Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 10

Morgunblaðið - 31.10.2004, Page 10
Á fundunum í félags-heimilunum Goðalandiog Gunnarshólma vorukynntar niðurstöðurrannsókna fjölda vís- indamanna úr ýmsum fræðigrein- um. Þeir hafa m.a. kannað ummerki um hlaup til vesturs frá Mýrdals- jökli og Eyjafjallajökli frá því síð- ustu ísöld lauk, fyrir um 10 þúsund árum. Hlaup af þessu tagi eru sjald- gæf og hefur liðið langt á milli þeirra. Einnig voru kynntar við- bragðsáætlanir almannavarna vegna mögulegrar vár af völdum eldgosa. Ástæður hættumats Ríkisstjórnin ákvað í júlí í fyrra, að tilhlutan Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, að láta vinna hættumat og áhættugreiningu vegna eldgosa og hlaupa til norðurs, vesturs og suðurs frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjökuls. Verkefnið var talið aðkallandi, og það ekki að ástæðulausu. Rannsóknir vísindamanna frá því um 1980 og allt fram á síðustu ár hafa leitt í ljós ummerki um stór hlaup sem farið hafa niður Mark- arfljótsgljúfur og valdið flóðum allt vestur að Þjórsá. Þessi hlaup urðu fyrir landnám, en eftir lok síðustu ísaldar fyrir 10 þúsund árum. Undanfarin ár hefur verið viðvar- andi og vaxandi skjálftavirkni í suð- vestanverðum Mýrdalsjökli. Jarð- skjálftavirkni í Goðabungu hefur valdið ákveðnum áhyggjum og vís- indamenn hugleitt hvað valdi henni. Hvort um sé að ræða kvikusöfnun, óstöðugleika eða hvort skriðuhætta sé á svæðinu. Tvívegis hafa orðið kvikuinnskot undir Eyjafjallajökli á síðustu ár- um, 1994 og 1999, þegar töluverður órói var í fjallinu. Það er ljóst að eld- gos í Eyjafjallajökli getur valdið hlaupum bæði til suðurs, þar sem byggð er undir Eyjafjöllum, og eins niður í farveg Markarfljóts. Þá eru stór byggð svæði og fjölsóttir ferða- mannastaðir í nágrenni við jöklana tvo. Þau gætu verið í hættu verði eldgos í þessum eldfjöllum. Fjöldi lagði hönd á plóginn Skipuð var stjórn verkefnisins og í henni sitja Kjartan Þorkelsson sýslumaður Rangæinga, sem er for- maður, Ágúst Gunnar Gylfason frá almannavarnadeild Ríkislögreglu- stjóra og Jónas Elíasson og Magnús Tumi Guðmundsson sem báðir eru prófessorar við Háskóla Íslands. Fjöldi sérfræðinga á ýmsum sviðum auk stofnana á borð við Raunvís- indastofnun og Verkfræðistofnun Háskóla Íslands, Veðurstofuna, Orkustofnun, Náttúrufræðistofnun, Edinborgarháskóla og Verkfræði- stofuna Vatnaskil unnu að verkefn- inu. Skilgreindir voru nokkrir verk- þættir í upphafi. Þeir voru: Könnun á ummerkjum um eldri hlaup. Mat á jarðfræðilegum aðstæðum við vest- anverða Goðabungu í Mýrdalsjökli. Mat á stærð og útbreiðslu hlaupa til vesturs frá Mýrdalsjökli, sem gætu orðið við núverandi aðstæður. Mat á líkindum einstakra atburða í ljósi eldgosasögu og annarra jarðfræði- legra gagna. Áhættugreining byggð á niðurstöðum úr ofangreindum verkþáttum. Starfið hófst þegar sumarið 2003 og lauk með mælingum í september síðastliðnum. Hættumatið liggur að mestu fyrir nú, en endanleg skýrsla um verkefnið er væntanleg á næstu vikum. Sjaldgæfir atburðir Magnús Tumi Guðmundsson pró- fessor sagði að mikilvægt væri að hafa í huga að líkurnar á því að eld- gos í Mýrdalsjökli vestanverðum eða Eyjafjallajökli valdi hlaupi til vesturs séu ekki miklar. „Þótt það sé ekki mjög líklegt að svona atburðir verði, þá eru afleið- ingar þeirra svo miklar að við verð- um að eiga áætlanir um hvernig eigi að bregðast við þeim. Það er engin sérstök ástæða til að ætla að hlaup fari til vesturs næst þegar gýs í Kötlu. Ekkert frekar en önnur Kötluhlaup á sögulegum tíma. Það má segja að það séu langmestar lík- ur á að Kötluhlaup fari venjulega leið niður Mýrdalssand.“ Rannsóknir sýna að gosvirkni í Kötluöskjunni er oftast á svipuðum slóðum. Við það ástand sem nú ríkir eru taldar um 85% líkur á að næsta Kötlugos verði á svæði Kötlujökuls þaðan sem hlaup fara yfir Mýrdals- sand, 7–10% að það verði á svæði Sólheimajökuls með hlaupi yfir Sól- heimasand, og 5-8% líkur á að það gjósi á svæði Entujökuls, en þaðan myndi jökulhlaup leita vestur í far- veg Markarfljóts. Magnús Tumi segir að gos í vesturbrún Mýrdals- jökuls, utan Kötluöskjunnar, séu mjög fátíð. Stórum Kötlugosum fylgja löng hlé Eldstöðin Katla í Mýrdalsjökli hefur notið sérstakrar athygli jarð- vísindamanna, enda ein virkasta eldstöð landsins. Jafnframt er Katla viðsjárverð vegna hinna miklu jök- ulhlaupa sem fylgja gosunum. Árið 1999 var komið upp eftirlitskerfi með Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. Það byggist á sjálfvirkum jarð- skjálftamælum, síritandi GPS-mæl- um sem sýna hreyfingar jarðskorp- unnar og fylgst er með vatnsföllum sem renna frá jöklunum með vatns- hæðarmælum. Auk þess flýgur Reynir Ragnarsson í Vík einu sinni til tvisvar í mánuði yfir jöklana og kannar ástand þeirra. Tvisvar á ári er svo flogið með skipulegum hætti eftir radarlínum yfir Mýrdalsjökul og oftar ef þurfa þykir. Niðurstaða síðasta flugs varð sú að jarðhiti fari heldur vaxandi á svæðinu. Katla hefur gosið að meðaltali tvisvar á öld frá því að land byggð- ist. Goshléin hafa verið bæði stutt og löng. Nú eru liðin 86 ár frá Kötlu- gosinu 1918 og hefur það vakið ein- hverjum áhyggjur um að Katla verði óvenju illvíg eftir að hafa sótt í sig veðrið í svo mörg ár. Magnús Tumi segir það ástæðulausan ótta. Nýjar rannsóknaniðurstöður Jónas- ar Elíassonar prófessors, Guðrúnar Larsen jarðfræðings og fleiri, benda til þess að stærð Kötlugosa sé ekki háð lengd goshléa, ólíkt því sem gerist t.d. í Heklu. Þannig gaus Katla tvisvar með stuttu millibili á 17. öld. Gosið 1612 var lítið en gosið 1625 var mikið. „Hins vegar koma löng goshlé oft í kjölfar stórra Kötlugosa og gosið 1918 var stórt gos. Þetta goshlé nú, 86 ár, er því líklega afleiðing af stærð gossins 1918 en ekki vísbending um að næsta Kötlugos verði endilega stórt. Þetta er lærdómur sem draga má af sögunni,“ segir Magnús Tumi. Jökulhlaup í Markarfljóti Stór jökulhlaup hafa farið niður Markarfljót á 500 til 700 ára fresti síðustu sjö þúsund ár. Rennsli í stærstu hlaupunum hefur verið metið 100.000 til 300.000 m3/s en önnur eru minni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess að búa til rennslislík- an fyrir ímyndað hlaup upp á 300 þúsund m3/s úr Entujökli, eða svip- að og Kötluhlaupið 1918. Eins er hlaupið látið vaxa á tveimur tímum, vera tvo tíma í hámarki og hjaðna á tveimur tímum, svipað og 1918. Not- að var forritið Aquariver sem þróað var hjá Vatnaskilum til að mæla ým- is straumfræðileg verkefni. Sam- kvæmt rennslislíkaninu myndi vatn úr hlaupi af þessari stærð flæða yfir Landeyjar og allt vestur að Þykkva- bæ. „Þetta er hamfarahlaup og hlaup af þessari stærðargráðu verða ein- göngu vegna stórra gosa inni í Kötluöskjunni á vatnasvæði Entu- jökuls,“ segir Magnús Tumi. „Eftir tvo og hálfan tíma frá því hlaup fer af stað er það við Stóra-Dímon. Það er mikið atriði að fólk geri sér grein fyrir tímaskalanum sem þetta gerist á. Það er erfitt að fullyrða um vatns- dýptina á hverjum stað og tíma. Það er ekkert sem bendir til að svona hamfarir gerist frekar nú en áður. En það er ástæða til að rannsaka þetta vel og búa sig undir það sem mögulega getur gerst.“ Rannsóknir sýna að hlaup í far- vegi Markarfljóts hafa orðið af þrennum toga. Vegna eldgosa í Mýrdalsjökli, gosa í Eyjafjallajökli og vegna gosa og þegar lón hafa tæmst snögglega að Fjallabaki. Þessi hlaup urðu löngu áður en Ís- land byggðist. Þannig sjást örugg ummerki um 11 hlaup til vesturs vegna gosa í Mýrdalsjökli á síðustu 10 þúsund árum. Það síðasta fyrir 1.230 geislakolsárum, samkvæmt niðurstöðum Guðrúnar Larsen og Kate Smith. Óvissa ríkir um 4–5 Hættan á hamfaraf lóði Bráðabirgðaniðurstöður hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Eyjafjallajökli og vesturhluta Mýrdalsjök- uls voru kynntar íbúum í Fljótshlíð og Landeyjum í gær. Guðni Einarsson kynnti sér hættumatið og ræddi við dr. Magnús Tuma Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sem er í stýrihópi verkefnisins. Morgunblaðið/RAX Horft yfir vestanverðan Mýrdalsjökul og er Sólheimajökull fremst á myndinni. Hringurinn er um svæðið vestan Goðabungu þar sem land er að rísa. Magnús Tumi Guðmundsson í eftirlitsflugi yfir Mýrdalsjökli. Reglulega er fylgst með jöklinum. 10 SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.