir hafa verið hápunkt kvöldsins. Þótt stjórnandahreyfingar Vänskäs hafi ekki verið með neinum glæsibrag hafi útkoman verið stórfengleg. „Vänska meitlar hendingarnar fag- urlega, byggir af krafti upp að hverjum hápunkti verksins, en gef- ur hljóðfæraleikurunum um leið svigrúm til að láta hljóminn njóta sín til fulls.“ Dómur Shirley Apthorp er því á svipuðum nótum og dómar um frammistöðu Vänskäs á Proms- hátíðinni í London í sumar. Þar féll framúrskarandi einleikari einnig í skuggann af mikilfenglegri túlkun hljómsveitarstjórans á norrænu sinfónísku meistaraverki, Sinfóníu nr. 2 eftir Sibelius. Dómurinn í Financial Times styður það orð- spor sem af Osmo Vänskä fer, að hann þyki einn fremsti túlkandi norrænnar tónlistar á okkar tím- um. Vänskä í sporum Karajans Osmo Vänskä ROYAL Philharmonic Society og Radio 3 í Bretlandi standa um þessar mundir fyrir verkefni sem nefnist Encore. Heitið vísar ef- laust til upphrópunar sem stundum hefur heyrst á tónleikum, þegar áheyrendur vilja heyra tónlistina flutta aftur. Heitið er líka í fullu samræmi við markmið verkefnisins – að láta nýleg hljómsveitarverk eftir bresk tón- skáld hljóma aftur í tónleikasölum landsins. Verkefnið er þannig uppbyggt, að áheyr- endur, flytjendur, tónskáld (sem ekki mega tilnefna sjálf sig), gagnrýnendur, stjórn- endur listrænna hátíða og framkvæmdastjór- ar hljómsveita tilnefna verk af þessum toga, sem þeir gætu hugsað sér að heyra aftur. Sérstök nefnd velur síðan úr þau verk sem nefndarmeðlimir gætu hugsað sér að heyra aftur, og byggir hún valið eingöngu á geð- þótta. Tom Service er einn nefndarmanna og rit- aði nýverið grein um málið í The Guardian. Hann bendir á, að mikið umstang og húll- umhæ fylgi gjarnan frumflutningi nýrra verka. Síðan tekur mat gagnrýnenda og áhorfenda við. Hvort sem matið er jákvætt eða neikvætt, sé það staðreynd að saga þess- ara verk hefjist oftast og endi með þessum eina flutningi. Enn nýrri verk komi einfald- lega í stað hinna. Service bendir líka á að það sæti furðu að öll athyglin beinist að frumflutningi verka, í ljósi þess hve mörg helstu verka tónlistar- sögunnar hafi átt bagalega fæðingu: 5. sin- fónía Beethovens var frumflutt í ísakulda við litla hrifningu áheyrenda og tónlistarmenn- irnir sem frumfluttu 3. sinfóníu Bruckners voru hræðilega illa undirbúnir, að sögn Service. Verkin sem Encore-nefndin velur verða síðan leikin af helstu hljómsveitum Bret- lands á næstu þremur starfsárum. Fyrir tilstuðlan Royal Philharmonic Society og Radio 3 geta hljómsveitirnar leyft sér að taka meiri áhættu í verkefnavali og mögu- lega skapa hefð fyrir flutningi þessara nýju verka. Því eins og Service bendir á gæti ný 5. sinfónía Beethovens verið þar á meðal. Það veit bara enginn fyrr en verkin heyrast eins oft og mögulegt er, í margvíslegum flutningi. Tónlist | Breska Encore-verkefnið stuðlar að endurflutningi nýrra hljómsveitarverka Aftur, aftur! Morgunblaðið/Golli Atli Heimir Sveinsson tekur á móti lófa- klappi áhorfenda ásamt Bernharði Wilk- inson stjórnanda þar sem Sinfóníuhljóm- sveit Íslands hefur lokið frumflutningi á 1. sinfóníu hans í apríl árið 1999. Ætli hún hafi heyrst aftur síðan þá? Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.